Dagblaðið - 17.03.1981, Side 12

Dagblaðið - 17.03.1981, Side 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981. 12 frjálsl, úháð dagblað Útgefandi: Dagblafliö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. x Aflstoflarritstjóri: Haukur Heigason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. fþróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar HaHdórsson, Atfi Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Albertsdóttir, Gfsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar óiason, Ragnar Th. Slgurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Pormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaidkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. HaHdórs- son. Dreífingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Sfflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeíld, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsfmi blaflsins er 27022 (10 Ifnur). Sumarleitað formanni Frestun landsfundar Sjálfstæðis- flokksins til hausts er flokknum til ills, en þjóðinni til góðs. Frestunin veitir Gunnari Thoroddsen forsætisráðherra aðhald til að sitja á verðbólgunni allar götur til hausts í stað þess að slaka á þegar í sumar. _ ” Gunnar vill áreiðanlega ekki mæta landsfundi með verðbólguna lausa úr öllum böndum. Þess vegna er lík- legt, að hann halli sér ívið meira að hugmyndum fram- sóknarmanna og óskum þjóðarinnar um frekari aðgerðir gegn verðbólgu. í ríkisstjórninni hefur um nokkurt skeið ríkt tiltölu- lega kurteislegur ágreiningur Framsóknar og Alþýðu- bandalags um viðnám gegn verðbólgu. Alþýðubanda- laginu þykir nóg að gert, en Framsókn telur, að skerða þurfi lífskjör frekar. Almenningur hefur tekið kjaraskerðingu vel og mun gera það áfram. Fólk skilur, að mikið er í húfi, og vill taka þátt í herkostnaðinum. Alþýðubandalagið mun sennilega átta sig á þessu, þegar líður á sumarið. Síðan mun Gunnar Thoroddsen mæta á landsfundi sem landsfaðirinn, er megnaði að draga úr verðbólgu. Þeir grillumenn, sem nú vona, að sumarið færi þeim vopn gegn varaformanni flokksins, munu verða fyrir vonbrigðum. Enda er sannleikurinn sá, að frestun landsfundar er ekki sérstaklega beint gegn Gunnari Thoroddsen, þótt sumir styðji frestunina á þeim forsendum. Ráðamenn flokksins vita vel, að pólitísk kraftaverk gerast ekki á sumrum. Að baki frestuninni er bara hreinn og einfaldur vandræðaskapur. Hún er fálm manna, sem vita betur, en halda þó dauðahldi í vonina um, að vandamálið fari burt og hverfi, ef því sé frestað. Þetta eru ráðþrot. Geir Hallgrímsson vill ekki hætta formennsku og er studdur innsta kjarna flokkseigendafélagsins. Meiri- hluti þingflokks og miðstjórnar vill hins vegar losna við hann, þar á meðal margir þeir, sem eru ákaflega andvígir Gunnari Thoroddsen. En nýi formaðurinn finnst ekki, hvorki í þingflokki né annars staðar. Stærsti flokkur þjóðarinnar er svo þjakaður af hæfileikaskorti, að þar finnst enginn maður, sem getur axlað byrðar flokksformennsku! Þetta er makalaust ástand. Afleiðingin er sú, að flokkurinn blaktir eins og lauf í vindi. Framkvæmdastjórinn talar eins og véfrétt um, að fundir geti eins verið á hausti sem vori og að einu sinni hafi landsfundir verið á þriggja ára fresti. Þunnar eru trakteringarnar í þessari röksemda- færslu framkvæmdastjórans. Af hverju ekki lands- fund á 30 ára fresti, ef það gæti stuðlað að því, að forustumenn Sjálfstæðisflokksins þyrftu helzt aldrei að horfast í augu við raunveruleika? Ef hryggur væri í Sjálfstæðisflokknum, mundi hann halda landsfund sinn á hefðbundnum tíma, mæta þar vandamálum sínum og gera út ura þau. Sterkt stjórn- málaafl rokkar ekki um með hornsteina sína. En flokkurinn er bara lauf í vindi. Hitt er svo rétt að benda sjálfstæðismönnum á, að þeir eiga raunar mann, sem getur tekið að sér flokkinn í tvö—fjögur ár, meðan menn leita dauðaleit að nýj- um formanni. Hann verður að vísu tregur til, en mun sæta þegnskyldu. Ingólfur Jónsson á Hellu hefur um skeið setið á friðarstóli, vel látinn af flokksmönnum almennt, en býr eigi að síður yfir nauðsynlegri formannshörku. Hann er maðurinn, sem Sjálfstæðisflokkurinn er að leita að, en sér ekki. fm — —— KROSSFERÐIRNAR Ég hafði ekki ætlað mér að hafa fleiri orð um þá styrjaldarhættu sem yfir okkur vofir en þau sem ég skrif- aði í Dagblaðið 9. mars sl. En þegar Morgunblaðið segir, daginn eftir, að það „lofi ekki góðu um fram- haldið”, að ég skuli taka mér fyrir hendur að skrifa lof um Sovétríkin, get ég ekki stillt mig um að láta það mæta blað ekki verða fyrir vonbrigð- um. Þessi grein á að vísu ekki að fjalla um Sovétríkin fremur en sú fyrri, en ég get svo sem farið nokkr- um orðum um þau í leiðinni. Ég á nóg hrósyrði um þau ef því er að skipta, og get t.d. bent á að i 11. fimm ára áætluninni, sem samþykkt var á 26. þingi kommúnistaflokksins, er áætlað að rauntekjur á íbúa hækki um 16—18% á næstu fimm árum, jafnframt því sem verðlag standi í stað, og að framlög úr samneyslu- sjóðum hækki um 500 rúblur á ári. Á sama tíma er í Bretlandi og Banda- ríkjunum boðaður niðurskurður samneyslu. Þið segið e.t.v. að þetta séu bara áætlanir, og áætlanir stand- ist sjaldnast, en svo vill til að áætlanir 25. flokksþingsins um bætt lífskjör stóðust, þó ýmsar aðrar áætlanir þess þings stæðust ekki. En snúum okkur nú að efninu, krossferðunum ’þremur gegn kommunismanum og útbreiðslu hans. Fyrsta krossferð Auðvaldi heimsins fannst það „ekki lofa góðu” þegar verkalýður Rússlands gerði byltingu og boðaði að alþýðan hefði tekið völdin í land- inu áriðl917.Slíkanoflátungshátt sót- svarts almúgans átti að kæfa i fæðingunni. Vestræn ríki gerðu innrás í landið að lokinni fyrri heims- styrjöldinni. Innrásarherirnir voru þó von bráðar flæmdir burtu af hungr- aðri og klæðlausri alþýðu Rússlands. Ég var svo ung að árum þegar þetta gerðist, að frá aðdraganda þess kann ég ekkert að segja. En næsta hrina er mér í öllu ferskara minni. önnur krossferfl Snemma á fjórða áratugnum kom til valda í Þýskalandi hinn skeleggi striðsmaður gegn kommúnismanum, Adolf Hitler — „til að bjarga land- inu frá því að verða kommúnism- anum að bráð”, eins og sagt var full- um getum, með mikilli hrifningu, og Hugleiðing um sjónvarps- auglýsingar Annarstaðar hefi ég leitt rök að því að nú eru hlutaskifti arðsins af íslenskum bókamarkaði orðin mjög röskuð frá því sem áður var. Nú hirðir rikið 51,7% af bókarverðinu. Þá er þó með í dæminu greiðslan sem ríkið endurgreiðir höfundum gegnum Launasjóð (3% af hreinum gróða' þess). Gætum þess nú einnig að síðan á blómaskeiðinu fyrir seinni heim- styrjöldina (þá komu fram flestir þeir höfundar sem einhvers virði eru þessari öld) hefur meðalupplag bóka dregist saman svo það er nú varla þriðjungur þess sem það var. Ekki stafar þetta af minnkandi áhuga á bókinni heldur auknum fjölda útgef- inna titla og þarmeð vaxandi fjöl- breytni, einnig af stóraukinni notkun bókasafna (sem höfundar enn fá varla neinar greiðslur fyrir). Miðað við kostnað annarra lífsnauðsynja hefur verð bóka einnig lækkað um nánast helming síðan fyrir stríð. Þanniger það óhrekjanlegstaðreynd að bókamarkaður velferðarríkisins að viðbættum þeim nískupíringi sem ríkið árlega endurgreiðir höfundum af stórgróða sínum (gróði ríkisins af bókaútgáfu nálgast að vera svipað hlutfall og brennivínsgróðinn svo lík- lega telja alþingismenn okkar bækur til sterkari vímugjafa) — allt þetta slefar varla i að vera 15% af því sem ,,. . . mörg undanfarin ár hafa útgef- w endur hérlendis trúiega greitt einum heista keppinaut sínum — sjónvarpi — hærri upphæð fyrir birtingu auglýsinga en þeir greiða öllum sínum höfundum og þýðendum samanlagt fyrir gerð þeirra bóka sem verið er að auglýsa.” Kjallarinn Þorgeir Þorgeirsson markaðurinn einn var fær um að greiða höfundi á kreppuárunum. í rauntekjum talið. Örðugt.er að skýra hvernig jafn skapríkt fólk og rithöfundar margir hverjir eru hefur getað látið fara þannig með sig. Vissulega er svona þróun bæði dulin og hæg. Upplýs-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.