Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAÍ1981. Velheppnaður hjólreiðadagur íReykjavík: Ætla hefði mátt að Seðlabankinn í Reykjavík hefði verið tekinn herskildi af öfgasinnum og ríkisstjórnin sæti þar nú öll i gíslingu. Á hverju götuhorni mátti sjá lögreglumenn, einn eða fleiri i fullum skrúða. Viðbúnaður allur var greinilega i hámarki. „Aksjónin” hefur tæpast verið meiri í Barcelona á Spáni þar sem hundrað manns sátu í gistingu i Seðlabankanum. Nei, það voru öllu jákvæðari hlutir að gerast i Reykjavik en i Barcelona. Það var nefnilega loksins komið að hjólreiðadeginum mikla. Og nú áttu bílstjórar að sýna hjólreiðafólki tillits- semi. Annars var lögreglunni að mæta. Á að gizka þrjú þúsund manns tóku þátt í hjólreiðadeginum. Lagt var af stað frá tiu skólum i höfuðborginni og Lagt var af stað frá tiu skúlum i höfuðbórginni klukkan tvö i gær og hjólað á Laugardalsvöllinn. Sjón sem þessi var þvi algeng á götum úti i gær. Og nú urðu bilstjórar að gjöra svo vel að sýna hjólreiðamönnunum tillitssemi. Þúsundir hjóluðu í þágu þeirra sem ekki geta hjólað Konur úr kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og félkgar i Svölunum tóku við áheitum og afhentu viðurkenningar fyrir þátttökuna. Hér c'r tyári Jónasson frétta- maður og formaður Blaðamannafélags íslands .í markfnú, Umkringdur yngra hjólreiðafólki. . ' Tvö slys á Seltjamamesi: Svíning inn á aðal- brautina tókst ekki —og tveir glæsivagnar nær ónýtir Tveir bílar, annar fárra daga gam- all, hinn nýuppgerður til endursölu, eru stórskemmdir eða taldir nær ónýtir, eftir mjög harðan árekstur á mótum Suöurstrandar og Nesvegar kl. 00.20 aðfaranótt laugardagsins. Annar billinn (sá nýi) virti ekki biðskyldu og taldi sig mundu sleppa með þvi að gefa i. Var þarna utan- bæjarmaður á ferð. ökumaður hins bflsins, sem var á aðalbraut, haföi ekki tekið eftir þeim sem aðvifandi kom ogdróþviekkiúrferð. Nýi blllinn kastaðist á umferðar- merki og þaðan út af götunni. öku- maður skarst fyrir neðan auga og stúlka sem var farþegi meiddist í baki. Eignatjónið var gifurlegt. A.St. Firebird-bfllinn flaug 70 m af vegi — þegar ökumaður, grunaður um ölvun, gaf tryllitækinu duglega mn Rúmri klukkustund siðar varö annað slys á sama stað. Tveir ungir piltar komu akandi frá Félagsheimili Seltjarnarness. Þar höfðu þeir komiö við. Og þar var skipt um ökumann, sá sem fengið hafði bflinn aö láni tók við akstri, en hann hafði, samkvæmt grun, neytt áfengis. Síðan var numið staðar á mótum Nesvegs og Suðurbrautar. Er lagt var af stað var ekkert dregið af inngjöf- inni, en um var að ræða glæsilegan farkost af Firebird gerð, en slíkar kerrur taka vel við sér er vel er inn gefið. Það skipti heldur engum togum að ökumaður missti stjórn á bilnum. Smaug hann hjá ljósastaur er þarna er en þeyttist slöan út af hálfs annars metra vegarkanti og. staðnæmdist ekki fyrr en um 70 metra frá vegin- um, eftir veltur og fleira. Báðir sem (bílnum voru köstuöust út í flugferðinni. Annar lá með- vitundarlaus ér að var komið. Var hann illa skorinn á fæti og hafði fengið heilahristing. Hinn var meiddur i baki. Sjónarvottar voru að slysinu. -A.St. ELDUR í ÞAKIRÉTTARHOLTSSKÓLA Reyk tók að leggja frá þaki Réttar- holtsskólans rétt fyrir kl. 14 á laugar- daginn. Er slökkvilið kom á vettvang reyndist eldur í báruplasti, sem klætt er kringum glugga er myndar kvist á miðju þaki skólahússins. Eldur f plastinu hafði, þá er slökkvi- liðiö kom á vettvang, þegar brotið tvo glugga og læst sig í gluggakarm og klæöningu. Mjög fljótlega tókst að slökkva. Tjón er talið óverulegt. Liklegast þykir að um íkveikju sé að ræða. -A.St. stefnan tekin á Laugardalsvöllinn. Þangað streymdu síðan hjólreiða- kappar á öllum aldri, þingmenn jafnt sem skólakrakkar og allt þar á milli. Mest bar að sjálfsögðu á fólki undir fermingaraldri. Allir virtust skemmta sér hið bezta og þó að dálítil bið yrði á þvi að hjólreiðafólkið fengi afhent við- urkenningarskjöl sín fyrir þátttökuna kippti sér enginn upp við það. Veðrið var gott og dagurinn hafði heppnazt vel svo að engin ástæða var til að geð- vonzkast. Það var Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sem stóð fyrir hjólreiðadegin- um f gær. Tilgangurinn með honum var að safna fé til eflingar og útivistar fatl- aðs fólks. Kjörorð dagsins var Hjólaö í þágu þeirra sem ekki geta hjólað. Hver þátttakandi safnaði áheitum í nokkra daga áður en lagt var af stað og var söfnunarfénu síðan skilað á Laugardalsvellinum. Þar fór einnig fram skemmtun með alls kyns tónlist. Þátttakendur f hjólreiðunum voru á öllum aldri. Sú sem bar númerió 989 hefur sennilega fengið að sitja aftan á hjá pabba, mömmu eða eldra systkini. DB-myndir: Sig. Þorri. Einnig var á staðnum belgiski hjól- reiðameistarinn Patrick Sercu. Hann gaf þátttakendum áritaða mynd af sér og sýndi hvernig á að beita kappreiða- hjóli. Hjólreiðadagurinn mikli 1981 var hinn fyrsti sinnar tegundar. Hann heppnaðist svo vel að full ástæða er til að gera hann að árlegum viðburði í höfuðborginni. -ÁT- Nauðlending undirbúin — en allt gekk samkvæmt áætlun og um eðlilega lendingu var að ræða neyðarlending var undirbúin á jörðu niðri. Flugvélin, tveggja hreyfla vél í eigu Bjarna Jónassonar f Vestmannaeyjum, var fullskipuð farþegum. 5 lendingu reyndist hins vegar allt f lagi, þrátt fyrir ljósaskortinn i mæla- borðinu. Lenti flugvélin mjúklega og alveg að venju, nema hvað slökkvibif- reið meö slökkvibyssu elti hana eftir flugbrautinni. Engan sakaöi. -A.St. Slökkvilið Reykjavfkurflugvallar var allt f viðbragösstöðu og hjálparlið slökkvi- og sjúkraliðs frá Slökkvistöð Reykjavikur hafði verið kvatt á vett- vang, er lftil farþegaflugvél frá Vest- mannaeyjum reyndi lendingu á föstu- dagskvöldið. í stjórnklefa vélarinnar kviknuðu ekki þau ljós, sem eiga að sýna læsingu hjóla fyrir lendingu. Flugmaðurinn hringsólaði yfir Reykjavik um stund, meöan hugsanleg Fangageymslur lögreglu snar- fylltustum helgina Mikið magn áfengis var teygað f Reykjavfk og víðar 1 nágrenninu um helgina. Fangageymslur lögreglu 1 Reykjavik og Hafnarfirði fylltust. Gerðist það fyrr f Hafnarfirði en í Reykjavik, enda ekki nema 5 klefar þar syðra. Var þvi beðizt ásjár hjá lögregl- unni f Reykjavfk, en Hafnfirðinga, sem komnir voru til geymslu í höfuðborg- inni varð að sækja aftur þegar allt fylltist f Reykjavik. Þó meðal gesta lögreglunnar væri fólk á öllum aldri, ber mest á ungu fólki i höfuðborginni. Próf eru nú víðast að baki og greinUegt vor i lofti. Slfkt hefur sfn áhrif. Þrátt fyrir þessa miklu ölvun var ekki, að sögn lögreglumanna, um sér- stakar uppákomu hennar vegna. Frá tveimur alvarlegum umferðarslysum er sagt frá á öðrum stað. •A.St. Allt var með eðlilegum hætti er vélin staðnæmdist, nema björgunarlið var allt um kring. DB-mynd S. ■ •» »*»»»»a&B->2-aS943B««4««C««IKVI! ■ %UM%Ua ■«■•*»■■

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.