Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ1981. Amerískur kvikmyndaíðnaður sem afþreyingarefni: Þegar amerísk kókauglýsing verður bíómynd og öfugt — eins og allir vita er léleg af þreying betri en engin afþreying Sámur skrifar: Það var út af grein sem kom i Dag- blaðinu núna á föstudaginn, 15. maí. Greinin var um afþreyingarefni ríkis- útvarpsins og kvikmyndahúsa hér á landi og bar höfundarnafnið „Grandvar skrifar”. Loksins, loksins, loksins! Það var kominn timi til að við fengjum sér- fræðilegt álit i þessu máli. Já, Grandvar minn, eða má ég kalla yður Granda? Þér kunnáttu- maður sem sprautið yfír okkur for- heimskaðan almúgann úr ótæmandi brunni þekkingar. Hvar værum við stödd á þessum krítísku tímum, þar sem amerísk kókauglýsing verður bíómynd og öfugt, ef við hefðum ekki að leiðarljósi menn eins og yður, sem af einstakri ósérhlífni deila meðal fólks af kenningum sínum um þróun og framgang kvikmynda- gerðar á 20. öldinni, byggðum á hár- nákvæmum mælingum á auglýsinga- tíma sjónvarpsins? Mikið flón hefur maður verið að sjá ekki að eina raunhæfa mæli- einingin yfir gæði sjónvarpsefnis sé sá tími sem fer í auglýsingar áður en ákveðið efni hefst og þá eru gæðin í réttu hlutfalli við tímann eða t sinnum kg (k er í þessu tilfelli ad- vertisment konstant eða auglýsinga- fasti). Hvará gamla fólkið að ganga þegarbúið er að leyfa hjólreiðar á gang- stétt- .? Fullorðin kona hringdi: Mig langar að koma á framfæri þeirri spurningu til stjórnenda um- ferðarmála hvar gamia fólkið eigi nú að ganga þegar búið er að leyfa hjól- reiðar á gangstéttum. Gamla fólkið á margt hvert erfitt um gang og á því erfitt um vik að víkja sér undan hjól- reiðamönnum sem koma kannski brunandi eftir gangstéttunum. Ennfremur vil ég koma því á fram- færi að lögbinding bílbelta ein sér dregur ekki úr slysum. Það er ógæti- legur akstur sem oftast veldur slysum og ekki bjarga bílbeltin gangandi veg- farandum frá slysum. Það á þvi að vera sjálfdæmi hvort bílbelti séu notuð en bæta þyrfti í staðinn um- ferðarmenninguna. GISLI SVAN EINARSSON Með hnitmiðuðum rökum og út- skýringum hafið þér leitt gónverja i allan sannleikann um það hvernig fjármál kvikmyndaiðnaðarins eru í beinu samhengi við góða og lélega framleiðslu eða svo ég vitni í ritgerð- ina yðar frá 1974, en þar segir orð- rétt: „Much money good movie, no money no movie”. Eins og allir vita er léleg afþreying betri en engin afþreying. Ég er viss um það, Grandi minn, að þér hafið opnað augu velflestra fyrir þessu málefni. Þér voruð hnytt- inn í orðavali, stíllinn blandaður léttri gamansemi á köflum og kæru- leysislegur andi sveif yfir málfarinu. Já, Grandi minn, þetta er það sem fólkið vill heyra og lesa nú á dögum, staðreyndir númer eitt, tvö og þrjú. Ég get meira að segja heyrt fólkið hrópa nafnið yðar á götum úti. Að lokum vil ég mælast til þess að útvarpsráð splæsi á yður myndsegul- bandstæki og öllum Dallas þáttunum á myndsegulbandi, fyrir framlag yðar til málstaðarins „Dallas þættina heim”. P.S. Vinsamlegast þýðið og stað- færið yfir á íslenzku amerísku rop- vatnsauglýsingarnar. „Eins og aliir vita er léleg afþreying betri en engin afþreying,” segir Sámur og á þar sennilega m.a. við Dallas þættina. Karfavogur 2ja herb. íbúð í kjallara. Sérinngangur. Stórt eld- hús. Dyr út í garðinn. Nýbýlavegur 2ja herb. íbúö í 5 íbúða húsi. Innbyggður bilskúr. Krummahólar 2ja herb. íbúð í lyftuhúsi með bílskýli. Mikil sam- eign. Hörðaland 2ja herb. sérlega rúmgóð og falleg íbúð á jarð- hæð. Gengið út i sérgarð. Gluggi á eldhúsi. Fellsmúli 2ja herb. íbúð sem snýr í suður á efstu hæð. Sér- lega vel með farin ibúð, meö góðu fyrirkomulagi. Útsýni. Hamraborg 2ja herb. íbúð, sem snýr í suður á efstu hæð í lyftuhúsi. Stórglæsilegt útsýni. Bilskýli. Efstihjalli 2ja herb. nýleg íbúð i 3ja hæða húsi. Suðursvalir. Kaplaskjólsvegur 2ja herb. íbúö á 1. hæð í sambýlishúsi. Suður- svalir. Fallegíbúð. Holtsgata 2ja herb. íbúö á jarðhæð. Gengið út í garðinn. Snotur eign í góðu ástandi. Vesturberg 3ja herb. ibúð á jaröhæð. íbúð í góðu ástandi. Sérgarður. ÁHtamýri 3ja herb. mjög rúmgóð íbúð á jarðhæð. Rólegur staður. Nýtt gler. Skipti á 4ra herb. ibúð í Selja- hverfi. Seltjarnarnes 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjórbýlishúsi. íbúðin er tilbúin undir tréverk og málningu og til afhend- ingarstrax. Gott fyrirkomulag. Engjasel 3ja herb. mjög stór ibúö, ca 96 m2 á 1. hæð. Suð- ursvalir. FuIIfrágengin sameign og bílskýli. Laus 1/8. Aðeins 6 ibúöir i stigahúsinu. Lyngmóar 3ja herb. ibúö með bilskúr. Nýlegt hús á góöum stað. Losun eftir samkomulagi. Furugrund 3ja herb. rúmgóð og falleg ibúð í 3. hæða sam- býlishúsi. Suðursvalir. Herb. í kjallara. KJÖREIGN SF. SIMAR 85988 85009 Leirubakki 3ja herb. íbúð á 2. hæö. Sérþvottahús inn af eld- húsi. Herb. i kjallara. Góð íbúð á frábærum stað. Suðursvalir. Fellsmúli 3ja herb. vönduð ibúð á 2. hæö. Nýleg teppi. Sameign i góðu ástandi. Þægilegur staður. Hóaleitisbraut 4ra til 5 herb. íbúð á jarðhæð, ca 120 m\ Nýtt eldhús. Flísalagt bað með glugga. íbúðin er í mjög góðu ástandi. Björt ibúð. Bilskúrsréttur. Efstasund 4ra herb. ibúð á jarðhæð. Sérinngangur. Stór lóð. Rólegur staður. H verfisgata — Hafnarfjörður Efri hæð í tvibýlishúsi, talsvert endurnýjuð. Stærð ca 80 ferm. Bilskúr. Verö aðeins 340 þús. Miklabraut Rúmgóð 4ra herb. íbúð á efstu hæð (rishæð). íbúðin er í góðu ástandi. Nýtt gler og þak. ÁHhaimar 4ra-5 herb. íbúð á efstu hæð í sambýlishúsi. Eftir- sóttur staður. (rabakki 4ra herb. snotur íbúð á 2. hæð. Tvennar svalir. Sérþvottahús. Hagstætt verð. Kleppsvegur 4ra herb. íbúð i góðu ástandi. Ekkcrt áhvílandi. Laus. Nýtt gler. Saljabraut 4ra herb. íbúð tilbúin undir tréverk. Frágengið bílskýli, rafmagn frágengiö, grunnmálað til af- hendingar strax. Laufvangur Sérstaklega rúmgóð 4ra til 5 herb. íbúð á efstu hæð. Stórar suðursvalir. Sérstaklega rúmgott eld- hús og þvottahús inn af því. Mikið af skápum. Góð eign. Þrastarhólar 5 herb. íbúð á efstu hæð í 5 íbúða húsi. 4 svefn- herb. Sér þvottahús. Stórt baðherb. Gluggar í þrjár áttir. Tvennar svalir. Sérlega gott fyrir- komulag á íbúðinni, bílskúr. Hverfisgata 4ra herb. íbúð í góðu ástandi á efstu hæö í stein- húsi. Góð eign á viðráðanlegu verði. ÁKheimar Rúmgóð íbúð á efstu hæö í sambýlishúsi. íbúðin er um 120 fm í góðu ástandi. Kinnar Sérhæð, um 95 fm. með sérinngangi og sérhita 'r tvíbýlishúsi. Stór bílskúr. Dúfnahólar 5 til 6 herb. íbúð á 1. hæð í 3ja hæða húsi. Stærð um 146 fm. Innbyggður stór bilskúr á jarðhæð. Skipti á minni eign möguleg. Grettisgata Hæð og ris í járnklæddu húsi. Stærð um 150 ferm. Svalir. Mikið endurnýjað. Laust. Raðhús Seljahverfi Höfum vönduð raðhús í Seljahverfi. Möguleikar á tveimur íbúðum. Vel staðsettar eignir. Laugalœkur Raðhús í góðu ástandi, á miðhæö, stofur, eldhús og snyrting. Á efri hæð 3 rúmgóð herb. og bað- herb., i kjallara 2 góð íbúöarherb., þvottahús og geymslur. Vel byggt hús. Mosfellssveit Einbýlishús, ekki fullbúiö en vel íbúöarhæft. Bein sala eðá skipti á minni eign. Nýlendugata Eldra steinhús aö nokkru leyti endurnýjaö. Hægt að lyfta þakinu. ódýr eign. Skeiðarvogur Raöhús á þremur hæðum. Vel umgengið hús i ró- legu hverfi. Ákveðið í sölu. Skipti á minni eign möguleg. Barónsstfgur Einbýlishús á góðum staö. Steinhús á þremur hæðum. Bilskúr. Eignin er geysilega mikið endur- nýjuð og í sérstaklega góðu ástandi. Möguleikar á tveimur íbúðum eða íbúð með góðri vinnuað- stöðu á 1. hæð. Möguleikar að taka minni íbúö uppi kaupverð. Ásbúfl Raðhús á 2 hæðum. Glæsileg eign ekki fullfrá- gengin, gott fyrirkomulag, tvöfaldur bílskúr 50 fm. Sumarbústaflur Einstaklega vandaður sumarbústaður, ca 45 ml að stæró. Bústaðurinn er fullbúinn og er staðsett- ur við Hraunborgir. Ljósmyndir og teiknlngar á skrifstofunni. Kjöreignf «5988 95009 Ármúli 21, Reykjavík Dan V. S. Wiium lögfr. — Ólafur Guðmundsson sölum. Spurning dagsins Ræktar þú kartöflur? Erna Særún Vilmundardóttir hús- móðir: Já, það geri ég, þannig fæ ég miklu betri kartöflur en hægt er að fá í búðum. Eyrún Jóhannsdóttir húsmóðir: Já, það geri ég, bæði vegna ánægjunnar og hreyfingarinnar. Svo hittist fjölskyldan öll í kartöflugarðinum. Hlöðser Bergmundsson kennari: Nei, vantarahugaáþví. Sæmundur Skarphéðinsson, vinnur við netagerð: Nei, ég hef ekki aðstöðu til þess en vildi gjarnan ef aðstæður væru fyrir hendi. iMmm) WÞC 4 Skarphéðinn Jónsson, vinnur við neta- gerö: Já, það hef ég alltaf gert. Hollur er heimafenginn baggi. Skúli Sveinsson sölumaður: Nei, það geri ég ekki, vantar aðstöðu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.