Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 32
ÁHÖFNIN SVAF ÁFENG- ISDAUÐAISTÝRISHÚSI OGí LÚKAR — er 5 tonna trilfa sigldi á fullri f erð upp í f jöru í Skerjaf irði Fimm tonna trilla meö tveimur mönnum sigldi á fullri ferð um Skerjafjörðinn á laugardagsmorgun- inn og slðan beint upp í fjöru. Lög- reglu var þegar gert viðvart. Er hún kom á vettvang reyndist annar áhafnarmanna og eigandi trillunnar sofandi áfengisdauða á gólfi stýris- húss. Gestur eigandans í þessari sjó- ferð svaf sams konar svefni frammi í lúkar. Strandið átri sér stað við Steinavör nr. 4, en sjónarvottar höfðu áður orðið furðu lostnir á siglingu þessarar 5 tonna trillu milli skerjanna í ftrðin- um. Þegar ljóst varð síðar hvernig komið var fyrir áhöfn bátsins töluðu menn um að engu hefði verið likara en yfirnáttúrlega hönd hefði haldiö um stýrið. Má raunar segja að svo hafi verið í strandinu einnig, því báturinn nam staðar óbrotinn í fjörunni, þrátt fyrir að hafa komið á fullri ferð af sjó. Flaeddi síðan undan honum en á flóði í gærkvöldi náðist hann út — og er óskemmdur. í ljós kom hjá tilkynningaskyld- unni að trillan hafði farið úr höfn kl. 6 um morguninn. Haföi ekkert til hennar spurzt síðan og byrjað var að kalla hana upp án svars. Um borð fundust ýmis ummerki drykkjunnar. Áhafnarmenn hresstust fljótt er lögreglan vakti þá en voru nokkra stund að átta sig á lyktum sjóferðarinnar. - A.St. Sinubruni íHeiðmörk: Gróðurskemmdir litlar Slökkvilið og lögregla var kallað um kvöldmatarleytið í gœrkvöldi upp i Heiðmörk. skemmdist. Svo illa fór ekki núna, tjónið er mun minna. Erfiðlega gekk að koma Þar logaðiþá i sinu og mosa á nokkru svteði. Skemmst erað minnast þess að ifyrra- slökkvibílum á staðinn, eins og sjá má á myndinni, en þegar það hafði tekizt gekk sumarlogaðisina á stóru svæðiíHeiðmörkinnimeðþeim afleiðingum aðgróðurstór- slökkvistarýið vel. -DS/DB-myndirS. Þrjú þúsund manns í reisugilli í Kópavogi á laugardag: Samheldnin f Kópavogi mjög til eftirbreytni — segir Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar, sem færði nýja heimilinu 100 þúsund krónuraðgjöf Eitt stærsta reisugilli sem haldið hefur verið hér á landi fór fram í Kópavoginum á laugardag. Engin boðskort voru send út, þó mættu um þrjú þúsund manns og þáðu veit- ingar. Meðal gesta var forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, þing- menn og ráðherrar og aðrir velunnar- ar. Hjúkrunarheimili aldraðra í. Kópavogi er núna næstum fokhelt en fyrsta skóflustungan var tekin i janúar 1980. Húsið hefur verið byggt fyrir almennt söfnunarfé úr Kópa- vogi og víðar að. Það er 1450 fer- metrar auk 750 fermetra kjallara. Rúm verður fyrir 38 vistmenn. Á þvi stígi sem húsið er nú hafa farið i það 3,8 milljónir króna, sem er skuldlaus eign. 60% af byggingar- kostnaði er söfnunarfé, 20% er frá rikinu og 20% frá bænum. Stemmn- ing var mikil i reisugillinu og heimil- inu færöar góðar peningagjafir. Stærsta gjöfin kom frá Elliheimiiinu Grund, sem færði heimilinu 100 þús- und krónur. Alls söfnuðust á laugar- dag 130 þúsund krónur. „Þessi upphæð er fengin úr sjóði elliheiipilisins. Mér finnst sjálfsagt að hjálpa þeim að koma upp þessu hjúkrunarheimili, enda brýn þörf á þvi,” sagði Gfsli Sigurbjörnsson, for- stjóri Grundar, í samtali við DB í morgun. Gísli sté óvænt i pontu á laugardag og færði þessa góðu gjöf. ,,Ég er mjög hrifinn af þvi hve allir eru samtaka í Kópavoginum að koma heimilinu upp og hve fljótt og vel byggingin hefur gengið. Þetta er mjög til eftírbreytni,” sagði Gisli. -ELA Ásgeir Jóhannesson (til vinstri) tekur við gjöfinni frá Elliheimilinu Grund úr hönd- um Gisla Sigurbjörnssonar forstjóra. DB-mynd Sig. Þorri. frjúlst, ahóð dagblað MÁNUDAGUR 25. MAl 1981. Reiðhjól, sams konar og vlnningshjóllö, voru afl sjálfsögflu á Laugardalsvelitnum i gter, þar sem þús- undir manna fögnuflu hjólreiðadegi. DB-mynd: Sigurflur Þorri. DB-vinninguríviku hverri: Nú erþaðlO gíra reiðhjél Næsti vinningur í áskrifendaleik Dagblaðsins, „DB-vinningur í viku hverri”, er glæsilegt 10 gíra reiðhjól frá Fálkanum. Verðmæti þess er 3.500 krónur. Leikurinn er í því fólginn að einhvern dag í þessari viku birtíst spurning á baksíðu blaðsins. Tengist hún smáaug- lýsingunum. Næsta dag birtist síðan, einhvers staðar í smáauglýsingunum, nafn eins áskrifanda sem dregið hefur verið út. Sá áskrifandi snýr sér síðan til auglýsingadeildar DB og svarar spurn- ingunni. Svari hann rétt er hann eig- andi reiðhjólsins. Nýir áskrifendur geta strax byrjað að taka þátt í leiknum þannig að þeir sem ekki eru þegar orðnir áskrifepdur ættu að láta slag standa, grípa símann, hringja i 27022 og óska eftir áskrift. Þannig gefst kostur á að vera með í leiknum. -KMU. Haglabyssu stoliö Brotizt var inn i skúr vaktmanna við öskuhaugana í Gufunesi um tiuleytið í gærmorgun. Þaðan var stolið hagla- byssu sem vaktmenn hafa tíl þess að fæla burtu fugl sem á haugana sækir. Mikið af haglaskotum hvarf einnig. Ekkert hefur frétzt til ferða innbrots- þjófanna. .ds. Vinningur vikunnar 10 gíra reiðhjól Vinningur í þessari viku er tíu gíra reiðhjól af gerðinni DBS frá Fálkanum, Suðurlandsbraut 8 í Reykjavík. Vinningurinn er nánar kynntur hér að ofan. f vikunni verður birt á þessum stað i blað- inu spurning, tengd smáauglýs- ingum blaðsins, og nafn heppins áskrifanda dregið út og birt i smá- auglýsingadálkum. Fylgist vel með, áskrifendur, fyrir næstu helgi verður einn ykkar glæsilegu reiðhjóli ríkari. Sanltas drykkir LÆKKAÐ VERÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.