Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 31 9 Útvarp Sjónvarp i) MYNDBROT - útvarp kl. 21,30: FRJALST KYNLÍF OG SAM- EIGINLEGT BARNAUPPELDI — ungur maður hyggst stofna AAO-kommúnu hér á landi á næstunni — rætt við þrjá menn um störf þeirra, áhugamál og KVsviðhorf Myndbrot nefnist þáttur sem Birna G. Bjarnleifsdóttir stjórnar og er á dagskrá útvarps í kvöld. Flún ræðir við Lilju Ólafsdóttur, Guðmund S. Jónasson og Ottó A. Michelsen um störf þeirra og áhugamál. Guðmundur S. Jónasson er ungur maður sem dvalizt hefur mikið er- lendis. Hefur hann m.a. búið í kommúnum, svokölluðum AAO- kommúnum en þær eru dreifðar víðs vegar um alla Evrópu. Guðmundur hyggst stofna eina slíka hér á landi á næstunni. í AAO-kommúnu er kjamafjöl- skyldan ekki til. Þar fer fram sam- eiginlegt barnauppeldi og tilfmningar sem yfírleitt eru bældar í venjulegum þjóðfélögum, fá að njóta sín. Má nefna kynhvötina en í AAO-komm- únum er stundað frjálst kynlíf, þó innanvissra marka. Lilja Ólafsdóttir er nemi í lagadeild Háskóla fslands. Hún er núverandi formaður Orators, félags laganema, og er hún fyrsta konan sem gegnir því embætti. Lilja segir frá námi sínu, lífsviðhorft og lýsir áliti sínu á AAO- kommúnum. Loks verður spjallað við Ottó A. Michelsen, forstjóra IBM og Skrif- stofuvéla, um starf hans og uppbygg- ingu fyrirtækja hans. Auk þess ræðir hann um áhugamál sitt, kirkjustarf, en hann hefur niikið unnið fyrir Bú- staðakirkju. Þá mun hann segja álit sitt á ungu fólki i dag. - KMU Cuðmundur S. Jónasson — hyggst stofna AAO-kommúnu hér ú landi á næstunni. Er kommúnufjölskyldan það sem koma skal? Lilja Ólafsdóttir — fyrsta stúlkan sem gegnir Tormannsemhætti í Ora- lor. DB-mynd Bj.Bj. DOMSMAL - útvarp kl. 20,05: HVER BER ÁBYRGD Á VÖRU í FLUTNINGI? í þættinum Dómsmál í kvöld segir Björn Helgason hæstaréttarritari frá máli sem Hæstiréttur dæmdi í fyrir nokkru og fjallar um ábyrgð vöru- flutningamiðstöðvar á vöru í flutn- ingi. Að sögn Björns er hér frekar um einfalt mál að ræða en málavextir eru í stuttu máli þeir að pakki með tveim loftnetum í týndist í flutningi og spurðist aldrei meir til hans. Eig- andinn vildi fá bætur fyrir en vöruflutningafyrirtækið taldi sig undanskilið þeirri ábyrgð. Mál var höfðað og segir Björn Helgason okkur frá niðurstöðum dómsins og því sem liggur til grund- vallarhonum. -KMU KRISTJAN MAR UNNARSSON Björn Helgason hæstaréttarritari. NEMENDALEIKHÚSIÐ Peysufatadagurinn eftir Kjartan Ragnarsson. Sýning fimmtudag 26. febr. kl. 20 og sunnudag 1. marz kl. 20. Miðasala opin i Lindarbæ frá kl. 16—19 alla daga, nema laugar- daga. Miðapantanir í sima 21971 á sama tima. VIDEO ¥ ¥ ¥ ¥ Litli bamatiminn í utvarpi kl. 17,40: Uf og leikir barna FYRIR 70-80ÁRUM nen Kv VHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásaml mvnd- segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru til leigu 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur í rnjög miklu úrvali í stuttum og löngum útgáfum. bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin. Walt Disney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir full- orðna m.a. Jaws, Marathon man, Deep, Grease. God- father, Chinetown o.fl. Filmur til sölu og skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga -yC. nema sunnudaga. Kvikmyndamarkaðurinn Sími 15480 Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin) KVIKMYNDIR —ífrásögn Jónasar frá Brekknakoti Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlcga veita cinuni Islendingi skólavist og styrk til háskólanáms i Sovctrikjunum háskólaárið 1981 —82. Umsóknum skal komið til mcnntamálaráóuncytisins. Hverfisgötu 6. I0l Reykjavik. fyrir 25. mars n.k. og fylgi staöfcst afrit prófskirlcina ásamt mccV mælum. — Umsóknareyðublöðfást í ráðuncytinu. Monntamálaráðuneytið, 23. febrúar 1981. „Uppistaðan í Litla barnatímanum í dag verður spjall Jónasar frá Brekkna- koti um líf og leiki barna fyrr á tímum, eða fyrir 70—80 árum,” sagði Dóm- hildur Sigurðardóttir kennari á Akur- eyri, umsjónarmaður þáttarins kl. Auk frásagnar Jónasar frá Brekknakoti í Litla barnatímanum frá Akureyri í dag les átta ára stúlka þjóösögur — m.a. söguna af því hvers vegna rjúpurnar hafa loðna fætur. DB-mynd EÓ. 17.40 i dag. Einnig kemur fram átta ára gömul stúlka, Elín Eydís Friðriksdóttir, sem les tvær þjóðsögur. „Sú fyrri segir frá hvernig huldufólkið varð til — það er sagan um óhreinu börnin hennar Evu — og hin segir frá hvers vegna rjúpan hefur loðnar fætur,” sagði Dómhiidur. Dómhildur Sigurðardóttir er ein þriggja akureyskra kvenna, sem á und- anförnum vikum hefur annazt Litla barnatímann. Hinar tvær eru Heiðdís Norðfjörð og Gréta Ólafsdóttir. Þetta verður fjórði og síðasti timinn, sem Dómhildur annast — að sinni. Hún segist þó vonazt til að geta geri fleiri útvarpsþætti í framtíðinni, því það sé bráðskemmtilegt. „Það er gotl að skiptast svona á um þetta við hinat tvær,” sagði hún, ,,en vafalaust yrði þetta eitthvað erfiðara ef ég væri aðeins ein.” Dómhildur er kennari við Lundar skóla á Akureyri, sem er nýlegur skoli uppá Brekku, eins og heimamenn segja. Sem stendur er Lundarskóli barnaskóli en verður áður en langt um líðurgrunnskóli. -ÓV BMW 728 árg. 1978 Renault 20 TL árg.1978 BMW 525 árg.1974 Renault 20 TL árg. 1977 BMW 520 árg. 1978 Renault 12 TL árg. 1971 BMW 320 árg. 1979 Renault 5 GTL árg. 1980 BMW 320 árg.1978 Renault 5 TL árg. 1975 BMW 318 autom. árg. 1979 Renault4TL árg. 1979 BMW316 árg.1980 Renault 4 VAN F6 árg. 1977 BMW 320 árg. 1980 Renault 4 VAN F6 árg.1978 KRISTINN GQJÐNASON HF. L SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.