Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1981. 1 Erlent Erlent Erlent Erlent I Francois Mitterand þykir líkiegur til að veita rádherrum sínum meira sjálfstædi I starfi en Giscard d’Estaing, fyrirrennari hans, sem þótti talsvert einráóur. Mitterrand tekur við embætti í dag Francois Mitterrand tekur í dag viö embætti Frakklandsforseta og verður þar með 21. forseti Frakklands. Talið er að hans fyrsta og þýöingarmesta verk að lokinni innsetningarathöfn- inni verði að velja nýjan forsætisráð- herra. Liklegast þykir að Pierre Mauroy, borgarstjóri í Lille, verði fyrir valinu. Talið er að Mauroy geti höfðað til franskra kaupsýslumanna, sem yfirleitt virðast hafa tekið kjöri Mitt- errands illa og óttast afleiöingar þess. Mitterrand er fyrsti forseti fimmta lýðveldisins sem stendur frammi fyrir þingi sem er honum að meirihluta til andsnúið. Hann hefur þegar lýst því yfir að hann muni boöa til almennra þingkosninga um miðjan júni og freista þess að vinna þingmeirihluta fyrir stefnu sinni. Hún felur i sér mjög veigamiklar breytingar í efna- hags- og þjóðfélagsmálum frá stefnu Giscard D’Estaing. Al-Assad Sýriands- forseti hafnar sátta- tillögu Bandaríkjanna Hafez Al-Assad Sýrlandsforseti hefur hafnað sáttatillögu Bandaríkja- manna í eldfiaugadeilu Sýrlendinga og ísraelsmanna. Al-Assad hefur hins veg- ar lýst því yfir að hann sé fylgjandi því að Philip Habib, sendimaður Banda- ríkjastjómar, haldi áfram sáttatilraun- um sínum. ' „Fram að þessu hafa ekki komið fram ákveðnar tillögur, aðeins kröfur ísraelsmanna sem eru utan við allar hefðir og rök,” sagði Al-Assad. Þessi ummæli AI-Assads hafa dregið mjög úr vonum manna um að Habib takist að koma á sáttum. Al-Assad segir að eld- flaugarnar í Líbanon hafi Sýrlendingar sett upp til varnar árásum Israelsmanna og þær ógni ekki öryggi ísraels. Menachem Begin, forsætisráðherra Israels, segir orð Al-Assad um tillögur Habibs ósönn og öfgafull og „þau auka okkur ekki bjartsýni á að frið- samleg lausn sé á næsta leiti’ ’. Hús Sutcllffe-hjónanna I Bradford. Litlu munaði að hús Yorkshire- morðingjans, Peters Sutcliffe, brynni til grunna er eldur var borinn að því fyrir skömmu. Það vildi til að nágrannarnir heyrðu brothljóð og gátu gert slökkviliðinu viðvart áður en eldurinn hafði breiðzt mjög út. Tjónið var engu að siður metið á 1.000 pund. Sonja Sutcliffe, eiginkona Peters, var í London til að fylgjast með réttarhöldunum yfir manni sínun þegar kveikt var í húsinu snemmi morguns, áður en fólk var komið i stjá. Nágrannar Sutcliffes-hjónanna Bradford kvarta undan því að enginr friður sé fyrir forvitnu fólki sem kom til að skoða húsið sem Yorkshire morðinginn bjó í, maðurinn sem myrt þrettán konur á fimm árum og reynd að myrða sjö í viðbót. Eldur borinn að húsi Sut- cliffehjóna „Kæri morðingi!” — Hættu að myrða lítil börn — Opið bréf f rá tíu ára dreng til Atlanta-morðingjans „Kæri morðingi!” Þannig hefst bréf tíu ára gamals blökkudrengs i Atlanta í Bandaríkjunum. Bréfið er stílað á Adanta-morðingjann svo- nefnda sem talið er að hafi banaö 27 svörtum börnum og ungmennum á síðustu 22 mánuðum. „Það er ekki vont að vera barn en ég vil fá möguleika til að vaxa upp. Hættu að ofsækja okkur svo við verðum ekki hrædd við aö leika okkurúti. Mér þykir það leiðinlegt ef ein- hver hefur verið vondur við þig þegar þú varst lítill. En ef þér þykir gaman að því að myrða börn þá ertu kannski sjúkur eða eitthvað annað og það er til fólk sem getur hjálpað þér. Ég skrifa ekki undir þetta bréf og ég fæ mömmu til að póstleggja það fyrir mig langt í burtu frá heimili mínu svo þú skaðir mig ekki eða vini mína. Ég vona að þú lesir þetta og hættir að drepa lítilbörn.” Bréf þetta þykir dæmigert fyrir þá skelfingu sem ríkir meðal barna i At- lanta sem ekki þora að leika sér úti af ótta við að „maðurinn”, eins og hann er kallaður í daglegu tali, ráðist á þau. Morðin í Atlanta I Bandaríkjunum hafa valdið mikilli skelfingu ibúanna. 27 blökk börn og ungmenni hafa verið myrt á innan við tveimur árum. PÓSTSENDUM Skóverz/un Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöi/ — Sími 14181 Laugavegi 95— Sími 13570 1111

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.