Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent D Nýjasta nýtt í orkusparnaðarmálum: ( irtolux Ijósaperan. Dýrðarljómi okkar tíma Að fleygja aurunum — eða hvað? Flest getur fólki dottið í hug. Á þessum síðustu og verstu tímum, þegar allir eru í mestu peningavand- ræðum — alla vega á skattaskýrslum — þá eru til menn sem lima peninga á bílana sina. Bernard Evans, 27 ára gamall framkvæmdastjóri i Buckinghamshire á Eng- landi, hefur þakið Míníinn sinn 8.000 smápeningum. Ekki þótti honum það samt nóg, svo hann fékk Rolls-Royce fyrirtækið til þess að hanna bílinn upp að innanverðu. Nú er sennilega ekki hægt að gera meira fyrir einn lítinn Míní enda er Bernard að hugsa um að selja fyrirbærið; telur sig jafnvel munu stórgræða. Bernard Evans þaktl Mínílnn sinn smápeningum og lét Rolls-Royce hanna bilinn að innan. Hrcyknir forcldrar (i röndóttu buxunum) ásamt hlaupakappanum unga. Sally Silva, 4 ára, á harðahlaupum i cinni maraþonkcppninni. — fæst í búö Iþeirra orða fyllstu merkingu má kalla þessa nýju „Ijósaperu" skinandi dtvmi um framjárir í orkusparnaðarmálum. „Peran” var kynnt nýlega á Hanover vorusýningunni margfrœgu. Hún er ekki eyðslufrekuri en hver onnur 25 vatta pera en hirtan sem hún skilar mœlist vera ein 75 vött. Undrið nefnist Circolux og er sögð endast í 6.000 klukkustundir — kunnugir segja það sexfalda endingu venjulegrar Ijósaperu. Cireolux kostar vist rctt um 100 ísl. kr. Það her þó að hafu í huga að dýrðarljómar hafa aldrei fengizt fyrir ekkert — að þvi ógleymdu að þeir hafa ekki verið á hvers mannsfœrifyrr en nú. Fjögurra ára maraþonkappi — hleypur 80 km á viku Fjögurra ára að aldri er Sally Silva orðin maraþonkappi. Hún hleypur að meðaltali um 80 kílómetra á viku hverri — svona til þess að halda sér við — og hefur tekið þátt í fimm maraþon- hlaupum. Lengsta hlaup hennar hingað til mun vera um 17 kílómetrar. Faðir hennar, Alfredo Silva, er íþróttakennari og ákafur trimmari. Hann segir Sally hafa hlaupið með sér frá því að hún var 3 ára gömul. Ekki fara neinar fregnir af að telpu- hnokkinn hafi unnið nein hlaup, enn sem komið er, en koma tímar koma ráð. Ef hún er ekki efnileg hver er það þá? Ljóti andarunginn breyttist í svan Barbara Bach fyrr og nú Nýja konan hans Ringo Starr, Barbara Bach, segist hafa verið „ljótur andarungi með skakkar tennur” þegar hún var lítil. í ævintýrinu hans H.C. And- ersen breyttist ljóti andarung- inn í svan og allt endaði vel. Samkvæmt því sem við bezt fáum séð hefur töluvert rætzt úr telpunni. Sautján ára gömul var hún þegar orðin þekkt fyrirsæta. Hún lék í einni Bond myndinni og þangað hafa yfir- leitt ekki valizt ljótustu konur í heimi svo verra hefði þetta get- að verið. FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.