Dagblaðið - 15.04.1981, Page 26

Dagblaðið - 15.04.1981, Page 26
38 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 Allir vi/ya komast tilsólaríanda ísuman „Fólk kemur og heimtar að borga inn á ferðina” __ j» _ ■__ a m m jl r m r ■ Svo virðist sem gífurlegur straumur liggi til sólarlanda í sumar eftir nokkra lægð undanfarin tvö ár. Ferða- skrifstofukóngar sitja ráð- villtir með nær allar ferðir sumarsins uppbókaðar. En hvað veldur? Flestum ber saman um að kaldur, langur og leiðinlegur vetur sé orsökn og má það öruggiega til sanns vegar færa. Einn „kóngur- inn” sagði í samtali við DB að hann skildi bara alls ekki hve mikla peninga fólk hefði milli fingranna. „Það kemur hingað með fulla vasa fjár og heimtar að borga inn á ferð- ina. Við höfum bara aldrei upplifað annað eins.” Ennþá eru örugglega margir sem eiga eftir að bóka sig í sólarlandaferð og þeim til glöggvunar tókum við saman helzta úrval ferðaskrif- stofanna í sumar. Um margt er að velja og aðeins lítið brot kemst hér að. Þó reyndum við að finna álitlegustu staði hjá hverri ferðaskrifstofu fyrir sig. Auðvitað bjóða- ferða- skrifstofurnar upp á fleiri en einn stað en af öllu því sem við birtum hér ættu einhverjir að hafa gagn. Það skal tekið fram að verð ferðanna er samkvæmt degin- um í dag en ferðaskrifstof- umar hafa allan fyrirvara á að það geti breytzt. Þá er vert að geta þess að gjaldeyrir, sé farið á eigin vegum, er í kringum 8000 krónur, ef farið er í hópferð í kringum 5500 krónur. Þetta breytist þó að sjálfsögðu með genginu.1 Góða ferð. - ELA Benidorm með Ferðamiðstöðinni: STAÐURINN SEM NVTUR VIN- SÆLDA HJÁINNFÆDDUM „Benidorm nýtur mikilla vinsælda hjá Spánverjum, þvi er verðlag miðaö við þeirra greiðslugetu. Þess vegna er ódýrara á Benidorm en sambærilegum stöðum á Spáni.” segir Bessi Bjarnason i auglýsingu um Benidorm. Má vera að þetta sé rétt þó verðbólga á Spáni sé gífurleg eftir fráfall Frankós. En Benidorm hefur upp á margt að bjóða eins og aðrir staðir á Spáni, auk sólarinnar að sjálfsögðu. Ferðamiðstöðin býður upp á margs konar skoðunarferðir. Ein þeirra er Guadalest, fjallaferö þar sem ekiö er upp i fjallaborP með gömlum kastala frá máratímanum í gegnum appelsínu- og sítrónulundi. Þá er einnig i boði ferð i Safarígarðinn á Costa Blanca þar sem villt dýr ganga um á 1000 ferkm svæði. Einnig er í boði skoðunarferð til Canalobrehella en þeir eru á leiðinni frá Benidorm til Alicante sem er höfuðborg héraðsins. Skoðaður er Santa Barbara kastalinn og farþegum gefst kostur á að kynna sér vöruúrvalið í verzlunum í Alicante. Farþegum gefst einnig kostur á að skoða þriðju stærstu borg Spánar, Valenciu. Þar er skoðuð dómkirkjan, sem er í gotneskum stíl frá 13. öld og ýmislegt fleira er þar aö sjá. Þá er ekki síður um ýmsar skemmtanir að velja, s.s. sígauna- kvöld, burtreiðar þar sem riddarar sýna bardagafimi og síðast en ekki sízt grísa- veizla. Næturlifið er fjölbreytt á Benidorm og ýmislegt er þar hægt að gera á daginn sér til afþreyingar. Hægt er að fá Íeigöa báta, sjóskiði og bila. í Benidorm er að finna margvíslega mat- sölustaði auk þess sem margar gamaldags enskar krár eru þar. Ferðamiðstöðin býður upp á tvenns konar hótel, hótel Rósamar og hótel Britannia. Bæði þessi hótel eru með fullu fæði og er verðið frá 6700 krónum miðaö við að tveir séu i her- bergi f þrjár vikur í júiimánuði. Veröið er misjafnt eftir því i hvaða mánuði farið er. Þá býður Ferðamiðstöðin tvenns konar íbúðarhótel, Hawaii og Don Miguel. Verðið er frá 6670 miðað viö tvo i ibúð i 21 dag i júlímánuði. Flogið er beint til Alicante og flugtimi rúmar 4 klst. Er þangað er komið er farið með hópferðabilum til Benidorm og tekur ferðin um eina klukkustund. Meðaihiti á Benidorm yfir sumar- mánuðina er frá27—31 gráðu. -ELA. f Benldorm gefst farþegum kostur á að aka upp i fjallaþorpið Guadalest. Ofympo býður einnig tí! Benktorm Ferðaskrifstofan Olympo býður einnig upp á ferðir til Benidorm, þó ekki i beinu leiguflugi eins og Ferða- miðstöðin. Flogið er til London með Flugleiðum og þaðan til Benidorm. Farþegar eiga þess kost að stanza i London í bakaleiö, þó gildir farseðill ekki lengur en 30 daga i ailt. Verð á ibúðarhótelum er frá 5800 krónum yfir sumarmánuðina fyrir manninn og á hóteli með fullu fæði frá 5600 krónum miðaö við þrjár vikur á Benidorm. Gisting í London er ekki innifalin i verðinu en Olympo útvegar farþeganum hótelgistingu þar ef hannóskar eftir. Olympo hefur 4 hótel og 2 íbúðar- húsnæði upp á að bjóða og eru þau öll við ströndina. Eins og Ferðamið- stöðin býður Olympo upp á margvís- legar skoðunarferðir. Bæklingur um ferðir til Benidorm á vegum Olympo verður tilbúinn fyrir farþega nú eftir páska. -ELA Til Búlgaríu með Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar. BÚLGARAR HALDA UPP Á 1300 ÁRA AFMÆLIRÍKISINS —ogverður þettaþvfsann- kallaðhá- tíðarárþeirra „Við bjóðum i fyrsta skipti feröir til Ungverjalands en straumurinn virðist ætla að liggja til Búlgarfu,” sagði Sigurður Sigurðsson hjá Ferðaskrif- stofu Kjartans Helgasonar. Ferðaskrif- stofan hefur boðið ferðir til Búlgariu siðan 1977 og er eftirspurnin eftir þeim ferðum alltaf að aukast. Búigaria er vafalaust ekki svo þekkt land hériendis en margir eru þeir sem vilja kynnast nýjum stöðum. í ár er mikið hátiðarár i Búlgaríu þvi ríkið heldur upp á 1300 áraafmæli sitt. Búlgarar eru eins og flestar þjóðir upprunnir i Asiu. Þeir teljast til slav- neskra þjóða og er mál þeirra einnig slavneskt. Búlgaría er sósialiskt lýð- veldi með forseta og ríkisstjórn ásamt þingi i einni deild. Landið er ámóta stórt og fsland, ströndin liggur við Svartahaf og íbúar eru um 8,2 millj- ónir. Mynt þeirra er lev og eru í henni 100 stotinki. Ef ferðamaður skiptir er- lendum gjaldeyri i Búlgariu fær hann 50% meira fyrir hann en virði hans er. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar býður margs konar skoðunarferðir, t.d. til Istanbul, og er sú ferð greidd i islenzkum peningum áður en farið er. Aðrar skoðunarferðir eru greiddar í gjaldeyri. Þar er m.a. 2ja daga ferð með bifreið til Kortel-Zeravna þar sem skoðaðar eru ýmsar fornar minjar. Þá má nefna ferö til Varna Galathea þar sem skoðað er sjódýrasafn, fomleifar frá dögum Rómverja og fleira. Boðið er upp á fjögur hótel i Búlgariu, þar af eitt þar sem er heilsu- gæzlustöð, ,,spa-ið”, sem dr. Miriam Vartanijan veitir forstöðu. fslenzkir ferðamenn eiga þess kost að njóta þeirrar sérstæðu meðferðar sem þar er veitt. Þá er einnig boðið upp á smáhýsi sem em á Slanjev Brajg sólarströnd- inni. Búlgaria á kannski bezt við þá sem vilja njóta hvfldar og sólar á miili þess sem farið er I skoðunarferðir. Flogið er með Flugleiðavél til Kaupmanna- hafnar. Fyrsta ferð var farin 11. apríl en frá 25. mai verður flogið vikulega. Frá Kaupmannahöfn er siðan flogið með Balkan Airlines til Sofia sem er höfuðborg Búlgariu. Frá Sofiu er síðan flogið til Vama eða Burgess eftir þvi á hvora ströndina ferðamaðurinn fer. í bakaleið er flogið eins og gefst þá tæki- færi til viðdvalar i Kaupmannahöfn. Verðið er frá 7295 krónum yfir sumar- mánuðina og er þá miöað við þrjár vikur. Matarmiöar em innifaldir. -ELA -«------------------------«K Sjórlnn er afar tsr og baðstrendur eru hrelnsaðar daglega yflr sumarið. Lofts- lagið er milt og á sumrin er hitinn 24— 30 gráður.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.