Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 1
friálst úháð dagblað 7. ÁRG. —MÁNUDAGUR 25. MAÍ1981-116. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Hluti þeirra sem hjóluðu í þágu þeirra sem ekki geta hjólað. Hér koma Breiðhyltingar niður Reykjanesbrautina og stefna á Laugardal. DB-mynd Bjarnleifur. Nær 4000 Reykvíkingar hjóluðu fyrir þá sem ekki geta hjólað: Söfhuðu450þúsundum á hjólreiðadeginum „Það eru ekki alveg öll áheitin komin inn til okkar ennþá en mér sýnist heildarupphæðin ætla að verða ein- hvers staðar á bilinu 450—500 þúsund krónur,” sagði Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra, í samtali í morgun. „Það höfðu ekki allir tækifæri til að hjóla í gær sem höfðu safnað áheitum. Ég reikna með því að viðbótin verði að berast okkur fram eftir vikunni. Alls tóku um 3500 hjólreiðamenn við viðurkenningarskjölum fyrir þátttök- una. Sigurður Magnússon sagði að mun fleiri hefðu þó hjólað. „Við frétt- um af mörgum sem hjóluðu með en sóttust ekki eftir viðurkenningarskjöl- um. Nú, og svo voru þarna foreldrar að fylgja börnum sínum,” sagði hann. „við áætlum að lágmark fjögur þúsund manns hafi verið með í gær. Af þessu er ljóst að hjólreiðadagur- Fundir í öllum deildum Alþingis í dag: ÞINGSUT LIGGJA í L0FTINU EN EKKI K0MIN Á DAGSKRÁ inn hefur tekizt einstaklega vel þó að undirbúningstíminn hafi verið stutt- ur,” bætti Sigurður við. „Við ættum því að geta gert ennþá betur næst. — Mig langar að lokum að þakka öllum þeim fjölda sem lagði hönd á plóginn til að gera daginn sem bezt heppnaðan. Og þá ekki sizt hjólreiðafólkinu sjálfu. Það sýndi með þátttöku sinni að góður grundvöllur er fyrir degi sem þessum. -ÁT- Gert er ráð fyrir þingslitum seint í dag en þeirra er þó enn ekki getið á prentaðri dagskrá Alþingis. Gert er ráð fyrir fundum i öllum deildum þingsins I dag. Efri deild byrjar klukkan 13, neðri deild kl. 14 og fundur er í sameinuðu þingi kl. 17. í efri deild eru 3 mál á dagskrá: varnir gegn sjúkdómum og mein- dýrum á plöntum (ein umræöa vegna breytingar í neðri deild), stjórnar- frumvarpið um raforkuver, 2. um- ræða og frumvarp um framkvæmda- sjóð aldraðra, 2. umræða. Gert er ráð fyrir að þessi mál verði að lögum. í neðri deild eru fjögur mál á dag- skrá, öll til 3. umræðu og gert ráð fyrir að þau veröi að lögum. Þetta eru bílbeltalögin, steinullarverk- smiðjan, stálbræðslan og frumvarp til laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum um einkamálefni. í sameinuðu þingi er fundur kl. 17. Þar fer fram kosning milliþinga- nefndar um málefni Gæzlunnar, kjör í stjóm Þróunarstofnunar íslands til 4 ára, kjör fjögurra þingmanna til að vinna að auknu samstarfi við Græn- lendinga og Færeyinga og síðari um- ræða verður um langtímaáætlun í vegagerð. Þá fer framhald einnar umræðu um ályktun varðandi samgöngur um Hvalfjörð svo og frh. umræðu um nýtingu silungsstofna. Eftir þetta er svo gert ráð fyrir þingslitum. -A.St. Pólitískar deilur f kjölfar frelsunar gíslanna á Spáni — sjá erl. fréttir á bls. 8-9 t .... ...... * „Eins ogósýnileghöndhéldi um stýriöff: Skipverjar afvelta af drykkju er báturinn strandaöi —sjábaksíöu Ofsaakstur ungmenna á stolnum bíl: Bíllinn endastakkst yfir vegoggirðingu — annar piltanna lá 33 metra frá bflf lakinu Tveir 14 og 15 ára piltar, annar frá Keflavík og hinn ffá Njarðvík, liggja mjög mikið slasaðir en þó ekki i lífs- hættu í gjörgæzludeild Borgarspítal- ans. Meiðslin hlutu þeir er bill sem þeir höfðu stolið í Garðinum fór út af Garðskagavegi á mikilli ferð aðfara- nótt sunnudags. Stolni bíllinn sem þeir óku út af var af Daihatsu-gerð. Hann fór út af Garðskagavegi við afleggjarann að golfskálanum í Leiru, flaug yfir veg- inn án þess að koma við hann, valt þar og sveif yfir girðingu og enda- stakkst síðan. Annar piltanna lá 33 metra frá bflnum er að var komið, hinn 5 metra. Var annar meðvitund- arlaus. Báðir eru piltarnir mikið meiddir, brotnir og skornir. Var annar mjög hætt kominn um tíma en eftir langar aðgerðir eru þeir nú taldir úr lifs- hættu. Líklegt þykir að piltarnir hafi fyrr. þetta kvöld stolið bíl í Keflavik, eiriö honum út i Garð og þar stolið Dai- hatsubflnum. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.