Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 20
 20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1981. I Menning Menning Menning Menning ÞAD VAR HANN SEM BYRMH Ástarsaga Mörtu Hkkanen Mirta THckan«n: Astarsaqa ALDARINNAR KHstin BJamadóttlr þýddl. ÚtQ.: Iflunn, Rvfc 1981.186 bto. Kvennaþing á Biskops-Arnö árið 1978: Upp í pontuna stfgur há og grönn stúlka, ljóshærð, stuttklippt, einarðleg, nýbúin að gefa út bók um sambúð sína með Henrik Tikkanen, bókina Árhundratets kárlekssaga sem nú er komin út á íslensku undir nafninu Ástarsaga aldarinnar í þýðingu Kristínar Bjarnadóttur, út- gefandi Iðunn. Stúlkan tekur til máls. Hún heitir Márta Tikkanen (þá 43 ára en virtist ekki eldri en þritug). Hún reynir að svara fyrirspurnum kvennanna um hvers vegna hún hafi skrifað þessa bók. — Hún hafði haldið eins konar dagbók — skrifað sig frá örvæntingu sinni á svefnlausum nóttum þegar maður hennar lá ofurölvi þversum í hjónarúminu. Hún hafði aldrei ætlað sér að gefa út þessi skrif, þau voru of persónu- leg, særandi. En svo skeður nokkuð sem fékk hana til að endurskoða af- stöðu sína. Henrik Tikkanen hóf að gefa út ævisögu sína, fyrsta bindið árið 1975, annað bindi 197fi og hið þriðja árið 1977. Þar var ngu eiit. Líf hennar með Hinriki var nú orð.ð almenningseign í Finnlandi. Márta varð fyrir aðkasti vegna skrifa eiginmannsins, einkum frá konum. Ein réðst að henni með bar- smið í anddyri leikhúss og æpti: „Helvítis hóran þín.” Og þá vissi Steinnunn Sigurðardóttir — Sögur til neosta bæjar, 119 bto. Útg.: Iflunn, 1981. í augum margra er nútímasmásag- an skrýtilegur bastarður en ætti þó tæpast að þurfa að bera þann kross því rætur hennar liggja meðal elstu bókmenntagreina. Allt um það virðist erfitt að fá útgefendur til að gangast við króganum og veita honum brautargengi, ekki bara hér á landi heldur á Vesturlöndum öllum. Misminnir mig, eða var ekki hér í blaðinu viðtal við konu fyrir stuttu sem varð að breyta smásagnasafni í skáldsögu til að koma til móts við forleggjara sinn? Þó er á nokkrum stöðum reynt að klóra í bakkann, t.a.m. á írlandi þar sem menn hafa stofnað sjóði til að styrkja smásagnahöfunda sérstak- lega, enda eiga frar ekki lítinn þátt í vexti og viðgangi smásögunnar. Maður verflur kátur Því fagnar maður hverju því smá- sagnasafni sem sér dagsins ljós á íslandi og sérstaklega verður maður kátur við að fá í hendur reglulega skemmtilegt safn smásagna á borð við það sem Steinunn Sigurðardóttir sendi frá sér fyrir skömmu undir því aldeilis geníala nafni Sögur til næsta bæjar. Og þökk sé forlaginu Iðunni fyrir að leggja út i útgáfu af þessu tagi og á þessum tíma þegar sæmilegt næði gefst til að gaumgæfa bækur. Márta hvað hún átti að gera: Hún gaf út minnisblöðin sín. Kona drykkju- mannsins hafði fengið nóg. Bókin kom út 1978 og var verðlaunuð 1979 af norrænum kvennasamtökum. Ástarsaga aldarinnar flaug um Norðurlönd og þykir einstaklega af- hjúpandi bók, skrifuð af miklu hug- rekki, óvæginni sjálfskoðun og hreinskilni. Márta Tikkanen er enginn viðvan- ingur á ritvellinum. Hún hefur lengst Márta Tikkanen. Bók menntir Mér hefur raunar ætið fundist sem smásögur af þessu tagi hlytu að búa í Steinunni. Mörg bestu ljóð hennar eru einmitt frásagnarlegs eðlis, eru auk þess ekki alveg gjörsneydd sér kennilegri fyndni, smb. „Það er erfitt / í fsnálaþokunni / en það er hægt / (og hefur verið gert),” en þetta er ljóö sem nefnist Ofurmennska og er úr síðustu ljóðabók Steinunnar, Verksummerki. Gefi menn einnig gaum að rabbstíl hennar, óhátíðlegu orðfærinu — og þeirri alvöru sem oft er undir niðri. Erum við þá komin langt með uppskrift að smásögum skáldkonunnar. Konur á öllum aldri Allar fjalla þær um íslenskar konur en þó ekki í neinu sérstöku áróðursskyni, heldur vegna þess að höfundur þekkir þessar kvenper- sónur, bæði 1 sjálfri sér og öðrum, og er annt um að koma sérkennum þeirra til skila i bókarformi. Þetta eru konur á öllum aldri, í öllum þrepum þjóðfélagsstigans, miðaldra í norðurbænum, ástfangnar í Menntó, einmana á fæðingardeild- inni, við ræstingar í Svíþjóð, ein- stæðar í dósaverksmiðju. - Og í flestum tilfellum er ýmiss konar ást eða ástleysi til umræðu og þá með misjöfnum alvöruþunga frá höfundarins hendi. í fyrstu sögunni, Líkamlegt samband í norðurbænum ævi starfað sem blaðamaður, verið móöurmálskennari og skrifað bækur. Þekktust er bókin ,,Mán kan inte váldtas” (Það er ekki hægt að nauðga karlmönnum) sem kom út 1975 og hlaut skjóta útbreiðslu. Jörn Donner gerði kvikmynd eftir þeirri sögu. Ástarsaga aldarinnar er söguljóð í þrem þáttum. Fyrsti þátturinn er lýs- ing á alkóhólisma, á Urykkjuskap eiginmannsins út frá sjónarhóli konu og barna. Eitt litið dæmi: Meðan þú grætur þig í svefn af því þú átt svo bágt að eiga pabba sem var alkóhólisti þá sit ég og velti því fyrir mér hvenær hatur mitt muni brenna þig til hvítrar ösku meðan þú liggur og snöktir eins og það hvarfli ekki að þér að þín börn eiga líka pabba (33) Annar þáttur er ástarsaga þeirra hjóna, hvernig samlífið hefst í himnarikissælu, þróast og byltist niður í ystu myrkur. Það líður ekki á löngu þar til hún þreytist á að leika hlutverkið sem hann hefur útdeilt htnni og hvað hann kærði sig lítið um hugsanir hennar og það sem hún varí raun og veru: enþú hlustaðir aldrei né skildir né kærðir þig um (sem mér skilst að sé að verða að sjónvarpsleikrití) er ofurást á dauðum hlutum gangverkið og stíllinn ýktur í samræmi við það. að skilja það sem ég reyndi áð segja að þú reyndir aldrei að lesa fimmhundruðblaðsíðnabréfin til þín þegar þú varst að heiman af því þú gast ekki skilið þar stæði neitt sem gæti vegið upp á móti þvi að þú komst aftur tilmín (110) Hér er lfka lýst hinni gegndarlausu eigingirni mannsins og hún segir: „þú ert einmana refur / þú trúir á þig einan / . . . (117). Ásakanirnar eru geigvænlegar og átökin mikil. Márta á erfitt með að meta hans miklu ást sem krefst alls og smátt og smátt vex henni skarpskyggni, hún fe'r að skilja ástandið, og það gefur henni kraft til að halda áfram. Þriðji og síðasti þáttur er helgaður baráttu allra kvenna. Hún tekur dæmi af ömmu sinni og mömmu, hvernig konurnar í ætt hennar stálust til að setja staf á blað milli þjónustu- starfa við krefjandi eiginmenn. Márta talar til systra sinna — okkar allra: Systur það er tími til kominn að við fleygjum vondu samviskunni (180) Mér fannst Márta stórorð fyrst þegar ég las bókina hennar á sænsku 1978. Nú hef ég lesið ævisögu Hen- riks Tikkanens, mikið verk og magn- þrungið, sem kemur þúsundfalt betur til skila örvæntingu alkóhólistans og Skopið í alvörunni Eiginlega er eins og Steinunn sé þar í námunda við Svövu Jakobsdóttur eigingirni heldur en ljóð konunnar. En ég skil hana betur eftir lesturinn. Ljóð hennar eru varnarrit, en þau eru ekki lýsing á eigin kvöl og niðurlæg- ingu heldur mannsins. Þess vegna snerta þau mann ónotalega, eins og ásakanir gera ætíð. Márta er hin sterka. Það er hún sem fer með sigur af hólmi i persónu- stríði þeirra hjóna — en það er hann sem er betraskáld. Þýðingin er lipur og auðskilin, nokkuð misjöfn þó. Málið mætti vera rismeira en það er erfitt fyrir þýðandann þegar frumtextinn er skrifaður á talmáli. Á einum eða tveimur stöðum sýndist mér vera um misskilning að ræða í þýðingu, t.d.: ,, . . . Eg faldi / skæri hnífa / hopp- og-hímeðul” (24) sem á sænsku er svo: „Jag gömde / saxar knivar / hopprep mediciner” (24). „Hopp- rep” held ég að þýði einfaldlega „sippuband”, eða er það kannski vit- leysa hjá mér? Svona aðfinnslur ætti ég ekki að vera með, þær eru tittl- ingaskitur. Þarf maður alltaf að vera að sýna að maður hafi svo djöfull gott vit á öllu — eða hvað? Er það ekki meðal annars þetta sem bók Mörtu fjallar um: þörfina að hreykja sér á annarra kostnað?: . . . maður getur fengið meira en nóg líka af gáfum, . . .” (161) segir hin skynsama skáldkona, Márta Tikkanen. Rannveig G. Ágústsdóttir. * og sögu hennar handa börnum, en meðan Svava leiðir ýkjurnar til lykta á rökréttan hátt og umturnar veru- leikanum, þá er væg geggjun bless- aðrar húsmóðurinnar í norðurbæn- um, sem vill láta grafa sig í bílnum eða frystikistunni, sjaldan alveg úr tengslum við þá veröld sem við þykj- umst þekkja. Ekki fer Steinunn ann- ars staðar nær fáránleikanum, nema ef nefna skyldi örstutta sögu, Lifðu lífinu lifandi, sem er eiginlega langur brandari á kostnað nútímalistar. Oftast er það skarpt auga Stein- unnar fyrir einkennilegheitum hins hvunndagslega, skopinu í grafalvör- unni, sem gerir sögur hennar svo virkar sem þær eru. Eins og Pétur Gunnarsson er hún ekki fyrr búin að láta út úr sér einfalda staðreynd eða vettvangslýsingu en einhver söguper- sónan kemur askvaðandi og gerir hana hlægilega með einhverjum hætti, með skringilegu orðalagi eða hegðan. Líka íbláköldu raunsæi Ritstíll af þvi tagi getur verið vara- samur, ef höfundur finnur hjá sér hvöt til að lífga sífellt upp á frásögn- ina með brandaraflóði, en mér finnst Steinunn fara bil beggja á aðdáunar- verðan hátt. Skop hennar gegnir yfir- leitt því hlutverki að varpa örlítilli skímu á sögupersónur, finna á þeim réttu (og veiku?) hliðina. Reyndar sýnir Steinunn og sannar í ^þessu smásagnasafni að henni er fleira lagið en að koma út á fólki brosviprunum. Sögukornið 25 krossar er einkennilega áleitið fyrir allt það sem þar er gefið f skyn, án þess að vikið sé út af bláköldu raun- sæi. Og ekki er sagður þar einn ein- asti brandari. Sama er að segja um eina bestu sögu bókarinnar, Draum í dós, — sem á sér hliðstæðu í ljóði Steinunnar, Fyrir þína hönd, og minnir jafnframt á Ólaf Hauk án þess þó að abbast nokkuð upp á hann. Þar byggir Steinunn upp nær óbærilegan klímax með kænlegu samspili gamans og alvöru. Þarna eru margar skáldsögur, samanþjappaðar í eina smáa sögu og samt hriktír ekki í stoðum hennar. En Steinunni er ómögulegt að skilja við lesanda sinn stúrinn og sér sfðasta sagan, Tröllskessan, fyrir þvi að maður lýkur bókinni í góðu and- legu jafnvægi. Á maður að gera frekari kröfur til höfundar? - AI Smurbrauðstofan ^BJORNINN Njólsgötu 49 — Sími 15105 Bók menntir AÐALSTEINN INGÓLFSSON Steinunn Sigurðardóttir. í GÓDU ANDLEGU OG IÍKAMLEGU SAMBANDI Sögur Steinunnar Siguröardóttur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.