Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 8
Erlent
Erlent
Erient
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1981.
Erlent
I
Öf gamenn héldu um 200 manns í gíslingu í banka í Barcelona:
Lögreglan frelsaði
alla gíslana í gær
— Kommúnistar
vantrúaðirá
yfirlýsingarum
að þjéðvarðliðar
hafi ekkiátt þátt
ftöku bankans
Atburðirnir i Barceiona um helgina voru af mörgum settir i samband viö valdaránstilraun þjóðvarðliðanna i febrúar siðast-
liðnum. Nú hefur innanrikisráðherra landsins hins vegar neitað þvi að þjóðvarðliðarnir hafi átt þátt i töku bankans. Myndin
var tekin er einn þingmannanna, Heiena Maria Moreno, var leidd út úr þinghúsinu í febrúar eftir að þjóðvarðliðarnir höfðu
gefizt upp. Eins fór fyrir þeim er tóku bankann i Barcelona. Þeir urðu að gefast upp án þess að fá kröfum sfnum fullnægt.
Einn öfgamannanna lét lífið í árás-
inni á bankann. Hins vegar tókst að ná
öllum gíslunum ósærðum, að því er
Juan Jose Roson innanríkisráðherra
sagði. Gíslarnir voru upphaflega rúm-
lega tvö hundruð en öfgamennirnir
höfðu látið 150 þeirra lausa áður en til
árásar lögregluliðsins kom.
Meðan öfgamennirnir höfðu bank-
ann á sínu valdi var Ulið að þeir væru
24 að tölu. Þeir voru sagðir hægri
menn og mjög vel vopnum búnir og
aðgerð þeirra var sögð mjög vel skipu-
lögð. Krafa þeirra um aðfjórir liðsfor-
ingjar sem tóku þátt í valdaránstilraun
þjóðvarðliðanna í febrúar síðastliðn-
um yrðu látnir lausir benti til þess að
þjóðvarðliðar væru á einhvern hátt
viðriðnir töku bankans.
Innanríkisráðherra Spánar sagði
hins vegar í morgun að það hefðu
aðeins verið ellefu menn sem tóku
bankann á sitt vald og þeir hefðu
hvorki verið öfgasinnaðir hægrimenn
né úr öryggissveitum hersins.
Miðstjórn spænska kommúnista-
flokksins lét i Ijós mikla undrun yfir
þessum ummælum innanríkisráðherr-
ans og sagðist ekki mundu þola neinar
tilraunir til að breiða yfir það hverjir
bæru ábyrgð á töku bankans. Þess var
og krafizt að „allir þeir hryðjuverka-
menn sem tóku þátt í bankaárásinni
yrðu handteknir, hver sem staða
þeirra væri.”
Blas Pinar, leiðtogi Fuera Nueva
flokksins, sem er yzt á vinstri vængn-
um, krafðist þess að stjórnin segði af
sér. Hann harðneitaði fréttum að
flokksbræður hans hefðu tekið bank-
ann á sitt vald.
Sósíalíski verkamannaflokkurinn
krafðist ýtarlegra skýringa þegar í stað
á hverjir bæru ábyrgðina.
Einn gíslanna særðist og sagði hann
að einn mannanna er tóku bankann á
sitt vald hefði skotið hann I fótinn til
að koma í veg fyrir að lögreglan
gerðist of ágeng. Leiðtogi mannræn-
ingjanna var sagður Jose Juan Marin-
ez, 25 ára gamall anarkisti frá Alm-
eria.
IAntonio Tejero dc Molina fyrrum liðs-
foringi var i hópi þeirra sem mannræn-
ingjarnir kröfðust að yrðu látnir laus-
ir.
Pólitiskur ágreiningur kom upp á Spáni í gær i kjölfar frétta um að sérþjálfaö
lögreglulið hefði frelsað gislana sem höfðu verið 37 klukkustundir í haldi öfga-
manna sem tekið höfðu banka i Barcelona herskildi. Hótuðu þeir að sprengja
hann i loft upp ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra um aö aliir þeir sem voru við-
riðnir valdaránstilraun þjóðvarðliðanna i febrúar siðastliðnum yrðu látnir lausir.
Erlendar
fréttir
Viktor Kortsnoj: „Þeir leika sér að örlögum sonarmins.’
Eg býst við aukn-
um þrýstingi á
fjölskyldu mína”
— segir Viktor Kortsnoj
Skákmeistarinn Viktor Kortsnoj
sagði á blaðamannafundi um helgina
að hann ætti von á aö sovézk yfirvöld
beittu fjölskyldu hans auknum þrýst-
ingi áður en einvigi hans og Karpovs
um heimsmeistaratitilinn i skák hefst á
ítaliu i september næstkomandi.
Kortsnoj sagði: „Ráðamenn Sovét-
ríkjanna leika sér að örlögum sonar
mins eins og þeir séu að reyna að láta
þau hafa áhrif á skákiðkun mína.”
Hann nefndi sem dæmi að sonur
hans hafi verið fluttur frá Leningrad til
Síberíu um leið og hann átti sjálfur í
höggi við Tigran Petrosjan í áskor-
endaeinvígi. Bréf til sonar hans hafi
verið stöðvuð á sama tíma og Kortsnoj
tefldi við Polugayevsky sem var eins og
Petrosjan fulltrúi Sovétrikjanna í
áskorendaeinvigjunum um heims-
meistaratitilinn í skák.
„Ég velti nú fyrir mér upp á hverju
þeir muni finna þegar ég mæti Karpov 1
Merano i september,” sagði Kortsnoj.
Baez f ékk ekki að
FORSETIECUADOR
FÓRST í FLUGSLYSI
Jaime Roldos forseti Ecuador lézt 1
flugslysi nærri landamærum Perú 1
nótt.
Flugvél hans hrapaði og eidur kom
upp i henni fyrir utan borgina Guach-
anama. Um borð í vélinni voru einnig
kona hans, varnarmálaráðherrann
Marco Subia og kona hans, tveir her-
menn og þriggja manna áhöfn. Forveri
Subia í starfi lét lífið i flugslysi fyrir
átján mánum.
Hinn vinstri sinnaöi Roldos komst til
valda 1979. Hann var þá aðeins 39 ára
gamall og yngsti forseti i Rómönsku
Ameriku. Hann vann glæsilegan sigur 1
kosningum og batt þar með enda á níu
ára stjórn hersins í Ecuador.
í útvarpsfréttum i Ecuador var sagt
að allir þeir er i vélinni voru hefðu látizt
en það hafði ekki verið staðfest í
morgun.
Flugvélarræn-
ingjar veita
aukinn f rest
Tyrkneskir vinstri menn sem um
helgina rændu tyrkneskri fiugvél og
skipuðu flugstjóra hennar að fljúga til.
Búlgaríu hafa veitt tyrkneskum yfir-
völdum aukinn frest til að verða viö
kröfum þeirra um að láta lausa 47
vinstri menn úr fangelsum landsins.
Flugvélarræningjarnir höfðu hótað
að skjóta fimm Bandarfkjamenn sem
eru um borð 1 vélinni ef ekki yrði
gengiö að kröfum þeirra. Þeir höfðu
einnig hótað að sprengja vélina i loft
upp klukkan sjö í morgun ef stjórnvöld
heföu ekki greitt lausnargjaldið. Þeir
hafa nú veitt stjórnvöldum ótilgreindan
frest.
syngja í Brasilíu
Joan Baez: Herstjómlr Rómönsku Ameriku er ekkl hrlfnar af henni.
Lögreglumenn hindruðu banda-
risku söngkonuna Joan Baez i að
halda tónleika við kaþólska háskól-
ann í Sao Paulo i Brasiliu á laugar-
dagskvöld, að því er talsmaður há-
skólans sagði.
Lögreglan kom á vettvang nokkr-
um minútum áður en tónleikar Baez
áttu að hefjast og sagði að hún heföi
ekki nauðsynleg leyfi yfirvalda til að
halda tónleika.
Baez, sem á sinum tima var þekkt
fyrir andstöðu sína við þátttöku
Bandarlkjamanna i Víetnam-stríð-
inu, hefur gagnrýnt herstjórnir
Rómönsku Ameriku mjög opinskátt.
Áður hafði henni verið meinað að
halda tónleika í Chile og Argentínu.
Hún hélt þó óopinbera tónleika í
Santiago, höfuðborg Chile.