Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAÍ1981. STRÍDSKVIKMYNDALEIKARI STRANDAGLÓPUR í REYKJA- VÍK í EITT OG HÁLFT ÁR Flugvél af gerðinni DC-3, „þristur”, hefur verið strandaglópur á Reykjavíkurflugvelli siðan i nóvem- ber 1979, eða i eitt og hálft ár. Ekkert bendir til þess að hún muni fara héðanánæstunni. Reykjavik átti aðeins að vera við- komustaður flugvélarinnar er verið var að ferja hana, á vegum fyrirtækis í Kaliforniu, frá Bretlandi til Banda- ríkjanna. Upphaflegur eigandi hennar var portúgalski herinn sem notaði hana i Afriku. Þegar flugvélin var á leiðinni hingað frá Bretlandi kom skeyti, frá bandarisku flugmáiastjórninni til þeirrar íslenzku, um að risinn væri ágreiningur um hver væri réttur eig- andi hennar. Var beðið um að vélin yrði stöðvuð hér og sviptu bandarisk flugmálayfirvöld hana svokölluðu ferjuleyfi. Krafan um stöðvun vélarinnar kom frá brezku fyrirtæki, Visionair, sem kaupir og selur gamlar flugvélar, aðallega fyrir stríðskvikmyndir. Taldi Visionair sig réttan eiganda hennar. Þannig var að starfsmaöur Visio- nair haföi annazt kaupin á vélinni og reyndar sjö öðrum í leiðinni. Hélt hann þvf fram að hann hafði keypt flugvélarnar fyrir sjálfan sig, persónulega, og mætti þvi endurselja þær til Kaliforníu. Málið fór fyrir dómstól í Miami á Flórída, sem komst að þeirri niður- stöðu, sumarið 1980, að brezka fyrir- tækið Visionair væri réttur eigandi. Skömmu siðar kom maður frá þvi fyrirtæki hingað til lands. Flug- vélarnar voru þá orönar tvær þvi önnur sams konar hafði komið hingað i febrúar 1980 og stöðvazt af sömu ástæðu og hin fyrri. Flaug maðurinn seinni vélinni til Bretlands. Ætlaði hann aö koma fljótlega aftur og sækja hina vélina. Þá kom i ljós að fjármál Visionair voru f bágbornara lagi. Það gat ekki greitt viðgerð sem Iscargo hafði annazt á vélunum vegna skemmda sem þær höfðu orðið fyrir vegna veðurs. Einnig voru ógreiddir reikn- ingar fyrir stæðisgjöldum til Flug- málastjórnar. Ekkert varð því úr aö hin vélin yrði sótt. Flugvélin þurfti því að standa úti enn um sinn. En fslenzki veturinn Iét hana ekki i friði; hamaðist á henni hvað eftir annaö og i óveðrinu mikla, 16. febrúar, fauk hún á skúrbyggingu og skemmdist mikið, þrátt fyrir að þungir steinklumpar væru bundnir við hana. ,,Ég yrði ekki hissa ef slökkviliðið færi brátt að æfa sig á henni,” sagði Sveinn Björnsson hjá Flugþjónust- unni hf., en hann er aðalheimildar- maöur blaðsins fyrir þessari frétt'. Sagði hann það óvist hvort borgaöi sig að gera við vélina en örugglega mætti nýta mótorana og annan tækjabúnað. -KMU. Þristurinn, sem rifist var um, hefur staöió á Reykjavfkurflugvelli frá þvi i nóvember 1979. DB-mynd: Siguröur Þorri. Aðalf undur Iðnaðarbankans: ✓ Methagnaður Iðnaðarbankans —60% aukning hlutafjár samþykkt Hagnaður Iðnaðarbankans á sföasta ári varð meiri en nokkru sinni fyrr, eða 4.42 milljónir eftir afskriftir. Árið áður varð hagnaðurinn 0.8 milljónir ný- króna. Árið 1980 var Iðnaöarbankanum mjög hagstætt, hvort sem litið er á inn- lánsþróun, rekstrarafkomu eða lausa- fjárstöðu. Heildarinnlán bankans i árs- lok voru 22,1 milljarður gkróna og var það 76% aukning frá árinu áður, eða mesta innlánsaukning milli ára i sögu bankans. Lausafjárstaöan batnaði á árinu og nam meðalinnistæða á við- skiptareikningi bankans i Seðlabank- anum 340 milljón gkrónum, samanborið við 114 milljónir árið áður. Þessar upp- Bragi Hannesson bankastjóri skýrir reikninga Iðnaðarbankans á aðalfund- inum: staðani mjðg blómleg. lýsingar komu fram á aöalfundi bank- ans, sem haldinn var nýlega. Þar var m.a. ákveðið, aö auka hlutafé bankans um 60% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, eða úr 1.037,5 miUjón gkrónum i 1.660 millj. gkrónur. Gunnar J. Friðriksson, formaður bankaráösins, flutti skýrslu ráösins um starfsemi bankans á iiönu ári. Bragi Hannesson, bankastjóri, skýrði reikn- inga bankans og Ragnar önundarson, aðstoöarbankastjóri, gerði grein fyrir starfsemi Iðnlánasjóðs, sem einnig stendur með miklum blóma. Iðnaðar- ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, sat fundinn og flutti ávarp. 1 bankaráö voru kjörnir Gunnar J. Friðriksson, Gunnar Guðmundsson og Sveinn S. Valfells. Varamenn voru kjörnir Magnús Helgason, Sveinn Sæmundsson og Leifur Agnarsson, Iðnaðarráðherra skipaöi Sigurð Magnússon og Kjartan Olafsson sem aðalmenn i bankaráðið og Guðjón Jónsson og Guðrúnu Hallgrimsdóttur sem varamenn. Endurskoðendur voru kjörnir Haukur Björnsson og Þórleifur Jónsson. Einnig var kosinn Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoöandi. Bankastjórar eru Bragi Hannesson og Pétur Sæmundsen og aöstoðarbanka- stjóri Ragnar önundarson. -ÓV. MATS KYNNIR NÝJA 0G BETRI P0LAR0ID-FILMU Mats Wibe Lund, sem hefur umboð fyrir Polaroid skyndimyndavélarnar, kynnti blaðamönnum fyrir nokkru nýja gerð af Polaroid-litfilmu. Nýja litfilman, sem fyrirtækið kallar Supercolor Time Zero, er árangur mik- illa rannsókna i þá átt að endurbæta myndgæðin. Nýju litmyndirnar, sem framkallast á einni mínútu, eru tærari, hreinni og skarpari en þær myndir sem Polaroid hefur hingað til boöið upp á. Polaroid-myndavélin hefur þann kost að myndin framkallast á auga- bragði. Er hún því mikið notuð sem leikfang. Mats Wibe Lund segir að hún geti einnig komið að gagni í atvinnu- lifinu, til dæmis noti tryggingafélög slíkar vélar tii að mynda tjón. -KMU. Mats Wibe Lund með Polarold-mynda- vél. DB-mynd: Sig. Þorri. Hægri sveif la í Garðinum Stjórn og trúnaðarmannaráði Verka- lýðs- og sjómannafélags Gerðahrepps var velt úr sessi á aðalfundi félagsins á fimmtudagskvöldið. Talsverð hægri sveifla varð í félaginu í stjórnar- og trúnaðarráðskosningu, en fyrri stjórn var vinstra megin við miðju i pólitík. Ólafur Sigurðsson hafði verið for- maður I mörg ár í félaginu, en Jón Hjálmarsson starfsmaður fiskverk- unarinnar Ásgeir hf. var kosinn for- maöurihansstað. „Jú, það er óhætt að segja að þetta hafi verið hægri sveifla,” sagði Jón Hjálmarsson í viðtali við fréttamann DB. ,,Ég vil þó ekki meina að kosið hafi verið um pólitík, en er ekki pólitík iöUu?” Þessi „bylting” er ekki af alvarlegu tilefni. Hér er um að ræöa fólk, sem hafði áhuga á meiri þátttöku félaga í verkalýðsfélaginu. Vildi meiri virkni meðal hinna almennu félaga. ’ ’ — Hafa verið væringar í félaginu? „Já, það má segja að svo hafi verið frá síðasta aðalfundi, a.m.k. meiri virkni meðal féiaga.” -JH. Valfrelsi hugarað framboðs- málum Valfrelsismenn hafa nú ákveðið og ályktað að athuga, hvort ekki sé tfmi tU kominn að stofna lýðræðislegan stjórn- málaflokk. Svo segir i fréttatilkynn- ingu, sem DB hefur borizt frá samtök- unum. í greinargerð ályktunar Valfrelsis- manna segir að nær fjórum áratugum eftir lýðveldisstofbunina á ÞingvöHum, þar sem þjóðinni hafi verið „lofað iýðræði með fögrum orðum stjórn- málamanna” hafi lítið sem ekkert bólað á efndum. Það sé auðséð, að stjórnkerfi landsins sé í molum og að stjórnmálaflokkarnir ráði ekki við vandamál þjóðarinnar. Vitna þeir til þess að formaður stjórnarskrárnefndar hafi sagt á fundi um kjördæmamáUð, að öUum væri ljóst að „núverandi ástand er algjör firra”. Valfrelsismenn hafa starfað innan allra stjórnmálaflokkanna, sem þeir segjaallahafaviðurkennt aðbreytinga á kjördæmaskipan sé þörf en ekki komið sér saman um annað en að fjölga þurfi alþingismönnum. „Það er þess vegna sem Valfrelsi hefur neyðzt til að taka þá ákvörðun að athuga hvort tímabært sé, að Val- frelsi velji fólk tU framboðs fyrir næstu alþingiskosningar. ” Ábyrgðarmaður Valfrelsis er Sverrir Runólfsson. -ÓV. Fáskrúðsfjörður: GRUNNSKÓL- ANUM SLITIÐ Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar var sUtið fyrra sunnudag. Alls voru 182 nemendur í skólanum i vetur og þar af 1519. bekk skólans. Starfandi kennarar við skólann eru tólf og eru góðar horfur með kennara áfram. Skólastjóri grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru Einar Már Sigurðsson. -Æglr, Fáskrúösflrðl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.