Dagblaðið - 30.07.1981, Page 1

Dagblaðið - 30.07.1981, Page 1
9 r i 1 / • r úháð 7. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1981 — 169. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-ADALSÍMl 27022. Islendingur ífangelsi íMarokkó: „Maðurinn fasr sömu umönnun og aðstoð og islenzkur fangi fengi á íslandi. Við útvegum honum lög- fræðing og danski konsúllinn i Rabat í Marokkó mun vitja hans,” sagði Hörður Helgason, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, í samtali við DB i morgun um mál tvítugs íslend- ings sem situr i fangelsi í Marokkó. Hefur hann verið þar í þrjár vikur. Er talið vist, að Islendingurinn, Fangelsinu er líkt við Miðnæturhraðlestina sem er úr Reykjavík, hafi verið tekinn grunaður um brot á fikniefna- löggjöf Marokkó. Eftir því sem bezt er vitað er maðurinn í fangelsi i bænum Chechauen, sem á góðum landakortum er einnig kallaður Xauen og er um það bil 80 km suður af hafnarborginni Ceuta gegnt Gíbraltar á suðurströnd Spánar. „Ég veit ekki mikið um þetta annað en að maðurinn situr þarna inni en það er verið að reyna að komast í samband við hann,” sagði Marin Guðrún Briand de Crevecoer, ræðismaður Islands í Malaga á Spáni, þegar DB ræddi við hana i morgun. ,,Mér hefur skilizt að í fylgd með honum hafi verið íslendingur og Spánverji, sem komust aftur til Spánar á bílaleigubfl sem þeir voru á. íslendingurinn er nú kominn aftur til Noregs, þar sem hann er búsettur,” sagði Marin Guðrún. Hún sagðist telja aðstöðuna i fangelsinu afar slæma. íslenzka dómsmálaráðuneytið hefur sent fyrirspurn um manninn til Rabat með aðstoð Interpol en enn ekkert svar fengið, að sögn Hjalta Zóphaníassonar i dómsmálaráðu- neytinu i morgun. Hjalti sagðist telja að maðurinn gæti sloppið með sekt en beðið væri eftir nánari upplýsing- um að sunnan. íslendingar hafa áður setið t þessu fangelsi i Xauen og bera því afar slæma sögu. Fangelsið mun vera byggt fyrir um 40 fanga en þar eru iðulega allt að helmingi fleiri í einum sal. Lýsingar á fangelsinu minna helzt á lýsingar i sögunni Miðnætur- hraðlestin, sem nú er lesin í útvarp- inu. -ÓV 20 síðna skýrsla um ástand mjólkur og leiðir til úrbóta: $ggp Brúðkaup þeirra Karls og Dfönu f London f gær þótti takast með mikilli prýði og vel standa undir nafni sem „brúðkaup aldarinnar”. Stórkostieg fagnaðarlæti urðu þegar bróðhjónin komu út úr kirkjunni og mikið var um dýrðir f London f allan gærdag, enda hafði dagurinn verið lýstur opinber fridagur I Bretlandi. Myndin sýnir þau Kari og Dfönu meðan á athöfninni f Sankti Páls dómkirkjunm stóð. — sjá erlendar fréttir bls. 6—7. Cargoluxmálið: Pappírsfyrir- tæki stof nuð — til að fela hina réttu eigendur? Svo virðist sem einhver skrýtinn feluleikur eigi sér stað i Luxemborg um þessar mundir. Nýju hluthafarnir í Cargolux, fyrirtækin Borsa og Mettza, virðast ekki vera neitt annað en pappírsfyrirtæki. Þau eru bæði svo nýstofnuð að þau eru ekki enn komin inn á prentaðar skrár hins opinbera. Sá grunur læðist nú að mönnum i Luxemborg að Borsa og Mettza hafi sérstaklega verið stofnuð til að eiga hlut i Cargolux til að fela hina raun- verulegu eigendur. Eru eigendur Green Line Aviation oft nefndir i því sambandi. Green Line Aviation er flugfélag með ýmiss konar flugstarfsemi í gangi. Það er algerlega í eigu araba en lögfræðingur nokkur i Luxemborg er notaður sem leppur. Green Line Aviation tengdist Herculesmálinu sem upp kom í maí sl. Eins og menn eflaust munn 'nerist það mál um kaup Gaddafis lei ótoga lýbísku byltingarinnar, á baiiuaa'.Lri herflutningaflugvél. Þau kaup voru gerð í gegnum Cargolux og Green Line Aviation. Sagt er að Green Line Aviation sé stjórnað í gegnum Beirút í Líbanon en fjármagnið komi frá Lýbíu. Dagblaðið hefur frétt að nokkur urgur sé í Luxemborg vegna nýju hluthafanna í Cargolux. Þar í landi hafa menn lengi gert sér vonir um meirihlutaeign Luxemborgarmanna sjálfra i Cargolux og þá verið rætt um að Luxemborg fengi hlui Flug- leiða i skiptum fyrii ,r kstrarstyrki vegna Norður-Atlantshafsflugsins. Tilkoma nýrra hluthafa hefur gert þessar vonir að engu. . KMU Orsakir að finna á öllum stigum mjólkurvinnslunnar Ljóst er að á hinum ýmsu stigum mjólkurvinnslu er mörgu ábótavant. Það kemur m.a. i ljós í 20 síðna skýrslu sem samstarfshópur um mjólkurmál hefur sent frá sér. Auk upptalningar á þeim þáttum bendir hópurinn á ýmsar leiðir til úrbóta. Samstarfshópurinn var skipaður 1 framhaldi kvartana neytenda yfir mjólkinni en hópurinn var skipaður fulltrúum frá heilbrigðisráðuneytinu, Heilbrigðiseftirliti rikisins, landlækni, Matvælarannsóknum ríkisins og Heilbrigðiseftirliti Reykjavikurborgar. Aðeins var rannsakað sölusvæði 1, en það er framleiðslusvæði Mjólkur- stöðvarinnar i Reykjavik, Mjólkur- samlags Borgfirðinga og Mjólkurbús Flóamanna. Þó að aðeins sé rannsakað þetta eina svæði leggur nefndin á það rika áherzlu að ástandið sé ekki óaðfinnanlegt á öðrum svæðum. Hópurinn ber saman ísland og Noreg i skýrslum sinum og kemur þar fram að mjólk frá bændum er miklu betri í Noregi en hér á landi. Telur hópurinn aö gæðarýrnun mjólkurinnar sé að verulegu leyti að finna i sæmu ástandi og búnaði fjósa. Þá er nefndur skortur á þrifnaði og aðhaldsleysi hjá nokkrum framleiðendum sem geta skemmt fyrir öðrum. Fyllsta ástæða virðist vera til að endurskoða fram- kvæmd eftirlits, sem dýralæknar eiga að annast. í mjólkurstöðvunum sjálfum er einnig ýmsu ábótavant og telui hópurinn upp nokkur dæmi hjá hverju mjólkursamlagi. öll mjólkursamlögin hafa forhitað mjólk en samkvægt reglugerð er það óheimilt. Þá er einnig bent á flutninga mjólkur sem ekki er sem skyldi. Vantar þar mikið á hreinlæti. Hópurinn leggur til úrbóta að felld- ar verði úr gildi allar undanþágur um dagstimplun og á mjólkurbúðir verði stimplaður gerilsneyðingardagur. Á næstu vikum verða geymsluþolspróf og verður slðan tekin ákvörðun um hvort sölufrestur verði styttur enn frekar. Þá er bent á nauðsyn þess að mjólk sé sótt oftar til bænda og að góð og vond mjólk blandist ekki. -ELA Miklu magni af kartöflum hent: Óætieða skepnufóö- urámark- aðnum — sjábls.4 48demókratar gengutilliðs viðReagan — sjá erl. f réttir

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.