Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.05.1981, Blaðsíða 13
.’oV */vv iVA'r>'''\,TVi/j1 * /j^n »t7 .m DAGBLAÐIÐ* FÍMMTUDAGUR 21. MÁl í981. 13 HAGSÆLDI SKJÓU VOPNA Leifur Eiríksson hélt vestur um haf og fann Ameríku. Svo segja sögur. Þetta gerðist fyrir um 1000 árum. Þessi atburður olli ekki straumhvörf- um en hann er merkur í sögu landa- funda. Á Skólavörðuholti í Reykja- vík er stytta af Leifi Eiríkssyni gefin hingað af ríkisstjórn Bandaríkjanna. Á henni er svofelld áletrun: „Leifr Eiricsson, son of Iceland, discoverer of Vinland, The United States of America to the people of Iceland on the one thousandth anniversary of the Althing A-D-1930.” Leifur Eiríksson kom til Ameríku vegna landnáms íslendinga á Græn- landi. Fornt landnám á Grænlandi stóð í aldir en lagðist svo niður og með því tók fyrir ferðir héðan vestur um haf. Samskipti okkar við Bandaríkin voru lengi lítil sen engin. Héðan fóru landnemar vestur í lok síðustu aldar, við verzluðum þar nokkuð í fyrra heimsstríði 1914—18 og tókum þátt í hdmssýningunni í New York árið 1939, en þetta átti eftir að breytast einn sumardag árið 1941. Bandarísk hervernd árið 1941 í bókinni „Samningar íslands við erlend ríki”, sem utanríkisráðuneytið gaf út 1963, eru orðsendingar þær sem fóru á undan komu bandarískra hermanna hér 7. júlí 1941 (sjá bls. 1346 og áfram). Orðsendingar þessar eru nokkurt mál en hér skal þetta tekið upp. „(1) Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burt af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undireins og núverandi ófriði er lokið. (2) Bandaríkin skuldbinda sig enn- fremur til áð viðurkenna algert frelsi og fullveldi íslands og að beita öllum áhrifum sínum við þau ríki, er standa að friðarsamningunum, að loknum núverandi ófriði, til þess, að friðar- samningarnir viðurkenni einnig al- gert frelsi og fullveldi íslands. (3) Bandaríkin lofa að hlutast ekki til um stjórn íslands, hvorki meðan herafli þeirra er í landinu né siðar. ” Þótt ýmsar ástæður hafi valdið því að hér er enn bandarískur her eftir 40 ár ættu ofangreind 3 atriði, sem samið var um við komu hersins árið 1941, að vera óbreytanlegur grund- völlur samskipta íslands og Banda- ríkjanna. Framfarir og tœkni Samkomulag okkar við Bandaríkin 1941 um hervernd útilokaði Þjóð- verja að mestu frá hernaði hér, þar sem Bandaríkin komu upp öflugum vörnum. En herverndin breytti dag- legu lífi. Samið var um að Bandarfkin létu okkur í té flestar nauðsynjar meðan á stríðinu stæði. Þótt skömmtun væri hér á landi höfðu flestir sæmi- lega til allra hluta. Bandaríkjamenn fluttu með sér hingað nýja tækni. Þeir komu með jeppann, trukkinn og jarðýtuna. öll þessi tæki áttu eftir að valda byltingu á Íslandi. Einnig fylgdi Bandaríkja- mönnum stórhugur í framkvæmdum og íslendingar hugsuðu ekki lengur eins smátt og áður. Stríðsgróðinn og seinna efnahagssamstarf við Banda- ríkin breyttu mörgu. Það var þó ýmiss konar spilling og Iauslæti, sem fylgdi dvöl herliðsins, sem magnaði andstöðu við veru þess. Hlaut orðið „ástand” sérstaka merk- ingu í íslenzku máli. Þrjátíu ára afmælið Fyrir nokkrum dögum var þess getið í blaði að 30 ár eru frá komu herliðs Bandaríkjamanna árið 1951; en herafli þeirra fór héðan að stríðinu loknu. Samt er að mínu mati miklu eðlilegra að tala um 40 ára hervernd Herinn fór að vísu en Keflavíkurflug- völlur var rekinn áfram í samvinnu við Bandaríkin næstu árin eftir stríð- ið. öllum hernaðarmannvirkjun var haldið við. Bandarískur her gat alltaf komið aftur með mjög stuttum fyrir- vara. Raunar var þetta þannig 1951. Nokkrir hermenn stigu upp i farþega- vélar hersins vestur í Bandaríkjunum og voru komnir hingað næsta dag. Húsnæði og önnur mannvirki stóðu tilbúin til að flytja inn í á Keflavíkur- flugvelli. Hersetan hélt áfram. Kjallarinn Lúðvík Gizurarson ísland og Bandaríkin Miðað við aðstæður var hervernd- arsamningurinn frá 1941 hagstæður bæði íslandi og Bandaríkjunum. Við samningsgerðina viðhafði forseti Bandaríkjanna þessi ummæli í orð- sendingu sinni: „íslenzka þjóðin skipar virðulegan sess meðal lýðræðisríkja heimsins, þar sem frjálsræði og einstaklings- frelsi á sér sögulegar minningar, sem eru meira én þúsund ára gamlar. Það er því ennþá betur viðeigandi, að um leið og ríkisstjórn Bandaríkjanna tekst á hendur að gera þessa ráð- stöfun til að varðveita frelsi og öryggi lýðræðisríkjanna i nýja heiminum, skuli hún jafnframt, samkvæmt orð- sendingu yöar, verða þess heiðurs að- njótandi að eiga á þennan hátt sam- vinnu við ríkisstjórn yðar um varnir hins sögulega lýðræðisríkis, ís- lands.” Á Síðustu 40 árum hefur oft verið deilt hér á landi um hersetuna. Þar hafa menn skipzt í tvær andstæðar fylkingar. Samt hefur meirihluti íslendinga viljað lifa áfram í skjóli bandarískra vopna með þeim kostum og göllum sem því fylgja, eins og þeir hafa gert siðustu 40 árin. Þó væri æskilegt ef hægt væri að flytja þessi samskipti á geðþekkari grundvöll heldur en oft hefur einkennt þessi mál. Nýlega hefur t.d. gamla flugstöðin á Kefla- víkurflugvelli og fyrirhuguð ný flug- stöð þar orðið hitamál. Varla skiptir stóru hvort ný flugstöð er byggð þar nú eða seinna. Þessi flugvöllur er búinn að vera þarna bráðum í 40 ár og allan þann tíma hefur aldrei verið búið vel að flugfarþegum og lengst af illa. Samskipti íslands og Banda- ríkjanna þurfa einnig að komast burt úr farvegi hermála og hervarna, að svo miklu leyti sem þess er kostur. íslendingar ættu að bjóða hingað i sumar bandarískum þingmönnum og slíkt mætti gera að reglubundnum atburði. Þá þarf að finna nýja fleti á samstarfinu. Hvernig væri að íslend- ingar fengju leyfi til veiða í fiskveiði- landhelgi Bandaríkjanna eins og veitt hafa verið ýmsum öðrum erlendum þjóðum? Einnig mætti hafa Græn- lendinga með ef slíkt leyfi fæst. Varla mundi það verða til ills ef þingmenn beggja þjóða ræddu saman. Frelsi og hagsæld Að lokum er rétt að ítreka þessi orð úr samkomulaginu við forseta Bandaríkjanna frá 1941: „(3) Bandaríkin iofa að hlutast ekki til um stjórn íslands, hvorki meðan herafli þeirra er í iandinu né síðar.” Eins og stórveldin hafa skipt heim- inum í pólitísk og hernaðarleg áhrifa- svæði verðum við víst að teljast vera á helmingi Bandaríkjanna. Þrátt fyrir loforð um annað er oft stutt í afskipti eða íhlutun risaveldanna ef þau telja hagsmunum sínum ógnað þó i smáu sé. Það sýna nýleg dæmi bæði í austri og vestri. Bandaríkjamenn hafa sýnt íslendingum umburðarlyndi og skiln- ing. Vonandi verður svo áfram. Það er stundum of freistandi fyrir risa- veldin að efla til valda talhlýðna já- menn. Við viljum lifa áfram við frelsi og hagsæld í skjóli bandarískra vopna, eins og við höfum gert síðustu 40 árin. Samt ber, eins og kostur er, að halda okkur utan afskipta og átaka risaveldanna. Lúðvik Gizurarson hæstaréttarlögmaður. ^ „Samskipti íslands og Bandaríkjanna þurfa aö komast burt úr farvegi hermála og hervarna, aö svo miklu leyti sem þess er kostur.” þingmanna sem vilja endilega að þeir séu kosnir aftur á þing, menn sem hugsa eitthvað á þá leið:, ,Ég er sá út- valdi sem mun koma öllu á réttan kjöl.” Auðurinn fannst ekki Á þriðja áratugnum og þó fyrst og fremst á þeim fjórða tóku nýjar alþjóðastefnur í þjóðmálum að festa hér rætur. Ég ætla að nefna hér tvær stefnur: Fyrst má nefna kommúnism- ann, sem var raunar ekki nýr af nál- inni þegar rússneska byltingin átti sér stað 1917, sem alltaf tók nýjum og nýjum breytingum í tímanna rás. Hin stefnan var nasisminn sem mun eitt- hvað hafa fest hér rætur laust eftir 1930. Þessi nasistaflokkur hér á landi hét auðvitað allt öðru nafni en forveri hans í Þýskalandi. Þegar nasistar, ásamt foringjanum Hitler, tóku upp á því að drepa margar milljónir gyðinga i gasklefum þóttist enginn ís- lendingur hafa verið í þessum flokki, þótt myndir frá þessum tíma sanni annað. Kommúnisminn varð aftur á móti mun lífseigari þótt nú sé svo komið að enginn þykist vera kommúnisti ef undan eru skilin örfá ungmenni. Kommúnisminn festi hér rætur á þriðja árataugnum en þó fyrst og fremst á kreppuárunum eftir 1930. Nokkuð virtist dofna yfir þessari stefnu á tímabili en þá kom til sög- unnar ungur bakarasonur frá Akur- eyri, maður hámenntaður og ljúf- menni hið mesta. Þeir sem fylgdu þessum manni vildu koma hér á rúss- nesku lýðveldi, þar sem öreigamir hefðu völdin og allir hefðu nóg að bíta og brenna. Það var svo sem nóg af öreigum á íslandi á þessum árum. Bæði ég og fleiri ungmenni trúðu því aö til væru auðmenn sem arðrændu lýðinn og söfnuðu peningum. Þegar þetta er ritað eru allir þessir „auð- menn” löngu dánir og það merkileg- asta í sambandi við þetta allt saman er að þegar dánarbúin voru gerð upp, hvert á fætur öðru, fundust engir peningar. Sumir erfingjanna hafa að visu fengjð nokkra gamla húsræfla í sinn hlut, sem þeir hafa ekkert kært sig um að búa í. Veldi stalínista á íslandi Á fjórða og fimmta áratugnum þróaðist kommúnisminn í það að verða hrein trúarbrögð á íslandi. Ef íslendingar hefðu á þessum árum verið ólæsir og óskrifandi hefði þeim sem þessari stefnu fylgdu orðið mikið ágengt. Það tókst þó aldrei að sann- færa nema tiltölulega fáa íslendinga um að í Rússlandi væri raunverulegt lýðræði. Mönnum þótti skrítið að þar sem einn flokkur væri leyfður væri um nokkurt lýðræði að ræða. „Sovét ísland, hvenær kemur þú?” var ort á þessum árum. Þeir sem ekki skildu þéssi rússnesku fræði voru taldir aumingjar eða eitthvað verra. Það merkilegasta af þessu öllu var að nokkrir prestar hér á landi urðu ákveðnir kommúnistar, en kristin kirkja er bönnuð í Rússlandi og raunar öll trúarbrögð þótt það sé látið afskiptalaust hin síðari ár. f byrjun des. 1939réðustRússarinn . í Finnland og náðu á sitt vald frjósam- asta hluta landsins. Á íslandi voru þá til menn, bæði innan þings og utan, sem létu til sín heyra og höfðu ekkert við slíkar aðgerðir að athuga. Sama sagan endurtók sig í Ungverjalandi 1956 þegar Rússar sendu þangað herlið til þess að brjóta á bak aftur gagnbyltingu sem þar átti sér stað. Fleiri dæmi mætti nefna eins og af- skipti Rússa af málefnum Tékkósló- vakíu og annarra landa á mörkum austurs og vestur. Um örlög Póllands vita fáir þegar þetta er ritað. Þeir menn sem stutt hafa Rússland í bliðu og striöu hafa þó nokkra afsökun því að á vestur- hveli jarðar er annað stórveldi sem ekki hefur hreint mjöl í pokaliorninu. Hér er átt við Bandaríki Norður- Ameriku sem sendu heri sína til landa er nefnd voru Indó-Kína. Hörmungarsögu þessara landa er enn ekki lokið. Fleira mætti nefna sem sýnir afskipti Bandaríkjanna í öllum heimshlutum. Hér er um tvö heims- veldi að ræða sem bæði eru grá fyrir járnum og geta á hvaða stundu sem er spúið eldi og eimyrju yfir alla heimsbyggðina. Stjórnarandstaðan Það getur oft verið fróðlegt að lesa blöð stjórnarandstöðunnar. Þar geta komið fram á sjónarsviðið menn sem fyrir nokkrum mánuðum voru í stjórn eða menn er studdu ákveðnar efnahagsaðgerðir. Einkennilegt hvað sumir menn verða allt í einu stórgáf- aðir og þykjast nú geta leyst allan vanda sem að höndum ber. Vandamál sem þessir menn réðu ekkert við meðan þeir voru i stjórn eiga nú að vera auðveld viðureignar. Séu þeir spurðir hver þeirra lausn sé fara þeir undan í flæmingi og svara engu sem vit er í: „Ágætt að kreppa hnefana og vera dálítið manna- legur.” Menn sem fyrir nokkrum mánuðum voru í flokki eignamanna eru nú allt í einu orönir talsmenn lág- launafólks. Þá er það algengt að menn í stjórnarandstöðu komi með frumvarp sem kostar ríkissjóð mikil fjárútlát og séu þeir spurðir hvar eigi að taka þessa peninga verða þeir lúpulegir, ekkert svar við þessari spurningu. Þegar næst er kosið til þings er ágætt fyrir frambjóðandann að geta sagt: „Ég bar fram frumvarp um að þið fengjuð þetta mannvirki en það náði ekki fram að ganga.” Ekki spillir að vera nógu mjúkmáll, tala hlýlega til frúnna, sérstaklega ef svo stendur á að með þeim eru á fundinum uppkomnar heimasætur sem gleðjaaugað. Vindar úr öllum áttum Eitt af því merkilegasta sem ég hefi heyrt og séð í íslenskum fjölmiðlum var umtal og læti í sambandi við samning þann sem undirritaður var í Osló 1. júní 1976 um fiskveiöilögsögu íslendinga. f samningi þessum viður- kenndu Bretar 200 mílna fiskveiði- lögsögu íslands. Nokkrir stjórnar- andstæðingar kölluðu samning þennan svikasamning eða eitthvað í þeim dúr og þeir sem undirrituðu samninginn fyrir hönd lslands voru kallaðir lyddur og hálfgerðir glæpa- menn. Þetta heyrði maður manna á milli en hefur líklega aldrei staðiö á prenti. Hugmyndarík stjórnarand- staða, eða hvað finnst ykkur? Árið 1977 voru gerðir hinir svo- kölluðu sólstöðusamningar og um haustið var samið við opinbera starfsmenn. Sagt var að ýmsir ævin- týramenn, sem aldrei hafi haft hunds- vit á fjármálum, hafi skrifað undir þessa samninga og orðið að láta undan þegar foringjar þrýstihópanna fóru að sýna í sér tennurnar. Það kom fljótlega í ljós að ekki var hægt að standa við þessa samninga af þeirri einföldu ástæðu að það voru engir peningar til. „Bara prenta meiri peninga,” sögðu menn, og það var gert. Á útmánuðum þennan vetur (’78) ætlaði allt að verða vitlaust. Þá datt einhverjum snjöllum manni í hug að skera ofan af kaupinu. Þetta var illa liðið af almenningi. Nú voru góð ráð dýr. 1. mai nálgaðist óðum. Nú var um að gera að finna snjallan mann til þess að flytja ræðu á Lækjartorgi. Maðurinn þurfti að hafa fengist eitt- hvað við verkalýðsmál og helst að vera fæddur og uppalinn í hinum forna Stokkseyrarhreppi. (Það þykir nefnilega fínt að vera ættaður úr þessu byggðarlagi.) Manni þessum var komið fyrir á traustum kassa niðri á Lækjartorgi. Þegar ræðu- maöur hafði fengið sér rækilega í nefið flutti hann eina þá snjöllustu ræðu sem flutt hefur verið á þessum stað. Hann boðaði að vísu ekki gull og græna skóga fyrst í stað, en dæmið mundi snúast við eftir væntanlegar kosningar. Útkoman varð sú að ríkisstjórnin féll og sjálf- stæðismenn í Reykjavik misstu meiri- hlutann í borgarstjórn. Svo eru ýmsir menn að tala um aö maöur í stjórnar- andstöðu geti ekki verið málefna- legur. Illa gekk aö mynda nýja ríkisstjórn en það tókst í byrjun sept., nokkru áður en venjuleg haustslátrun hófst. Ekki verður sagt að neinn kærleiks- andi hafi ríkt i þessari ríkisstjórn en það gekk þó bærilega fyrst í stað. Nálægt Engladegi (sjá almanak) haustið ’79 sofnar stjórnarsamvinnan og efnt er til nýrra kosninga í byrjun des. Alþýðuflokkurinn tekur við stjórn landsins í þrjá mánuði. Eftir því sem þeir sjálfir segja, og er auð- vitað engin ástæða til að rengja, hefur engu lýðfrjálsu landi verið betur stjórnað. Rikissjóður var rek- inn hallalaust og þrýstihópaforingj- um var sagt að þegja meðan væri verið að stokka spilin upp. Veldi þrýstihópa Ég held að flestir menn viðurkenni að veldi þrýstihópa verður enn víð- tækara frá ári til árs. Vitanlega vilja ekki allir viðurkenna að svo sé: „Hvað varðar mig um þjóðarhag?!” var haft eftir einum foringja þrýsti- hóps þegar hann var spurður að því hvaða áhrif það mundi hafa á þjóðarbúið í heild ef gengið yrði að kröfum hans. Þannig hugsa margir sem eru í svipaðri aðstöðu. Þegar lyfta hefur átt nokkrum láglauna- mönnum og veita þeim örlitla kaup- hækkun kemur öll skriðan á eftir. Ef Páll sem er í neðsta launaflokki færi 10% kauphækkun heimtar Pétur sem er i hæsta launaflokki sömu pró- sentuhækkun og fær hana í lokin og hefur þannig fengið margfalda kaup- hækkun á við Pál. Spyrja mætti: Er þetta rétt? Pétur mun hiklaust svara þvi játandi. Hér' er auðvitað um óviðráðanlegt vandamál að ræða. Erfiðast af þessu öllu er þegar mörg starfsmannafélög vinna hjá sama vinnuveitanda og allt lendir í ill- indum. Gamlir bændur kunna gott ráð við svona löguðu. Þegar grimmum hund- um lenti saman var steypt úr fullri fötu af köldu vatni yfir óróaseggina. Forstjórum er hér með bent á þetta þegar um eilífðarvandamál er að ræða og allt er komið í hnút. Sannað er að kalt steypibað bætir bæði líkamlega og andlega heilsu. Það hefur ekki verið neitt sældarbrauð að stjórna landinu á síðustu áratugum. Menn og konur hafa látið illa að stjórn og svo virðist sem þeir séu í mestum heiðri hafðir sem heimta allt af öðrum. Þessu verður ekki breytt með einu pennastriki. Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.