Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.02.1981, Qupperneq 20

Dagblaðið - 26.02.1981, Qupperneq 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRUAR 1981 Veðrið Qert er réð fyrir vaxandi austanátt og afðan auðaustanátt á landinu, slyddu aða rigningu á Suður- og Vast- uriandi an rigningu á Austuriandi. Vaður fer hlýnandi. Klukkan 8 voru suðaustan 3, skýjað og 1 stig (Reykjavlc, suðsuðaustan 5, skýjað og 1 stig á Gufuskákim, hssg- viöri, hálfskýjað og 1 stig á Gattar- vha, hœgviðri, skýjað og 1 stig á' Akureyri, suðaustan 3, alskýjað og 1 stig á Raufarhöfn, haagviðri, slydda og 0 stig á Dalatanga,austsuð- austan 8, rígning og 4 stig á Hðfn og austsuðaustan, rigning og 2 stig á' Störhöfða. í Þórahöfn var abkýjað og 5 stig, iáttskýjað og -2 stig ( Kaupmanna- höfn, abkýjað og -3 stig f Osló, þoku- móða og -1 stig í Stokkhólmi, mbtur og 1 stig f London, þokumóða og -4 stfg f Hamborg, þokumóða og 0 stig f Parb, hálfskýjað og 2 stig f Madrid, háifskýjað og 11 stig f Lbsabon og skúrir og 7 stig f New York. Ártfliát Guflný Guflmundsdóttir, sem lézt 26. janúar sl., fæddist 29. janúar 1891 að Þrastastaðagerði á Höfðaströnd. Guðný ólst upp hjá Guðbjörgu Jóns- dóttur og Þórarni í Enni. Árið I9ll giftist hún Rögnvaldi Sigurðssyni og áttu þau 12 börn. Bjuggu þau á Litlu- Brekku á Höfðaströnd í I9áren þálézt Rögnvaldur. Nokkru seinna fluttist Guðný til Siglufjarðar og bjó þar til æviloka. Hún starfaði við fiskvinnslu á Siglufirði. Síðastliðin 2 ár dvaldist Guðný á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Baldvin Einarsson forstjóri, sem lézt I8. febrúar sl., fæddist 22. febrúar 1913 á Eyri í Skötufirði. Foreldrar hans voru Einar Þorsteinsson og Sigrún Kristín Baldvinsdóttir. Baldvin stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi 1913, síðan stundaði hann störf sem verzlunarmaður í Reykjavík. Árið 1936 réðst hann til starfa hjá vátryggingar- skrifstofu Trolle og Rothe hf. i Reykja- vik og starfaði hann á þeirra vegum til ársins 1943. Það sama ár voru Almennar tryggingar stofnaðar og var Baldvin einn af stofnendum og var hann valinn til að veita félaginu for- stöðu. Baldvin var kjörinn í varastjórn félagsins 1967 og í aðalstjórn árið 1971, formaður stjórnarinnar var hann kjörinn árið 1975 og gegndi hann því starfí til dauðadags. Árið 1943 kvæntist Baldvin Kristínu Pétursdóttur og áttu þau 2 dætur. Fannar Guflmundsson sem lézt í Land- spítalanum föstudaginn 20. febrúar sl., verður jarðsunginn fráLitlu kapellunni 1 Fossvogskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Halldór Einarsdóttir, Meðalholti 10, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Kristófer Kristófersson, sem lézt 14. febrúar sl., fæddist 16. október 1889. Foreldrar hans voru Kristófer Sturluson og Margrét Hákonardóttir. Kristófer bjó í Fremri-Hvestu í nær 30 ár en árið 1946 fluttist hann til Bíldudals og skömmu seinna hóf hann störf á olíuskipinu Þyrli þar sem hann vann í rúm 10 ár. Árið 1956 fluttist hann til Reykjavíkur. Árið 1918 kvænt- ist Kristófer Ingibjörgu Halldóru Gestsdóttur og áttu þau 5 börn. Ágústa Jóhannsdóttir, sem lézt 20. febrúar sl., fæddist 16. ágúst 1895 að Laugarási 1 Biskupstungum. Foreldrar hennar voru Vilborg Aronsdóttir og Jóhann Bjarnason. Ágústa ólst upp hjá Guðfinnu Erlendsdóttur og Guðmundi Vigfússyni. Ágústa flutti með fóstur- foreldrum sinum til Reykjavíkur 11 ára gömul. Árið 1915 giftist hún Þórhalli Jóhannessyni en hann lézt árið 1924. Þá hóf hún störf hjá Lyfjaverzlun ríkisins. Árið 1927 giltist hún Guðmundi Halldórssyni. Þau ætt- leiddu 2 börn. Ágústa verður jarðsungin ídag, 26. feb., kl. 13.30, frá Háteigskirkju. Edda Kvaran, Efstasundi 94 Reykja- vik, lézt að heimili sínu 25. febrúar. Hólmfriður Kristjánsdóttir lézt að Hrafnistu þriðjudaginn 24. febrúar sl. Jóhann Sigurgeirsson pípulagningar- meistari, Barmahlíð 38, lézt mánudaginn 16. febrúarsl. Jarðarförin hefur farið fram. Rudolph J. Eyland verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 10.30. Guðjón Arngrímsson fyrrverandi gjaldkeri, sem lézt 18. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Guðmundur Ragnarsson, Espigerði 4, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudagjnn 27. febrúar kl. 16.30. Sigurlina Kbenezersdóttir, Tómasar- haga 41, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 15. Anna Sigríður Einarsdóttir, sem lézt 14. febrúar sl. að heimili sinu Klepps- vegi 120, verður jarðsett föstudaginn 27. febrúar frá Fossvogskirkju kl. 15. Nýr sýslumaður Hinn 19. febrúar 1981 skipaði forseti Islands, sam- kvæmt tillögu dómsmálaráðhcrra, Sigurð Helgason hæstaréttarlögmann bæjarfógeta á Seyðisfirði og sýslumann Norður-Múlasýslu, frá 1. marz 1981. Brautskráning kandídata frá Háskóla íslands Afhending prófskírteina til kandídata fer fram við athöfn í hátíðasal háskólans laugardaginn 28. febrúar 1981 kl. 14. Rektór háskólans. prófessor Guðmundur Magnússon, ávarpar kandídata en siðan afhenda deildarforsetar prófskírteini. Að lokum syngur Há skólakórinn nokkur lög undir stjórn Hjálmars Ragn- arssonar. Að þessu sinni verða brautskráðir 52 kandidatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf i lögfræði 2, BA- próf i heimspckideild 14. próf í islensku fyrir erlenda stúdenta I,lokapróf ibyggingarverkfræði 1 Jokapróf í vélaverkfræði 2, lokapróf í rafmagnsverkfræði 1, BS- •próf I raungrcinum 10, kandidatspróf í viðskipta- fræðum 9. aðstoðarlyfjafræðingspróf 2. BA-próf í félagsvísindadeild 10. 0G ÞÁ VAR KÁTT IH0UINNI, HÖUINNI Örlögin og Vigdís Finnbogadóttir réðu þvi að ég reis úr rekkju eld- snemma i gærmorgun og gekk óvenjusnemma til náða í gærkvöldi, eftir að hafa hlýtt á ræðuhöld, glasa- glaum og íslenzkan þjóðsöng leikinn á yfirhraða í kóngshöllu Dana. Send- ingarskilyrðin voru að vísu ekki upp á það bezta, en engu að síður lagði ég við hlustir þegar svo hátíðlegar ræður voru fluttar okkur yfir hafið. Það sást vel í gærkvöldi hve brýnt það er fyrir sjónvarpið okkar að fá skerminn Skyggni í gagnið til að flytja okkur myndir frá fjarlægum löndum af atburðum sem gerast sam- stundis. Engar filmur bárust frá Dan- mörku og við urðum að láta okkur nægja nokkrar Ijósmyndir frá hátíða- höldunum. Við þurfum að bíða róleg til föstudagskvölds og líta á dýrðina um það bil er opinberri heimsókn forsetans lýkur! Einu kvikmyndirnar sem sjónvarpið sýndi voru frá Kefla- vikurflugvelli i gærmorgun þegar Vigdís og fylgdarlið lögðu í’ann fyrir allar aldir. Við DB-menn böðluðumst þangað suður eftir í hríðarhraglanda og ófærð til að fylgja sendimönnum okkar síðustu metrana um borð í þot- una, svona rétt til að þeir færu ekki með vitið úr landinu. Þarna biðum við ásamt sjónvarpsmönnum og kuldastjörfum heiðursverði löggu- manna, Flugleiðaforstjóranum og handhöfum forsetavalds sem tóku við æðsta embætti þjóðarinnar um leið og Vigdís hvarf inn í þotuna. Fyrst var almúginn rekinn um borð. Alþýðan fór inn í þotuna að aftan. Framdyrnar voru ætlaðar þeim sem iiærra voru í mannvirðingarstigan- um. Fyrst kom svört drossía akandi út að vél. Út úr henni steig maður nokkur berhöfðaður, með kunnug- legt bros á vör og voldug sólgleraugu. Fát kom á heiðursvörðinn eitt andar- tak. En svo kom í ljós að hér var kominn utanríkisráðherrann, sá er Á Koflavkurfkigv«U •Idsnwnma f gaarmorg- un: Utan úr myrfcrinu og hriðarfjúklnu kom ráö- herra, sem rnöur f kigskýlum, meö bros é vör og sóigleraugu. Boðlnn og búlnn tll að skála vlð kónga og drottningar f Danaveldi. DB-mynd: Síg. Þorri. ræður málefnum flugskýla og Helgu- víkur. Hann var sýnilega með bjart- sýnni mönnum í upphafi ferðar og mætti sólglerjaður til leiks. Svo komu þremenningarnir sem eru í sameiningu forseti til sunnudags og síðast birtist forsetabíllinn. Ejtthvað af þessu fengum við að sjá í sjónvarp- inu en Margréti Þórhildi fáum við ekki að líta á í kassanum fyrr en annað kvöld. Fréttir sjónvarpsins var hið eina sem ég hafði lyst á af matseðli þeirrar ágætu stofnunar i gærkvöldi. Ég stóð mig betur við útvarpshlustun, enda dagskráin þar girnilegri fyrir minn smekk. Vettvangsþátt Ástu R. og Sigmars hlustaði ég á að vanda, enda oft góð- meti á boðstólum hjá þeim. (Innskot: Því er Ásta titluð „samstarfsmaður” en ekki stjórnandi þáttarins eins og Sigmar?? Og hvers vegna var fyrrum kvenkyns meðstjórnandi Morgun- póstsins ævinlega kynnt sem hún væri „til aðstoðar” Páli Heiðari og Birgi Sig. ?) Hrafn Gunnlaugsson flutti gagn- rýni um Sölumaður deyr í Þjóðleik- húsinu. Hrafn er nýbyrjaður sem „krítíker” hjá Sigmari og Ásty og þykir mér góður. Sveinn E. getur verið ánægður með hve góðir leik- gagnrýnendur veljast í þennan þátt. Halldór Reynisson flutti langan og óáheyrilegan pistil um efnahags- stefnu Reagans kúreka í Hvíta hús- inu, þar sem auk þess kom fátt eða ekkert fram sem ekki hafði heyrzt hér áður. Ekki trúi ég öðru en að í því stóra landi sé hægt að finna eitthvað til að tala um sem útilokað er að hafi heyrzt hérlendis. Og Leifur Þórarins- son talaði svo að síðustu um sin- fóníutónleika. íþróttabölið er farið að setja mark sitt á mig, sbr. svo bregðast krosstré . . . Á menntaskólaárunum var ég virkur félagi í Sporni, sem barðist ötullega gegn bölinu sem íþróttaiðk- un leiðir yfir þjóðir. Spornisfélögum var bannað flest, að viðlögðum sekt- um og brottrekstri, sem telja mátti með góðu móti til íþrótta. Þó mátti hlaupa í Ríkið við Hólabraut ef mikið lá við. Nú er svo komið fyrir mér að ég fer stundum í sund eða á skíði, í vetur hef ég keypt tvo get- raunaseðla í hverri viku, horft einu sinni á leik í ensku knattspyrnunni í sjónvarpinu og nú síðast hlustað í tvi- gang á Hermann lýsa handboltaleikj- um í Frakklandi. í fyrra skiptið stóð ég með íslendingum, enda leit strax út fyrir að þeir burstuðu Austurríki. í gærkvöldi ákvað ég strax að vera hlutlaus framan af seinni hálfleik en halla mér heldur að Frökkum þegar líða tók á leikinn, enda sagði Vigdís í ræðunni í gærkvöldi að íslendingar væru svo skotnir i franskri menn- ingu. (Eða þannig). Og auðvitað stór- sigruðum við íslendingana í leik dagsins. Hvað er Bahá'í trúin? Opið hús að Óðinsgötu 20 öll fimmtudagskvöld frá kl. 20.30. Allir velkomnir: iiiiil AA-samtökin í dag. limmtudag, verða fundir á vegum AA-sam takanna scm hér scgir: Tjarnargata 3c kl. 21:Tjarnar gata 5b (Ungt fólkl kl. 21 og 14: Laugarncskirkja kl. 21: Kópavogskirkja kl. 21; Ólafsvík. Safnaðarhcimili. kl. .21: Sauðárkrókur. Aðalgata 3. kl. 21; Akurcyri. Gcislagata 39. (s. 96-22373) kl. 21; Scyðisfjörður. Safnaðarhcimili. kl. 21; Vestmannaeyjar. Hcimagata 24 (s. 98 1140). kl. 20.30: Selfoss, Selfossvcgi 9. kl. 21: Keflavík. Klapparstígur 7 (s. 92-1800). kl. 21; Patreks fjörður kl. 21; Blönduós. Kvennaskóli. kl. 21: Dalvik kl. 21. í hádeginu á morgun. fösludag. verða fundir scm hér segir: Tjarnargata 3c kl. 12; Tjarnargata 5bkl. 14: Akureyri. Geislagata 39 (s. 96-22372). kl. 12. Neskaupstaður Opinn umræðufundur til kynningar á Bahái trúnni vcrður að Blómsturvöllum 15 föstudaginn 27. febrúar kl. 21. Verið velkomin. íslandsmótið í handknattleik Fimmtudagur 26. feb. Laugardalshöll |R — Valur, 1. fl. karla B. kl. 19. Vikingur — ÍA. 1. deild kvenna. kl. 20. lR - UMFN. 2. deild kvenna A, kl. 21. Þróttur — Ármann, I. fl. karla B. kl. 22. íslandsmótið í körfuknattleik Fimmtudagur 26. feb. Íþróttahús Kennaraháskólans IS — lR, úrvalsdeild, kl. 20. Hótel Borg íkvöld Hljómsveitin ÞEYR flytur í kvöld nýjar tónsmíðar og syngur haitiskan tónseið. Einnig koma fram ný- listamenn sem munu nýstreyma. Sinfóníutónleikar í kvöld Þrettándu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsvcitar Islands verða í Háskólabiói í kvöld og hefjast kl. 20.30. Efnisskráin verður sem hér segir: Stravinsky Pulcinella-ballettsvita; Mozart — Pianókosnert KV 595; Ravel — Daphnis et Chloé. Hljómsveitarstjóri er Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari er Anne Queffelec. Hljómsveitinni til að stoðar við flutning Daphnis et Chloé er Hamrahlíðar kórinn sem Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Nr. 39 — 25. febrúar 1981 Ferðamanna gjakfeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Saia 1 Bandarfkjadollar 6,511 6,529 7,182 1 Storlingspund 14,529 14£69 16,026 1 Kanadadollar 5,441 5,456 6,002 1 Dönsk króna 0,9903 0,9930 1,0923 1 Norakkróna 1,2103 1,2137 1,3351 1 Sœnsk króna 1,4146 1;4185 1,5604 1 Finnskt mark 1,6037 1,6081 1,7889 1 Franskur franki 1,3220 1,3267 1,4583 1 Belg. frankl 0,1899 0,1904 0,2094 1 Svissn. franki 3,4093 3,4188 3,7607 1 Hollenzk florina 2,8028 2,8106 3,0917 1 V.-Þýzkt mark 3,0961 3,1048 3,4151 1 Itölsk Ifra 0,00645 0,00647 0,00712 1 Austurr. Sch. 0,4388 0,4380 0,4818 1 Portug. Escudo 0,1160 0,1163 0,1279 1 Spánskur peseti 0,0757 0,0759 0,0835 1 Japanskt yen 0,03141 0,03150 0,03465 1 irskt ound SDR (sáratök dráttarréttindi) 8/1 11,402 8,0145 11,434 8,0387 12,577 # Breyting frá siðustu skráningu. Simsvari vegna gengisskróningar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.