Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1981. 17 Hjólreiðadagur í Reykjavík 24. maí: HJÓLAB í ÞÁGU KIRRA SEM EKKIGETA HJÓLAÐ Eg heiti á Styrktarlélag lamaöra og fatlaöra •• til eflingar iþróttum og útivist fatlaöra barna: •• — þátttakendur saf na áheitum til styrktar útivist og íþróttum fatlaðra barna Fleiri reiðhjól en venjulega verða trúlega á ferðinni í einu í Reykjavík sunnudaginn 24. maí næstkomandi en þá verður gengizt fyrir hjólreiða- degi og er kjörorð hans „Hjólum í þágu þeirra sem ekki geta hjólað”. Hver þátttakandi í hjólreiðadegin- um styður málefni fatlaðra með því að afla áheita og er miðað við að hver þátttakandi afli áheita. Sérstök áheitakort eru notuð og eru þau af- greidd í grunnskólum borgarinnar, hjólreiðaverzlunum, sportvöruverzl- unum, sundstöðum og hjá Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra að Háa- leitisbraut 13. Hjólaðfrá 10 stöðum í borginni Lagt verður upp frá 10 stöðum í borginni, frá Hagaskóla, Hvassa- leitisskóla, Hlíðaskóla, Langholts- skóla, Réttarholtsskóla, Laugarnes- skóla, Breiðholtsskóla, Árbæjar- skóla og Seljaskóla. Hjólað verður siðan sem leið liggur um 10 km, að íþróttaleikvanginum í Laugardal. Safnazt verður saman við skólana um klukkan 13 en lagt upp frá þeim um klukkan 14. Þegar komið er í Laugardalinn af- henda þátttakendur áheitakortin og peningana en fá í staðinn litprentuð viðurkenningarskjöl. Hagnaði af hjólreiðadeginum verður varið til eflingar útivistar og íþrótta fatlaðra barna. Þessa dagana stendur yfir kynning 1 ' m dil 1 . á hjólreiðadeginum í grunnskólum borgarinnar. Hefur málið fengið góðar undirtektir, bæði nemenda og forráðamanna í skólum. ökumenn sýni tillitssemi Þór Jakobsson veðurfræðingur, sem á sæti í undirbúningsnefndinni ásamt aðilum frá Styrktarfélagi fatl- aðra, Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, Lionsklúbbnum Nirði og lögregl- unni, kom hugmyndinni að hjól- reiðadeginum á framfæri við Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra. Þór sagðist hafa kynnzt slíkum hjólreiða- dögum i Toronto í Kanada er hann var þar við störf, en þar væru slíkir hjólreiðadagar árvissir viðburðir og mikil þátttaka í þeim. Þór sagðist vilja leggja áherzlu á að ökumenn sýndu mikla tillitssemi þennan dag og einnig að hér væri ekki um neina keppni að ræða, hjólað yrði í róleg- heitum og jafnvel stoppað á leiðinni til að hvíla sig. í fylgd með börnunum yrðu félagar úr Hjólreiða- félagi Reykjavíkur og myndu þeir fara á undan og eftir til að tryggja að engir færu of geyst eða drægjust aftur úr. <— ■ ■ m Búast má við miklum fjölda reiðhjóla ó götum borgarinnar sunnudaginn 24. mai, ef marka mó óhuga skóla- barna ó hjólreiðadeginum. •• fc STYRKTARFELAG Svona litur óheitakortið út sem hver þótttakandi safnar óheitum ó óður en hann tekur þótt i hjólreiðadeginum. Þátttakendur 10áraogeldri Allir sem eru orðnir 10 ára og eldri geta tekið þátt i hjólreiðadeginum. Ef einhverjir yngri en 10 ára vilja taka þátt, þá óskar framkvæmdanefndin eftir því að þeir séu í fylgd með full- orðnum. -JR. Fjórtán vilja stöðu framkvæmdastjóra Rauða krossins: Hörkulið sækir um Fjórtán umsækjendur eru um stöðu framkvæmdastjóra Rauða krossins sem nýlega var auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 15. maí. Að sögn Ólafs Mixa læknis, for- manns Rauða krossins, er stefnt að því að búið verði að ráða nýjan fram- kvæmdastjóra fyrir 1. júní. Ekki viidi hann tilgreina nöfn umsækj- enda, sagði þau trúnaðarmál. „En þetta er hörkulið,” sagði hann. -KMU. Alþingi felli frumvarpið umlög- leiðingu bílbelta — áskorun Frama samþykkt með nær öllum atkvæðum Fellt verði frumvarpið um lögleið- ingu bílbelta, segir i tillögu á aðal- fundi Bifreiðastjórafélagsins Frama, sem samþykkt var með öllum greidd- um atkvæðum gegn tveimur í gær- kvöldi. Birgir Sigurðsson bifreiðastjóri bar upp tillögu þess efnis að fundurinn skoraði á alþingi að fella framkomið frumvarp um lögskyldaða notkun bílbelta. Fékk hún þá afgreiðslu, sem fyrr segir. Hofsós: Kennararnir veikt ust aldrei í vetur Nemendur í grunnskólanum á Hofs- ósi fengu engin frí í vetur vegna veik- indaforfalla kennaranna. Kennarar þeirra á Hofsósi eru nefnilega óvenju heilsuhraustir og sprækir menn. Það féll aldrei niður kennsla í vetur sakir veikinda þeirra. Þetta kom fram í skólaslitaræðu Guðmundar Inga Leifssonar skóla- stjóra á dögunum. Hann gat þess þó að skólahaldið hefði legið niðri í 5 daga í vetur vegna snjóþyngsla og óveðurs. Nemendur grunnskóla Hofsóss unnu síðustu tvær vikur vetrarins að sam- þættu verkefni sem nefndist „Skaga- fjörður — náttúra og dýralíf, Hofsós og Grafarós, Hólastaður fyrr og nú, fiskveiðar og fuglatekja, landbún- aður”. Ekki var skipt í vinnuhópa eftir aldri heldur völdu nemendur sjálfir það verkefnið sem þeir höfðu mestan áhuga á. Að skólaslitunum loknum var haldin sýning á vinnu nemenda og einnig handavinnusýning. Vélsmiðjan Stuðlaberg hf. (sem framleiðir m.a. hljóðkúta) veitti viðurkenningu þeim nemendum 9. bekkjar sem beztum árangri náðu í handmennt. Sýning á handavinnu var mjög vel sótt. Gestir gátu fengið sér kaffi og kökur sem nemendur framreiddu í einni kennslu- stofunni á meðan á sýningu stóð. -Guðni, Hofsósi/ARH. Skólastjóri afhendir Önnu Kristínu Jónsdóttur og Eysteini Steingrimssyni vióurkenningu frá Stuðlabergi. DB-myndir: Guðni. Líkan af Hofsósi sem nentendur bjuggu til. Fuglalikön eftir yngstu burnin i skólanum. Gamli bærinn að Hólum i Hjaltadal: likan eftir nemendur. — nemendurnældu sérþóíauka- frídaga í verstu óveðrunum -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.