Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 26.02.1981, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1981 19 Danadrottning íveizlunni miklu f gærkvöldi: „ÞJÓÐ GETUR VERIÐ MIKIL ÞÓ EKKISÉ HÚN FJÖLMENN” „ísland er eitt yngsta lýðveldi Evrópu. Þar í landi ríkja elztu þing- ræðishefðir í heiminum. Það sýnir hve saga Islands er mögnuð og stór- kostleg, eins og Dönum er kunnugt frá barnæsku,” sagði Margrét Þór- hildur drottning meðal annars ■ í skálaræðu sinni í veizlunni sem hún hélt forseta ísiands i gærkvöldi. „Það mun ekki koma yður á óvart að danska þjóðin ber mikla virðingu, mættum vér segja aðdáun, fyrir ís- landi. íslenzka þjóðin er óvefengjan- leg sönnun þess að þjóð getur verið mikil þó hún sé ekki fjölmenn, að áhrif þjóðar byggjast ekki eingöngu á valdi, heldur einnig á frumleika og andiegu sjálfstæði. Og að söguleg meðvitund og hefð þarf ekki að leiða til þess að maður horfi með söknuði til liðinna tíma, heldur styrkir þjóð- ina bæði í nútíð og framtíð. Þegar íslendingar kusu Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta, vakti það hrifningu og athygli um heim all- an. í fyrsta sinn varð kona þjóðhöfð- ingi lands síns í lýðræðislegum kosn- ingum. I Danmörku fylltust menn einnig lotningu og aðdáun. Starfs- ferill yðar er fagurt dæmi um að hverju er unnið og hvað í boði er á öllum sviðum menningar í landi yðar um þessar mundir. Síðan þér tókuð við tignarembætti yðar höfum vér Danir getað fylgzt með frammistöðu yðar að nokkru leyti og þér hafið unnið hjarta vort með hlýjum per- sónuleika yðar, skarpri greind og hæfni til að tjá hugsanir og tilfinn- ingar í orðum sem einnig vér í okkar landi getum skilið: Þér talið eins og maður við mann.” Vigdís Finnbogadóttir sagði m.a. í sinni ræðu: „íslendingur ættaður af Vestfjörð- um hefur enn fylgt þeim vana að segja sögur af göfugu kóngafólki þar sem hann sækir heim erlenda hirð. í mínu valdi stendur hvorki að yrkja kvæði né flytja með mér konungsger- semi sem hvítabjörninn. En vináttu þjóðar minnar flyt ég með mér — ef til vill er það konungsgersemi í heimi sundurlyndis og tortryggni. Ég flyt kærar kveðjur og hlýhug íslenzku þjóðarinnar, sem ég veit að dáir yður sem náinn vin. Á íslandi ríkir hrifning á því sem franskt er og það ekki að ástæðu- lausu. Þar vita allir að þér, yðar hátign, haftð gert það sem við hin getum ekki státað af, að færa nær hvor annarri norræna og rómanska Gjafirnar sem Vigdis Finnbogadóttir færði konungsfjölskyldu Danmerkur. Drottningin fékk skartgrip sem f senn er hálsmen og næla. Gullsmiðirnir Hjördís Jafetsdóttir og Áslaug Gissurardóttir hönnuðu og smiðuðu hann að ósk forseta. Á honum er þurrkaður islenzkur fjögurra laufa smári sem festur er á hrafntinnu- flöt en umgjörðin er úr silfri. Drottningin fékk einnig hátiðarútgáfuna af Heims- kringlu, en Henrik prins fékk ferðabók Gaimard með teikningum Mayers. Prinsar tveir fengu lopapeysur og húfur í stíl til að verjast dönskum vetrargaddi. Margrét Þórhildur drottning í Dan- mörku. Myndin var tekin í veizlu, sem þáverandi forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, hélt drottningu í opinberri heimsókn hennar til íslands 1973. menningu — eins og þér, yðar kon- unglega tign, Hinrik prins, sannið bezt. Þar er hvor menningarheimur- inn hinum hvatning. Okkur verður oft hugsað til prins- anna ungu. Börnin eru kjarninn í til- veru okkar. Hversu önnum kafin sem við kunnum að vera, megum við aldrei gleyma að skylda okkar er að búa í haginn fyrir börnin — eins og foreldrar okkar bjuggu í haginn fyrir okkar. Yðar hátign, Ingiríður drottning, eitt sinn krónprinsessa íslands. Ég flyt kveðjur frá mörgum vinum yðar og Friðriks konungs, vinum sem minnast gagnkvæmra heimsókna þjóða okkar. Kveðju frá vinum, sem og vinum þeirra og barnanna. ísland gleymir ekki að eitt þeirra nafna sem þér og hans hátign konungurinn völduð fyrsta barni yðar var hljóm- mikið íslenzkt nafn. Nafn er hluti þess sem ber það og fylgir honum ævina alla. Við á íslandi erum stolt af því að hin danska drottning hefur kosið að auðkenna listsköpun sína með hinu íslenzka nafni sínu. - ARH Hafnarbúar tóku hlý- lega á móti Vigdísi INDIANA LEÐUR MOKKA SÍNUR / NA j iS / Litir. Hvitt og biatt AJr 28 34 kr. 149.50 Hr 34 41 kr 159.50 Póstsendum samdœgurs ^ ^ \ EG/LSGÖTU3 { SIM118519 7Gy\ I BARÓMSSTIG 18 L IL/ SÍM123566 DOMUS MED/CA Trésmiðir Haldinn verður góuþorri laugardaginn 28. feb. kl. 20 að Suðurlandsbraut 30. Þorra- matur og diskótek. Aðgöngumiðar seldir á skrifstofunni, Suðurlandsbraut 30. Skemmtinefnd T.R. Bóka mark aðurinn Góðar bækur Gamalt veró Frá Eiríki Jónssyni, fréttamanni DB I Kaupmannahöfn, i gærkvöldi: Fjöldi fréttamanna var samankom- inn á Kastrupflugvelli um tíuleytið í morgun, í kulda en birtu þó, til að taka á móti Vigdísi Finnbogadóttur forseta og fylgdarliði. Reist hafði verið skrautlegt tjaid framan við flugstöðvarbygginguna í dönsku fánalitunum og þar voru nálægt 100 lífverðir dönsku hirðarinnar. Þeim var örugglega minna kalt en öðrum viðstöddum, þökk sé loðhúfum þeirra. Skömmu eftir að klukkan sló 11 kom svartur Bentiey brunandi að tjaldinu og út úr honum stigu Ingiríður drottningarmóðir, Bene- dikta drottningarsystir og Ríkharður . hennar ektamaki. Þau eengu inn í tjaldið þar sem fyrir voru Einar Ág- ústsson sendiherra og frú Þórunn Sigurðardóttir ásamt öðrum embætt- ismönnum, bæði dönskum og íslenzkum. Þá bar að Rolls Royce-bil með Margréti drottningu og Henrik prins innanborðs. Drottning kannaði lífvörðinn en beið síðan eftir íslenzku gestunum. Á slaginu kl. hálftóif renndi þota Flugleiða upp að tjaldinu góða. Einar Ágústsson gekk um borð en rétt á eftir birtist svo Vigdís Finn- bogadóttir. Hún heilsaði gestgjöfum sínum, en kannaði siðan lífvörðinn i fylgd drottningar. Eftir stutta sam- verustund í tjaldinu skipti fólkið sér milli bíla sem biðu i röðum. Rolls Royce var fremstur, síðan komu nokkrir Bentleyar og þar næst Benzar. Á leiðinni að konungshöll- inni var víða fólk sem beið á gang- stéttum eftir að þjóðhöfðingjarnir ækju framhjá. A Kongérís Nytorv var fjöldi fólks og á svölum Konung- lega leikhússins stóð barnahópur veifandi íslenzkum og dönskum fán- um. Við sjálfa höllina var flest fólkið og reyndar samfellt mannhaf á gang- stéttum frá Kongens Nytorv að höll- inni. Undir hallarvegg biðu 50 knapar á hestum, en forseti og drottning fóru rakleiðis inn þegar þangað var komið, en komu skömmu síðar fram á svalir á höllinni ásamt Henrik prinsi og vinkuðu mannfjöld- anum. Að þvi búnu var setzt að snæðingi og engum hleypt þar að nema tignum gestum. Vigdís tók svo á móti erlendum sendimönnum í höllinni um fjögur leytið, en um kvöldið var á dag- skránni kvöldverður drottningar. Þar fluttu þær báðar ræður, drottning og forseti, og var þeim sjónvarpað um Danmörku og útvarpað til íslands. - ARH Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Mánudaginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn 26. febrúar frákl. 27. febrúar frá kl. 28. febrúar frá kl. 2. marz frá kl. 3. marz frá kl. 4. marz frá kl. 5. marz frá kl. 6. marz frá kl. 7. marz frá kl. 9-22 9-19 9-18 9-18 9-18 9-18 9-22 9-19 9-18 Bokamarkaðunnn SÝNINGAHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFÐA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.