Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 6
Schmidt vill f lýta viðræð- umstórveld- anna tveggja Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýzkalands, kom í opinbera heimsókn til Washington í gær. Hann átti strax viðræður við Alexander Haig utanrík- isráðherra og er talið að hann hafi á fundinum látið í ljós þá ósk V-Þjóð- verja að viðræðum Bandaríkjanna og Sovétrikjanna um takmörkun vfgbún aðar verði flýtt. Grimuklæddir IRA menn bera félaga sinn til grafar. Þrír IRA menn hafa nú látið Iffið af völdum mótmælasveltis og sá fjórði er að dauða kominn. Júgóslavfa: Fimm Albanir fangelsaðir Fimm Albanir hafa verið fangelsaðir í Júgóslavíu. Er þeim gefið að sök að hafa stofnað ólögleg samtök í landinu sem hafi á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir aðgerðum fjandsamlegum stjórn landsins og að ógna landamærum Júgóslavíu. Þriðji IRA-maðurinn látinn í Maze af völdum mótmælasveltis: Þessu heldur áfram þar til Bretamir aóhafast eitthvað” — Raymond McCreesh, 24 ára, lézt í nótt eftir að hafa svelt sig í 61 dag RaymondMcCreesh, 24 ára gamall félagi ( írska lýðveldishernum IRA, lézt i nótt eftir 61 dags mótmæla- svelti. Hann er þriðji IRA-maðurinn í Maze-fangelsinu á Norður-írlandi sem lætur lífíð á þennan hátt. Fjórði IRA-maðurinn er einnig mjög hætt kominn enda hefur hann svelt sig jafnlengi og McCreesh. Ekkert lát virðist vera á þessum aðgerðum IRA- manna og hafa þeir lýst því yfir að fjórir menn munu stöðugt vera í mót- mælasvelti þar til brezka stjórnin hefur gengið að kröfum þeirra um að þeir verði meðhöndlaðir sem póli- tískir fangar. Áður en tvær klukkustundir voru liðnar frá dauða McCreesh í nótt lýsti talsmaður Sinn Fein, hins pólitíska arms IRA, því yfir að nær víst væri að einhver mundi taka við af McCreesh i mótmælasveltinu, eins og átti sér stað eftir dauða þeirra Bobby Sands og Francis Hughes. Talsmaðurinn sagði: „Það virðist sem þessu muni halda áfram þar til Bretarnir aðhafast eitthvað.” Brezka stjórnin hefur hins vegar margsinnis lýst því yfir að fangarnir séu glæpa- menn og ekki komi til greina að veita þeim réttindi pólitískra fanga. Lögregla og öryggisvarðlið voru með sérstakan viðbúnað í Belfast þar sem óttazt var að kæmi til óeirða eins og átti sér stað eftir dauða þeirra Sands og Hughes. írskir lýðveldis- sinnar líta á fangana sem eru í mót- mælasvelti sem þjóðhetjur og er út- för þeirra gerð I samræmi við það. Síðastliðinn þriðjudag létu fímm brezkir hermann lífið á Norður-ír- landi er bifreið þeirra var sprengd í loft upp skammt frá heimili McCreesh. IRA hefur lýst því yfir að sprengingin hafi verið hefnd fyrir það að brezka stjórnin skuli ekki hafa gengið að kröfum fanganna. Sagði í tilkynningu IRA, að margar slíkar sprengingar mundu koma í kjölfarið. í síðustu viku sagði brezka stjórnin að McCreesh hefði beðið um mat en snúizt hugur á síðustu stundu. Sinn Fein og fjölskylda hans hafa neitað þessu. McCreesh var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í marz 1977 fyrir morðtil- ræði við brezkan hermann, fyrir að bera skotvopn og fyrir að vera félagi í IRA. í átján mánuði var hann í klefa með Francis Hughes, sem lét líflð í siðustu viku. Silvia komin á f rímerki Svíar eru ákaflega stoltir af drottn- ingunni sinni, henni Silviu. Eru þeir á einu máli um að Karl Gústaf hafi valið vel þegar hann valdi Silviu sem lífsföru- naut sinn. Nú hafa Svíar heiðrað drottninguna ungu með þvi að setja mynd hennar á frímerki, að verðgildi 1,75 sænskra króna. Það var hirðljós- myndarinn Claés Lewenhaupt sem tók myndina sem prýðir frímerkið. Uppgjafaforsetar hrifnirafKína Kína virðist heilla fyrrverandi forseta Bandaríkjanna mjög. Gerald Ford sótti Kínverja heim fyrir nokkrum vikum og nú eru þeir Richard Nbton og Jimmy Carter með svipuð áform á prjónun- um. Nixon mun halda til Beijing í febrúar á næsta ári til að minnast þess að tíu ár eru þá liðin frá hinni sögulegu heimsókn hans sem forseta Bandaríkj- anna til Kína, sem varð upphafið að nýjum samskiptum þjóðanna. Þetta verður þriðja ferð Nixons til Kina frá því hann lét af embætti og alveg eins og I ferðum hans 1976 og 1979 verður hann þar í boði Kínverska alþýðulýö- veldisins. Sömu sðgu er að segja af Carter og varaforsetanum hans Walter Mondale en þeir ráðgera hvor í sinu lagi Kínaferð einhvern tima á þessu ári. Jlmmy Carter, fyrium Bandarikjafor- seti, hyggur á Kínaferð elnhvern tima siðar á árinu. VINIMUEFTIRLIT RÍKISIIMS __________________________ Síðumúla 13, 105 Reykjavík, Sími 82970 Auglýsing um gildistöku nýrra lagaákvæða um vinnu barna og unglinga Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Samkvæmt 10. kaf la þessara laga má ekki ráða börn (þ.e. einstakl- inga yngri en 14 ára) til erfiðra og hættulegra starfa. Til slíkra starfa teljast t.d.: Uppskipun, vinna við hættulegar kringumstæð- ur eða vélar sem valdið geta slysi, meðferð hættulegra efna eða þau störf er hafa í för með sér slíkt andlegt og/eða Ifkamlegt álag að hamlað geti vexti þeirra og þroska. Unglingar, 14 og 15 ára, mega ekki vinna lengur en 10 klst. á dag og skal vinnutíminn vera samfelldur. Þeir, sem eru 16 og 17 ára, skulu hafa minnst 12 tíma hvíld á sólar- hring, og skal hvíldartíminn að jafnaði vera á tímabilinu milli kl. 19 og 7. Vinnueftirlit ríkisins getur veitt heimild til þess að vinnutími unglinga, 16 og 17 ára, fari fram á venjulegum vinnutíma fullórð- inna í viðkomandi starfsgrein þegar aðstæður gera slíkt nauðsyn- legt. Reykjavík, 18. maí 1981 _ Geymið auglýsinguna og festið upp á vinnustöðum Afrískir siðir íkirkjum Tveir afrfskir prestar, sem starfa á vegum ensku- og frönskumælandi safnaða í Afriku, hafa borið fram kröfu um að afrískir siðir verði teknir upp í guðsþjónustum. Ef kröfur þeirra ná fram að ganga, mun verða um afdrifaríkar breytingar að ræða á því guðsþjónustuformi sem þróazt hefur innan evrópsku kirkjunnar. Aðrir eru þeirrar skoðunar að fella eigi afrfska siði inn í hefð- bundið guðsþjónustuform og gera þannig helgihaldið aðgengi- legra fyrir Afrikubúa. M.a. eigi að nota þjóðleg afrisk hljóðfæri og afrískan klæðnað við guðs- þjónustur. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ1981. Erlent Erlent Erlent Erlent REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.