Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1981. Æskulýðsráð Reykjavíkur: Sumamámskeið fyrirkrakka hefjastbrátt Sumarnámskeið sem Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur gengizt fyrir undanfarin ár i æskulýðsmiðstöðv- unum Fellahelli, Bústöðum og Þrótt- heimum hefjast 1. júni næstkom- andi. Innritun stendur nú yfir. Námskeiðin eru ætluð krökkum á aldrinum 7—12 ára. í Fellahelli standa þau yfir í hálfan mánuð en i eina viku i hinum miðstöðvunum. Krakkarnir mæta kl. 10 að morgni og eru á námskeiðinu til kl. 16. Farið er með þá í leiki, iþróttir, ferðalög, bæði innanbæjar og utan, siglingar og ýmislegt fleira skemmtilegt. Að sögn Sverris Friðþjófssonar, forstöðumanns Fellahellis, hefur yfirleitt verið mjög góð þátttaka í námskeiðunum. Meiningin með þeim væri að kenna börnum fleiri leiki og þjálfa þau í að velja leiki sína sjálf. -KMU Sjómennfáelli- lífeyrisextugir — eftir25árastarf á sjónum Sú breyting á lögum um almanna- tryggingar hefur nú verið samþykkt á Alþingi að hver sem stundað hefur sjómennsku i 25 ár eða lengur skal eiga rétt á töku ellilifeyris frá og með ðOáraaldri. Starfsaldur sjómanna skal í þessu sambandi miðast við að sjómaður hafi verið lögskráður á íslenzkt skip eigi minna en 180 daga á ári að meöaltalií25ár. Einnig voru gerðar breytingar á 12. grein almannatryggingalaganna sem fjalla um örorkustyrk. Eru þetta heimildarákvæði sem heimila rýmk- un réttar tjl örorkubóta, að settum reglum Tryggingaráðs. -A.St. Hundur beittvöbörn ogvar umsvifalaust dæmdurtildauða Á mánudag féll hundur i Hafnar- firöi eftir að lögregluyfirvöld höfðu kveðið upp yfir honum dauöadóm. Hundurinn hafði gerzt sekur um að bíta tvö börn, annað í enni, hitt í hné. Hundurinn var með ól um hálsinn en aö öðru leyti ómerktur. Rannsóknarlögreglan syðra segir að áverkar á börnunum séu ekki taldir varanlegir. Lögreglan iýsir hundahaldi ( Hafnarfiröi sem plágu og ótal kærur berist vegna truflandi hávaða frá þeim og annars ónæðis. - A.St. Hrollvekjandi framtíðarsýn dregin upp ínýrri stefnuályktun Evrópuráðsins um þróun heimsbyggðar: Hemaðarútgjöld 30 sinnum hærri en þróunaraðstoðin — Ólaf ur Ragnar Grímsson flutningsmaður ályktunarinnar í Strassborg Á fyrstu áratugum næstu aldar gæti heildaríbúafjöldinn á „hótel jörð” numið 8—12 milljörðum, sem er nálægt því að vera hámark þess fjölda sem getur þrifizt með góðu móti á jörðinni. tbúaaukning jarðar- innar mun nema nálægt 2 milljörðum á næstu 20 árum. Mest fjölgun verður í fátækari ríkjum og þar munu margar borgir með 10—130 milljónum íbúa breytast i stjórnlaus búsetusvæði fólks sem líður skort. Þessar miður geðfelldu upplýs- ingar koma fram í ítarlegri stefnu- ályktun sem þing Evrópuráðsins sam- þykkti í Strassborg fyrr í maimánuði. Ólafur Ragnar Grímsson alþingis- maður var flutningsmaður ályktunar- innar. Hún er fimmtíu síðna saman- tekt — byggð á skýrslum ýmissa al- þjóðastofnana og annarra aðila. Ályktunin ber yfirskriftina: „Þróun heimsbyggðar: Þarfir mannkyns og auðlindir jarðarinnar.” Þess eru engin dæmi fyrr að islenzkur þing- maður sé flutningsmaður að meiri- háttar máli á vettvangi Evrópuráðs- ins. Framtíðarsýnin sem dregin er upp í stefnuályktuninni er á köflum vægast sagt hrollvekjandi. Á jörðinni búa nú um 800 milljónir manna við sára fá- tækt, hungursneyð og sjúkdóma. Bilið milli rikra þjóða og fátækra eykst. Þjóðartekjur þróunarland- anna þyrftu að tuttugufaldast á næstu árum til að þau yrðu sambæri- leg við lífskjör Evrópubúa á siðasta áratug. Innan 60 ára verða margir mikilvægustu málmarnir i iðnaðar- framleiðslu Vesturlanda gegnir til þurrðar og eftir 40 ár verða allir skógar sem hægt er að nýta í þróunarlðndunum horfnir. Árlega bætast við eyðimerkur jarðar svæði sem svara til stærðar minni landanna á meginlandi Evrópu. Hálfur milljarður manna býr við vatnsskort. Áætlað er að um næstu aldamót muni tugir þjóða 1 Afrfku, Asiu og Suður-Ameríku hafa nýtt til fullnustu alla vatnsöflunarmöguleika sína. í upphafi næstu aldar myndi öll íbúaaukning í þessum heimshluta leiða til óhugnanlegra vandamála vegna vatnsþurrðar. Lýst er yfir stuðningi við víðtækar aðgerðir til að draga úr fólksfjölgun. Evrópuriki eru hvött til að stuðla að því að árið 1984 verði allt að 1000 milljónum dollara varið til þessa. Hernaðarútgjöld ríkja eru sögð 30 sinnum hærri en gjörvöll aðstoð og fjárframlög ríkra þjóða til hinna fá- tækari. Hernaðarútgjöld á hálfum degi myndu nægja til að fjármagna útrýmingu á malaríu. - ARH Olafur Ragnar Grímsson flytur ræðu sina á Evrópuráðsþinginu í Strassborg. Stúdenta • •• r r gjotm í a frá Glit Glæsilegir listmunir úr steinleir sem vakiö hafa athygli heima og erlendis Hannaðir af Eydísi Lúövíksdóttur og Þór Sveinssyni. Vasi, skál eöa platti — engir tveir hlutir eru eins. Listgripir sem jafngaman er aö gefa — og aó þiggja. LAUGAVEGI 40 REYKJAVÍK SÍMI 16468 Pixall mkii Langþráð lausn fyrir alla þá sem fara vel með hljómplöt- urnar og krefjast í staðinn full- kominna tóngæða. Sérstök Ifm- rúlla rffur til sfn öll óhreinindi á augabragði. Einfalt, öruggt og þægilegt. Hljóðfærahús Reykjavfkur Laugavegi 96 - Sfmi 13656 interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 - S 21715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615. 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis KJARAKJÖR ÞARSEMALLT ER GERT FYRIR V/DSKIPTA VININN EPLI8 KR. KG SÉRLEGA GÓÐ MATAREPU 7KR. KÍLÓIÐ nW71- KJUKLINGA HAKK A KYNNINGARVERÐI REYKSÍLDAR- KÆFA ALGJÖRT ÆÐI NÝ REYKTUR H0RNSTRANDA RAUÐMAGI SENDUM HEIM SAMDÆGURS KJARAKJ0 KÁRSNESBRAUT 93 KÓPAVOGI SÍMI41920

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.