Dagblaðið - 25.05.1981, Síða 19

Dagblaðið - 25.05.1981, Síða 19
ÐAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1981. 19 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . BasemeatS—1965-1980: Gullkom, en heild- arsvipinn vantarl AnyTrouble — WhereAreAIITheNice Girís NÆSTA PLATA SKER ÚR UM RAUN- VERULEGA GETU ,,Það eru engar hindranir 1 tónlist — engin höft,” segir Dennis Morris, fyrr- um ljósmyndari og aðalsprautan i hljómsveitinni Basement 5. „Mér hefur alltaf fundizt það fáránlegt að svert- ingjahljómsveitir spili bara reggae og hvitramannabönd bara rokk.” Með þessi orð að leiðarljósi slá Morris og fé- lagar tvær flugur i einu höggi og leika kröftugt reggae/rokk. í mörgum til- vikum meira að segja kröftugra og friskara rokk en undirritaður hefur lengi heyrt. Það hlýtur að þurfa þokkalega hljómsveit til að fá jafngrjótharðan bárujárnsrokkara og mig til að með- taka reggae eins og eðlilegan hluta af tilverunni. Ég fer ekki f launkofa með að ég hef frá frumbernsku haft tak- markað álit á þeirri tegund tónlistar. Fundizt hún „single-phrased” og fram- úrskarandi einhæf. Það þarf sennilega ekki að taka það fram að ég var ekki i hópi syrgjenda Bob Marleys. En Base- ment 5 tekst prýðilega að telja mér trú um að rokk og reggae myndi ágætis blöndu sé rétt að henni staðið. Þeim félögum Morris, JR, T og Leo hefur með plötu sinni, 1965—1980, tekizt bærilega upp þótt vissulega séu hnökrar á sköpunarverkinu. Platan er reyndar ákaflega misjðfn að gæðum ef grannt er skoðað. Þar er að finna hreinustu gersemar og allt niður í eitt þrautfúltlag. Sem einlægan rokkara hitta lög eins og Last white christmas, Hard work og jafnvel Riot mig beint í hjartastað. Þungur og kröftugur taktur (ridim kalla þeir það á engilsaxnesku) ein- kennir þessi lög og Leo þenur bassann eins og hann ætti lffið að leysa. Fram- lag hans er mest áberandi enda bassinn í forsæti í hljóðblöndun ásamt tromm- unum hjá T, sem og tiðkast nú sem mest á brezkum. Söngur Morris kemur þar á eftir, en gítarleikur JR (varla sá í Dallas?) er aftarlega á merinni í hljóð- blöndun en gægist endrum og sinnum fram. Söngur Dennis Moris er í senn. kraftmikiil og rámur en svo aftur seið- magnaður eins og t.d. í Immigration, sem er virkilega ljúft reggae/rokk-lag. Platan 1965-1980 er um margt mjög góð en hins vegar er heildarsvipurinn ekki nándar nærri nógu sterkur. Inn á milli koma slök lög sem draga hana niður þrátt fyrir gullkornin. Þeirra vegna er hins vegar ekkert vert að láta hana fara framhjá sér. -SSv. og fremst sú að vinnslutfmi I leit að lffsgæðum var aðeins nokkrar vikur. Platan Hvers vegna varst’ ekki kyrr? var hins vegar eins konar hobbí Pálma þegar hann var ekki að vinna ( öðrum verkefnum. Fyrir bragðið varð hún hálfsundurlaus og jafn- framt stefnulaus. Á nýju plötunni eru nokkur sterk Iög. Sigurlag söngvakeppni sjón- varpsins, Af litlum neista, er það lag sem maður gripur fyrst og verður jafnframt fyrst leiður á. Mörg önnur vinna hægt og sígandi á og verða því lengur minnisstæð. Þar má nefna Út í kvöld, ágætis danslag eftir Jóhann G. Jóhannsson, Deyjandi blóm eftir Magnús Eiríksson og titil- lag plötunnar sem Jóhann G. samdi. Þá er lagið Von um frið einnig ákaf- lega minnisstætt, þó ekki væri nema bara vegna efnisins. Jóhann G. Jóhannsson samdi þetta lag I minn- ingu Johns Lennon. Það er ekki oft sem ástæða er til að hrósa Jóhanni fyrir textasmið en í Von um frið tekst honum prýðilega upp. Niðurröðun laga á í leit að lífsgæð- um er nokkuð óvenjuleg. Hröð lög eru í meirihluta á A-hliðinni og hinum megin koma rólegar ballöður. Þetta kemur ágætlega út að þessu sinni. Ekki vildi éa bA ^ ^ vífZ'L uyggðar upp á þennan hátt. f leit að lífsgæðum var unnin í Hljóðrita með áhlaupi snemma i vor. Með Pálma er gott lið hljóðfæraleik- ara sem allir skila sínum hlutverkum vel. Vert er þó að vekja sérstaklega athygli á góðum hljómborðaleik yngsta mannsins i hópnum, Eyþórs Gunnarssonar. Sérstaklega fer hann á kostum í laginu Minningin ein. Sú gróska sem héíur veriö í islenzkri plötuútgáfu á þessu ári hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum. Mesta athygli hafa fengið tónlistarmenn sem höfða mest til unglinga, hressir rokkarar með hráa og kraftmikla tónlist. Þeir eldri, sem eir.rr.itt voru í sporum þeirra ungu fyrir fimm til tíu árum, eru þó síöur en svo dauðir úr öllum æðum. Sérstök ástæða er til að kætast þegar í ljós kemur að „öldungarnir” eru enn í framför eins og Pálmi Gunnars- son á plötunni í leit að lífsgæðum. Enda þótt fyrsta LP plata hljóm- sveitarinnar Any Trouble, Where Are All The Nice Girls, sé nokkuð farin að eldast þykir rétt að láta hennar getið hér með nokkrum orðum. Hljóm- sveitin kemur innan skamms hingað til lands (sjá frétt á Fólk-siðu) og þar sem hún er frekar óþekkt hér, svo að vægt sé til orða tekið, þá er eina tækifærið til að kynnast tónlist hennar á fyrr- nefndri plötu. Ensk æska fékk heldur betur að kynnast Any Trouble í júlí síðastliðn- um. Einn af ritstjórum músíkblaðsins Melody Maker skrifaði þá umsögn um Where Are All The Nice Girls og sá sparaði ekki stóru lýsingarorðin. Viku síðar var svo til öll forsíða ritsins lögð undir Any Trouble og sömuleiðis hálf þriðja siða inni i blaðinu þar sem rætt var við Clive Gregson höfuðpaur hljómsveitarinnar. Og hver varð svo útkoman eftir allt þetta skrifelsi: Where Are All The Nice Girls seldist sæmilega en komst hvergi ofarlega á vinsældaiista. Ultravox—Vienna: Misjafh sauðurí mörgu fé —ekki nágu sannfærandiyfirbragð Að mínu mati hefði platan að ósekju mátt fá mun betri viðtökur. Á henni er að finna lög sem eru dável samansett og hefðu þótt aldeilis ágæt ef þau hefðu ekki verið á plötu með nýliðum. í heild- ina séð er Where Are All The Nice Girls fyrir ofan meðallag hvað gæði varðar. Lög Any Trouble minna þó æði oft á nýbylgjurokkarann Elvis Costello. Liðsmenn hljómsveitarinnar eru heldur ekkert feimnir við að viðurkenna að þeir fái oft eitt og annað lánað hjá þeim tónlistarmönnum sem þeir hafa hvað mest álit á. Hvað sem því líður þá verður forvitnilegt að heyra næstu hljómplötu Any Trouble. Hún er væntanleg seint i næsta mánuði. Eftir að hún kemur út verður hægt að dæma um hvort Any Trouble er aðeins ófrumleg eftiriik- ingahljómsveit eða hvort hún hefur eitthvað að leggja til málanna sjálf. Ekki spillir að eiga eftir að sjá og heyra hljómsveitina á sviði. Þar kemur oft raunveruleg geta í ljós. -ÁT- Bretar hafa löngum verið með sér- stakan tónlistarsmekk og það skýrir e.t.v. 15 vikna veru Vienna, nýjustu plötu hljómsveitarinnar Ultravox, á „topp 30” listanum. Það er erfitt að segja til um hvað það er sem gerir >--• að verkum að plata" hvlH 1 ueiur notið slíkrar ‘jivi sem heild er hún ekki verulega sterk. Þar er hins vegar að finna nokk- ur lög sem gera Vienna að eigulegri plötu. Kannski að Bretamir hugsi svip- að og ég, hver veit? Tónlist Ultravox er um margt ákaf- lega lík mörgu því sem Gary Numan hefur verið að gera ef endilega þarf að líkja henni við einvhern sérstakan. Synthesizer-leikur er geysilega áberandi plötuna í gegn enda fitla allir meðlim- irnir meira eða minna við það hljóð- færi. Sterkur trommuleikur svo og öruggur bassaleikur gefur Ultravox ákaflega „þétt” yfírbragð i lögum eins og All stood still. Það sem meira er i þvi iagi er að þar fær gltar Midge Ure. söngvara, að njóta sín aö**— - —■ synd að iv- 3- —-og það er ._________v/ sKulí ekki vera oftar á plöt- unni. Lög Ultravox eru mörg hver byggð upp á snortum laglinum — önnur eru einhæf. T.d. er lagið Mr. X gott dæmi um hið síðarnefnda. Það er hins vegar fjölbreytilegur synthesizer-leikur sem lyftir því verulega upp. Sannast sagna finnst manni sem maður sé kominn inn i kvikmyndun á tregablandinni ástar- sögu frá Úkraínu þegar hlustað er á það lag. Vægast sagt afar sérkennilegur blær yfir því. Beztu lög plötunnar eru tvimælalaust New europeans, Sleepwalk og All stood still (þó ekkert endilega í þessari röð). Síðari hlið plötunnar er nokkuð einhæf og ef ekki kæmi til All stood ' er ég hræddi"- ' . r110lc*" _ uin aö minmngm um þá PálmiGunnarsson -íleitaðVfs- gæðum Pálml Gunnarsaon — ÍLEITAÐ LÍFSGÆÐUM Útgafandi: Hljómplötuútgáfan hf. (JUD-031) Stjóm: Pálmi Gunnarsson, Magnúa KJartans- son Upptökumaflur: Gunnar Smárf Hljóðritun: HIJóörM, 1981 ( I leit að lífsgæöum er vel heppnuð plata. Pálmi Gunnarsson sendi í fyrra frá sér sína fyrstu sólóplötu. Borið saman við hana er Pálmi i mikilli framför. Skýringin á þessum mismun platnanna tveggja er sennilega fyrst hlið hefði ekki orðið of björt. Hljóðfæraleikur á plötuni er allur í ágætu lagi þó svo mér finnist stundum sem synthesizerinn yfirkeyri sig nokkuð á kostnað gítars, sem t.d. varla heyrist að ráði i nema endrum og sinnum. Ultravox er hljómsveit sem vafalítið á eftir að láta betra frá sér fara en Vienna, a.m.k. eru meðlimirnir færir um slíkt. Það leynir sér ekki á þessari plötu. Ekki verður svo skilið við Vienna að ekki sé minnzt ofurlítið á pressunina. Vienna er pressuð hér heima hjá Alfa í Hafnarfirði. Sannast sagna hé!t ég að búið væri að koma í veg fyrir fæðingar- örðugleika á þeim bæ en svo er ekki ef marka má mitt eintak af plötunni. Mjög áberandi suð er á nokkrum stöðum, en hljómgæðin annars ekki slæm. -SSv. Enn í framför 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . .

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.