Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1981. DB á ne ytendamarkaði Verðlaunaf jölskylda janúarmánaðar: „FÖLK EYÐIR MEIRA EFT- IR MYNTBREYTMGUNA” Fyrsta agúrkuveizla sumarsins haf in: Þriðjungs verðlækkun hjá Sölufélaginu Það gefur manni visst aðhald í pen- ingamálum aö standa í einhverjum framkvæmdum. Annars skilur maður oft ekki í hvaö allir pening- arnirhafafarið. Annað er áríöandi núna, það er að halda bókhald eftir að nýja krónan kom til sögunnar. Mér finnst, og öllum sem ég tala við, að fólk eyöi mun meiru en það gerði fyrir breyt- inguna. Ég vinn í búð hálfan daginn og fólk kaupir ótrúlega margt núna sem það gerði ekki áður. Það hikar ekki við að senda börnin sín með 100 krónur í barnaafmæli þó það hefði líklega ekki hvarflað að því að senda það með 10 þúsund gamlar krónur. . Þaö er líka sálrænt aö þegar fólk talar um stórar upphæðir talar það enn í gömlum krónum. Finnst hitt líklega ekkert vera.” Mikill verðmunur milli verzlana Anna var spurð aö þvi hvernig hún hagaði sínum innkaupum. ,,Ég reyni að fara í Hagkaup að minnsta kosti einu sinni til tvisvar í mánuði. Áður en ég fór að vinna úti fórum við yfirleitt einu sinni i yiku, á föstudögum. En núna vinn ég sjálf til sjö á föstudögum og er jafnvel ekki komin heim fyrr en hálfátta. Og þá nenni ég ekki af stað aftur. Ég reyni heldur að fara á morgnana. Þá er líka minna að gera og allt miklu rólegra. Þess á milli verzla ég í búðunum hérna í kring. Þar er notalegur andi og ég þekki fólkið. En það munar ekkert smávegis á verði. Ég tók eftir þvi t.d. um daginn að það munar heilum tveim krónum á einu einasta sykurkilói. Það munar um minna þegar þetta safnast saman. Nú, á haustin tek ég alltaf slátur og reyni að kaupa kjöt í heilum skrokkum. Hænur og kjúklinga kaupi ég i stórum stil beint frá búun- um og annaö eftir þessu,” segir Anna. Hún þakkar mér fyrir timbrið og segir brosandi að það sé góð fjárfest- ing þvi hægt sé að selja notað móta- timbur fyrir svipað verð og nýtt. Við kveöjumst með virktum. - DS Nú stendur yfir fyrsta „agúrku- veizlan” þeirra í Sölufélagi garö- yrkjumanna. Verð á agúrkum hefur nú lækkaö um þriðjung. Fyrsti flokk- ur kostar 18 kr. i heildsölu og annar flokkur 12 kr. Það þýðir útsöluverð upp á um 25 kr. á I. fl. og um 16,50 á II. fl. í sýröar gúrkur er vel hægt að nota annan flokk. Hann er yfirleitt ekkert frábrugöinn fyrsta flokki nema aöeins i útlitinu. — Vel má vera ' að enn frekari verðlækkun verði þegar lengra líður á sumarið, svona upp á sultugerð. En okkur finnst var- legt að treysta nokkru um verðlækk- anir og vissara að nota tækifærið og kaupanúna. Eitt fyrsta boðorð þeirra serrt ætla aö sulta eða súrsa er aö allir hlutir sem unnið er með veröa að vera tandurhreinir, bæði glös, skálar og balar og öll áhöldin. Engir sýklar mega komast í framleiðsluna, annars skemmist allt. Uppskriftir að sýrðum gúrkum eru svipaðar en eiga þaö sameiginlegt aö vera góðar og punta svo sannarlega upp á matargerðina okkar. — Eitthvað það einfaldasta sem hægt er aö hugsa sér i salatgerð er gamal- dags agúrkusalat. Þá er agúrkan sneidd mjög þunnt, hægt aö gera þaö með ostahníf, salti og hvítum pipar stráð yfir og örlitlum sykri og sföan ediksblöndu hellt yfir. Þeta er senni- lega elzta og frumstæðasta gerð af síðari tíma grænmetissalötum. — Svona salat var boriö fram í afdala- sveitum meö sunnudagssteikinni þótt menn heföu aldrei heyrt getið um annað grænmeti en kartöflur, rófur og rabarabara. Og í næstu skál var kakkþykkt jarðarberjasultutau, með jarðarbeijum sem vom eins og grjót- hnullungar! Þrátt fyrir þetta fmnst mér svona agúrkusalat reglulega gott. Það er líka hentugt aö þvi leytinu að hægt er að fínsneiða agúrkurnar og frysta þær f litlum plastpokum. Þá eru þær aðeins þiddar í edikslegjnum. Asíusultaöar agúrkur Við birtum hér uppskriftina að asíusultuðum agúrkunum, jafnvel þótt við höfum birt hana nokkrum Agúrkur hafa undanfarið verið scldar á lækkuðu verði. sinnum áður. En þaö em alltaf nýir að bætast i hóp þeirra sem prófa upp- skriftirnar og ekki víst að menn læri þær utan að þótt þær séu notaðar einu sinni eða tvisvar. 15 meðalstórar agúrkur (má gjarna veraannarfl.) 1 lftri edlk 1/21 vatn 5 meðalstórlr laukar 1 pakki asiukrydd (má gjarnan vera melra) DB-mynd Ari. 750 gr sykur 1 hnefi gróft salt Gúrkurnar eru flysjaðar, skornar í bita sem eru síðan „klofnir” I þrennt eða fernt, saltinu stráð yfir og þetta látið liggja yfir nótt. Þá er lögurinn útbúinn, laukarnir flysjaðir og skornir I sneiðar (eöa báta eftir þvi sem hver vill) og gúrkubitar og laukur látið i stóra skál eða vaskafat (fæstir eiga nægilega stóra skál). Leginum er síðan hellt yfir. Þetta er geymt á köldum stað i sjö sólarhringa og hrært í svona einu sinni á dag með trésleif (mjög áríðandi). Þá er allt látið í pott, hitað upp að suöumarki (en má ekki sjóða), látið á tandurhrein glös sem er lokað strax. Ef vill má láta rotvarnarefni út í sam- kvæmt leiðarvísi sem því fylgir. Þetta er nokkuð stór skammtur en heldur sér í sæmilegri geymslu í allt aðár. Kryddagúrkur 1 kg agúrkur 1/41 edik 2 negulnaglar 500 g sykur T stk. kanlll Agúrkurnar eru flysjaðar og skornar í hæfilega bita. Lögurinn er útbúinn og hitaður að suðu, en ekki látinn sjóða, þá hellt yfir agúrkubit- ana og síðan látiö á tandurhrein glös og þeim lokað. Ef lesendur luma á einhverjum sniðugum uppskriftum væri gaman að heyra frá þeim. - A.Bj. —segir ung Reykjavíkurhúsmóðir „Ég hef aldrei unnið í happdrætti :ða neinu slíku. Það eina sem ég hef unnið I er útdrátturinn hjá ykkur og það tvisvar frekar en einu sinni,” sagði verðlaunahafi janúarmánaðar, Anna Jensen. Anna hlaut vinning Neytendasíðunnar fyrir febrúar- mánuð 1979 og aftur núna. „í hittifyrra átti einmitt að fara að ferma hjá mér. Ég fékk matarúttekt fyrir tæpar 90 þúsund krónur og það bjargaði okkur algjörlega,” sagði Anna. Vinningurinn núna var að upphæð 1700krónurog valdi Anna sér timbur I nýja húsið sitt fyrir þá peninga. Hún og maður hennar, Sigmundur Tómasson, ætla að fara að byggja sér raðhús vestur á Eiðsgranda og voru að byrja að kaupa sér timbur er vinn- ingurinn barst. Uppistöðuefni vantaði tilfinnanlega og ákváðu hjónin að kaupa hluta af þvi fyrir vinninginn. Húsasmiðjan varð fyrir valinu sem söluaðili. Reyndar eru 1700 krónur engin ósköp upp I timbrið því það verða nokkrir tugir þúsunda í viðbót sem það kemur til með að kosta. Viöbrigöi að fara úr Breiðholtinu Anna og Sigmundur búa núna í Bakkahverfinu I Breiðholti. Þau eiga þrjú börn, Ólaf 15 ára, Margréti 12 ára og Tómas Jón 4 ára. Ibúöin er orðin of lítil og varð að stækka. „Ég held aö það verði mikil viðbrigði aö fara héðan. Bakkahverfiö er einna bezt skipulagða hverfið í bænum. Eldri sonur minn hefur til dæmis verið hér allan sinn skólaaldur og hefur aldrei þurft aö fara yfir götu til þess að komast í skóla. Stutt er I búðir og fyrir mig í vinnuna. En maðurinn minn vinnur vestur á Granda þannig aö þetta er óraleið fyrir hann og mikill kostnaður við benslnkaup,” sagði Anna. Þau hjónin höföu nokkrum sinnum sótt um lóð áöur en ekki fengið fyrr en núna. Þau bjuggu til að byrja með i Hafnarfirði en fluttu fyrir nokkrum árum í Breiðholtið. Bæði eru Reykvlkingar aö ætt og uppruna. Verðlaunafjölskylda janúarmánaðar, Anna, Tómas og Sigmundur, við háan timburhlaða I porti Húsasmiðjunnar. „Timbur er góð Ijárfesting,” sögðu þau. DB-mynd Einar Ólason. Nýja krónan blekkir „Mér finnst alveg nauðsynlegt að halda bókhald. Ég vil vita hvað ég eyði miklu, til dæmis I mat,” sagöi Anna þegar hún var spurð um heimilisbókhaldið. Hún hefur sent inn seðla i hverjum einasta mánuði frá þvi í febrúar 1979. Þá barst fyrsti seðillinn hennar, sá sem hún fékk verðlaunin út á. „Liðinn annaö hef ég verið hálfónýt við þó ég sé alltaf að reyna um hver mánaðamót að koma honum 1 gott horf. En mér finnst I rauninni ekki hægt að flokka þaö saman sem ég gef krökkunum af pen- ingum og það sem ég fer með í að borga reikninga. En núna, þegar við erum að fara að byggja, verður nauö- synlegt aö skrá allt húsinu viðkom- andi og þá kemur hitt líklega llka.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.