Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 3
3 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 Nokkrar staðreyndir um: Störf og stjómarkjör —á 6. þingi Alþýðusambands Suðurlands Spurning dagsins Finnst þór gaman í vinnunni? Ómar Halldórsson, fulltrúi sveinafé- lags málmiðnaðarmanna Rangár- vallasýslu. Dagana 21. og 22. febrúar sl. var haldið 6. þing Alþýðusambands Suð- urlands (ASS). Fyrri dagurinn fór að miklu leyti i allt að 9 ára gamlar pólit- ískar þrætur. Þó svo að meirihluti þingheims væri sammála um að leggja niður þessar þrætur. Á sunnudag var gengið til kosninga með tilheyrandi hrossakaupum. Kjörnefnd kom sér ekki saman um hverja skyldi tilnefna til forseta og trúi ég því að minnihluti hafi þurft að fá sárabætur þegar kom að tilnefn- ingu til stjórnar og varastjórnar. Vítaverð vinnubrögð Á laugardag þegar skipað var I nefndir álpaðist einhver til að stinga upp á bréfritara í kjörnefnd, en þá ef- aðist einhver um minn pólitíska litar- hátt og þar með var það úr sögunni. Ég tók tvo kjörnefndarmenn tali, þá er ég taldi mig gleggst þekkja, sinn í hvoru lagi að þingstörfum loknum á laugardag og tjáði þeim að ég gæfi kost á mér í stjórn í versta falli í vara- stjórn. Ekki virtist skorta hlýhug í minn garð, en minna varð um efnd- irnar. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið kenndur við stjórnmála- flokkana, en reynt að láta sannfær- inguna hjálpa mér við ákvarðana- töku, en slíkt er greinilega ekki í tizku innan alþýðusamtaka þessa lands. Svo heyrist hjá sömu aðilum að verkalýðshreyfingin ætti að koma sameinuð fram til að skelfa stjórn- völd, þvilík hræsni segi ég. Þessi börn una sér vel á barnaheimil- inu. Fóstrur: Einn kröf u- gerðar hópurinn enn Móðir skrifar: Nú er risinn upp einn kröfugerða- hópurinn enn. Nú eru það fóstrur, sem heimta hærra kaup. Hvar ætla þessar kaupkröfur að taka enda? Varla við það að gengið verði að kröfum fóstra, enda kom það skýrt fram í sjónvarpsviðtali við eina fóstruna um daginn. Svo taka fjölmiðlamir viðtöl við foreldra, sem eiga börn á þessum barnaheimilum eða leikskólum eða hvað þetta heitir nú allt saman og auðvitað þorir engin annað en að taka undir kröfurnar með fóstrunum. Ég skil ekki i að það þurft há- menntaðar manneskjur á þessar stofnanir. Ég veit ekki betur en að bamauppeldi haft gengið ágætlega hjá misjafnlega litið menntuðum mæðrum þessa lands. Hér eru málmiðnaðarmenn að steypa I mót. Nú væri hægt að segja því málar maðurinn sig ekki í réttum lit, en málið er bara ekki svona einfalt, vegna þess að kakan er ekki lengur til skiptanna innan ASS. Við iðnaðarmenn eigum engan mann í stjórn eða varastjórn ASS. Þetta þykir mér hróplegt ranglæti þegar sum verkalýðsfélög eiga tvo menn í stjórn og/eða varastjórn. Þetta eitt sýnir glögglega virðingar- leysi verkalýðsfélaganna á Suður- landi í garð iðnsveinafélaganna, hér virðist pólitískur litarháttur ekki duga til. Þeir sem sömdu dagskrá þingsins, höfðu vit á því að hafa kosningarnar síðast á dagskrá, trúlega til að koma i veg fyrir óánægjuraddir. Þessu er hérmeð komið á fram- færi. Raðhúsgögn á hagstæðu verði, sem gefa marga möguleika - í stofuna, í sjónvarpsherbergið — Útsölustaðir: Bláskógar, Ármúla 8, Reykjavík.— Ingvar og Gylfi, Grensásvegi 3, Reykjavík. Húsgagnaval, Smiðjuvegi 30, Kópavogi.— Stofan, Akranesi. — Ljónið, ísafirði. Vörubær, Akureyri. — Tréborg, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði. Bústoð, Keflavík.— Úlfar Guðjónsson hf., Reykjavíkurvegi 78, Hafnarfirði Framleiðandi: Form-Bólstrun sf., Auðbrekku 39, Kópavogi Einar Geir Þorstelnsson framkvaemda- stjóri: Já, ég kann vel við mig~í vinnunni. Starfið er skemmtilegt. Guðmundur Bjarnason sölumaður: Já, það er virkilega gaman I vinnunni. Guðni Guðmundsson sölumaður: Já, ég kann vel við mig I vinnunni. Guðrún Pálsdóttlr nemi i HÍ: Já, já, þaðerágætt. Guðbjörg Bárðardóttlr afgreiðslumær: llá, já, þetta er ágætt. Þóra Þórisdóttlr afgreiðslum sérstaklega.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.