Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21; MAÍ 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Jóhannes Páll annar páfí hefur ferdazt meira en nokkur fyrirrennari hans Jóhannes Páll páfi annar hcilsar Hiro- hito Japanskeisara er hann sótti Jap- ani heim fyrir skömmu. Hann talar oft um sig sem „son Póllands” og minnist oft á „móður- land okkar”. Hann ræðir gjarnan um hina löngu og ströngu sjálf- stæðisbaráttu Póllands og þúsund ára samband þjóðarinnar og kaþólsku kirkjunnar. Sjálfur hefur hann tekið sér stöðu sem leiðandi siðferðisrödd í efnum allt frá pyntingum og afvopnun til ógnana sem stafa af visindum nútimans. Fljótlega kom í Ijós eftir að Pól- verjinn Karol Wojtyla settist á páfa- stól að hann mundi ekki setjast í helgan stein þar með. 1 árslok 1979 hafði hann þegar ferðazt til Póllands, Bandaríkjanna, Dóminíska lýðveldis- ins, Mexikó, Bahama-eyja, trlands og Tyrklands. Árið eftir bættust eftirtalin lönd á listann: Brasilía, Zaire, Kongó, Kenya, Efri-Volta, Ghana, Filabeinsströndin, Frakkland og Vestur-Þýzkaland. Á þessu ári hefur hann heimsótt Pakistan, Filippseyjar, Guam, Japan og Alaska. Páfinn talar fjölmörg tungumál reiprennandi og þar á meðal ítölsku. Hann vann því fljótlega hug og hjörtu ftala og lagði sig enda fram um að kynnast þeim. Þegar hann hefur ekki verið á ferðalögum erlendis er hann tiðum í förum um Italíu og kemur þar fram sem biskup- inn í Róm. Karol Wojtyla fæddist 18. mai 1920 i Wadowice nærri Krakáw í Pól- landi. Á skólaárunum vann hann í grjótnámu. Faðir hans var verka- maður og síðar liðsforingi í pólska hemum. Móðir hans dó þegar hann var aðeins níu ára gamall. Er hann hafði verið vígður til prests 1. nóvember 1946, þá 26 ára gamall, var hann sendur til Rómar í þrjú ár til frekara náms. Er hann sneri aftur til Póllands starfaði hann sem aðstoðarprestur víða um landið við mjög erfið skilyrði, sem stjórn Kommúnistaflokksins, sem þá var nýtekin við völdum, setti mjög mark sittá. Hann var afkastamikiil kennari og rithöfundur og lærði að tala ítölsku, þýzku, ensku, spænsku, rússnesku og latínu. Málakunnátta hans birtist meðal annars í því að hann mælti jólakveðjur sínar árið 1978 á 24 tungumálum og árið eftir gerði hann enn betur er hann setti kveöjur sínar fram á 35 mismunandi tungumálum. Hann varð aðstoðarbiskup i Krakáw árið 1958 og biskup 1964. Þremur árum síðar gerði Páll páft sjötti hannað kardínála. Víst er að kaþólska kirkjan hefði ekki mátt við því að missa svo öflugan talsmann sem Jóhannes Páll II. páfier. Þessi hraustlegi og sterkraddaöi maður, Karol Wojtyla fyrrum kardínáli í Krakáw í Póllandi, varð fljótlega vinsælasti páft síðari tíma. Milljónir manna hafa gert sér ferð til að fá litið auglit páfans á ferðalögum hans um heiminn. Jóhannes Páll páfi annar hefur af mikilli mælsku talað einarðlega gegn mannréttindábrotum, fordæmt mis- skiptingu auðs og gefið sér tíma til að sinna fátækum, sjúkum og börnum. Hann hefur sakað stórveldin um að láta sér nægja að tala um frið á sama tíma og þau halda áfram víg- búnaðarkapphlaupi sínu. Hann hefur talað um rétt allra manna til að lifa án hungurs. Hafi skoðanir páfans á þjóðfélags- málum þótt framsæknar þá hefur hann að sama skapi valdið þeim von- brigðum sem vilja sjá breytingar á kenningu kirkjunnar. Hann hefur varað við því að reynt sé að koma á þjóðfélagslegum breytingum með of- beldi og hann hefur sagt prestum að blanda sér ekki í stjórnmál. Á sviði fjölskyldumála hefur hann verið íhaldssemin uppmáluð og haldið fast við bann kirkjunnar við takmörkun barnsfæðinga, hjóna- skilnuðum, fóstureyðingum og fjöl- kvæni. Páfinn hefur stutt við bakið á hinni óháðu verkalýðshreyfingu í Póllandi. Hann sagði verkamönnum á sykurekru á Filippseyjum aö verka- menn hefðu rétt til að sameinast í frjálsum samtökum. En hann bætti því við að ofbeldi og stéttabarátta ,,geti ekki skapað réttlæti þar sem forsendan sé eyðilegging og mann- fyrirlitning”. Jóhannes Páll páfi hefur ekki reynt að leyna því að hann er stoltur af þjóðerni sinu. Hann er fyrsti páfinn í fjórar aldir sem ekki er ftali og fyrsti Pólverjinn í sögunni sem sezt á páfa- stól. Fáífnn hel'ur látið málefni barna til sin taka. Myndin er tekin í helmsókn páfans til Póllands. Á þeim þrjátíu mánuðum sem Jó- hannes Páll páfi annar hefur setið á páfastóli hefur hann þegar ferðazt meira um heiminn en nokkur fyrir- rennara hans. Hann hefur notað persónutöfra sína til að styrkja kirkjuna og boða trú hennar. Jóhannes Páll II. páft, sem nú er nýorðinn 61 árs, hefur vakið athygli fyrir dugnað sinn og að því er virðist óþrjótandi úthald á ferðalögum víðs vegar um heiminn. Sem dæmi um ferðalög hans má nefna mikla sigur- för hans til heimalands síns, Pól- lands, heimsókn til Bandaríkjanna, ferð um Suður-Ameríku þar sem flestir íbúanna eru rómversk- kaþólskrar trúar og ferð allt austur til Japans en þar í landi hefur kristin trú aldrei átt umtalsverðu fylgi að fagna. Frá því hann var kjörinn páfi 16. október 1978, þá 58 ára gamall, hefur páfinn fengið orð fyrir að gæða embætti páfa nýju lífi með pesónu- töfrum sínum, líkamsþrótti, hrein- skilni og mikilli tungumálakunnáttu. Páfanum hefur verið sýnt banatilræði á Péturstorgi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.