Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ1981. Gert er ráð fyrir hægviflri og suflvest- an golu vfflast hvar um landifl, skýjafl á Sufluriandi en láttir tíl á Norflur- landi. Klukkan 8 var austsuflaustan 2, hálfskýjað og 6 stíg f Reykjavlk, aust- an 3, skýjafl og 2 stíg á Gufuskálum, suflaustan 2, láttskýjafl og 3 stíg á Galtarvita, austsuflaustan I, hálfskýj- afl og 3 stíg á Akureyri, logn heiðrlkt og 4 stig á Raufarhöfn, suflaustan 2, þoka og 0 stíg á Dalatanga, austan 3, skýjafl og 7 stíg á Höfn og austan 4, alskýjafl og 7 stíg á Stórhöffla. I Þórshöfn var skýjafl og 8 stig, látt- skýjafl og 14 stíg í Kuupmannahöfn, skýjafl og 12 stíg í Osló, láttskýjafl og 15 stíg í Stokkhólmi, skýjafl og 11 stíg ( London, skýjafl og 16 stig í Hamborg, skýjafl og 15 stíg ( Parfs, hátfskýjafl og 10 stíg í Madrid, skýjafl og 12 stíg (Lissabon og láttskýjafl og lOstíg (New York. V Amllát Aflalbjörg Jónsdóttir fv. símritari, sem lézt 13. maí sl., fæddist 15. desember 1905 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson og Jóhanna Jónsdóttir. Árið 1910 fluttist hún með foreldrum sínum til Siglufjarðar Aðal- björg stundaði nám i Kvennaskólanum í Reykjavík og sigldi siðan til Dan- merkur þar sem hún stundaði nám í húsmæðraskóla og verzlunarskóla. Þegar hún kom heim hóf hún störf hjá Pósti og síma á Siglufirði og siðan hjá Ritsímanum 1 Reykjavík, þar sem hún starfaði til ársins 1976. Sigriflur Ásgeirsdóttir frá tsafirði, sem lézt 14. maí sl., fæddist 7. september 1903 að Hvítanesi við ísafjarðardjúp. Sigríður fluttist ung með móður sinni til ísafjarðar þar nam hún síðan gull- smíði hjá Þórarni Þorsteinssyni gull- smið og var hún fyrsta konan sem lauk námi í þeirri iðn hér á landi. Árið 1928 giftist Sigriður Jóni Valdimarssyni. Bjuggu þau fyrst tvö ár í Hafnarfirði en fluttust síðan til ísafjarðar þar sem þau bjuggu síðan. Sigríður og Jón áttu 8 börn. Ingvar Einarsson vélstjóri, Miðtúni 62, lézt 14. maí á Landakotsspítala. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 21. mai, kl. 15. Guflráður Davíö Bragason, Miðvangi 37 Hafnarfirði, sem lézt af slysförum 16. maí sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. maí kl. 14. RÖSARKROSSREGLAN Atlantis Pronaos Pósthólf 7072 127 Reykjavlk Árni Sigurflsson, Skipagötu 2 Akur- eyri, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 22. maí kl. 13.30. HafUfli Guflmundsson kennari, Siglu- firði, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 22. maí kl. 10.30. Guðrún Grimsdóttir frá Oddsstöðum, sem lézt 4. maí sl., verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 23. maí kl. 14. Guðleifur Guflmundsson trésmiður, Miklubraut 86, sem lézt 23. maí sl. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. maí kl. 13.30. Kveðjuathöfn um Trausta Árnason frá Patreksfirði fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 22. maí kl. 13.30. Jarðsungið verður frá Stykkishólms- kirkju laugardaginn 23. maí kl. 11. Fundlr AA samtökin í dag, fímmtudag, vcrða fundir á vegum AA-sam- takanna sem hér segir: Tjamargata 5 (s. 91-12010), græna húsiö, kl. 14 og 21 (ungt fólk), Tjarnargata 3 (s. 91-16373) rauða húsið kl. 21, Laugarneskirkja safnaðarheimili kl. 21 og Kópavogskirkja kl. 21. Akureyri, (96-22373) Geislagata 39.........21.00 Blönduós, Kvennaskóli.....................21.00 Dalvík, Hafnarbraut 4.....................21.00 Keflavik, (92-1800) Klapparstíg 7..........21.00 Patreksfjörður, Ráöhúsinu við Aöalstræti ... 21.00 Sauöárkrókur, Aðalgata 3...................21.00 Seyðisfjörður, Safnaðarheimili.............21.00 Staðarfell Dalasýsla, (93-4290) StaðarfeU .... 19.00 Vestmannaeyjar, (98-1140) Heimagata 24 ... . 20.30 Vopnafjörður, Hafnarbyggö4.................21.00 Á morgun, föstudag, verða fundir í hádeginu sem hér segir: Tjarnargata S, kl. 12 og 14. Fundur um fjöldatak- markanir í Háskólanum Föstudaginn 22. maí 1981 kl. 12.15 mun stjóm Stúd- entaráðs Háskóla íslands efna til almenns stúdenta- fundar í matsal Félagsstofnunar stúdenta v/Hring- braut. Efni fundarins er fjöldatakmarkanir i Há- skóla íslands. Fundur þessi fylgir í kjölfar samþykktar Háskóla- ráðs nú nýverið um fjöldatakmarkanir i læknis- og tannlæknisfræði og er það í fyrsta skipti um langt árabil að takmarka á fjölda læknanema við fyrir- fram ákveðna tölu. Framsögumenn á fundinum verða jafnt Úr hópi stúdenta sem kennara og fylgjenda sem andstæðinga fjöldatakmarkana. Aöalfundur Dagskrár Félag lausráðinna dagskrárgerðarmanna við Ríkis- útvarpið heldur aöalfund sinn i kvöld, fímmtudag, á Hótel Borg og hefst fundurinn kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Mœðrafólagið Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 25. maí að Hallveigarstöðum kl. 20. Aðalfundarstörf. Spiluð félagsvist. íslandsmótið í knattspyrnu 1981 Fimmtudagur 21. mai Melavöllur KR — KA, l.deild.kl. 20. Hvaleyrarholtsvöllur: Haukar — iBK, 2. deild, kl. 20. Reykjavikurmótið í knattspyrnu 1981 Fimmtudagur 21. mai Árbæjarvöllur: Fylkir — iR, 2. fl. A, kl. 20. Fellavöllur: Leiknir — Víkingur, 2. fl. A, kl. 20. Sýning í Landsbókasafni Opnuð var í Landsbókasafni 19. maí, á 150 ára af- mæli Steingríms Thorsteinssonar skálds, sýning á ýmsu úr verkum hans. Jafnframt er þar minnzt tveggja alda afmælis föður hans, Bjarna amtmanns Þorsteinssonar, er var fyrr á þessu ári, 31. marz. Sýningin er í anddyri Safnahússins við Hverfis- götu kl. 9—19 mánud.—föstud. og laugardaga kl. 9—12. Á myndinni má sjá Axel Thorsteinsson skoöa sýn- ingu á verkum föður sins og afa. m I GÆRKVÖLDI GÓÐ HEIMILDARMYND Dagskrá útvarps og sjónvarps bauð ekki upp á margt forvitnilegt í gærkvöldi, þann tíma sem ég ljáði þeim fjölmiðlum eyra. Flugið tók bróðurpactinn af kvöld- inu, fyrst var það nýr einlcaflugvöllur áhugamanna um flug í Mosfellssveit sem nokkur styrr hefur staðið um, sem tók af mér þá oft svo misjöfnu ánægju að horfa á sjónvarpsfréttir. Eftir að hafa horft í fyrsta sinn á hinn fræga þátt Dallas með öðru aug- anu, og einhverra hluta vegna fannst mér ekki mikið til um, þá kom flugið aftur til sögunnar. Skrifari þessara lína fæddist um það leyti sem orrustan um Bretland stóð sem hæst og veit því lítið um þann hildarleik nema það sem bók- lestur og kvikmyndir geta frætt mann um. Mér er i barnsminni að þegar ég var að alast upp komst ég oft i bunka af timaritum frá stríðsárunum og man ég að mér fannst flughernaður- inn á stríðsárunum spennandi og flugmennirnir sem flugu þessum merku flugvélum harla merkilegir menn. Þessar tvær kvikmyndir sem voru uppistaðan í brezku heimildarinynd- inni í gærkvöldi voru gott innlegg í þann fróðleik sem ég held að öllum sé hollt að sækja til þess hildarleiks sem fram fór á vígvöllum í heimsstyrjöld- inni síðari, bæði í lofti og á jörðu niðri. Brezka myndin fannst mér að öllu leyti betri, þarna var áhuga- maður að gera sína eiginheimildar- mynd um starf sem hann og félagar hans voru að vinna. Hin myndin, sem hinn síðar frægi kvikmyndaleikstjóri William Wyler gerði, var meira í átt til hetjudýrkunar og sýndi meira hina spennandi hlið flughernaðarins. Enda var þeirri mynd ætlað að vera áróðursmynd fyrir bandaríska flug- herinn heimafyrir. Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi þekkir ekki styrjaldarátök nema af afspurn og því er öllum hollt að fræðast um heimsstyrjöldina. Guð gefi að Brésnef lifi sem lengst, er haft eftir Haig utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og fyrrum hershöfðingja. Með þessu á Haig við að þeir stjórn- málamenn og þjóðarleiðtogar sem ráða ríkjum víða um heim í dag muna ógnir styrjaldarinar og eru varkárari að hefja slíkt stríð á nýjan leik. Hættan verður eflaust meiri á hern- aðarátökum þegar sú kynslóð tekur við sem aldrei hefur upplifað þær ógnir. Engar stórar bombur féllu í þeim hluta umræðna um forréttindi kvenna sem ég greip niður í útvarpinu á eftir sprengjuvélunum í Bretlandi. Einhvern veginn hef ég það á tilfinn- ingunni að sumt af þvi sem fram hefur komið um jafnrétti kynjanna og forréttindi kvenna upp á síðkastið hafi frekar orðið til þess að spilla fyrir umræðunni um jafnréttismálin og þá sérstaklega umræðurnar í þing- inu um tímabundin forréttindi kvenna til stöðuveitinga. Slíka hluti er ekki hægt að setja í lög. Ýmislegt Ný stjórn Múrara- meistarafólags Rvk Aðalfundur Múrarameistarafélags Reykjavíkur var haldinn 30. apríl sl. ólafur Þ. Pálsson, sem átt hefur sæti i stjórn félagsins um 20 ára skeið sem gjaldkeri, baðst undan endurkjöri. Voru honum þökkuð mikil og góð störf i þágu félagsins. Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð: Formaður Þórður Þórðarson, varaformaður Friðrik Andrésson, ritari Páll Þorsteinsson, gjaldkeri Björn Kristjánsson, meðstjórnandi Hafsteinn Júlíusson. Ný stjórn í Vinnuveitendasambandinu Á fundi sambandsstjórnar Vinnuveitendasambands íslands 5. maí sl. var Páll Sigurjónsson endurkjörinn formaður Vinnuveitendasambandsins næsta starfs- ár. Hjalti Einarsson var endurkjörinn varafor- maður. Aðrir kosnir í framkvæmdastjórn sambandsins voru: Ágúst Hafberg, Davið Sch. Thorsteinsson, Gísli ólafsson, Guðlaugur Björgvinsson, Gunnar S. Björnsson, Gunnar J. Friðriksson, Haraldur Sveins- son, Hjörtur Hjartarson, Jón Páll Halldórsson, Jón Ingvarsson, Kristján Ragnarsson, Ragnar Halldórs- son, Valtýr Hákonarson og Þórður Gröndal. Nómskeið fyrir starfandi grunnskólakennara í sumar verður á vegum Kennaraháskóla íslands 24 námskeið fyrir starfandi grunnskólakennara. Nám- skeiðin eru fjölbreytt að inntaki — fjallað er bæði um starfshætti í skólum og námsgreinar. Nám- skeiðin eru einnig mikilvæg vegna þess aö þar hittast kennarar og miðla hver öðrum af starfsreynslu sinni. Kennarar sýna endurmenntun mikinn áhuga en hennar er sífellt þörf bæði vegna breytigna á náms- efni og breyttra starfshátta í kennslu. Umsóknar- frestur um námskeiðin var til 20. apríl og um mörg námskeiðin sækja töluvert fleiri en hægt er að taka á móti. Einkum er aðsókn mikil að námskeiðum þar sem fjallað er um breytta starfshætti í byrjenda- kennslu. Nokkrir geta enn komizt aö á eftirtalin námskeið: Kristinfræði 10.—14. ágúst. Raungreinar (eðlis- og efnafræði, líffræði) 17.—22. ágúst. Markmið og leiðir í sveigjanlegu skólastarfi í 7.-9. bekk 17.— 22. ágúst. íþróttir 12.—14. ágúst í Reykjavík. íþróttir 26.—28. ágúst að Laugum, Þing. r ” ^ Tilkyiuilngar Aðalfundur Fólags íslenzkra rithöfunda minntist í upphafi fundar þriggja látinna félaga, þeirra Richards Beck, Eiríks Sigurðssonar og Jakobs Jónassonar, og risu fundarmenn úr sætum til að votta hinum látnu virðingu sína. Að lokinni inntöku nýrra félaga flutti formaður skýrslu sína. Haldnar hafa verið kvöldvökur með bókmenntakynningum og upplestrum skálda og rit- höfunda. Þá var gestum boðið á kvöldvökurnar og lásu þeir upp eða töluðu um listir og menningarmál og svöruðu fyrirspurnum. Einnig hafa verið haldnir allmargir fundir þar sem rædd voru ýms mál er rithöfunda varða. Meöal annars var á aðalfundinum samþykkt samhljóða til- laga til menntamálaráðherra að hann hafí forgöngu um að framkvæmd verði talning á bókaeign ísl. höfunda í bókasöfnum og jafnframt verði endur- skoðaðar reglur um greiðslur til höfunda úr Rit- höfundasjóði íslands fyrir afnot bóka. í stjórn voru kosnir: Ármann Kr. Einarsson var endurkjörinn formaður og aðrir í stjórn Ingimar Erl. Sigurðsosn og Sigurður Gunnarsson. Fyrir í stjórninni voru: Indriði Indriðason, Indriði G. Þor- steinsson, Sveinn Sæmundsson og Þröstur J. Karls- son. Endurskoðendur voru kosnir: Ragnar Þorsteins- son og Stefán Ágúst Kristjánsson. Tónlistarskóli Skagafjarðarsýsiu Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu var slitið sunnu- daginn 3. maí sl. í fímmta sinn. Þar komu fram nem- endur og léku einleik og samleik á pianó, gítara og blokkflautur. Á efnisskrá voru lög eftir Clementi, Bach, Beethoven, Strauss o.fl. höfunda. Einnig söng Karlakórinn Heimir nokkur lög. Kennsla við skólann fer fram á sex kennslustöðum en kennslusvæði skólans nær frá Fljótum í Skaga- firði og hringinn að Sauðárkróki. Skólinn hefur haldið nanendatölu vel frá þvi fyrsta en nemendur hafa verið á bilinu 120—160 þessi fimm ár. í ár tóku allmargir stigspróf við skólann og er það í fyrsta skipti sem formleg próf eru tekin við hann en þau stigspróf sem voru tekin nú voru forstig, 1. stig og 2. stig. Við próf er lögð til grundvallar námsskrá útg. af menntamálaráðuneytinu og hefur verið kappkost- að að fylgja henni sem ýtarlegast. Prófdómarar við skólann voru þeir Guðjón Pálsson og Elías Þor- valdsson, báðir frá Siglufirði. Ingimar Pálsson var skólastjóri en kennarar auk hans voru Einar Schwaiger, Anna Jónsdóttir, Guðni Bjömsson og Margrét Jónsdóttir. Á skólaslitunum kom fram aðskólastjórinn, Ingi- mar Pálsson, sem hefur verið skólastjóri frá því að skólinn tók til starfa, hefur fengið leyfi frá störfum til þess að stunda framhaldsnám á Ítalíu næsta skólaár og hefur hann falið Einari Schwaiger, píanó- kennara við skólann, að annast störf þau er að fag- legri stjórnun skólans lúta, en starfsrammi frá skóla- stjóra liggur fyrir í byrjun starfsárs. Að öðru leyti hefur hann falið Margréti Jónsdóttur aö koma fram fyrir sína hönd og annast störf sín. í haust kemur væntanlega að skólanum tékknesk- ur kennari, Jlri Hlavacek, en nokkuð er um að Tékkar vilji sinna tónlistarkennslu á íslandi. Með hliösjón af þeim árangri sem náðst hefur þessi fímm fyrstu starfsár skólans höfum við ástæðu til að lita björtum augum til næstu ára. Á þessum afmælistímamótum þakkar skólanefnd skólastjóra, kennurum og öðru starfsfólki vel unnin störf og ámar skólastjóra allra heilla í námi á næst- komandi ári. v Hf. Skallaghmur ÁÆTLUN AKRABORGAR i janúar, febrúar, mars, nóvember og desember: Frá Akranesi Kl. 8,30 — 11,30 — 14,30 — 17,30 Frá Reykjavík Kl. 10,00 — .13,00 — 16,00 — 19,00 I apríl og október verða kvöldferöir á sunnudogum. — í maí, júni og september veröa kvöldferöir á föstudogum og sunnudögum. — i júlí og ágúst veröa kvöktferöir alla daga, nema laugardaga. Kvöldferöir eru fré Akraneei kl. 20,30 ogfráReykjavikkl. 22,00. Afgreiðsla Akranesi simi2275 Skrifstofan Akranesi simi 1095 Afgreiðsia Rviksími 16050 Símsvari i Rvik sími 16420 Talstoðvarsamband viö skipiö og atgreiöslur á Akranesi og Reykja- vik FR -bylgja, rás 2. Kallnúmer AKranes 1192, AkraDorg 1193, Reykjavik 1194 Ómar Diðriks- son meistari nema í hárskurði Þegar skrifað var um íslandsmeist- aramótið í hárskurði og hárgreiðslu gleymdist að geta eins sigurvegarans. Það var sá er sigur bar úr býtum í keppni nema í hárskurði. Hann heitir Ómar Diðriksson og vinnur á Rakara- stofunni á Klapparstíg. I öðru sæti varð Sigríður Kristjánsdóttir, Rakara- stofunni Hótel Sögu og í þriðja sæti Jón H. Guðmundsson, Rakarastofunni Klapparstig. -DS. Félag íslenzkra rithöfunda hélt aðalfund sinn föstu- daginn 1. maí 1981 að Hótel Esju. Formaður félagsins, Ármann Kr. Einarsson, GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferflamanna- Nr.94-20. ma(1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 6,831 8,849 7,534 1 Sterlingspund 14,277 14,314 16,745 1 Kanadadollar 5,891 5,708 8,277 1 Dönsk króna 0,9493 0,9618 1,0470 1 Norskkróna 1,2052 1,2084 1,3292 1 Sœnsk króna 1,3995 1,4031 1,5434 1 Hnnsktmark 1,6848 1,5887 1,7476 1 Franskur franki 1,2383 1,2418 1,3658 1 Belg. franki 0,1828 0,1833 0,2016 1 Svissn. franki 3,3526 3,3615 3,8977 1 Hollenzk florlpa 2,6817 2,6888 2,9577 1 V.-þýzktmark 2,9836 2,9915 3,2907 1 itölsk l(ra 0,00598 0,00600 0,00660 1 Austurr. Sch. 0,4221 0,4232 0,4655 1 Portug. Escudo 0,1124 0,1126 0,1239 1 Spánskurpesetí 0,0748 0,0750 0,0825 1 Japansktyen 0,03103 0,03111 0,03422 1 irsktDund 10,911 10,940 12,034 SDR (sérstök dréttarréttindi) 8/1 8,0453 8,0686 Sknsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.