Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 2
Verðbréfamarkaðurinn auglýsir: • HÚFUM OPNAÐ VERÐBRÉFA OG FYR IRGREIÐSLUSKRIFSTOFU AÐ HAFNAR STRÆTI 20. R. í NÝJA HÚSINU VIÐ LÆKJARTORG. • HÚFUM KAUPENDUR AÐ 2 OG 3 ÁRA SKULDABRÉFUM, ENNFREMUR VÚRU VÍXLUM. Venlliréfa- Aliirluiiliiriiin l>irlc4<iton|i 12222 [DAGSBRUNj VERKAMANNAFÉLA GIÐ DAGSBRÚN Reikningar Verkamannafélagsins Dagsbrúnar fyrir árið 1980 liggja frammi á skrifstofu félagsins. Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður hald- inn í Iðnó sunnudaginn 31. maí 1981 kl. 2 eftir hádegi. STJÓRNIN _ i icK ÁP ^ með trysti eða an^ HAGKvft.MlR GLft-SlLEGlR - Færanleg fyir Uturn bar: " nun- trauðtyW °g hægri eðav,nfsrtað fastra hiUna og níðsterk - og i stað t ^ efU hólfa, brothf tru og flöskuhiUur úr íaeranlegar fernu- ofl ost, egg á borð. 1 I v/AU I Dönsk gæði 11(1 tr.fnuna: nnar D'/N um rúmmai, ein u ,,n og________________ 1 svið, trvstigeto. ^ ' aðra eigin'eika- TA FLOKKS FRÁ FÖN'Xl Segðu pangí Breiðholtsleikhúsinu: DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1981. Sunnudags- gátan, það er nú meiri gátan SJ skrifar: Fyrir skömmu hófst í auglýsinga- tíma sjónvarpsins mikil söluherferð fyrir svokallaðri sunnudagsgátu. Þar voru kynntir stórfenglegir vinningar með miklum orðaflaumi. Þessa hluti gazt þú eignazt ef þú gazt leyst léttar gátur sem yrðu lagðar fyrir þig í þrem auglýsingatímum sjónvarpsins. Nú sl. sunnudag var fyrsta gátan birt. f örskamma stund sást mynd af ein- hverjum stað hér á landi og var lausn- in fólgin i þvi að þekkja fjall sem var í baksýn á myndinni og sást mjög illa. Einu leiðbeiningarnar sem fylgdu með var það að þetta væri þekktur staður á fslandi. Þegar gátan var kynnt var aldrei talað um að hér yröi um myndgátu að ræða heldur bjóst fólk viö að hér væri verið að tala um gátu sem hægt væri að velta fyrir sér en ekki mynd sem birtist örskamma stund og aðeins einu sinni. Þetta fyrirkomulag er kannski i lagi fyrir þá sem eiga mynd- segulband og geta tekið upp úr sjón- varpinu en hinir, sem ekki eiga slík tæki, eru mun verr settir. Einnig ber að athuga að myndgæði sjónvarpsins eru ekki jafngóð alls staðar á land- inu. Það er víst Kór Langholtskirkju sem stendur fyrir sunnudagsgátunni þó það hafi ekki komið fram fyrr en seint og siðar meir og held ég að kór- inn ætti að taka til alvarlegrar um- hugsunar aðra fjáröflunarleið en þessa ef ekki á að vanda betur til gát- unnar en gert var sl. sunnudag. Hringiö ísí",a Fellabúi hríngdl: Mig langar til að vekja athygli á því að Breiðholtsleikhúsið sýnir nú leik- ritið Segðu pang sem er hin bezta skemmtun, bæði fyrir fulloröna og börn, fyrir utan að vera þörf áminn- ing fyrir okkuröll. Við Breiðholtsbúa vil ég segja þetta: Þaö eru ekki allir sem eru svo heppnir aö hafa áhugasaman leikhóp starfandi i sinu hverfi. Látum þessa starfsemi ekki koðna niður vegna áhugaleysis okkar. Drífum okkur með krakkana I Fellaskóla þar sem leikritiðer sýnt. Úr lelkrítinu Segðu pang. Hin bezta skemmt- un — bæði fyrir fullorðna ogbörn Smára Ragnarssyni svarað: Fagna því að eitt- hvað er farið að rofa til íhöfðum þeirra —samt svæfa þeir sektarkenndina með því að reyna að tel ja sjálf um sér og öðrum trú um að í raun og veru haf i ekkertgerzt Gylfi Hallvarðsson (2643-7385) skrifar: Smári Ragnarsson, Coca Cola bíl- stjóri, sendir mér grein sem hann kallar Gylfa Hallvarössyni svarað og skrifar þá um leið fyrir hönd félaga sins, Geirs Árdals. Hann kveðst vilja segja söguna um atburðinn þegar hann Iagði hendur á fimm ára barn eins og hún hafi gerzt. Ég verð aö segja að ég fagna því að þeir félagar Smári Ragnarsson og Geir Árdal senda mér þessa grein því þaö bendir til að eitthvað sé fariö að rofa til í höfðum þeirra með hversu alvarlegur atburðurinn var. En þrátt fyrir að skynjanir þeirra hafi rumskað og þeir geri sér að einhverju leyti ljóst að svona eigi ekki að koma fram við börn þá svæfa þeir sektar- kenndina meö því að reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að í raun og veru hafi ekkert gerzt. „Ég tók i hettuna á úlpu hans (hettan var ekki á höfðinu og úlpan rennd upp til hálfs) og ýtti honum fyrir hornið á húsinu, u.þ.b. fimm metra gangur, hristi hann örlftið að skilnaði, sagöi honum að snauta heim og sleppti svo.” Þetta skrifar Smári Ragnarsson í grein sinni. Og þess vegna er mér spurn hvaða barn er S.R. að tala um? Lagði hann hendur á annað barn þetta sama kvöld? Ég spyr vegna þess aö sonur minn var ekki í úlpu þegar atburðurinn átti sér stað. Hann var i blússu með venjulegum kraga og rennilás að framan og förin eftir þennan rennilás voru enn á hálsi hans þegar hann kom heim til sín þetta umrædda kvöld, svo ekki hefur verið um örlítinn hristing aö ræða eins og S.R. orðar það. Litlu börnin telja yfirleitt upp að tíu áöur en þau gera eitthvað við leik- félaga sinn sem ekki vill hlýða þeim, en þeir félagar S.R. og G.Á. voru svo þolinmóðir að þeir töldu upp að fimmtán áður en þeir tóku „í” drenginn. Eftir þennan örlitla hrist- ingsegirS.R. ,,var nú unnið af kappi um hríð”. En undrun þeirra félaga varð ekki svo lítil þegar G.H. birtist skyndilega hvítur af bræði og bók- staflega öskraði. (Og þeir sem höfðu búizt við kossi í þakklætisskyni fyrir vel heppnaðan smáhristing.) Lýsingum þínum, S.R. á litarhætti minum og öskrum læt ég ósvarað, þú mátt gamna þér að þeim að vild ef það er þér einhver fróun. En þú segir að ég hafi sagt um drenginn „Og hann sem er fárveikur”, en það rétta er að ég sagði að drengurinn væri orðinn fárveikur eftir meðferð þína á honum. ,,Að sjálfsögðu urðum við félagarnir líka reiðir,” segir S.R. Þó það nú væri eftir það vanþakklæti og snjóhvfta bræðiöskur sem þeir höfðu oröiö að þola. Hvar stæðum við hefði drengurinn slasazt? spyr S.R. Þessu hefði S.R. átt að velta fyrir sér áður en hann lagði hendur á drenginn. Ég er ekki þaö lögfróöur aö ég geti sagt S.R. hversu mörg ár hann hefði fengið að vera í tugthúsinu en ráðlegg honum aö snúa sér til Rannsóknarlögreglu rfkisins með þá spurningu. t

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.