Dagblaðið - 28.04.1981, Page 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981.
i
GÍSLI SVAN
EINARSSON
Sjónvarp—Óðurinn um afa:
ÍSLENZKT SNILLDARVERK
UM ALVARLEGT VANDAMÁL
Ekkert kjaftæöi
liðið í tómstunda-
ráði Kópavogs
Menn gera sér ýmislegt til dundurs
á fundum nefnda og ráða. Þannig
kom Tómstundaráð Kópavogs saman .
til fundar á dögunum. Þar voru (
mættir ráðsmenn, félagsmálastjóri, /
tómstundafulltrúi og vallarstjóri í
Kópavogi. Rædd 'voru ýmis mál sem
snerta íþróttir og málefni íþróttafé-
laganna í bænum. Á fundinum dró
Valdimar nokkur Valdimarsson mjög
í efa aö fram hefðu farið 69 kapp-
leikir á Kópavogsvelli eins og fram
hafði komið 1 máii vallarstjóra.
Er nokkuð var liðið á fundinn tók
vallarstjóri sig hins vegar til og taldi
upp alla þá leiki sem fram höfðu
farið á vellinum, 69 talsins. Væntan-
lega hefur hann þar með sannfært þá
vantrúuðu en ekki hefur verið
skemmtilegt að hlýða á málflutning-
inn. Vona verður fyrir hönd Reyk-
vikinga aö ekki komi upp svipaö
deilumál um leikjafjölda á Laugar-
dalsvelli. Þá væri vissara að mæta
meðnesti.
Kiausan sem birtist i Fleira fólk dálki
DB þann 22. april sl.
Hljómsveitin Crýlurnar.
PUNGROTTUSKRIF
UM GRÝLURNAR
Athugasemd varðandi klausu í DB 22. aprfl sl.
„Ekkert kjaftæði liðið í
tómstundaráði Kópavogs”
Valdimar
skrifar:
í tilefn af klausu sem birtist í DB
22. apríl sl. óska ég eftir að koma að
athugasemdum. Ég vefengdi ekki
tölu vallarstjóra heldur taldi ég að
það hefðu ekki verið nema um 30
leikir í íslandsmóti á vegum félag-
anna í Kópavogi. Ég hafði ekki undir
höndum skýrslu vallarstjóra og
óskaði ég því eftir að fá aö vita
hverjir hinir leikirnir væru þar sem
það haföi komið fram að völlurinn
væri of mikið notaður.
Fyrst fariö er að skrifa um vallar-
mál í Kópavogi og mitt nafn nefnt í
því sambandi, finnst mér rétt að geta
þess að ég hef verið vallarstarfs-
maður í Kópavogi í 10 ár en alls hef
ég unniö hjá Kópavogsbæ í tæp 15
ár.
Ég gagnrýndi vinnubrögð vaUar-
stjóra á þessum fundi og ég er tilbú-
inn að standa við það sem ég sagöi.
En ekkert af því kom fram í fundar-
gerð þessa fundar. Er það kannski af
því að það var verið aö hlífa mér eða
er það kannski af því að vaUarstjóri
taldi meiri partinn af því sem ég sagði
lygi?
Vill ekki vallarstjóri skrifa skýrslu
um þessa leiki, helst opinberlega, svo
aUir geti séð hvaða 69 leikir þetta
voru, fyrst farið er að skrifa um þetta
í blöðum. Það væri kannski fróðlegt
að ræða frekar um vallarmál í Kópa-
vogi, í það minnsta fyrir hinn al-
menna borgara.
Ein spurning til formanns tóm-
stundaráðs: „Hvað hefur vallarstjóri
unnið sér til frægðar svo ekki megi
gagnrýna vinnubrögð hans. Er
kannski allt sem hann hefur gert í
þessi rúm 2 ár, sem hann hefur
starfað hjá Kópavogsbæ, rétt eða
hafið yfir gagnrýni? Það er nefnilega
fleira en það sem kom fram á um-
ræddum fundi sem má gagnrýna.
Kannski hefur það verið svo mikið
afrek að eyðUeggja búningsaðstöðu á
Smárahvammsvelli og breyta á
Vallargerðisvelli. Einnig mætti benda
á varagrasbletti fyrir völlinn, hvernig
farið hefur verið með þá. Eða ef til
vill er það mesta afrekið að vera
búinn að hrekja mig af vöUunum
eftir öll þessi ár sem ég hef verið að
vinna fyrir börnin og unglingana í
Kópavogi.
Ég spyr, var ég ekki eini starfs-
maöur íþróttavallanna fyrir cirka 8
árum, hvað kostaði rekstur íþrótta-
vallanna þá? Gátu frjálsíþróttamenn
ekki æft þegar þeim hentaði og var
ekki opið öll kvöld i Vallargerði sem
þurfti? Hvað er áætlað í dag að
rekstur vaUanna kosti? 66,5 mUljónir
g.kr.
hvað er kjaftæði? — hvað hef ur vallarstjóri unnið sér til f rægðar svo ekki
megi gagnrýna vinnubrögð hans?
Kristinn Valdimarsson
—alls óreyndur leikari leikur þarna sjálfan sig og skilar
hlutverkinu með miklum sóma Effi Jóns. skrifar:
Það hefur eflaust glatt augu
margra sem horfðu á sjónvarpið síð-
astUðið miövikudagskvöld að fá að
sjá kvikmyndina Óðurinn um afa.
Höfundurinn, Eyvindur Erlendsson,
sem er Islendingum að góðu kunnur
fyrir kvikmyndun og leikstjóm á leik-
ritum, hefur þama skapað jiýtt
íslenzkt snilldarverk um eitt af al-
gengustu vandamálunum í sveit nú á
dögum, þegar gamlir bændur neyðast
til að flytjaámölina.
Aðalleikarinn, Erlendur Gíslason
bóndi í Dalsmynni í Biskupstungum og
faðir höfundar, alls óreyndur leikari,
leikur þarna sjálfan sig og skilar hlut-
verkinu með miklum sóma.
Útkoman verður þá snilldarleikur,
frábær kvikmyndataka og stórgóð
leikstjórn taka höndum saman með
alvarlegum söguþræði og fallegu
landslagi.Sem sagt Óðurinn um afa
er snilldarverk, ein af perlum
íslenzkrar kvikmyndagerðarlistar.
Erlendur Gíslason bóndi.
hefði mátt fara meira fyrir f réttinni
Forvitinn skrifar:
Ég rakst nýlega á smáfrétt í Dag-
blaðinu þar sem sagt var frá plötu-
dómi í hinu geysivirta rokkblaði
ZIGZAG um Fræbbblana. Eitthvað
fannst mér fara lítið fyrir fréttinni
enda gerist það ekki á hverjum degi
að íslenzk hljómsveit fái jákvæða
dóma i alvöru poppblöðum. Ég held
að þetta sé örugglega með merkilegri
viðburðum í- íslenzkri rokksögu.
íslendingar hafa sjaldan eða aldrei
verið virtir viðlits erlendis nema þá til
að hlæja að þeim (sbr. Bjögga og
Hot-lce í Melody Maker) svo ég held
að þarna hefði mátt fara meira fyrir
fréttinni.
Njörður hafi stjórnað listahátíð í
sumar og þeir séu svo góðir „vinir”.
En nú komu Fræbbblarnir hvergi
fram í sambandi við listahátíð
(a.m.k. hefur það þá farið mjög
hljótt) svo ég sé ekki samhengið. Ég
hef hálfpartinn beðið eftir leiðrétt-
ingu á fréttinni en það bólar ekkert á
slíku. Væri ekki hægt að fá betri
skýringu á þessu?
Hallgerður hringdi:
Það var svo sem auðvitað að loks-
ins þegar kemur fram rokkhljómsveit
skipuð konum eingöngu þá hella
pungrotturnar úr skálum reiði sinnar
og finna henni flest til foráttu. SSv.
skrifar í Dagblaðið 22. apríl um tón-
teika SATT í Austurbæjarbíói
laugardaginn fyrir páska og segir að
flestir hafi orðið fyrir vonbrigðum
með framlag Grýlanna. Hvernig
getur maðurinn fullyrt það? Hann
hefði ábyggilega ekki stimplað Grýl-
urnar lélegustu hljómsveit kvöldsins
ef kynbræður hans hefðu skipað
þettaágætaband.
Hallgerður mín!
Pungrotta er ljótt orð enda ekki
þin eigin smíð. Það er hræðilegur
misskilningur að kenna mig við pönk
og þaðan af verri að halda því fram
að ég hafi verið að hella úr skálum
reiði minnar yfir slakri frammistöðu
Grýlanna. Ég tók það fram að ekki
væri ástæða til að gagnrýna þær með
öðru hugarfari en hina þó hljómsveit-
En það var nú ekki eingöngu þetta
sem ég ætlaði að skrifa um. í sömu
frétt er þess getið að Fræbbblarnir
séu að fara aö gefa út tveggja laga
plötu og eins er sagt að hún eigi að
heitaKampavín, >cv?, 'Mk og.Njörður
P. Njarðvík. Hvers vegna í ósköpun-
um eru þeir að blanda Nirði í þetta?
Það er að vísu eitthvað talað um að
Fræbbblarnir brosa til Ijósmyndarans.
in væri skipuð kvenfólki eingöngu.
Það eru vafalítið allir hérlendis sem
vilja veg Grýlanna sem mestan og ég
er sjálfur i þeim hópi. Hins vegar
breytir það ekki þeirri'staðreynd að
þær voru lang-slakasta hljómsveitin á
tónleikunum í Austurbæjarbíói.
- SSv.
Hringiö í sí"ia
iiiikl.l3<*15.
Raddir
lesenda
ZIGZAG skrifar um plötu Fræbbblanna
MEÐ MERKARIVIÐBURDUM
í ÍSLENZKRIROKKSÖGU