Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 16
16 .>>< !.*'• >t »••<-•>>'Ip-./mjv DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1981. „Ég hitti Patrick Sercu fyrir ein- skæra tilviljun í vetur þegar ég var staddur í Belgíu hjá Superia verk- smiðjunum. Mér datt þá strax i hug að fá hann í heimsókn hingað til lands til að kenna fólki hvernig ætti að meðhöndla kappreiðahjól,” sagði Guðgeir Leifsson verzlunarmaöur í Hjólum og vögnum. Á hans vegum kemur heimsþekktur hjólreiðakappi, Patrick Sercu að nafni, hingað til lands á laugardaginn. ,,Hann tók ákaflega vel í að heim- sækja ísland. Hélt reyndar að menn hjóluðu ekkert hér,” sagði Guðgeir. „Það er vel við hæfi að fá snilling á þessu sviði hingað núna einmitt þegar vinsældir reiðhjólsins aukast stöðugt. Hér er komið mikið af kappreiða- hjólum á götuna en eigendurnir ekki alltaf vissir um hvernig á að fara með þau. Þetta eru dýr tæki svo að rétt er að þeim sé beitt á réttan hátt.” Vel hittist á að hjólreiðadagurinn í Reykjavík verður einmitt haldinn daginn eftir hingaðkomu Patricks Sercu. Hann sýnir að sjálfsögðu listir sínar þann dag. Einnig hittir hann hjólreiðamenn að máli í verzlun Guð- geirs einhvern tima meðan á dvöl hans stendur. Það verður auglýst siðar. „Hjólreiðadagurinn er ákaflega vel þeginn,” sagði Guðgeir Leifsson. ,,Þá verða þúsundir manna á ferð- I inni. Þessi iþrótt ætti því að fá góða kynningu.” Patrick Sercu er belgískur. Hann hefur þrisvar orðið heimsmeistari í hjólreiðum og einu sinni ólympíu- meistari. Þrívegis hefur hann unnið Evrópumeistaratitil og 35 sinnum orðið Belgiumeistari. Hann hóf feril sinn sem áhugamaður árið 1959 og gerðist atvinnumaður nokkrum árum síðar. -ÁT- Patrick Sercu ásamt öðrum heimsþekktum belgískum hjólreiðamanni, Eddy Merckx. FÓLK Þrjátíu ár eru liöin síöan „lamaöi íþróttamaöurinn” slasaöist: „ÉG HEF AÐEINS EINU SINNI VERIÐ SLAPPUR Á TA UGINNI’’ — segir Ágást Matthíasson sem gengizt hefur undir jimmtíu skuröaögeröir Ísfiröingaklíka meö frjálshyggjuídýfu Nýjum félögum í Taflfélag Reykja- víkur og Taflfélag Seltjarnarness hefur verið smalað grimmt undan- farið. Fjölgun félaga gefur fleiri full- trúa á Skáksambandsþingið, sem haldið verður innan skamms. Er það mál manna að smöluninni sé fyrst og fremst beint gegn framboði dr. Ingi- mars Jónssonar, forseta Skáksam- bands íslands. Telja gamlir stuðningsmenn Einars S. Einarssonar, fyrrum forseta Skák- sambandsins, að Ingimar og hans menn hafi vegið ómaklega að Einari þegar hann féll í kosningunni á móti Ingimari. „Ísfirðingaklíkan”, sem svo er nefnd, er talin standa á bak við að- gerðirnar nú. 1 henni eru Högni Torfason, Einar S., Guðfinnur Kjart- ansson og Hólmsteinn Steingríms- son. Mikill meirihluti nýrra félaga er í Félagi frjálshyggjumanna þótt Hannes H. Gissurarson sé ekki nefndur meðal þeirra. Þó eru þar líka þekktir framsóknarmenn og a.m.k. einn fyrrverandi alþýðuflokksmaður. Drœtti frestaö Menn velta því nú fyrir sér hvort ekki verði frestað drætti í áskrifenda- getraun Visis eins og síðast. Þá var drættinum frestað fram yfir mánaða- mót í von um að hindra mánaða- mótauppsagnir. Nú er meira í húfi, því að síðustu og mestu verðlaunin verða dregin út næst. Búizt er í kjöl- farið við fjöldauppsögnum, sem æskilegt er talið að reyna að fá frest- að um mánuð með þvi að fresta drætti fram yfir mánaöamót. meðal fremstu íþróttamanna, aðeins 16 ára gamall, þegar slysið gerðist. Galar með ÍBK Jónas Guðmundsson, listmálari og rithöfundur, hefur kært umsjónar- menn listkynningar sjónvarpsins til útvarpsráðs. Jónas heldur málverka- sýningu í Norræna húsinu um þessar mundir, sem kunnugt er. Með því að sjónvarpið hefur með öllu sniðgengið þessa sýningu telur Jónas að sér hafi verið mismunað á opinskáan hátt. Andrés Björnsson útvarpsstjóri sagði í viðtali við fréttamann sjón- varpsins síðastliðinn mánudag að al- varleg hætta væri á að svokallaður frjáls útvarpsrekstur yrði háður aug- lýsendum. Með einkaleyfi sínu hefði útvarpið aftur á móti ótvíræðar skyldur við neytendur, meðal annars í menning- arlegu tilliti. Þessi röksemd útvarpsstjóra er óneitanlega þung á metunum. Þó því aðeins að hún eigi sér trausta stoð i daglegum rekstri, eins og útvarps- stjóri vill áreiðanlega sjálfur. Auglýsingatími sjónvarpsins er býsna langur. Auglýsingarnar eru margar villandi blekkingar, hundleið- inlegar og sennilega löglausar. Þegar skyldunum er vikið til hliðar með bolabrögðum ofríkismanria inn- an ríkisútvarpsins er vegið að hinum skiljanlegu rökum útvarpsstjórans. Það réttlætir kæru Jónasar Guð- mundssonar til útvarpsráðs. — Jónas kœrir til útvarpsráös og Njarðvík En móðinn hefur Itann ckki misst þrátt fyrir 50 aðgerðir og spitalalcgur meira eða minna í þessi 30 ár. Ennþá hefur Ágúst mikinn áhuga á íþróttum og margir kannast við hann af vellin um. „Ég fór alltaf á alla leiki. Núna læt ég mér nægja leiki með IBK. Maður galar með Njarðvík í körfu boltanum og ÍBK i fótboltanum. Ég hefði svo sannarlega tekið þátt i landskeppni fatlaðra hefði ég ekki verið hér. Einhvern veginn hefði cg reynt að ýta mér áfram í hjólastóln um. Ég á kannski smámöguleika á þvi að taka þátt siðustu dagana i maí. Þessi landskeppni fatlaðra er mjög til góðs. Það er alveg nauðsynlegt að geta hreyft sig. Hin mikla jiámaka kemur mér alls ekki á óvart," segir Ágúst. Viðhorfin breytzt mikið — Fi/wsl þér viöhorj almennings til Jallaóra haj'a breylzl mikid þessi þrjáliu ár? „Já, það er sko ekkert smáræði. Engum fötluðum hefði dottið i hug að fara á ball fyrir 30 árum. Núna þykir þetta sjálfsagt enda fer ég i Stapann eins oft og ég get. Það er eðlilegt að viðhorfin breytist þvi alltaf fjölgar jjeim sem hafa lcnt i margs konar slysum." Ágúst Matthiasson er fæddur á isa firði, alinn upp i Garðinum en liefur verið búsettur i Keflavík síðan 1959. Hann hefur starfað í apótekinu i Keflavík á milli þess sem hann helur legiðá sjúkrahúsum. — Hvernig vildi það lil ad mál þiu vard st’ofrœgl á sinum lima? „Það varð ekki frægt fyrr en tveimur árum eftir að slysið gerðist. Þá kynntist ég Frimanni heitnum Helgasyni iþróttaritstjóra Þjóðviljans. Hann fékk áhuga á mér og eftir jrað var ég alltaf í blöðunúm. Það kom hingað sænskur poppari; frétti af mér og vildi endilega halda einkatónlcika fyrir mig," segir Ágúst. Miklar safnan ir gengu fyrir Ágúst á sinum tíma. Fórtil Bandaríkjanna Fyrstu fimm og hálfa árið eftir slysið lá hann samfellt á sjúkrahúsi. Eftir það fór hann á sjúkrahús i Bandaríkjunum og dvaldist þar í tvö ár. „Ég hef aðallega verið á sjúkrahús- inu í Keflavík. Það má segja aðég hafi séð læknunum þar fyrir uppskurðum," segir Ágúst hress. Allir sem tala við Ágúst hljóta að undrást hversu bjart- sýnn og glaður hann er. Við spyrjum hann þvi hvort hann sé og hafi alltaf veriðsvona. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Ég hef einu sinni verið slappur á taugum. Það var eftir aðgerð 1972. Hins vegargekk þaðfljótt yfir.” — Að lokum, Agúsi. i tilefni afyj irstandandi landskeppni fatladra. Hvernig heldur þú ad hún fari? „Ég vona auðvitað að ísland sigri i þessari keppni. j fyrsta skipti sem ís- lendingar tóku þátt í norrænu sund- keppni fatlaðra sigruðu þeir. Við skulum bara segja að svo verði einnig núna. ELA. Agúst Matthíassun, „lamadi íþriittamaáurinn", hejur iegtfl á lýtalækningadeild Landspitalans síflan í marz en vnnast lil afl kumast heim í næstu viku. DB-mynd Sig. Þurri. „Ég missi líklega af þessari keppni. Hérna hcf ég legið síðan i marz og cr að vonast til að fara i næstu viku til Keflavíkur,"sagði Ágúst Matthiasson. „lamaði iþróttamaðurinn", er við heimsóttum hann á lýtalækningadeild Landspítalans í vikunni. Margir muna vafalaust æftir nafn- inu „lamaði íþróttamaðurinn" en það var frægt hér á landi fyrir tæpum þrjá- tiu árum. „Ég var í stangarstökki, braut stöngina og lenti illa niður á bakinu. Það varð til jress að skadda mænuna og ég varð lamaður frá mitti og niður. Þetta gerðist 13. maí 1950 svo |rað eru eiginlega nákvæmlega þrjátíu ár siðan," segir Ágúst er við rifjum upp atburðinn. Hann var talinn Heimskunnur belgískur hjólreiöakappi kemur í heimsókn um helgina: Hefur þrívegis orðið heimsmeist- ari og ólympíumeistari einu sinni Fleir° , FOLK Vegiö aö röksemdum útvarpsstjóra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.