Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 28
frfálst, óháð dagblað Sanitas drykkir LÆKKAÐ VERÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ1981. Þrjár íbúðir stór- skemmdar af eldi og vatni Eldtungur stóðu út um fjóra glugga að Hverfísgötu 59 B er slökkviliðið var kvatt þangað kl. 21.19 í gærkvöldi. Þetta er litið timburhús á steyptum grunni, kjallari, hæð og ris. Útlitið var talið alvarlegt er reykkafarar stungu sér inn i húsið í leit að íbúum þess. Enginn reyndist vera i húsinu. Þarna bjuggu þrjár fjölskyldur. Slökkvistarfið tók tæpa klukku- stund. Eftir stóðu íbúðir á hæð og í risi stórskemmdar af eldi og kjallari þar sem mikið tjón varð af vatni. Þetta hús er sambyggt Vínsölu ÁTVR við Lindargötu. Voru ráðamenn þaðan kvaddir á staðinn og stóðu þar vakt fram eftir nóttu. -A.St. Áskrifendur DB athugið Einn ykkar er svo Ijónheppinn að fá að svara spurningunum i leiknum „DB-vinningur i viku hverri”. Nú auglýsum við eftir honum á smáauglýsingasiðum blaðsins f dag. Vinningurfyrstu vikunnarer Útsýnarferð til Ítalíu Heppinn DB-áskrifandi verður dreginn út i vikunni og svari hann léttum spurningum um smáaug- lýsingar DB hlýtur bann Lignano- ferð að launum. Nýir vinningar verða veittir vikulega næsta hálfa árið i þessum leik Dagblaðsins. — Og leggja til að uppeldisf ræðingur verði skipaður í starf ið Jón Torfi Jónasson sálfræðingur hlaut 9 atkvæði en Ólafur Proppé uppeldisfræðingur 1 atkvæði í kosn- ingum á deildarfundi félagsvísinda- deildar Háskólans í gær. Þeir sækja um stöðu lektors í uppeldisfræðum ásamt Grétari L. Marinóssyni sál- fræðingi, Þórði Gunnari Valdemars- syni uppeldisfræðingi og Wilhelm Norðfjörð sálfræðingi. Allir að Wil- helm undanskildum voru dæmdir hæfir til að gegna stöðunni. Stúdentum var ekki leyft að taka þátt í atkvæðagreiðslunni í gær þó þeir teldu sig hafa vilyrði fyrir því áður. Fyrir lá samþykki stúdenta í uppeldisfræði um að uppeldisfræði- menntaður maður yrði ráðinn í lekt- orsstarfið. Segja þeir það vera „prinsipmál” til að verja heiður fags- ins fremur en afstaða til ákveðinna umsækjenda. Uppeldisfræðistúdent- ar eru mjög ókátir með niðurstöðu deildarfundarins. Þeir hittust á fundi í gærkvöldi og ætla að koma saman aftur í dag til að ræða málið. Bæði gera þeir athugasemdir við þá ákvörðun að útiloka þá frá þátttöku í atkvæðagreiðslunni og einnig það að uppeldisfræðimenntaður maður skyldi ekki fá betri og meiri stuðning fundarmanna. Þeir styðja Ólaf Proppé og ætla að upplýsa Ingvar Gislason menntamálaráðherra um þá afstöðu sína. Jón Torfi Jónasson er doktor í sál- fræði og kennir í félagsvísindadeild. Ólafur Proppé er að ljúka doktors- prófi í uppeldisfræðum. Hann starf- ar í menntamálaráðuneytinu. -ARH. ■ ■ ■ Stúdentar ætla atkvæðagreiðslu um _ _ _ r y* m a fund raðherra Nafn heppins DB-áskrifanda var dregið út í gær. Það er að finna í einni af smáauglýsingum blaðsins í dag þannig að áskrifendur ættu að skoða þær vel. Hinn heppni þarf að vita svar við spurningum sem birtust á bakslðu blaðsins i gær áður en hann gefur sig fram við augiýsingadeildina og svarar þeim. Svari hann rétt hlýtur hann að launum ferð með Útsýn til Lignano á ftaliu. Við nefnum þennan leik „DB-vinn- ingur i viku hverri” því í hverri viku næstu 26 vikur verður dregið út nafn eins áskrifanda sem fær kost á að hljóta glæsilegan vinning með þvi að svara léttri spurningu úr smáauglýsing- um DB. Allir áskrifendur, nýir sem gamlir, geta verið með í leiknum. Þvi ættu þeir sem ekki hafa þegar gerzt áskrifendur að slá til núna þvi vinningarnir saman- standa af sex utanlandsferðum með Út- sýn, tveim myndsegulböndum, heimil- istölvu og fimm Crown hljómflutnings- tækjum frá Radíóbúðinni og síðast en ekki sizt, tólf 10 gíra DBS-reiðhjólum fráFálkanum. -KMU. Skjátlast þeim í fjármálaráðu- neytinu? Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins mót- mælir því aðrisna Sjónvarpsins sé jafn- mikil og fram hefur komið í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Samkvæmt plöggum sem fjármála- stjórinn sendi DB í gær virðist liklegast að einhver talnaruglingur hafi orðið i svari ráðherrans; milli bifreiðakostnað- ar og risnu Sjónvarpsins. Fjármála- stjórinn segir bifreiðakostnaðinn hjá Sjónvarpinu hafa verið 18.201.476 krónur en risnukostnaðinn 5.129.485 krónur. I svari Ragnars Arnalds á Alþingi erbifreiðakostnaður Sjónvarps talinn vera liðlega 33 milljónir króna og risnukostnaðurinn 18.2 milljónir. -A.St. Við auglysum eftir beppnum áskrifanda nafn hans er i smaauglysmgu í dag hann á kost á Utsýnarf erð svari hann léttum spurnmgum rétt Selma Magnúsdóttir, starfsmaður auglýsingadeildar DB, dregur út nafn eins áskrifanda blaðsins. Er það þitt nafn? DB-mynd: Bjarnleifur. íslandsheimsókn Kortsnojs til að koma höggi á Friðrik? Fréttin komin ígegnum bladafulltrúa Karpovs —þáttur í sálf ræðistríði Sovétmanna, segir Kortsnoj um Þjóðviljaf rétt „Það sem mér finnst um þessi skrif er frá hve undarlegu sjónarhorni er litið á Islandsheimsókn mína,” sagði Viktor Kortsnoj stórmeistari og áskorandi Karpovs heimsmeistara í skák í gær. f Þjóðviljanum i gær sagði að Kortsnoj hefði skýrt frá nýlegri heim- sókn sinni til íslands er hann tók þátt í skákmóti í Bad Kissingen í Vestur- Þýzkalandi. Þjóðviljinn segir að meðal þess sem Kortsnoj hefði sagt værí að íslandsheimsóknin gæti komið Friðriki Ólafssyni forseta FIDE illa. Gestgjafar hans hefðu þá sagt að þeim þætti það „ekkert verra . ,,Ég hélt blaðamannafund í Bad Kissingen og þar sagði ég ekkert um þetta,” sagði Kortsnoj. „Ég leit síðan yfir það sem skrifað var í þýzku blöðin eftir fundinn og þar var ekkert skrifað um þetta. Ég hef þá trú að Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, vinni af einlægni að því að fá fjölskyldu mína lausa frá Sovét- ríkjunum og að jafna aðstöðu okkar Karpovs fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák sem haldið verður síðar á árínu. Ég var á fslandi til þess að fá sið- ferðilegan stuðning sem gæti síðan stutt við bakið á Friðriki Ölafssyni þannig að meiri líkur væru til þess að hann næði takmarki sínu. Það er augljóst að mér var boðið til fslands til þess að þessi siðferðilegi stuðning- urfengist.” — Ér þá fréttin í Þjóðviljanum röng? „Hún er fyrst og fremst einkenni- leg. Ég endurtek að ég sagði ekkert um þetta á blaðamannafundinum. Hins vegar kom blaðafulltrúi Karpovs heimsmeistara til Bad Kiss- ingen á meðan skákmótið stóð yfir. Það er hluti af því sálfræðistríði, sem Sovétmenn reka gegn mér og er þegar byrjað fyrir þetta einvígi. Ég þykist sjá að fréttin í Þjóðvilj- anum sé komin eftir þessum leiðum. Hún er til þess að spilla sambandinu milli min og Friðriks Ólafssonar áður en að einviginu kemur. Blaðafulltrúi Karpovs var í Bad Kissingen tU þess að afla upplýsinga og gegnum hann er fréttin komin.” „Ég vil ekki segja eitt einasta orð um svona málflutning. Þetta er ekki svaravert,” sagði Einar S. Einarsson í morgun. Einar var ásamt fleirum i móttökunefnd vegna heimsóknar Kortsnojs á dögunum. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.