Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ1981. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ1981. iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Bþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sigur AZ’67 ekki nógu stór! — Ipswich sigraði í UEFA-keppninni 5-4 samanlagt eftir að hollenzka liðið sigraði Ipswich Town sigraði i UEFA- keppnlnni þrátt fyrir 4—2 tap gegn AZ '67 Alkmaar i Amsterdam i gærkvöld. í fyrri leik liðanna i Ipswich sigraði enska liðlð 3—0 og þvi samanlagt S—4. Það hefði þó ekki nægt Alkmaar-liðinu að skora eitt mark til vlðbótar i gær. Útimörkin hefðu þá ráðlð úrslitum. „Fyrri hálfleikurinn er ein bezta knatt- spyrna, sem sjást mun i úrslitaleik," sagði Bobby Robson, stjóri Ipswich, við fréttamann Reuters eftir leikinn. „Þvl miður töpuðum við UEFA- keppninni á Englandi,” sagði George Kessler, stjóri AZ ’67, og sagðist vera mjög ánægður með frammistöðu liðs sins eftir að Ipswich hafði skorað strax i byrjun. Áhorfendur 22.000. 4-2ígærkvöld Eftir aðeins 5 mín. skoraði Franz Thijssen fyrir Ipswich með þrumufleyg af 20 metra færi. Ipswich hafði þar með fjögurra marka forustu. Leik- menn Alkmaar-liðsins neituðu að gef- ast upp. Á 7. mín. skoraði austurríski landsliðsmaðurinn Kurt Welzl með skalla og á 25. mfn. skoraði Johnny Metgod, einnig með skalla. Spenna var komin í leikinn. Staðan 4—2. Hins vegar gerði John Wark allar vonir leikmanna hollenzka liðsins að engu, þegar hann skoraði annað mark — fimmta samanlagt — Ipswich á 31. mín. 14. mark Wark í UEFA-keppn- inni og hann jafnaði þar með met Jose Altafini, AC Milanó Ítalíu. Alkmaar sótti miklu meira það sem eftir var leiksins. Pier Tol kom liöinu yfir, 3—2, á 40. mín. og síðan skoraði Jos Jonkers á 73. mín. En AZ ’67 þurfti tvö mörk til viðbótar og reyndi mjög en Paul Copper, markvörður Ipswich, átti snilldarleik og kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri. Liðin vorú þSnnig skipuð. AZ ’67 Alkmaar. Eddy Treytek, Hans Rijnders, Ronald Spelbos, Johnny Metgod, Hugo Hovenkamp, Jan Peters, Kurt Welzl(Rick Talan), Peter Arntz, Jos Jnnker, Kristen Nygaard og Pier Tol (Kees Kist). Ispwich. Paul Cooper, Mick Miils, Steve McCall, Franz Thijssen, Russell Osman, Terry Butcher, John Wark, Arnold Mllhren, Paul-Mariner, Alan Brazil og Eric Gates. -hsim. Stórsigur Barcelona Úrslit i 8-llöa úrslitum spænsku bikarkeppninnar í gærkvöld uröu Vallecano — Barcelona 0—3 Sevilla — Burgos 4—1 Gijon — Real Madrid 1—1 Fra Kanya: Fiil í morgunheimsókn Fornbflar: Gamli gemsinn gengur enn m Arngrímur hjá Arnarflugi: Flogið í stríði og f riði Sumargetraun 1981 Pálmi Jónsson skorar hér annað mark FH meö þrumuskalla. DB-mynd Friðþjófur. ÞRtÐJA TAP FH ÍRÖBÍGÆR! —nú 2-3 í Kaplakrika fyrir Valsmönnum Það leit út fyrir að Ingi Björn Albertsson ætlaði að reynast gömlu félögum sinum i Val erf- iður i gærkvöld er FH og Valur mættust I 1. deildinni. Þrátt fyrir að hann væri augljóslega ekki orðinn helll af meiðslum þeim er hrjáð hafa hann f vetur var það hann sem skoraöi fyrsta mark leiksins. Fékk fallegan stungubolta upp vinstri væng- inn þar sem hans var illa gætt. Ólafur Magnússon náði að koma hendi á knöttinn en ekki nóg til að stöðva hann á leið sinni f netið. FH leiddi þvi 1—0 eftir 19 mfnútur. Mistök Eins og svo oft áður tókst FH ekki að halda fengnum hlut nema i örskamman tima. Þremur min. síðar urðu Gunn- ari Bjarnasyni á slæm mistök innan vítateigs. Hilmar Sig- hvatsson lagði knöttinn út til Þorsteins Sigurðssonar sem skoraði laglegt mark úr miðjum vitateig. Rétt á eftir skoruðu Valsmenn mark sem frá undir- rituðum séð virtist fullkomlega löglegt. Jón Gunnar Bergs stökk upp með Hreggviði Ágústssyni og boitinn barst út i teiginn. Hann var sendur rak- leiðis til baka en línuvörður hafði veifað nokkru áður. Hafi þar verið um brot á markverði að ræða er full ástæöa til að endurskoða þennan „heilag- leika” markvarða innan víta- teigs. Það virðist yfirhöfuð ekki mega snerta þá. Leikurinn sjálfur var ekki ýkja beysinn knattspyrnulega séð og nær allt spil sem sást var í eigu Valsmanna. FH-ingar ósannfærandi, þó engir eins og varnarmennirnir sem hreinlega virðast ekki með á nótunum langtimum saman. Aðeins Magnús Stefánsson virtist með sjálfum sér. Sannast sagna gerðist fátt markvert utan þess er mörkin voru skoruð og strax á upphafsmínútu náðu Vals- menn forystunni. Hilmar Sig- hvatsson skoraði þá úr nokkuð þröngri stöðu án þess aö Hregg- viður fengi rönd við reist. Glœsilegt Valsmenn sóttu áfram mun meira en gekk illa að skapa sér opin færi. Þriðja mark þeirra á 71. mínútu var hins vegar stór- glæsilegt. Þorsteinn Sigurðsson sendi þá langa sendingu frá vinstri kanti inn í vitateiginn hægra megin. öll sund voru Hilmari Sighvatssyni iokuð þar svo hann gaf snjalla hælsend- ingu aftur fyrir sig til Njáls Eiðssonar. Fast skot hans hafn- aði i fjærhorninu en Hregg- viður var vel staðsettur og hefði átt að geta komið í veg fyrir það. FH-ingar voru ekki lengi að svara fyrir sig og einnig það mark var gullfallegt. Magnús Teitsson sendi á 74. mínútu háa sendingu fyrir mark Vals- manna. Þar stökk Pálmi Jóns- son hærra en aðrir og skallaði hörkufast í netið. Þrátt fyrir mikinn baráttuvilja leikmanna í loldn sköpuðust engin færi að heitið gat og ef nokkuð var voru Valsmenn nær þvi að skora sitt fjórða mark en FH-ingar að jafna. Lakvöm Valsvörnin var sterk í leikn- um og gaf FH ekki oft færi á sér en Hafnfirðingamir tóku þau sem gáfust höndum tveim. Dýri og Þorgrímur, sem nú lék stöðu miðvarðar, voru afar sterkir. Njáll skemmtilegur tengiliður svo og Jón G. Bergs þó svo deyfð hafði verið yfir þeim lengi vel framan af. Hilmar Sig- hvatsson týnist inn á milli en er stórhættulegur og skotfastur með afbrigðum þegar hann kemst á skrið. Auk þess að skora eitt, lagði hann hin mörk Vals upp. Hjá FH var eiginlega enginn sem stóð upp úr. Liðið virkar enn ekki sannfærandi þrátt fýrir mörkin tvö í gær og vörnina verður að þétta snar- lega ef ekki á illa að fara. Dómari í gær var Þóroddur Hjaltalín og slapp ekki nema rétt sæmilega frá sinu. Hafði slæmt samband við línuverði, var hikandi og seinn að dæma. -SSv. SCHUSTER SETTUR UT Vestur-þýzki landsliðsein- valdurinn, Jupp Derwall, sagði i Bonn i gær, að hann hefði ákveðið að setja Bernd Schúster úr HM-liði sfnu gegn Finnlandi á sunnudag. Hann truflaði að- eins einlngu þýzku leikmann- anna. Schúster mætti ekki i samkvæmi, sem haldið var eftir leik V-Þýzkalands og Brasiliu á þriðjudag. í gær flaug hann til Spánar til að lelka með Barce- iona f hikarkeppninni. Þýzka fréttastofan SID ræddi við Schúster i gærkvöld og þá sagð- ist ieikmaðurinn hafa beðizt af- sökunnar á fjarveru sinni. Ætl- aði að fljúga til V-Þýzkalands i dag og sameinast landsliðs- hópnum. „Það er engin ástæða fyrir Schúster að koma,” sagði Derwall í þýzka sjónvarpinu i gærkvöld. Enn markalaust hjá Englandi á Wembley England og Wales gerðu markalaust jafntefli á Wem- bley-leikvanglnum i Lundúnum i gærkvöld i leiðinlegum leik i brezku meistarakeppninni. Leikurinn var beinlinis æfinga- leikur beggja liða, sem búa sig nú undlr þýðingarmikla HM- leiki eftir 10 daga. Wales gegn Sovétrikjunum og England gegn Svlss. SNILLDARMARKVARZLA K0M í VEG FYRIR MÖRK — þegar Fram og Víkingur gerðu jaf ntef li 0-0 í 1. deild í gærkvöld. Diðrik Ólafsson „bezti leikmaðurinn” og Guðmundur Baldursson varði einnig mjög vel „Ég er ekki alveg nógu hress með þessi úrslit. Við áttum að fá bæði stig- in, fengum tækifærin til þess og þetta kemur allt hjá strákunum,” sagði Diðrik Ólafsson, fyrirliði og markvörö- ur Vikings, eftir að Fram og Víkingur höfðu gert markalaust jafntefli, 0—0, á Melavellinum f gærkvöld. Diðrik var kjörinn af dómnefnd „bezti maður leiksins”. Sýndi hreint frábæra mark- vörzlu, þegar hann varði — og hélt knettinum — hörkuskot Guðmundar Torfasonar frá vitateigspunktinum tiu min. fyrir leikslok. Það var ekki rismikil knattspyrna, sem liðin sýndu á Melavellinum enda eru fiestir hættir að gera til þess kröfur á malarvellinum. Vikingur var áberandi sterkara liðið lengstum og fékk betri tækifæri. Hins vegar dofnaði leikur liðsins síðasta stundarfjórðunginn. Þá munaði litlu að Fram hrifsaði til stn bæði stigin. Það hefði verið mjög ósanngjarnt. Veður var mjög gott og áhorfendur allmargir. Fram lék án Marteins Geirs- sonar og það liðu ekki nema fimm mín. þar til Magnús dómari Pétursson bók- aði leikmann — Sverri Einarsson, Fram. Knötturinn var miklu meira á vallarhelmingi Fram í fyrri hálfleik en ekki mikiil broddur í sókn Víkings. Guðmundur Baldursson, markvörður Fram, varði þó mjög vel á 10. mín. Lagieg aukaspyrna Heimis Karlssonar á Lárus Guðmundsson, sem spyrnti á markið. Rétt fyrir lokin komst Lárus einn í gegn en Trausti Haraldsson, bezti maður Fram i leiknum og fyrir- liði í fjarveru Marteins, komst með mikiu harðfylgi fyrir Lárus. Þar munaði ekki nema hársbreidd. Fram fékk bezta tækifæri hálfleiksins, þegar Albert Jónsson var óvaldaður rétt utan markteigs. Skalli hans var hins vegar laus og misheppnaður. Fljótt í síðari hálfleiknum kom Pétur Ormslev inn sem varamaður hjá Fram i stað Guðmundar Steinssonar og sam- leikur framherja Fram varð betri. Hins vegar var hættan mun meiri hinum megin. Guðmundur Baidursson varði mjög vel frá Jóhanni Þorvarðarsyni, síðan Lárusi eftir aukaspyrnu Heimis. Síðan komst Lárus tvívegis i opin færi með tveggja mín. millibili. Spyrnti í báðum tilfellum yfir þverslá marks Fram. Sannkallað dauðafæri í síðara skiptiðeftiraukaspyrnu Heimis. Undir lokin dofnaði yfir Víkingum og Framarar voru hættulegir. Halldór Arason kom frír inn fyrir vörn Víkings. Diðrik varði mjög vel frá honum og fimm mín. síðar náði Fram góðu upp- hlaupi. Gefið fyrir. Tveir leikmenn Fram fríir en náðu ekki til knattarsins, sem barst út til Guðmundar Torfa- sonar. Hörkuskot hans varði Diðrik eins og áður er lýst. Þeir Trausti og Guðmundur báru af í Fram-liðinu, Pétur góður eftir að hann kom inn á. Hins vegar brást miðjuspil- ið nær alveg þó Ársæll Kjartansson sýndi á stundum góða tilburði. Hjá Víkingi varði Diðrik tvívegis mjög vel en að öðru leyti reyndi miklu minna á hann en Guðmund í Fram-markinu. Helgi Helgason komst mjög vel frá leiknum sem miðvörður. Bezti maður liðsins — Magnús Þorvaldsson og Jóhannes Bárðarson traustir í vörninni en ungu strákarnir í framlínunni voru ekki á skotskónum, þegar tækifærin gáfust. Ómar Torfason mjög vaxandi 'lleikmaður. í heild enginn glæsileikur og eitt er vist, að bæði liðin geta betur. Það er mikið spil í mörgum þessara stráka og þeir hafa góða knatttækni, þó hún njóti sín ekki sem skyldi á Melavellin- um. -hsim. Diðrik „maður leiksins.’ UNGLINGARNIR UNNU A NY Aldrei fór svo að karlalandsliðinu i golfi tældst að hefna ófaranna gegn unglingunum frá þvi um daginn. Þá sigruðu unglingarnir i höggleik og þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu karlana einnig f holukeppni sem fram fór á Hvaleyrinni f sannkölluðu golfveðri i gærkvöld. Leikar fóru þannig að unglingarnir unnu 5 leiki en karlarnir 4 — einum varð að sleppa vegna meiðsla Sigurjóns R. Gíslasonar. Spennan var geysileg í lokin því þegar 8 dúettar voru komnir inn var staðan jöfn 4—4. Þeir síðustu inn voru Gylfi Kristinsson, GS, og Geir Svansson, GR. Eftir 16. holuna voru þeir jafnir. Gylfi vann 17. holuna og hélt svo jöfnu á þeirri 18. Vann því 1 — 0. önnur úrslit urðu, sem hér segir (unglingarnir taldir á undan). Sveinn Sigurbergsson, GK, tapaði fyrir Óskari Sæmundssyni, GR, 1—2, Sig- urður Pétursson, GR, vann Július R. Júlíusson, GK, 2—0. Magnús Jóns- son, GS, tapaði fyrir Sigurði Hafsteins- syni, GR, 0—1, Hilmar Björgvins- son, GS, vann Ragnar Olafsson, GR, 2—1, Ásgeir Þórðarson, NK, vann Þorbjörn Kjærbo, GS, 1—0, Gylfi Kristinsson, GS, vann Geir Svansson, GR, 1—0, Sigurður Sigurðsson, GS, vann Jón Hauk Guðlaugsson, NK, 4— 2, Magnús Stefánsson, GR, tapaði fyrir Eiríki Jónssyni, GR, 0—1 og loks tap- aði Héðinn Sigurðsson, GK, fyrir Hannesi Eyvindssyni, GR, 2—4. -SSv. HM- draumur Norð- manna úr sögunni Mlðherjinn Laszlo Kiss skoraði tví- vegis siðustu þrettán minúturnar f HM- leik Noregs og Ungverjalands i Osló i gærkvöld. Mörldn færðu Ungverjum sigur i leiknum en Hallvar Thoresen hafði náð forustu fyrir Noreg á 55. min. Það leit þvf lengi vel allt annað en vel út fyrir Ungverja. En eftlr þessi úr- slit standa þeir mjög vel að vigi. Hafa hlotið flmm stig úr þremur leikjum i 4. riöll. Ótrúlega auðveldur sigur Akumesinga! —sigruðu Eyjamenn 3-0 á Akranesi f gær í einstef nuleik Frá Sigþóri Eirikssyni, Akranesl. Akuraesingar unnu hrelnt ótrúlega auðveldan sigur á Eyjamönnum hér á malarvellinum á Jaðarsbökkum i gær- kvöld. Lokatölur 3—0 og sannast sagna var leikurinn nánast einstefna að marki Eyjamanna aUan timann. Komu yflrburðir heimamanna verulega á Guðbjörn Tryggvason skoraði tvö marka ÍA i gær og hefur skorað 3 mörk i 1. deild — er markahæstur. óvari þvf búizt hafði verið við jöfnum og spennandi leik. Skagamenn hófu sókn strax er flautað var og henni linnti ekki fyrr en blásið var til leiksloka af ágætum dómara leiksins, Róbert Jónssyni. Strax á 10. min. átti Árni Sveinsson skalla rétt yfir markið en sex min. síðar leit fyrsta markið dagsins ljós. Árni átti þá þrumuskot af vítateig, sem Páll Pálmason varði. Hann hélt ekki knettinum, sem barst til Sigþórs Ómarssonar, sem skoraði af öryggi. Kristján Olgeirsson átti gott skot rétt yfir þverslá áður en Skagamenn skor- uðu annað markið. Árni Sveinsson tók þá hornspyrnu, gaf vel fyrir markið þar sem Sigurður Lárusson stýrði knettinum fyrir fætur Guðbjörns Tryggvasonar, sem skoraði léttilega á 37. mín. Staðan var því 2—0 i hálfleik og eini kafli leiksins þar sem framherjar Eyjamanna sáust eitthvað var í upphafi síðari hálfleiksins. Þá átti Kári Þorleifsson tvívegis góð skot á stuttum kafla. Það fyrra fór framhjá en hið síðara varði Bjarni Sigurðsson vel. Kári var eini framherji Eyjamanna, sem eitthvað kvað að í leiknum. Skagamenn náðu fljótt fyrri tökum á leiknum og sóknirnar buldu á Eyja- vörninni. Akranes-liðið leikur 4-2-4 og fyrir vikið er allur annar bragur á sóknarleiknum. Páll varði glæsilega þrumuskot Sigþórs Ómarssonar á 56. min. og rétt á eftir átti Guðbjörn skalla yfir þverslá. Að þriðja markinu hlaut að koma og það kom á 67. minútu. Árni Sveinsson tók þá aukaspyrnu rétt innan vallarhelmings Eyjamanna og sendi háan knött i átt að markinu. Guðbjörn Tryggvason stýrði knettinum snyrtilega í netið án þess að Páll mark- vörður eða varnarmenn ÍBV fengju rönd við reist. Það sem eftir lifði leik- tímans var lítið um opin færi en greini- legt að heimamenn voru sáttir við stöð- una eins og hún var. Þeir Jón Alfreðsson, Sigurður Lárusson og Kristján Olgeirsson voru beztu menn Akurnesinga en Kári Þor- leifsson sá eini hjá Eyjamönnum, sem eitthvað kvað að. Páll verður ekki sak- aður um mörkin. Ef Eyjamenn sýna ekki betri leik en þennan þurfa þeir varla að gera sér vonir um að verða í toppbaráttunni í sumar. Eftir þessi úrslit eru hins vegar sára- lítil von fyrir Norðmenn að komast í úrslitakeppnina. Af skrifum norskra mátti þó spá i að það væri létt verk. Ungverska liðið sýndi allt annað en sannfærandi leik í gærkvöld þrátt fyrir sigurinn. Á 55. mín. splundruðu tveir „útlendingar” í norska liðinu vörn Ungveijalands. Ame Lars ökland, sem leikur með Bayer Leverkusen, gaf á Twente-leikmanninn Thoresen sem skoraði. Kiss jafnaði með góðu marki á 77. mín. og á 80. mín. skoraði hann sig- urmarkið. Fyrra markið skalli eftir hornspyrnu og það var heldur gegn gangi leiksins. Hið síðara gott skot af 20 metra færi. Staðan í 4. riðli er nú þannig: England 4 2 11 7—3 5 Ungverjaland 3 2 1 0 5—3 5 Rúmenía 4 12 1 3—3 4 Noregur 4 112 4—8 3 Sviss 3 0 1 2 4—6 1 -hsfm. STAÐAN í 1. DEILD Staðan f 1. deildinni er nú þessi eftir leikina i gær: Valur Akranes Vikingur ÍBV Fram KR Breiðablik KA Þór FH Næsti leikur er i kvöld kl. 20 og leika þá KR og KA á Meiavellinum. ÞJÁLFARI óskast til 3ju deildarliðs Reynis, Sandgerði, í handknatt- leik. Æskilegt að hann sé einnig leikmaður. Uppl. veita: Heimir Morthens, simi 92-7600, og Grétar Mar Jónsson, sími 92-7473.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.