Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1981. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1981. 17 16 , íþróttir jþróttir iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Reynirfékk bæði stigin 2. deild. SandgerOisvöllur, ReyniriÞróttur, N. 1:0 (0:0). Ari T. Arason, mlðherjl Reynis i Sandgerði, tryggði liðl sinu bœði stigin i leik þeirra gegn Þrótti frá Neskaup- stað með kolispyrnumarki þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Var það eina mark leikslns. Ari fékk knöttinn úr hornspymu og tókst að þessu sinni að koma honum örugglega inn fyrir marklinuna þó svo að honurn væri þjarmað bæðl af markverði og varnarmönnum. Áður hafði Ari farið likt að. Það var á 4. min. leiksins en knötturinn small á læri varnarmanns sem margir töldu að staðlð hefði fyrir innan marklinu. Vel staðsettur línu- vörður var hins vegar á annarri skoðun og taldi að knötturinn hefði ekki farið aliur inn fyrir marklinuna. Þrátt fyrir sterkan mótvind voru heimamenn mun meira í sókn fyrri hálfleikinn en áttu i miklum erfiðleik- um með að komast i gegnum þétta vörn austanmanna sem stjórnað var af Guð- mundi Ingvasyni. Auk þess greip hinn sikviki markvörður Þróttar, Ágúst Þorbergsson, vel inn í leikinn með góðum úthlaupum og öruggum gripum. Mesta hættan skapaðist úr hornspyrnum Reynismanna, sem voru margar, svo og aukaspyrnum — úr einni þeirra lenti knötturinn í þverslá og þaðan niður á marklínu eftir spyrnu Sigurjóns Sveinssonar rétt fyrir hlé. f seinni hálfleik bjuggust flestir við að róðurinn yrði Reynismönnum léttur, undan strekkingnum, en það fór á aðra leið. Leikurinn jafnaðist þótt knattspyrnan væri ekki upp á marga fiska, mest miöjuhnoö, með einstaka háspyrnum út fyrir völlinn, enda aðal- áherzlan lögð á varnarleikinn af beggja hálfu þar til heimamenn höfðu skorað. Þá loksins vöknuðu Þróttarar og náðu undirtökunum og voru endemis klaufar að jafna ekki metin. Þeir Guðmundur Ingvason og Hörður Rafnsson komust i opin færi en kiknuðu þá í hnjá- liðunum svo að Jón örvar Arason átti ekki í neinum erfiðieikum með að verja lin skot þeirra. Of snemmt er að spá um hvaða sess þessi lið eru líkleg til aö skipa í 2. deild- inn aö hausti en hitt er ljóst að brýna þarf vel bitlausa sóknarmenn þeirra ef þau ætla sér efri sætin. Dómari var Halldór Gunnlaugsson og dæmdi vel. Ingólf ur vann bezta af rekið — á sundmóti Ármanns Ingólfur Gissurarson, ÍA, vann bezta afrekið i sundmóti Ármanns í Laugar- dalslaug I gær. Synti. 200 m fjórsund á 2:23,4 min. Hlaut 642 stig. Hin 13 ára Guðrún Thema Ágústsdóttir, Ægi, — fædd 14. júni 1967, svo allur missldin- ingur með aldur hennar sé úr sögunni — var aðeins stigi á eftir. Sigraði i 200 m bringusundi á mjög góðum tíma, 2:55,6 min. Hlaut 641 stig og þetta er i fyrsta skipti, sem hún syndir Innan við 3 min. i 50 metra laug i 200 m bringu- sundinu. Ingi Þór Jónsson, ÍA, vann þriðja bezta afrekið. Synti 100 m flug- sund á 1:03,6 min. sem gefur 619 stig. Árangur var allþokkalegur á þessu fyrsta útimóti ársins og keppni mikil vlðast. -hsim. Standard og Lokeren í úrslitin? Fyrri leikirnir i undanúrslitum belg- ! isku bikarkeppninnar voru háðir i gær. Standard Liege sigraðl Waterschei 5—2 , á útlvelli. Ásgelr Sigurvlnsson lék mjög : vel en skoraðl ekld. Ralf Edström skoraði tvö af mörkum Standard, Tahamata eitt. Lierse og Lokeren '■ gerðu jafntefll 1—1 i Lierse. Siðari leikir liðanna verða nk. sunnudag og ; allar likur á að það verðl „fslendinga- : liðin” Standard og Lokeren sem lelka ; til úrslita i blkarkeppninni. - hsim. Auðvelt hjá Völsungi — Sigraði Selfoss 4-0 á Húsavíkí2. deildinni Völsungur hafði mikla yfirburði i fyrsta lelk sinum á helmavelli i 2. deild á lelktimabiiinu. Vann Selfoss 4—0 eftir 1—0 i hálfleik. Selfyssingar veittu frekar lltla mótspymu, áhugalausir að þvi er virtist. Olgeir Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu i fyrri hálf- leik. Var felldur innan vítateigs og skoraði sjálfur örugglega úr vítaspyrn- unni. Fleiri urðu mörkin ekki ( fyrri hálfleik en þrjú í þeim síðari. Fyrst skoraði Sigurður Iliugason gott mark, þá Olgeir annað mark sitt en fjórða markið var sjálfsmark Selfyssinga. Jón Gunnlaugsson fyrrum landsliðs- miðvörður frá Akranesi þjálfar og leikur með Völsungi. Sterkur mjög i vörninni og mikil ánægja með hann sem þjálfara. Greinilegt að Jón getur náð langt á því sviði ef hann leggur þjálfun fyrir sig. í fyrsta sinn sem Völs- ungur nýtur þjálfunar eins og gerist hjá liðunum f 1. deild. ísfirðingar hlutu stigin gegn Þrótti — Sigruðu 2-1 í 2. deild á ísafirði á laugardag ísfirðingar hlutu bæði stigin i viður- eign sinni við Þrótt, Reykjavík, á malarvellinum á tsafirði á laugardag. isflrðingar hafa þvi hlotið þrjú stig úr tveimur fyrstu leikjum sinum i 2. delld. Þróttur aðeins eltt stig. Leikurinn á laugardag var frekar jafn. ÍBÍ betri aðiiinn i fyrri hálfleik, Þróttur i þeim siðari og jafntefli hefðu kannski verið réttlátustu úrslitin. ÍBÍ sigraðl 2—1. Ísfírðingar náðu fljótt forustu í leiknum. Fengu þá hornspyrnu, sem Kristinn Kristjánsson tók vel. Gaf vel fyrir markið og Haraldur Leifsson skallaði í mark. Gott mark. Jón Odds- son, frjálsíþróttamaðurinn kunni, sem lék með KR ( fyrrasumar, skoraði síðara mark ÍBÍ. Það var einnig skoraö í fyrri hálfleik. Jón brauzt 1 gegn með hraða sínum og skoraði með þrumu- skoti. í siðari hálfleiknum voru Þrótt- arar sterkari. Hörður Andrésson skoraði fljótlega en Þrótturum tókst ekki að fylgja þvi eftir og jafna. Fengu til þess allgóð tækifæri og reyndar má það sama segja um ísfirðinga. Það var talsvert um marktækifæri í leiknum. Jón Oddsson skoraði annað mark ís- firðinga. Staðaní2. deild Úrslit i lelkjum 2. deildar um helglna urðu þessi: Haukar— ÍBK 1—6 Völsungur — Selfoss 4—0 Fylkir — Skallagrlmur 0—1 Ísafjörður — Þróttur R 2—1 Reynir — Þróttur N 1—0 Staðan er nú þannig: Kefiavik 2 2 0 0 8—1 4 Völsungur 2 110 5—1 3 ísafjörður 2 110 2—1 3 Skallagrimur 2 110 1—0 3 Reynir 2 110 1—03 Þróttur N 2 10 1 2—1 2 Þróttur R 2 0 11 1—2 1 Haukar 2 0 11 2—7 1 Fylkir 2 0 0 2 0—3 0 Selfoss 2 0 0 2 0—6 0 Páll Olafsson slasað- ist á Þróttaræf ingu —og þrír leikmenn liðsins í knattspymunni meiddust á ísafirði Páll Óiafsson. ,,Ég veit ekkl hvað ég kem til með að eiga lengi i þessu. Verð eflaust frá vinnu f nokkrar vikur en ég fer f læknis- skoðun á morgun. Þá ætti þetta að koma betur i Ijós,” sagði Páil Ólafs- son, landsliðsmaðurinni kunni i hand- knattleiknum, þegar DB ræddi við hann i gær. Páll slaS&ðist á knatt- spymuæflngu á föstudag og er nú i gifsi frá úlniið nokkuð upp fyrir oln- boga á vinstri handlegg. ,,Ég vona að þetta hafi ekki nein áhrif í sambandi við handknattleikinn enda er hægri handleggurinn þar þýð- ingarmeiri fyrir mig. Ég féll á malar- vellinum og rifnaði talsvert. Liðpokar slitnuðu ekki en ég var settur i gifs til að halda þessu i réttum skorðum. Enn er óvíst hvað ég þarf að hafa gifsið lengi,” sagði Páll ennfremur. Páll Ólafsson er snjall knattspyrnu- maður. Hefur verið einn bezti maður Þróttar í meistaraflokki undanfarin ár. Hann lék ekki með Þrótti í Reykjavik- urmótinu í vor, byrjaði knattspyrnuæf- ingar seint vegna handknattleiksins. Skoraði hins vegar grimmt í leikjum með Þrótti i 1. flokki og lék fyrsta leik liðsins í 2. deild gegn Reyni, Sandgerði. Vegna meiðslanna gat Páll ekki leikið með Þrótti í 2. deild á ísafirði á laugardag. Þróttur varð fyrir áföllum í þeim leik. Arnar Friðriksson fékk slæmt högg á nefið undir lok leiksins. í fyrstu var óttazt að hann hefði nef- brotnað og var hann fluttur á sjúkra- GEIR VAR STERKAST- UR Á HVALEYRINNI Geir Svansson, GR, tryggðl sér mik- ilvæg stig til landsliðs er hann sigraði örugglega i Þotukeppninni á Hvaleyr- arholtsvellinum um helgina. Lék hann 36 holurnar á 144 höggum. Þetta var annars stór dagur fyrir GR sem átti þrjá efstu menn en það hafðist ekki átakalaust. Þeir Óskar Sæmundsson, GR, Hannes Eyvindsson, GR, og gamla kempan Sigurður Héðinsson, GK, voru allir jafnir í 2. sætinu með 147 högg og urðu að leika bráðabana. Strax á 1. holunni tryggði Óskar sér 2. sætið í keppninni. Lék á 3 — einu undir pari. Sigurður var aðeins um 3 fet frá holu eftir annað högg sitt en Hannes ein 14 fet. Ekki munaði nema þumlungi aö Hannes setti niður i sínu pútti en fór á 4 höggum. Sigurður fór hins vegar illa aö ráði sinu — hitti ekki ofan í holuna af til þess að gera stuttu færi. Fór því einnig á 4. Hann og Hannes léku þá aðra holu en skildu jafnir þar. Loks á þriöju holunni tókst Hannesi að hrista „þann gamla” af sér með hnitmiðuðu innáskoti — feti frá stöng. Setti ofan í i þriðja höggi en Sigurður þurfti 4 högg. Röð efstu manna varð annars þessi: högg 1. GeirSvansson, GR 144 2. Óskar Sæmundsson, GR 147 3. Hannes Eyvindsson, GR 147 4. Sigurður Héðinsson, GK 147 5. Sveinn Sigurbergsson, GK 151 6.-8. Páll Ketilsson, GS 152 6.-8. Gylfi Kristinsson, GS 152 6.-8. Sigurður Pétursson, GR 152 9.-11. Þorbjörn Kjærbo, GS 153 9.-11. Július R. Júliusson, GK 153 9.-11. Eirfkur Þ. Jónsson, GR 153 { keppninni með forgjöf sigraði Sig- Slíkt leyfist ekki f okkar landsliðum Að keppninnl lokinni tók landsliðs- einvaldurinn Kjartan L. Pálsson til máls fyrir sina hönd og Stefáns Stef- ánssonar ungllngalandsliðselnvalds. Gagnrýndi hann harðlega nokkra kylfinga — bæði í karla- og unglinga- landsliðinu — fyrir óíþróttamannslega hegðun. Sáust þeir grýta kylfum og boltum i bræði sinni auk þess sem blótsyrði fuku oft í stórum stil. „Sjáum við Stefán einhvern ykkar gera slíkt er engin spurning um að dagar þess kylf- ings eru taldir í landsliði undir okkar stjórn,” sagði Kjartan. -SSv. Öster með 4 stiga forystu —Teitur með mark í miðri viku en skoraði ekkiígær „Þetta gekk skinandi vel hjá okkur i kvöld,” sagði Teitur Þórðarson er vlð ræddum við hann að heimili hans i Váxjö i gærkvöld. „Við slgruðum Djurgaarden 3—1 og höfum nú unnlð alla okkar leikl — 7 að tölu. Erum langefstir i Allsvenskan. Höfum 14 stig en næsta lið, Sundsvail, hefur 10. „Mér tókst ekki að skora í þessum leik. Fór út af snemma eftir hálfleik eftir aö hafa hlotið meiðsl i samstuði við varnarmann Djurgaarden. Jan Mattson varð einnig að fara út af vegna meiðsla. Það skipti þó litlu þvi við vorum mun betri allan timann og sann- ast sagna man ég varla eftir öster-lið- inu eins góðu og nú. Það voru þeir Tommy Eveson, Nyman og Björklund sem skoruöu fyrir okkur (kvöld.” Teitur skoraði hins vegar sigurmark öster i 2—1 sigri gegn Aatvidaberg á miðvikudagskvöld. „Það er hálf leiðin- legt að vera að yfirgefa félagið þegar svona vel gengur en ekki tjáir að fást um það. Ég vildi fara frá öster, reyna fyrir mér annars staðar, og fékk mitt tækifæri og tók þvi,” sagöi Teitur, sem á nú aðeins eftir 2 leiki með öster áður en hann kemur heim í stutt frí og fer svo beint til Lens í Frakklandi þar sem I nýr heimur bíður hans. Heilmikil veizla var hjá Teiti i gær- kvöld og voru þar saman komnir allir leikmenn félagsins i eins konar kveðju- hófi sem Teitur hélt til að þakka þeim fyrir samveruna sl. þrjú og hálft ár. Teitur hefur ekki misst einn einasta leik úr í Allsvenskan — leikið 85 leiki og skorað 37 mörk. -SSv. urður Héðinsson á 135 höggum nettó. Gfsli Sigurvergsson, GK, varð annar á 138 höggum og þriðji Gylfi Kristins- son, GS, á 142. Hann var með sama nettóskor og Páll Ketilsson og Sigurður Sigurðsson, báðir GS, en hafði betri árangur á sfðustu 9 holum keppninnar og það var látið ráða úrslitum. -SSv. 30 17 10 3 46—15 44 30 14 14 2 43—20 42 30 14 10 6 31- -21 38 30 14 8 8 41- -24 36 30 9 14 7 28- -25 32 30 8 14 8 29- -30 30 30 11 12 7 32—27 29 30 6 17 7 24—27 29 30 8 10 12 26—29 26 30 10 10 10 36—33 25 30 6 13 11 24—39 25 30 7 11 12 18- -34 25 30 8 9 13 25- -33 25 30 4 17 9 19- -25 25 30 5 13 12 18- -31 18 30 6 4 20 19- -46 16 i m húsið á ísafirði. Varð hann þar eftir þegar Þróttarar héldu heim á ný eftir leikinn við ÍBÍ. í ljós kom hins vegar að Arnar hafði ekki nefbrotnað. Þá hlutu tveir aðrir leikmenn Þróttar meiðsli í leiknum, Jón Pétursson og Jóhann Hreiðarsson, miðverðirnir sterku. Meiðsliþeirraeruekkitalinalvarleg. ' -hsim. Juventus meistari Torino-liðið Juventus varð i gær it- alskur meistari i knattspyrnu. Sigraði þá Florentina 1—0 á heimavelli en Roma gerði jafntefli 1—1 á útivelli. Varð i öðru sæti. Niður i 2. deild féllu Brescia, Perugia og Pistoise. Loka- staða var þannig: Juventus Roma Napoli Inter Fiorentina Cagiiari Bologna Catanzaro Torino Avellino Udinese Ascoli Como Brescia Perugia Pistoiese Aðdragandinn að sigurmarkinu. Björn Axelsson (sá minnsti á myndinni) hefur skotið að marki Fylkis. Á leið sinni kom knötturinn við á einum varnarmanna Fylkis og gjör- Dreytti um stefnu. A innfelldu myndinni hirðir Ögmundur Kristinsson knöttinn von- svikinn úr netinu. DB-myndir Bjarnleifur Mark nýliðans tryggði Skallagrími sigurinn! Björn Axelsson skoraði sigurmarkið gegn Reykjavíkurmeisturum Fylkis Það sannast áþreifanlega á Fylkis- i mönnum að Reykjavikurmeistaratign i knattspymu tryggir hvorki eitt né neitt. Þeir máttu á laugardag bita i það súra epii að tapa 0—1 fyrir nýliðum Skalla- grims á Melaveiii i leik sem bæði liðin gátu hæglega unnið. Það var ungur nýliði, Björn Axels- son, aðeins 17 ára gamall, sem skoraði sigurmarkið á 80. mín. Hann átti þá skot á mark Fylkis sem virtist ekki ætla aö skapa mikla hættu. Á leið sinni fór knötturinn í einn varnarmanna Fylkis og snarbreytti um stefnu. ögmundur Kristinsson, markvörður Fylkis, var kominn i öfugt horn og átti ekki mögu- leikaáaðverja. Markið kom eftir talsverðan sóknar- þunga Skallagrimsmanna sem færðust allir í aukana síðasta hálftimann. Garðar Jónsson, þeirra bezti leik- maður, átti tvö ágæt færi skömmu áður en tókst ekki að skora. Bezta færi leiksins féll samt Fylkismönnum í skaut en á ótrúlegan hátt tókst þeim að skjóta framhjá þegar auðveldara var að skora. Það var helzt að bakvörðurinn, Guð- mundur Bjarnason, ógnaði Skalla- grimsmönnum eitthvað. Á 16. min. átti hann bylmingsskot efst i stöngina og skömmu síðar þrumuskot i hliðarnetið. Hann var, ásamt Antoni Jakobssyni, bezti maður Fylkis. Um 40 manna stuðningsmannahópur fylgdi Borgnesingunum að heiman og lét vel í sér heyra. í leikslok var engu líkara en Borgnesingar hefðu unnið heimsmeistaratitilinn — slík voru læt- in. -SSv. Geir Svansson lék mjög yfirvegað á Hvaleyrinni og sigraði sannfærandi. Blikarnir heppnir á Akureyri — Jafntef li Þórs og Breiðabliks 1-1 Frá Guðmundi Svanssyni, Akureyri. Þórsarar sýndu það á föstudags- kvöld i leik sinum við Breiðablik i 1. delld hér á Akureyri að þeir eru til alls visir i sumar. Jafntefli varð 1—1 og Kópavogsliðið var heppið að ná öðru stlginu úr leiknum. Það byrjaði með miklum kraftl elns og það ætiaði að slá vopnin úr höndum heimamanna en það fór á annan veg. Það voru Þórsarar sem náðu yflrtökunum og léku vel og það án Amar Guðmundssonar — áður KR — sem á við meiðsll að striða. Fyrsta stundarfjórðunginn voru Blikarnir meira í sókn en síðan fór Þór að sækja i sig veðrið. Marktækifærin létu þá á sér standa en litlu munaði að Þór skoraði á 22. mín. Guðmundur Skarphéðinsson tók aukaspyrnu og Jónas Róbertsson skallaöi knöttinn í stöng og bjargað var í horn. Eftir horn- spyrnuna átti Guðjón Guðmundsson, áður FH, skot á mark en Ólafur Bjömsson bjargaði á Jínu. Sóknár- þungi Þórs jókst stöðugt en leikmönn- um liðsins tókst ekki að binda enda á sóknarloturnar. Blikarnir komust ekki mikið áleiðis. Sóknarlotur þeirra stönz- uðu yfirleitt á sterkri vörn Þórs. Einkum var Þórarinn sterkur. Þórsarar voru einnig mjög ákveðnir framan af siðari hálfleik og Guð- mundur Sigurbjömsson dómari sleppti * . \ • ““ ' ' - V" <" ' ■ . * Guðmundur Skarphéðinsson með knöttinn rétt áður en hann skoraði mark Þórs. þá ljótu broti Guðmundar markvarðar Ásgeirssonar, Breiðabliki, á Jón Láms- son. Þar átti dómarinn að bóka mark- vörðinn. Á 58. mín. lék Jón Lár. upp kantinn og sendi knöttinn fyrir rrtark Blikanna. Guðmundur Skarphéðinsson skaut framhjá en þremur mln. siðar skoraði Þór. Guðmundur Skarphéðinsson ;prjónaði sig gegnum vörn Blika og spyrnti knettinum i markið framhjá Guðmundi markverði. Rétt á eftir barst knötturinn inn i vitateig Þórs og þar bjargaði Eirikur með góðu úthlaupi frá Jóni Einarssyni. Þór geystist i sókn og Guðmundur Ásg. bjargaði vel góðu skoti frá Jóni Lár. Sóknir Blikanna urðu hættulegri. Eiríkur sló knöttinn yfir markið eftir skot Helga Bentssonar en fimm mín. síðar jöfnuðu Blikarnir. Mikil þvaga við markteig Þórs. Knötturinn gekk manna á milli en f lokin tókst Sigurjóni Kristjánssyni að pota knettinum í DB-mynd GSv. markið framhjá Eiríki, sem sá ekki knöttinn. Jafntefli 1—1 þvi lokaminút- urnar tókst liðunum ekki að skora. Leikmenn Þórs voru jafnir í þessum leik, ívið beztir Þórarinn, Guðmundur Jónasson, Nói og Eirikur. Hjá Biikun- um voru Ólafur og Vignir Baldursson sterkustu mennirnir og einnig léku þeir Jón, Helgi og Sigurjón ágætlega í sið- |ari hálfleik. Guðmundur dómari slapp jsæmilega vel frá leiknum. -GSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.