Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1981. 5 Niðurstaða sérfæðinga Haf rannsóknastof nunar: SÁRALÍTIL SÓKNARMINNKUN í ÞORSKINN1980ÞRÁTT FYRIR LENGRA VEIÐIBANN — leggja til 400 þús. tonna þorskveiðikvóta í ár og samdrátt í ýsu- og sfldveiðum Fjölgun þorskveiðibannsdaga á sl. ári skilaði ekki umtalsverðri sóknar- minnkun í þorskinn. Þorskafli togara óx meira en sem nam aukningu þorskafla á sóknareiningu. Að minnsta kosti 5 nýir togarar bættust 1 flotann árið 1980 þannig að sáralítið dró úr sókninni þrátt fyrir lengra þorskveiðibann. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hafrannsóknastofnunar um „ástand nytjastofna á íslandsmiðum og aflahorfur 1981”. Fiskifræðingar leggja til að hámarksþorskveiðiaflinn við ísland í ár verði 400 þús. tonn. Með þeirri nýtingu næstu árin náist hámarksaf- rakstur úr þorskstofninum um miðjan næsta áratug. Verði ársaflinn hins vegar 450 þús. tonn næst hámarksafrakstur aldrei. Áætluð stærð hrygningarstofns þorsks (fiskur sem er 7 ára og eldri) er 275 þús. tonn um þessar mundir. Séu veidd árlega 400 þús. tonn af þorski kemst hrygningarstofninn i 613 þús. tonn árið 1986. Séu árlegar veiðar 450 þús. tonn verður hrygningar- stofninn hins vegar aðeins 342 þús. tonn árið 1986. Lagt er til að ýsuafli í ár fari ekki upp fyrir 50 þús. tonn. í fyrra lagði Hafrannsóknastofnun til 60 þús. tonna hámarksafla á ýsuveiðum. Nú er orðið ljóst að þar var byggt á of- metinni stærð árgangs frá 1976. Þvi Vestmannaeyjabátur kemur að landi með góðan farm af þorski: Hafrannsókna- stofnun telur ófært að leyfa meiri þorskveiðar I ár en sem nemur 400 þús. tonnum. er nú lagt til að kvótinn sé 50 þús. tonn. Ufsaaflinn í fyrra var 57 þús. tonn. Þá var lagt til að veidd yrðu í hæsta lagi 60 þús. tonn. Fiskifræðingar telja óhætt að hafa kvótann í ár aftur 60þús. tonn. Varðandi slldveiðarnar er lagt til að hámarksafli lækki í 40 þús. tonn í ár, úr 45 þús. tonna kvóta I fyrra. Ástæðan er sú að hrygningarstofn sumargotsslldar mun minnka árið 1981 miðað við 1980. Árgangurinn frá 1975 var ofmetinn, árgangurinn frá 1976 er mjög lélegur og árgangur- inn frá 1977 er hægvaxta og kemur seinna i gagnið en venja er. - ARH Franski hanskinn " til húðfegrunar Stöðug notkun hanskans í baði og ákveðni um holl-. ari lífshætti og matarvenjurfesta heillavænleg áhrif af notkun hans í sessi. „Franski hanskinn" er góð hjálp til lausnar á leiðum vanda. 14 daga skilafrestur Efþú ert ekki 100% ánœgð með franska hanskann eftir 14 daga notkun er þér frjálst að endursenda hann og við endurgreiðum þér andvirði hanskans umyrðalaust. Blaðið „Líkamsrœkt og næring'fylgir hverjum hanska. í blaðinu eru m.a. greinar um baráttuna gegn cellulite-hnútum og hollt matarœði. Sendið mér □ stk. „franska hanskann” kr. 87.- + póstkostn. Nafn ....... Heimilisfang Pöntunarsími 44440 Póstverslunin Heimaval Box 39 Kópavogi Strigamokkasínur Litír: Hvítt Bleikt Svart Nr. 35-41 ÓDÝRI SKÓVERSLUN siM| SKÓKJALLARINN HELGA 71556 Barónsstíg 18 - Simi 23566 Feilagöróum - Breióholti SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Aðalfundur deildar 4 verður haldinn í Gaflinum Hafnarfirði v/Reykja- nesbraut laugardaginn 30.5 kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf, skírteini sýnist við innganginn. Innheimtustjóri verður á staðnum. Deild 4 - Stjórnin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.