Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 25.05.1981, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1981. SVFR SVFR Vatna- svæði Lýsu Snæ- fells- nesi Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur tekið á leigu allan veiðirétt á þessu forvitnilega veiðisvæði sumarið 1981. Árleg meðalveiði um 240 laxar auk silungs. Undurfagurt umhverfi. Veiðiferð á Snæfellsnes er fyrir alla fjöl- skylduna. Svefnpokapláss með eldunaraðstöðu að Lýsuhóli. Þar er heit ölkeldusundlaug. Hótelið að Búðum í næsta nágrenni. Fleiri gistimögu- leikar fyrir hendi. Verð veiðileyfa frá kr. 90 til kr. 250. Frá Akranesi að vatnasvæði Lýsu er um 2ja klst. akstur. Ósvikin ævintýraferð fyrir veiði- manninn, makann og börnin. Leitið upplýsinga í sima 86050/83425. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Austurveri. Erindi um íbúðabyggingar og skipulag íbúðarhverfa í V-Þýzkalandi / kvöld kl. 20.30, mánudag, Jlytur Hermann Boockhoff, arkitekt, Hannover, erindi í Lögbergi, H.Í., stofu 101. A ðgangur er öllum heimill. Þýzka bókasaf nið Arkitektafélag íslands. Aðalfundur deildar 4 verður haldinn í Gaflinum Hafnarfirði v/Reykja- nesbraut laugardaginn 30.5 kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf, skírteini sýnist við innganginn. Innheimtustjóri verður á staðnum. Deild 4 - Stjórnin. • • ♦ • • • • • Nýtt og nytsamt. Þú setur HAPPY FEET sólana í skóna og þeir gefa þér þægilegt iljanudd (Zoneterapi), sem örvar líffær- in og dregur úr vöðvaþreytu. Tugþúsundir Dana hafa framúrskarandi góöa reynslu af HAPPY FEET. HAPPY FEET eru framleiddir 1 Kína og byggja á aldagamalli reynslu Kínvcrja af akupunktur. Prófaöu HAPPY FEET og þú munt sannfærast. Kynningarverð kr. 69,10 auk burðargjalds. 14 daga skilaréttur: Ef þú ert ekki á ánægðurfur) með árang- urinn, endursendir þú sólana og færð peningana til baka. Sólteppið Notaðu sólteppið í sólbaðið. Þú getur legið á teppinu eða hengt það upp og það endurkastar sólargcislunum á lik- amann, alveg eins og sjórinn eða snjór- inn. Þú verður ótrúlega fljótt sólbrún(n) með sólteppinu. Verð aðeins 78 kr. auk burð- argjalds. Dvergsaumavélin sivinsæla. Tilvalin i ferðalagið, sjálfsögð á sjóinn. Krakkarnir sauma dúkkufötin auðveld- lega með dvergsaumavélinni. Verð aðeins 79 kr. auk burðargjalds. PÖNTUNARSÍMI75253 Póstverzlunin AKRAR Pósthólf 9140 129 Rvk. Halldór Ásgeirsson i miðju „tákna”verki sinu í Suðurgötunni. (DB-mynd Sig. Þorri).' JORD, VATN, ELOUROGLOFT Myndverk Halldórs Ásgeirssonar í Suðurgötu 7 Halldór Ásgeirsson hefur um skeið verið á jöðrum Suðurgötu-hópsins svonefnda en aldrei svo 1 sviðsljósinu að sérstaklega væri eftir honum tekið. Kannski er ástæðan sú að hann hefur dvalið lengi með erlendum þjóðum síðustu misseri, einkanlega Frökkum. Stök verk eftir hann hafa sést á samsýningum öðru hvoru en sjaldn- ast I nægilegum mæli til að gefa til kynna markmið hans og þankagang í listinni. Áhugi á ritúalinu Aftur rakst ég á þennan gjörning Halldórs á fundi gagnrýnenda í Nor- egi en hann hafði verið tekinn upp á myndband við flutning og var not- aður sem umræðugrundvöllur á fundinum. Gjörningur Halldórs var eins konar ritúal um hinar fornu höfuðskepnur: jörð, vatn, eld og loft, og var ansi áhrifamikill að sjá. Um það virtust bæði sýningargestir í Bergen og gagnrýnendur á sama máli. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Nú ætti að gefast tækifæri til að gaumgæfa verk Halldórs þvi hann sýnir í Suðurgötu 7 til kvölds (mánu- dag), aðallega verk sem voru á sam- sýningu nokkurra íslendinga í Bergen fyrir nokkrum vikum. Reyndar bár- ust mér fyrir stuttu blaðaúrklippur þaðan þar sem m.a. er fjallað um gjörning sem Halldór framdi í Kunst- forening Bergenborgar og af skrifum þessum má ráða að Norðmenn hafa ekki enn tileinkað sér það tjáningar-. form, eru satt að segja fremur undr- andi á því. Samt veit ég ekki hvort þessi gjöm- ingur er á nokkum hátt lykill að sýn- ingu Halldórs í Suðurgötunni. Senni- lega ekki. Þar er að vísu að finna bæði eld og mold en að öðru leyti eru snertipunktar fáir. Nema ef nefna skyldi almennur áhugi Halldórs á ritúalinu, bæði i vinnslu verka og framsetningu þeirra. Á sýningunni er að finna sérhann- að umhverfi, ljósmyndir, verk gerð með aðstoð spegla og svo litlar „tableaux” með kertum o.fl. Síðan er hægt að skoða litskyggnur af ýmiss konar vinnu listamannsins með skyggnur, m.a. skrásetningar á gjörningum. í þykjustunni og alvöru Af þvi sem þarna er vil ég þó giska á að hugmyndir Halldórs snúist um sambandið milli myndverks og veru- leika, annars vegar þá veröld sém við þykjumst sjá, hins vegar veröldina eins og hún birtist í myndverkum. Þær ígrundanir verða honum tilefni, til áleitinna sjónrænna leikja með að- stoð spegla og spegilmynda en þar er spilað á fyrirfram ákveðna symme- tríu, endurtekningu stellinga o.s.frv. Sömuleiðis gerir listamaðurinn sér far um að gera sýningarstað og áhorfendur að beinum þátttakendum í verkunum: teiknuð lína í ljósmynd heldur áfram út á vegginn sem ljós- myndin er hengd á. Og í innsta saln- um uppi gengur áhorfandinn beint inn i furðuveröld, veggi og gólf al- þakin dularfullum táknum. Ekki nógulangt En þótt þarna sé margt sem reynir á athyglisgáfurnar þá er eins og verk Halldórs í heild gangi ekki nægilega langt og séu ekki nógu samstíga. Manni finnst sem hann fylgi ekki eftir hugmyndum sínum nema að takmörkuðu leyti, taki svo kúrsinn á önnur mið heldur fljótt. Auk þess hefði ég viljað sjá ögn betri tæknileg- an frágang á sumum verkunum. En hann er mikill hugmyndabanki og á eflaust innstæðu fyrir sterkum sýn- ingum i framtíðinni. -AI. Gjörningur Haildórs i Bergen: Listmaðurinn þekur bæði léreft og sjálfan sig frumlitum. Hægra megin við hann er vatn, eldur | að baki. Sjálfur andar hann i míkrófón sem hann ber uppi í sér, er vindurinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.