Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1981. d Erlent Erlent Erlent Erlent I Danmörk: Mótmæli hjól- reiðamanna Tíu þúsund danskir hjólreiðamenn mótmæltu i Kaupmannahöfn og fleiri borgum Danmerkur á laugardag. Kröfðust þeir betri aðstöðu fyrir hjól- reiðamenn. Danir eru ein helzta hjólreiðaþjóð heimsins og eiga meira en þrjár millj- ónir af fimm milljón íbúum landsins reiðhjól. Fimmti hluti íbúanna hjólar daglega til vinnu. Fjögur hundruð danskir hjólreiða- menn létust i umferðarslysum á síðast- liðnu ári. Schmidt hitti Mitterrand Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýzkalands, varð fyrsti erlendi þjóðar- leiðtoginn til að hitta að máli hinn nýja forseta Frakklands, sósíalistann Fran- cois Mitterrand. Schmidt kom á laugardagskvöld frá Bandaríkjunum þar sem hann átti fund með Reagan Bandaríkjaforseta. Var ekki annað að sjá en vel færi á með þeim Schmidt og Mitterrand og talið er að Schmidt hafi látið i ljós þá ósk sina að Mitterrand tæki eins fljótt og mögu- legt væri fullan þátt í bandalagi vest- rænna þjóða. Habib bíður niðurstöðu f undar Saudi-Araba og Sýrlendinga: Sovézkir ráðgjafar með Sýrlendingum í Libanon Menachem Begin forsætisráðherra ísraels segir að sovézkir ráðgjafar fylgi sýrlenzku hersveitunum hvert sem þær fara í Líbanon. Þeir séu til dæmis við eldflaugaskotpallana um- deildu, sem verið hafa aðalágrein- ingsefnið I deilu Sýrlendinga og ísra- elsmanna aö undanförnu. Begin sagði f gærkvöldi að fsraels- menn hefðu upplýsingar um að Sýr- lendingar réðu yfir „nýjustu her- gögnum Sovétmanna, þar á meðal T- 72 skriðdrekum sem geta gleypt sér- hvern bandarísku skriðdrekanna.” „Við vitum líka að sovézkir ráð- gjafar fylgja sýrlenzkum hersveitum hvert sem þær fara, þar á meðal i Líbanon,” sagði Begin. Kastljósið í eldflaugadeilu Sýrlend- inga og ísraelsmanna hefur nú beinzt að Saudi-Arabíu vegna heimsóknar bróður Hafez Al-Assad Sýrlandsfor- seta til Riadh í Saudi-Arabíu þar sem hann ræðir við Khalid konung. Begin sagði að Philip Habib, sendi- maður Bandarikjanna og sáttasemj- ari í deilu Sýrlands og ísraels, biði nú niðurstöðu fundarins i Riyadh. Áður hafði Habib sjálfur heimsótt Riyadh i þeim tilgangi að tryggja stuðning Saudi-Araba við friðartil- raunir hans. Begin sagöi fréttamönnum i gær- kvöldi að Habib hefði komið með nýjar tillögur frá ráðamönnum í Líb- anon. Hann vildi ekkert segja um innihald þeirra en sagði að þær „breyttu engu”. segir Menachem Begin, forsætisráðherra Israels 1 V V * ' 4 V W >' 1 g# Srl 1 K Menachem Begin: Hann sagði i gærkvöld að ísralelsstjórn hefði ekki sett Habib nein tímatakmörk i sáttatilraunum hans. Það mundi stjórnin gera þegar hún teldi ekki lengur von um árangur eftir diplómatískum leiðum. Pólverjar biðja fyrir Wyszynski Pólskir kaþólikkar báðu i gær fyrir heilsu Stefans Wyszynskis kardínála, yfirmanns pólsku kirkjunnar, en heilsu hans hefur farið mjög hrakandi undan- farna daga. í útvarpsmessu í gær var kardínálanum flutt lof fyrir stjórn kirkjunnar á erfiðum tímum. Pólverjar báðu einnig fyrir heilsu Jóhannesar Páls páfa i útvarpsmess- unni. Læknar lýstu því yfir í gær að líðan Wyszynskis kardínála hefði enn versnað. Súdanir vilja f und arabaríkja Jaafer Nimeiri forseti Súdans hefur hvatt til að arabarikin haldi fund til að finna lausn á ágreiningsefnum við Egypta vegna samkomulags þeirra við ísraelsmenn. Bflamarkaðurinn GrettisgStu 12-18—Sfmi25252 Lada Sport 1979. Gulur, eklnn 20 þ.km, sem nýr. Verð lcr. .78 þús. Dalhatsu Charade Runabout 1980. Silfurgrár, eklnn 9 þ.lun, (sem nýr). Verð kr. 68 þús. Toyota Mk. II 1977. Rauður, eklnn 93 þ.km, útvarp + segulband. Snyrti- legur bOI. Verð kr. 53 þús. Land Rover disil 1975: Hvitur, m/vegamæli, ekinn 150 þ.lun. Verð kr. 48 þús. Ford Falrmont 1978. Svartur, eklnn 50 þ.km, 6 cyl. m/öllu. Snjód. + sumard. Kassettutæki. Verð kr. 72 þús. Willys CJ-5 1977. Blár og hvitur, ek- inn 37 þ.lun. Verð kr. 85 þús. (Skiptl möguleg á nýlegum fólksbil. Chevrolet Caprice Estate Statlon 1978 (ný innfluttur). Blásanseraður m/viðarklæðnlngu, 8 cyl. m/öllu. Ath. 7—8 manna bfll. Verð kr. 135 þús. (Sldpti á ódýrari). Cltroén G.S. X-3 1979. Brúnsanser- aður, eldnn aðelns 8 þ.km. Verð kr. 88 þús. Plymouth Voulare Statlon 1978: Gulur /vlðarldæðning). Eldnn 35 þ.km, 6 cyl., sjálfsk. m/öllu, sjód. + sumardekk. Toppbill. Verð lcr. 98 þús. Ford Mustang 1979. Blásanseraður, j6 cyl., sjálfsk., verð kr. 115 þús. (Sldpti möguleg á ódýrarl bil). Nýluxusblfrelð: Pontiac Safarl Grand Le Mans 1980. Blásanseraður m/vlðarldæðnlngu, V-6, sjálfsk. m/öllu.Eldnn 1400 km. (Kom á götuna fyrir 3 vikum). Verð kr. 165 þús. Mazda 323 1978. Grásanseraður, 5 dyra, eklnn aðelns 18 þ.km. Verð kr. 62 þús. Peugeot 504 statlon, 7 manna, 1977. Blásanseraður, gott útlit. Verð kr. 78 þús. A.M.C. Spirit Hatchback 1980. Grá- senseraður, eldnn 15 þ.km, 4 cyl. sjálfsk., aflstýri, litað gler, ýmsir aukahlutlr, sem nýr. Verð kr. 130 þús. Flat Ritmo 1980. Silfurgrár, gullfall- egur. Verð 75 þús. Lada 1500 station 1978. Grænn, eldnn 23 þ.krn. Verð kr. 42 þús. Mikil sala Vantar árgerðir ’80—’81 á staðinn Peugeot 504 G.L. 1978. Grænsanser- aður. Eldnn aðeins 41 þ.km. Ath. sjálfsklptur. Verð kr. 80 þús. Chevrolet Malibu Classic 1978. Rauður m/vinyltopp. Eldnn aðelns 18 þ.km, 8 cyl., sjálfsk., m/stólum. Verð kr. 98 þús. Bronco 1979. Rauður 'og hvftur, 8 cyl. m/öllu, eklnn 34 þ.km. Góð inn- réttlng. Fallegur bfll. Veðr kr. 185 þús. 1 r ^ ’ i b W BX ;• Cherokee 1979. Brúnsanseraður, 4ra dyra, 6 cyl. sjálfsk. m/öllu. Eldnn aðeins 30 þ.km. Verð kr. 150 þús. (Sldpti möguleg). Honda Accord 1980. Sllfurgrár, eldnn 12 þ.lun. Verð kr. 98 þús. (Sklpti möguleg á ódýrari bU).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.