Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent Richard Mulligan — Burt Campbcli úr Löðri — ásamt þriðju konu sinni, leikkonunni og innanhússarkitektinum Leonore Stevens. Þau hittust fyrst i málningarvöruverzlun. Lennart Cedrup skrifar fyrir Dagblaöið frá Hollywood: DB-mynd Lennart Cedrup. Enda var auðveldara að vinna fyrir sér sem leikari, segir Richard Mulligan sem leikur hinn óborganíega Burt Campbell í Löðri „Sem unglingur lét ég mig dreyma um að giftast sænskri stúlku.” Richard Mulligan, sem leikur Burt Campbell í sjónvarpsþáttunum Löðri, rifjar upp uppvaxtarár sín i Bronx í New York á meðan við drekkum kaffi í íbúð hans í Hollywood, íbúð sem er mun einfaldari og fábrotnari en búast má við af sjónvarpsstjörnu. „Faðir minn var lögregluþjónn. Við vorum fimm bræðurnir en áttum enga systur. í þessu hverfi bjuggu Svíar, ítalir og írar. Sænsku stúlkurnar voru sætastar svo ég fór á böllin sem Svíarnir sóttu. Til að vera tekinn gildur reyndi ég að komast í sænska fótboltaliðið en það dugði ekki til. Sænsku strákarnir vildu hafa stelpurnar út af fyrir sig.” Þá var Bronx-hverfið ekki eins og það er í dag. Ellilífeyrisþegar voru ekki rændir á götum úti — þar var frekar að gamlingjarnir klipu unglingana í eyrað ef þeir ekki höguðu sér skikkanlega. „Bronx var rólegheita hverfi,” segir Richard Mulligan. „Sem dæmi um samheldni ibúanna get ég sagt frá fæð- ingardegi mínum. Pabbi gekk fyrir gluggann hjá nágrannakonunni þegar hún hrópaði alit í einu til hans og rétti honum símtólið út um glúggann. Þá hafði ljósmóðirin hringt til hennar að heiman og tilkynnt um fæðingu mína.” Richard Mulligan ólst upp við ein- faldar aðstæður. Hann sótti almenn- ingskóla og slóst við bræður sína um leiksvæði í þröngri íbúðinni. En hann skemmti sér vel og naut lífsins. „ítalinn, sem var húsvörður í leigu- blokkinni sem við bjuggum f, var giftur sænskri konu sem hét Hulda. Ég gat aldrei lært að bera það fram svo ég kallaði hana Lenu. Hún var aldrei köll- uð annað upp frá þvi — ekki einu sinni eftir að hún fluttist til Florida á gamals- aldri með foreldrum minum. Lena var mér mjög mikils virði. Mamma og hún voru þeirrar skoðunar að við strákarnir ættum að stefna hærra en að verða lögreglumenn í Bronx sem þá var farið að dala sem fyr- irmyndarhverfi. Þær kenndu mér að lesa bækur og það gerði mig forvitinn um umheiminn. Báðar hvöttu mig til að skrifa og einu sinni samdi ég ljóð um mömmu og Lenu sem mikilvægustu konurnar í lífi minu. Eftir að ég varð fullorðinn hitti ég Lenu oft í Florida.” Richard Mulligan ætlaði framan af að verða rithöfundur. Leikhús og kvik- myndir voru fjarri honum. Einu sinni hafði hann lokið við að skrifa handrit og fór á fund leikhússtjóra í Florida. Sá var um það leyti að setja upp „Handan sjónhrings” eftir Eugene O’Neill og taldi víst að strákurinn með handritið vildi fá hlutverk. Sem hann fékk. „Það var auðveldara að afla sér tekna sem leikari en sem rithöfundur,” segir Richard Mulligan. „Ég hætti við að verða rithöfundur.” Hann lék í fjölmörgum leikritum á sviði og af og til í kvikmyndum i Holly- wood — eins og til dæmis í The Group og Little Big Man og í sjónvarpsþáttum á borð við The Hero. Nýjasta kvik- mynd hans er S.O.B. þar sem hann leikur á móti Julie Andrews. „Hlutverk Burts Campbells i Löðri hefur gjörbreytt lifi mínu,” segir hann. „Það hefur meira að segja gengið svo vel að konan mín og ég höfum keypt okkur nýtt, tveggja hæða hús í þvi fina hverfi Hancock Park. Húsið er liðlega hálfrar aldar gamalt.” Mulligan sækist ekki eftir sviðsljós- inu og blaðaskrifum en þegar hann kemur fram opinberlega er hann svo ákafur að hann á til að fá tár í augun. Þeir eiga margt sameiginlegt, Burt Campbell og Richard Mulligan. Leik- arinn er kvikur og taugaóstyrkur þegar hann talar og stundum heyrist ekki orðaskil af því sem hann segir. „Láttu það ekki á þig fá þótt ég sé svona tilfinningasamur,” segir hann. „Það gengur eiginlega út í öfgar — ég þori varla að horfa á sjónvarp eða fara íbíóútaf þessu.” Það er enda ágætt því hann segist ekki gera aðrar kröfur til einkalífs síns en að fá að vera í friði með konu sinni og hitta gamla félaga. „Stundum hitti ég gamla skólafélaga mína frá Bronx og mér finnst stórskemmtilegt að spila Backgammon við starfsmenn kvik- myndaversins eftir að upptökum er lokið. Þegar ég er ekki að vinna þá reyni ég að afla mér menntunar og þekkingar. Ég les gjarnan franska 18. og 19. aldar- höfunda og bækur um þá. Þegar ég var strákur heima í Bronx sat mamma stundum með okkur strákunum við hnattlíkan og sagði okkur frá umheim- inum. Nú á ég sjálfur stórt hnattlíkan heima hjá mér. Stundum sný ég líkan- inu og les mér svo til um það land eða þann stað sem vísifíngurinn lendir á þegar hnötturinn stöðvast.” ry vimum með góðu, gömlu nafni Vöggur - um Vögg, frá Vögg, til Vöggs, á horni Laugavegs og Vitastígs. Rúmföí' I Vögg eru á boðstólum fínleg, útsaumuð rúmföt, í þeim klassiska stíl, sem ömmur okkar og mæður skópu, og alltaf er jafn yndislegt að dreyma við. RaðseR Vöggur kynnir fágætt, franskt postulín, rósamálað, frá PORCELAINE DE PARIS Vara, sem flutt er inn fyrir fagurkera. Handklœði i úrvali litla, útsaumuð með fínum gljáþrœði, á sama hátt og rúmfötin. Laugavesi 64, Pósthólf 5249, 125 Reykjavík, Sími 27045 Liz Taylor veik — mikill leiksigur en heilsan gaf sig Það á ekki af Elízabetu Taylor að ganga. Um daginn var hún flutt í ofboði á spítala í rétt eitt skiptið. Undanfarna 20 daga hafði hún átt við veikindi að stríða, líkust slæmu lungnakvefi, og hafði verið með hita. Hún stóð sig samt eins og hetja og lék sitt hlutverk jafnt fyrir það. Um síðir gekk hún þó of nærri sér og af- lýsa varð sýningu á síðustu stundu. Umrætt hlutverk er Regína Giddens í leikriti er heitir Litlu refimir, í Martin Beck leikhúsinu á Broadway. TayLor hefur hlotið frábærar undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda. Hún er sögð leika betur en nokkru sinni fyrr og þótti hún ekkert blávatn. Allar sýningar á Litlu refunum munu falla niður þar til hún kemst til heilsu. Fólk kemur til þess að sjá hana og myndi aldrei sætta sig við staðgengil. Elizabet Taylor eftlr frumsýning- una á Litlu refunum. Hún er sögð leika betur en nokkru sinni fyrr. ergo EIINN MEST SELDI SKRIF- STOFUSTÓLL í EVRÓPU endingarog verös. BiðjiÖ um myndalista m KRISTJRn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI25870

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.