Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 28
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAÍ1981. ÍSLENZKA BLEYJAN TOK 2 DL, SÚ ERLENDA 3 DL Á 2 MÍN. Tilraunir með nýja islenzka f ramleiðslu íslenzka bleyjan cr einna líkust risastóru dömubindi. Nauösynlegt er aö hafa sérstakt bleyjuplast utan yfir bleyjuna, eins og er hér undir bossanum á tilraunasveini neytendasiðunnar! Komin er á markaðinn ný fram- leiðsla af pappirsbleyjum frá fyrir- tækinu Bossa. Bleyjurnar eru í 40 stykkja pokum og í fréttatilkynningu segir að þessar íslenzku bleyjur kosti um það bil helmingi minna en erlendar pappírsbleyjur. — Bossa- bleyjurnar eru í laginu líkt og stór dömubindi, — eða mjög frábrugðnar þeim erlendu pappirsbleyjum, sem umsjónarmaður neytendasíðunnar kannast við. Sendur var einn poki af bleyjum til neytendasíðunnar, til þess að hægt væri að reyna framleiðsluna á bleyjubörnum blaðamanna. Gerðar voru þrjár tilraunir á bleyjubörnum á mismunandi aldri og af báðum kynjum. í tilrauninni tóku þátt stúlkubarn eins og hálfs árs, stúlku- barn eins og hálfs mánaðar og piltur tæpra þriggja mánaða. Fara hér á eftir skýrslur um tilraunir þessar, merktar I. II. og III. Þá var einnig gerð tilraun á ritstjórnarskrifstofu DB og rannsakað hve mikið magn af vatni Bossableyja drakk i sig á tveimur mínútum. Til samanburðar var rannsakað hve mikið vatn Pampersbleyja (fyrir nýfædda) drakk ísigásama tíma. bakkanum. Var þetta gert nákvæm- lega eins við báðar tegundirnar. — Bossableyjan Blotnaði greinilega í gegn á 1/2 mínútu, virtist drekka töluvert i sig, en féll saman. Hélt vatninu illa, þannig að mikið lak úr henni aftur í bakkanum. — Hélt í sér 2 dl af vatni eftir að hafa legið í því i 2 mínútur. Pampersbleyja, fyrir nýfœdda Pampersbleyjur, bandarískar, eru til i þremur stærðum, aö minnsta kosti, og er þá miðað við stærð barn- anna. í tilraun okkar notuðum við bleyju fyrir nýfædda. Pampersbleyj- urnar eru allt Ööru visi i laginu heldur en Bossableyjurnar. Þær eru um það bil þrisvar sinnum breiðari og settar saman á hliðunum með límmiðum. Þær eru þaktar með plasti að utan og 'þvi eru bæði bleyjubuxur og gúmbuxur algerlega óþarfar. — Plasthliðin var látin snúa upp I tilrauninni. Bleyjan byrjaði strax að drekka í sig vatnið og virtist gegnblotna fyrir innan plastið á um það bil 1/2 mínútu, alveg eins og Bossableyjan. Pampersbleyjan hélt vætunni mun betur en Bossableyjan. Eftir tvær mínútur var hún tekin upp úr vatninu og látið leka af henni. Vatnið í bakkanum var mælt og reyndist Pampersbleyjan halda 3 dl af vatni, eða einum dl betur en Bossableyjan. Eigendur fyrirtækisins Bossa sf. eru Steingerður Hilmarsdóttir, Sigriður E. Magnúsdóttir, Simon Vaughan og Bjarni P. Magnússon. Framkvæmdastjóri er Steingerður Hilmarsdóttir. -A.Bj. morgnana og mér fannst að í svo langan tíma væri ekki nóg að hafa pappírsbleyjurnar, þó tvær væru. Ég nota venjulega um 8 bleyjur á dag en af þessúm þyrfti ég mun fleiri. Það þýðir meiri útgjöld í bleyjur fyrir utan óþægindin sem fylgja því að þurfa að skipta á barni sem sparkar og vindur sig til mun oftar en áður. Ég gæti trúað að þessar bleyjur væru ágætar á nýfædd börn og mjög litil börn sem skipta þarf oft á og mundi líða vel með litla bleyju. En fyrir eldri börn finnst mér bleyjurnar vera algerlega ófull- nægjandi. Vatnstilraunin Mældur var einn litri af vatni og því hellt i ljósmyndabakka. Bleyjan látin út i og fylgzt með breytingum á henni í tvær minútur. Þá var bleyjan tekin upp og látið leka úr henni. Síðan mælt vatnið sem eftir var í Tilraun I. Meybam, hálfs annars árs —Óf ullnægjandi fyrír eldrí bömf gætu verið heppilegar fyrír nýf ædd böm Ég reyndi sýnishorn af pappírs- bleyjum á dóttur minni sem er hálfs annars árs. Ég nota ekki oft slíkar bleyjur vegna þess að þær eru yfirleitt svo dýrar og fyrirferðarmiklar að bera heim úr búðinni. Þvi hafði ég ekki aðrar tegundir heima við að bera saman við sýnishornið, en mér fundust tilraunableyjurnar fremur litlarogþunnar. Um hina fyrstu skipti ég eftir hálfa klukkustund, þá næstu eftir tvær klukkustundir. Þær bleyjur höfðu dregist verulega saman og sýndust enn þynnri en reyndust hafa dregið vætuna vel inn í sig. Fjörutiu minútum síðar sá ég barn- ið lita með forundrun niður eftir fót- leggjum sinum og á litinn poll sem myndaðist á gólfteppinu. Ég tók hana upp og hún var gegnblaut. Þegar ég skipti á henni var bleyjan gegnblaut svo úr henni lak. öll föt barnsins voru blaut og húð hennar einnig rök. Klukkustund seinna voru buxur barnsins orðnar blautar aftur og ég varð að skipta um öll föt á ný. Ég setti þá á hana tvær bleyjur. Það reyndist árangursríkara, en fór fremur illa á barninu. Ég þórði ekki að reyna að hafa bleyjuna á henni yfir nóttina því dóttir mín er venjulega mjög blaut á Sveinninn er ánægður með nýju bleyjuna sina og plastið er hlýtt i báðum hliðum. Brátt fer veður að skipast i lofti og sveinninn er orðinn rakur á ncðri endanum. íslenzku bleyjumar eru langódýrastar Bossableyjur 40 stk. á 40.30 kr. 1 kr. pr. stk. T-bleyjur, Möln 32 - - 62,80 - 1,96 - - Quick, Möln 24 - - 58,00 - 2,41 - - Mölnycke (líkastar ísl. bleyjunum i útl.) Nr. 1. 40 - - 46,70 - 1,16 - - Nr. II. 40 - - 60,60 - 1,51 - - Pampers: f/5-7 kg börn 30 - - 58,00 - 1,93 - - f/7—10 kg börn 24 - - 56,80 - 2,36 - - f/nýfædd börn 30 - - 56,30 - 1,87 - - Þetta verð fékkst i Garðsapóteki 20. mai 1981.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.