Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 10
IU ( DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ1981. 68. skoðanakönnun Dagblaðsins: Hvaða arm Sjálfstaaðisflokksins telurþú þig helzt styðja? Gunnarsarmurinn kemur beztút Gunnarsarmur Sjálfstæðisflokksins kom bezt út þegar DB spurði stuön- ignsmenn flokksins hvaða arm Sjálf- stæðisflokksins þeir teldu sig helzt styðja. Klofningurinn í Sjálfstæðisflokkn- um er opinn og hverjum landsmanni ljóst að mikill hluti sjálfstæöismanna skiptist í ,,arma” sem einatt berjast hart innan flokksins og utan. Því er áhugaverð spurning hvernig þeir, sem í skoðanakönnun DB um flokkana tóku afstöðu með Sjálfstæðisflokknum, skiptast milli armanna. Dagblaðið spurði þennan hóp þeirrar spurningar. Um var að ræða 170 manns. Niðurstöður urðu þær að 70 sögðust styðja Gunnarsarminn, eða 41,1 pró- sent af hópnum. 34 sögðust fylgja Geirsarminum að málum, eða 20 pró- sent. 10 kváðu sig styðja Albertsarm flokksins, eða 5,9 prósent. 56 sögðust ekki vilja taka áfstöðu til arma í Sjálf- stæðisflokknum, eða 32,9 prósent af hópnum. Dagblaðið hefur ekki áður spurt slíkrar spurningar i skoðanakönnunum en svipaðar spurningar hafa verið notaðar til aö fara nærri um hvernig stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skiptast. Þannig hefur DB sérstak- lega athugað hvernig stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins greinast í afstöðu til rikisstjórnarinnar. Út hefur komið að nokkurt jafnræði væri milli stuðningsmanna og andstæðinga rikisstjórnarinnar í röðum sjálfstæðis- manna. Þessir hópar hafa veriö ámóta stórir. Dagblaðiö hefur einnig spurt áður fyrr hvort stjórnmálamanninn menn styddu frekar, Geir Hallgrímsson eða Gunnar Thoroddsen. Þá hefur Gunnar haft vinninginn, bæði meðal stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins og annarra, stundum i hlutfallinu 3:1 meöal sjáifstæðismanna. í könnuninni nú fékk Gunnarsarm- urinn tvöfalt fylgi á við Geirsarminn, eins og fyrr segir. Niflurstaflan um röð armanna er marktœk í þessu tilviki var veriö að athuga hóp sem i voru 170 manns. Þegar hópurinn verður tiltölulega litill geta frávik orðið veruleg og mun meiri en í stærri hópum. Því er eðlilegt að spurt sé hvort rööin á „örmunum” sé mark- tæk miðað við könnun DB á þessum hóp. Stærðfræðilega má hugsa sér að skekkja í niðurstööum geti orðið allt að tvö standardfrávik, það er tvisvar sinnum kvaðratrótin af útkomunni hjá hverjum hóp. Samkvæmt því er fylgi Gunnarsarmsins á bilinu 53 til 87, fylgi Geirsarmsins á bilinu 22—46, Alberts- armsins á bilinu 4—16 og þeir sem ekki taka afstöðu eru frá 41 til 71. Tölfræði- lega er niðurstaöan um röð armanna því vel marktæk og öruggt að fullyrða að Gunnarsarmurinn sé stærri en Geirsarmurinn og Geirsarmurinn stærri en Albertsarmurinn. Hér hefur verið nefnd ein tölfræðileg aðferð við mat á fráviki í slíkri könnun. Fleiri að- ferðir koma að sjálfsögðu til greina við slíkt mat. Rétt er að undirstrika að mjög ólíklegt er að skekkjan nái því að vera tvö staðalfrávik, húner að öllum lfkindum mun minni í þessari könnun. -HH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Gunnarsarmur...........70eða41,1% Geirsarmur...............34eða20% Albertsarmur..........10 eða 5,9% Taka ekki afstöðu tilarma................56eða32,9% Ummæli fólks í könnuninni: „HAFA FARIÐ ILLA MEÐ GUNNAR” Geir Hallgrfmsson, formaður Sjálf- stæðlsflokksins: fylgi 20% þeirra sem afstöðu tóku. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: fylgi 41,1% þeirra sem afstöðu tóku. Albert Guðmundsson alþinglsmaður: fylgi 5,9% þeirra sem afstöðu tóku. Undirskriftir til styrktar umbótum við heita lækinn á annað þúsund undirskriftir af hentar f orseta borgarst jórnar Hópur fólks, sem nefmr sig Sam- stöðu, hefur staðið fyrir undirskrifta- söfnun að undanförnu um tillögur til æksilegra úrbóta á svæðinu við heita lækinn í Nauthólsvík. Samstaða af- henti Sigurjóni Péturssyni forseta borgarstjórnar undirskriftirnar nú í vikunni. Alls söfnuðust á annað þús- undundirskriftir. Þór Þ. Þorgrímsson, talsmaður Sam- stöðu, sagöi í viðtali við DB að Sigur- jón hefði veriö jákvæður og tekið vel í umbætur við heita lækinn. Samstaða er reiðubúin til samstarfs við borgaryfirvöld til framdráttar um- bótum við lækinn en aðstaða þar er heldur frumstæð. Félagar i Samstöðu telja að hundruð manna stundi böð i heita læknum sér til heilsubótar og hafi þannig fengið umtalsverðan bata. Þá benda þeir á að lækurinn og umhverfi hans gefi fjölskyldum tækifæri til þess að vera saman úti í náttúrunni og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Samstaða hefur samið umgengnis- reglur fyrir þá sem nota lækinn þar sem menn eru beðnir að ganga þrifalega um og hlffa gróðri. ökutæki og hjól eru ekki heppileg á hinum afmörkuðu svæðum og menn eru beðnir að baða sig ekki í nærfötum. Sápuþvottur fari aðeins fram fyrir neðan neðsta fossinn í læknum. Dýraþvottur fari ekki fram í lækn- um, ölvun verði bönnuð og notkun gieríláta sömuleiðis vegna slysahættu. Þá ættu menn að ganga um svæðið í hlffðarskóm. -JH Heiti lækurinn Nauthólsvfk er vinsæll, sérstaklega á góðviðrisdögum. Ný- stofnuð samtök til verndar læknum og umhverfi hans hafa nú beðið borgar- yfirvöld um bætta aðstöðu við læklnn. „Ég styð Gunnarsarminn af því að ég styð Pálma,” sagði karl i Húna- vatnssýslu þegar hann svaraði spurn- ingunni i skoðanakönnumnni. „Ég tel að Gunnar hafi staðið sig bezt sjálf- stæðismanna en flokksbræður hans hafa farið mjög illa með hann. Ég vona að þeim óhróðri ljúki fljótlega,” sagði kona á Norðurlandi eystra sem sagðist styðja Gunnarsarminn. „Styð Gunn- arsarminn skilyrðislaust,” sagði karl í sveit. „Ég er i Gunnarsarminum. Ef Gunnar „reddar” þessu ekki gerir það enginn,” sagði.karl úti á landi. „Ég er í stjórnarandstöðu og fylgi Geir,” sagði karl úti á landi. „Sjálf- stæðismenn hljóta að styðja Geir,” sagði konan í sveit. „Ég styð Geir. Ég er alveg á móti Gunnari eftir þetta sem hann gerði mínum flokki, Sjálfstæðis- flokknum,” sagði kona á Vestfjörðum. „Ég hef alltaf dáðst að Albert. Hann hefur sjálfstæða stefnu, styður stundum þennan, stundum hinn,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu sem taldi sig í Albertsarmi. „Mér finnst hvorugur nógu góður, Gunnar eða Geir,” sagði karl úti á landi. „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn, ekki Gunnar eða Geir,” sagði kona á Akranesi. „Það á að stokka upp í for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Þeir eiga báðir að segja af sér í haust, Gunnar og Geir,” sagði karl á Akureyri. „Þið, fjöl- miðlarnir, eruð að splundra flokkn- um,” sagði karl á Suðurnesjum. „Eru komnir armar? Það er bara einn Sjálf- stæðisflokkur og ég kýs hann,” sagði karl í Hveragerði. „Eruð þið búnir að búa til tvo Sjálfstæðisflokka? Ég segi ekkert um neinn arm,” sagði karl á Neskaupstað. - HH GARÐE/GENDUR TAK/Ð EFT/R! SELJUM MOLD DAGANA 23. OG 24. MAÍ PANTAN/R / S/MA 40314 OG 44026 HE/MKEYRSLA LIONSKLÚBBURINN MUNINN, KÓPAVOGI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.