Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1981. uBlATW fifálst, úháð dagblað Útgofandi: Dagblaðifl hf. Framkvæmdastjó/i: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnor: Jóhannes Reykdal.t fþróttir: Hallur Símonarson. Monning: Aflalsteinn Ingólfyson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrlmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. \ Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlougur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar óloson, Rognar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóflsson. Óþrífamál sósíalista Mesti ólukkufugl íslenzkra þjóðmála, Framkvæmdastofnun ríkisins, var tæp- lega búin að þurrka blekið af ábyrgð sinni á kaupum hins fáránlega Þórs- hafnartogara, þegar hún tók nýja og varanlega ábyrgð á hinni enn fáránlegri Olíumöl hf. Stjórnmálamenn hafa rekið þetta fyrirtæki á vegum sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi og keyrt það í margfalt gjaldþrot með svo ótrúlegri óráðsíu, að henni mundi enginn útlendingur trúa, ekki einu sinni Fried- man hagfræðingur. Gjaldþrotameðferð Olíumalar hf. hefði jafngilt endalokum stjónmálaferla og persónulegum fjárhags- skaða. Sverrir Hermannsson, yfirsósíalisti íslands, þarf að bjarga flokksbróður sínum, Ólafi G. Einars- syni, formanni þingflokks sjálfstæðismanna. En í stað hins illskárra, að gefa einum manni eitt hús, er málið leyst með því að taka ónýtt og vonlaust fyrirtæki upp á arma ríkisins og reka það hér eftir á kostnað skattgreiðenda. Með því verður tjónið marg- faldað endalaust inn í framtíðina. Framþróun úti í heimi hefur gert blöndunarstöðvar og olíustöð Olíumalar hf. úreltar. Þetta eru 12—14 ára gamlar stöðvar og væru komnar í brotajárn, ef þær hefðu verið reknar í nágrannalöndunum. Með lagi má líklega láta þær Skarka í örfá ár enn. Fyrir þessar verðlausu eignir, sem eru bókfærðar út í loftið, lætur Framkvæmdastofnun ríkisins af hendi tvær milljónir nýkróna í hlutafé og breytir hálfrar milljónar nýkróna skuldum í hlutafé. Hvort tveggja er fé skattgreiðenda. En þetta er ekki nóg. Til viðbótar lánar Fram- kvæmdastofnunin þessu gæludýri sínu aðrar skuldir upp á rúmlega hálfa þriðju milljón nýkróna og veitir því nýtt lán upp á eina milljón nýkróna, einnig á kostnað skattgreiðenda. Staðan er nú þannig, að Framkvæmdastofnun ríkis- ins á43% í Oliumöl hf., ríkið sjálft 23*Vo, Útvegsbanki ríkisins 20% og Norsk Fina 14%. Öll sveitarfélög og allir einkaaðilar hafa hlaupið í burtu eins og lífið ætti að leysa. Samkvæmt rekstrarspám þarf markaður fyrirtækis- ins að nema 50 þúsund tonnum olíumalar fyrsta árið og 80 þúsund tonnum á ári eftir það. Þetta þýðir, að nú byrja hinir opinberu eignaraðilar að reyna að kvelja vegagerðina til olíumalarkaupa. Vegagerðin hefur í nokkur ár gert tilraunir með svo- kallaða klæðningu á vegi á nokkrum stöðum. Fyrst varð útkoman nokkuð misjöfn, en síðan hefur árangur verið nokkuð jafn og góður. Því hefur klæðning vikið olíumöl til hliðar. Klæðningin er miklum mun ódýrari en olíumöl og ætti að gera okkur kleift að fá bundið slitlag umhverfis allt land miklu hraðar en hingað til hefur verið álitið mögulegt. Svigrúmið milli klæðnginar og malbiks til lagningar olíumalar er því lítið. En stjórnmálamennirnir, sem ráða ferðinni, verða varla í vandræðum með að útvega Olíumöl hf. viðskipti með því að knýja vegagerðina til of dýrs slit- lags og þá af fjárhagsástæðum á styttri kafla en ella hefði orðið. Bandamaður Sverris Hermannssonar í þessu óþrifa- máli er Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, sem þykist þurfa að bjarga óráðsíumönnum í hópi flokksbræðra sinna í Kópavogi. Sósíalistarnir eru eins, i hvaða flokki sem þeir standa. Handlangarar þeirra félaga eru svo sósíalistarnir Matthías Bjarnason, Steinþór Gestsson Eggert Hauk- al, allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og stjórnar- menn Framkvæmdastofnunar ríkisins. Þeir hafa lyft 32 milljón nýkróna óreiðu á bak okkar. Fjöldatakmarkanir í Háskóla íslands Einhverjum lesanda gæti fundist að efni þessarar greinar ætti ekkert erindi í dagblað. Ástæðan fyrir birt- ingu greinarinnar hér er þó einmitt sú að umfjöllunarefnið snertir ekki einungis þann hóp sem starfar við Háskóla íslands heldur alla íslensku þjóðina. Fyrir skömmu tók æðsta stjórn há- skólans, háskólaráð, þá ákvörðun að af þeim nemendum sem nú stunda nám á 1. ári í tannlækningum skyldu aðeins 8 fá að hefja nám á 2. námsári næsta haust. Ástæðan, sem gefin var fyrir takmörkuninni, var aðstaða eða öllu heldur aðstöðuleysi, sérstaklega fjöldi sk. tannlæknastóla. Þegar óskir um frekari athugun á málinu voru settar fram i háskóla- ráði, og þegar hugmyndum um úrbætur til að kenna mætti fleiri nemendum var varpað fram, sagði forseti tannlæknadeildar þvert nei óg rektor og meirihluti deildarforseta tóku undir í neitunarsöngnum. Það mátti ekki einu sinni ræða um breytt, og e.t.v. líka bætt, kennslu- skipulag. Burtséð frá vafasömu lögmæti ákvörðunar háskólaráðs um tak- mörkun á fjölda tannlæknanema (sjá 4. tbl. Stúdentablaðsins 1981) og burtséð frá þeirri almennu reglu að hver og einn fái að stunda það nám sem hugur hans stendur til og geta hans leyfir, þá er vafasamt að þessi ákvörðun sé í samræmi við óskir ibúa þessa lands, hvort sem er á höfuð- borgarsvæðinu eða á landsbyggðinni, sem þurfa að bíða svo mánuðum Kjallarinn Stefán Jóhann Stefánsson skiptir eftir tannviðgerðum og greiða þá fyrir þær offjár sem tannlæknar geta sett upp í krafti aðstöðu sinnar. Hagsmunapot starfsstéttanna Á sama tíma og takmörkun á fjölda tannlæknanema var ákveðin var fastráðið að fjöldi þeirra lækna- nema sem gætu hafið nám á 2. ári haustið 1982 skyldi miðaður við töl- una 36. í.þessu tilviki er allt að 50 nemendum, sem staðist hafa faglegar kröfur, meinað að halda áfram námi. í þeim hópi er vafalítið efni í marga ágæta lækna. Það skýtur óneitanlega nokkuð skökku við ákvörðun háskólaráðs að heilbrigðismálaráðu- neytið skuli nýverið hafa lýst því yfir að unnt væri að vista alla læknanema í verklegu námi á sjúkrahúsum, en slæm aðstaða á sjúkrahúsum er ein aðalröksemd takmörkunarsinna. Aðferð iæknadeildar við að finna út töluna 36 er þvi í hæsta máta . furðuleg (sjá 1. og 4. tbl. Stúdenta- blaðsins 1981). Hún er fyrst og fremst byggð á huglægu mati lækna- prófessora um það hversu mörgum nemendum sé þægilegt að kenna. Rökstuðningur læknadeildar fyrir fjöldatakmörkun er því vægast sagt hæpinn og manni er hulin ráðgáta að ýmsir af þeim háu andans mönnum, sem deildarforsetar i háskólaráði ættu annars að vera, skyldu láta glepjast til að greiða atkvæði sitt með tillögu læknadeildar. Bestu mönnum geta orðið á mistök en ég tel að þetta beri frekar vott um þá hnignun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum innan Háskóla íslands. Æðsta stjórn H.í. er farin að gæta hags- muna starfsstéttanna í stað þess að hlúa að vísindalegu kennslu- og rannsóknarhlutverki sínu. Hvaða álit ætli almenningur hafi svo á þessu framferði háskólans, þegar læknaskortur er verulegur i ýmsum héruðum og biðtími eftir sjúkrahúsvist og sérfræðiþjónustu er töluverður. Það skyldi þó ekki vera eitthvert samhengi milli þess að upphafsmaður og helsti baráttumaður fyrir fjölda- takmörkun innan læknadeildar og formaður Læknafélags íslands sé einn og sami maðurinn? Fróðlegt væri að fá að vita hvort hlutverkið hafi verið ofar í huga hans, prófessorsins eða formanns Lækna- félagsins. Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúi stúdenta I háskólaráði. ^ „Fjöldatakmörkunarsinnum í Háskóla íslands vex ásmegin; nú komast færri nemendur að en vilja og getu hafa til.” 40 ÁRA STJÓRN ÞRÝSTIHÓPA OG LÝÐSKRUMARA „Ofvitar" á þingi? Mig langar fyrst að minnast á fyrstu alþingiskosningarnar sem ég man greinilega eftir. Það eru kosningar til alþingis árið 1916. Á því ári voru 12 ár liðin frá því íslendingar fengu heimastjórn og aðeins eitt ráð- herraembætti öll þessi ár, þótt nú þurfi tug manna til þess að stjórna landinu. Þá var Einar Arnórsson ráð- herra og stjórnaði með heiðri og sóma þar til ráðuneyti Jóns Magnús- sonar tók við i ársbyrjun 1917 og ráð- herrum var fjölgað. í ársbyrjun 1916 höfðu menn í Mýrasýslu skorað á Pétur Þórðarson bónda og hreppstjóra í Hjörsey að gefa kost á sér í væntanlegum alþingiskosningum um vorið. Draumspakar konur, sem kalla mætti völvur Mýramanna á þessum tíma, spáðu því að Pétur Þórðarson mundi vinna glæsilegan sigur í þessum kosningum enda varð sú raunin. Eg held að atkvæðin hafi verið talin í Borgarnesi sem þá var orðið sýslumannssetur (flutt frá Arnarholti). Sagt var að Pétur hefði fengið hvert einasta atkvæði úr Álftanes- og Hraunhreppi en líklega hefur mönnum ekki dottið í hug á þeim tíma að hrista saman atkvæðin áður en talið var. Pétur Þórðarson gisti á æskuheimili mínu að Valshamri á Kjallarinn Magnús Sveinsson Mýrum, nokkru fyrir kosningar. Mér þótti maðurinn sérkennilegur. Hann var góður meðalmaður á hæð, samanrekinn og herðabreiður, fast- mæltur og ekki líklegur til þess að láta kveða sig í kútinn. Á framboðs- fundum var hann jafnrólegur þó menn gerðu tilraun til þess að skamma hann og alltaf hélt hann sínu striki og lét allt orðagjálfur sem vind um eyru þjóta. Hann hafði mjög litla skólagöngu að baki en kunni áreiðan- lega utanbókar litlu og stóru marg- földunartöfluna og er það meira en hægt er að segja um núverandi þing- menn. Pétur var með afbrigðum góður í reikningi enda kjörinn endur- skoðandi landsreikninga árum saman. Á þessum árum voru engir ofvitar á þingi sem álíta sjálfir að allt muni fara til fjandans ef ekki er hlustað á þá og álit þeirra tekið til greina. Ef kunningi er spurður af hvaða ætt hann sé og farið eitthvað aftur í tímann getur svo farið að hann segist vera af Blöndals- eða Briemsætt þótt það komi ekki fyrir í eftirnafni. „Forfeður þínir hafa líklega ekki dáið úr ófeiti eða hor?” sem þótti leiðinlegra orð. „Nei, það er af og frá, ég er ekki kominn út af svoleiðis fólki.” Það er einkennilegt að íslend- ingar vilja ekki við það kannast nú til dags að þeir séu komnir af örbjarga fólki. Sagan getur þó um allt annað. 'Vitað er að hér hafa menn dáið úr hungri allt frá landnámi Islands fram að síðustu aldamótum. Getið er um óöld í heiðni og óöld í kristni (þ.e. eftir kristnitöku). Fullvíst er að allar þessar óaldir og hallæri hjuggu stór skörð í mannfjölda landsins. Allsnægtaþjóðfélag íslands veit lítið um þessa hluti enda aðallesefni alls almennings orðagjálfur hinna .ólíklegustu manna, auk nokkurra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.