Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ1981. 27 Útvarp Sjónvarp I BÖRN BARNANNA OKKAR—útvarp kl. 20,50: Alvarleg ádeila á nútímasamfélagið —skilningsleysi og mistök í málef num aldraöra Leikrit eftir Jeremy Seabrook og Michael O’Neill. Nokkrir táningar eru atvinnulausir, hafa fátt við að vera og eru dálítið í vandræðum með hvað þeir geta gert sér til afþreyingar. Þá ber svo við að þeir kyrinast gam- alli konu. í fyrstu gengur allt eins vel og bezt verður á kosið og unglingarnir sýna henni vináttu. Brátt tekur þó gam- anið að kárna, unga fólkinu leiðist lognmollan, vill að eitthvað „spenn- andi” fari að gerast og stuðlar að þeirri þróun mála. Leikritið er alvarleg þjóðfélags- ádeila; ádeila á samtímann fyrir af- skiptaleysi, skilningsleysi og mistök þegar málefni aldraðra eru annars vegar. Nemendur 3. bekkjar Leiklistarskóla íslands þýddu Börn barnanna okkar og flytja það.Þóra Borg leikur með sem gestur og önnur stór hlutverk eru í höndum Ragnheiðar Tryggvadóttur, Kjartans Bjargmundssonar, Ellerts A. Ingimundarsonar, Sólveigar Pálsdóttur og Erlu B. Skúladóttur. Leikstjóri er Helgi Skúlason og tæknimenn eru þeir Friðrik Stefánsson og Þórir Steingrímsson. -FG. DOMSMÁL—útvarp kl. 20,05: Bílbelti olli slysi —kona höfðaði skaðabótamál Bílbelti hafa verið mikið í deigl- unni undanfarið, svo ekki sé meira sagt. Og enn koma þau við sögu í þættinum Dómsmál I kvöld en þá mun Björn Helgason hæstaréttar- ritari segja frá skaðabótamáli sem átti sér eftirfarandi aðdraganda: Kona nokkur vann í verzlun og dag einn bauð verzlunarstjórinn henni heimakstur. Sú greiðvikni hefði betur verið látin kyrr liggja þvi ekki hlauzt neitt gott af. Þegar konan var í þann veginn að stíga út úr kyrrstæðum bílnum flæktist hún i bilbelti og ökklabrotnaði. -FG Björn Helgason hæstaréttarritari segir frá skaðabótamáli konu sem festist i bilbclti. Þóra Borg ielkur i Börn barnanna okkar. Helgi Skúlason, leikari og leikstjóri. FÉLAGSMÁL 0G VINNA - útvarp kl. 22,35: Atvinnuniál skólafólks —árvisst atvinnuleysi Atvinnumál skólafólks, eða raunar árvisst atvinnuleysi, verða tekin til umræðu í kvöld. Hvers vegna þarfn- ast þetta fólk vinnu og hver er þörf samfélagsins fyrir vinnu þess? Jafnframt verður fjallað um blaða- og tímaritaútgáfu stéttasamtakanna og rætt við Harald Steinþórsson, rit- stjóra Ásgarðs — tímarits BSRB — og Hauk Má Haraldsson, ritstjóra tlmarits ASÍ, Vinnunnar. Stjórnendur þá'tarins, Félagsmál og vinna, eru þa'.> Kristín H. Tryggvadóttir og Tryggvi Þtr Aðal- steinsson. -FG :r. kristin H. Tryggvidóttir. Tryggvi Þór Aðalstelnsson. Borgartúni29 — Símar27511 -28411 Viö gerum við rafkerfið í bílnumþínuttl. rafvélaverkstæði. Simi 23621. Skúlagötu 59, i portinu hjá Ræsi hf. íbúð f Parfs Skemmtileg lítil íbúð í París til leigu í júli og ágúst. — Aðeins fyrir traustan aðila. Hringið eða sendið nafn. heim- ilisfang og síma til auglýsingaþjónustu Dagblaðsins, Þver holti 1 l.sími 27022,eftirkl. 13.00. H-816 VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Saia — Skiptí Kvikmyndamarkaðurinn — bimi 15480. Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR Orðið heitir tölva í nefnifalli — ekki talva í þættinum Daglegt mál hefur Helgi J. Halldórsson sagt okkur margt fróð- legt um m.a. málfar verkfræðinga og veðurfræðinga. Siðastliðinn mánudag fjallaði hann um tölvumál og mun halda áfram með það efni i kvðld, enda af nógu að taka. Helgi mun ræða um þann nýja orða- foröa, sem er að koma inn í málið vegna tölvunar, og um Skýrslu um tövlukönnun á tiðni orða og stafa i íslenzkum texta, eftir Baldur Jónsson, Björn Ellertsson og Sven Þ. Sigurðs- son. Hér mun vera um að ræða textann f skáldsögunni Hreiðrið eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Sérstaklega sagöist Helgi J. Hall- dórsson vilja taka fram að okkur beri að segja tölva í nefnifalli — alls ekki talva. ________________- -. iEC . BMW 525 BMW 520 •BMW 316 Renault 20 TS Ronault 20TL Renault 20 TL Renauit 14 TL Renault 12 TL árg. 1974 árg.1980 árg. 1976 árg.1980 árg.1979 árg. 1978 árg.1979 árg. 1977 Renault 12 L Renault 12 station Renault 5 TL Renault 4 TL Renault 4 Van F4 Renault Van F4 árg. 1975 árg. 1974 árg.1980 árg. 1980 árg.1978 • árg. 1977 Vantar BMW bifreiðar-, á söluskrá. Helgi J. Halldórsson heldur áfram spjalli slnu uin tölvumál. Opið laugardaga frá kl. 1—6. KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 11e unas&a OiTHT«ÖBSTaT***»sa2TfiJiTITi4íL

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.