Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 32
SJÓMENN OG ÚTVEGS- MENN SÖMDU í NÓTT — verkfalli á f iskiskipaf lotanum af lýst í gærkvöldi — lífeyrissjóðstrygging sjómanna lækkuð Í60 ár Samkomulag náðist í nótt miili sjómanna og útgerðarmanna og var það undirritað af deiluaðilum fyrir kl. 1 í nótt. Áður höfðu sjómenn af- lýst verkfalli, sem átti að koma til framkvæmda á fiskiskipaflotanum á miðnætti. Síðasta samningalotan var löng og ströng; og eftir hádegi í gær voru menn nánast lokaðir inni hjá ríkissáttasemjara. Sjómenn biðu eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og eftir fund með ráðherrunum Svavar Gestssyni og Ragnari Arnalds, þar sem Svavar lýsti þvi yfir að ríkisstjórnin myndi standa við loforð sín I lífeyrissjóðs- málum, aflýstu sjómenn verkfallinu. Ríkissáttasemjari og flestir samningamanna sváfu í morgun, þannig að ekki náðist í þá. Þó náðist í Tómas Ólafsson í samninganefnd sjómanna og sagði hann að sam- komulagið byggðist á endurskoðun samningsins og áfanga sem náðist í lí feyrissjóðsmálum. Svavar Gestsson félagsmála- ráðherra sagði í morgun að ríkis- stjórnin myndi beita sér fyrir breytingum á lögum um almanna- tryggingu og yrði lífeyrissjóðs- trygging sjómanna lækkuð niður í 60 ár, eftir samfelld störf á sjó í 25 ár. Þá yrðu breytingar á lífeyrissjóði sjómanna, þannig að landvinna sjómanna, t.d. við net, yrði gjald- skyld til lifeyri ssjóðs sjómanna. Svavar sagði að það sem um hefði verið samið væri mál sjómanna og útvegsmanna að undanskildum breytingum á lögum um almanna- tryggingar. Þær breytingar sem gerðar verða eru mál sem fjallað hefur verið um lengi,” sagði Svavar. -JH. ■ Unnið við löndun í Reykjavíkurhöfn I gaer. Togararnir þrír, sem sjást á myndinni, Hjörleifur, Jón Baldvinsson og Bjarni Benediktsson fóru allir út I gær. -DB-m.vnd S. Stereóútvarp um allt land í haust ,,Við vonum að með haustinu vcrði komið stereóútvarp um allt land. Það er verið að leita tilboða í bunað til að flytja stereósendingarnar norður og höfum við gefið sex mánaða afgreiðslufrest. Ég á þvi von á að ákvörðun verði tekin mjög fljót- lega um frá hverjum búnaðurinn’ verði keyptur,” sagði Hörður, Vilhjálmsson fjármálastjóri útvarps i samtali við DB í morgun. „Tilboð hefur komið frá Siemens á sjónvarps ,,link” sem kostar 40 þúsund þýzk mörk. Talið er að búnaðurinn muni kosta um eina milljón íslenzkra króna og síðan verði um 200 þúsund króna upp- setningarkostnaður,” sagði Hörður. „Notazt verður við flutningskerfi sjónvarpsins á Vaðlaheiði sem sendir álram til Gagnheiðar.”Ef að líkum lætur ættu Norðlendingar og Aust- firðingar að geta hlýtt á stereósendingar útvarpsins í septem- ber og verður þá stereó um alit land. -ELA íslendingurinn laus úr fangelsinu íKaupmannahöfn: „FÓR BEIUR EN Á HORFÐIST’ — sagði sr. Jóhann Hlíðar — litið mjög alvarlegum augum ef lögregla f starf i verður fyrir aðkasti „íslenzki sjómaðurinn er laus allra mála hér, það þarf aðeins að koma honum heim, en útlendinga- eftirlitið mun annast það. Hann kemur því annaðhvort heim í dag eða á morgun,” sagði Jóhann Hlíðar prestur í Kaupmannahöfn. „Pilturinn kom fyrir rétt i fyrradag og hlaut að vísu nokkru lengri dóm en þá 30 daga, sem hann hafði setið inni, en þar sem ábyrgzt var að hann fengi vinnu strax og hann kæmi heim til íslands var honum sleppt strax. j DB í gær var greint frá því að maðurinn hefði fengið 40 daga dóm, en vonir stæðu til þess að hann yrði styttur í 30 daga. Það var hins vegar á misskilningi byggt að þessi dómur bættist við fangelsisvist mannsins. „Þetta fór betur en á horfðist,” sagði sr. Jóhann. „Það er litið mjög alvarlegum augum ef lögregla i starfi verður fyrir aðkasti en að öðru leyti var hér um smátt mál að ræða og hefði ekki verið gert mikið veður út af því ef lögregluþjónn hefði ekki átt í hlut”. Eins og DB hefur greint frá, henti Íslendingurinn flösku i andlit lögreglumanns á veitingahúsi i Kaupamannahöfn, þannig að lög- reglumaðurinn hlaut sár af. Lög- reglan hafði verið kölluð til vegna óláta mannsins. Sjómaðurinn er 21 árs og frá Hafnarfirði að sögn sr. Jóhanns. „Piltinum hefur liðið vel í fang- elsinu,” sagði sr. Jóhann. „Hann var í Blegdams fangelsi, en þar voru 90 aðrir fangar. Ég heimsótti hann alla virka daga meðan hann var þar, en á laugardögum og sunnudögum má ekki heimsækja fangana, svo skrítið sem það er. Hann er hress og var sæmilega ánægður með matinn í fangelsinu. Þá gat hann horft á sjónvarp þar.” Að sögn sr. Jóhanns situr nú enginn íslendingur í dönsku fangelsi. -JH. frjálst, áháð dagblað FIMMTUDAGUR 26. FEB. 1981. Hún er áhyggjulaus um fóstrudeiluna þessi — enda varla nógu gömul til að verkfall fóstra hafi áhrif á Iff hennar. DB-mynd: Sig. Þorri. Foreldrar þrýstaá bæjaryfirvöld — íKópavogi um að semja viðfóstrur „Boltinn er hjá Starfsmannafélagi Kópavogs, sem er að skoða málið. Ég get ekkert sagt um hver framvindan verður en tel þó ólíklegt að eitthvað gerist i þessari viku,” sagði Jóhann H. Jónsson formaður bæjarráðs í Kópa- vogi í morgun. Hann ásamt öðrum bæjarráðsmönnum, Bjarna Þór Jóns- syni bæjarstjóra og bæjarritara voru á fundi með foreldrum barna á dagvist- um í Kópavogi í gær og skýrðu sjónar- mið bæjaryfirvalda í deilunni við fóstr- ur. Fóstrurnar komu einnig og skýrðu sín sjónarmið en viku síðan af fundi ásamt forystumönnum bæjarins. Alls sóttu á annað hundrað jnanns foreldrafundinn og var þar samþykkt að skora á Starfsmannáfélag Kópa- vogs að hraða viðræðum við bæjarráð um lausn á kjaradeilunni við fóstrur. Einnig kemur fram í ályktun frá fund- inum áherzla sem foreldrar leggja á mikilvægi fóstrustarfa. Nauðsynlegt sé að laun fóstra séu í samræmi við þá ábyrgð sem þær bera. „Fundurinn telur hættu á að hæfir starfskraftar veljist ekki framvegis til fóstrustarfa ef starfið er ekki metið til launa að verð- leikum,” segir í lok ályktunar foreldra. í bígerð er að stofna foreldrafélag barna á dagvistum Kópavogs. Þá er hugur í foreldrum að mæta á bæjar- stjórnarfund sem boðaður er í bænum á morgun. Þar mun þó ekki á dagskrá að ræða fóstrumálið, samkvæmt upp- lýsingum DB i morgun. Dagvistir í Kópavogi hafa verið lokaðar síðan á mánudag vegna uppsagna fóstranna og hvorki gengið né rekið í samningum þeirra við bæjaryfirvöld. Ljóst er að bærinn er í verri samningsaðstöðu nú en áður eftir að Akureyrarbær ákvað aðganga að kröfum fóstra þar í bæ. -ARH. Sof naði út f rá logandi vindlingi íbúar fjölbýlishúss nr. 128 við Kleppsveg kvöddu slökkvilið til er þeir urðu varir við reykjarlykt í stigagangi klukkan rúmlega hálfsex i gær. Kom liðið fljótt á vettvang. í ljós kom að í einni íbúðinni hafði maður sofnað i rúmi sínu undir sæng, en ekki slökkt í vindlingi áður en værðin féll yfir hann. Eldur komst í sængina. Maðurinn hrökk upp af værum blundi en hafði ekki skaðazt af óhapp- inu. Eldur komst í sængina en aðrar skemmdir urðu mjög óverulegar. Fram skal tekið að ekki var um áfengi að ræða í þessu óhappi. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.