Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 7

Dagblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JULl 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent Brúðkaup aldarinnar í London í gær: STÓRKOSTLEG FAGN- AÐARLÆTI í LONDON — „Lítið gagnar að leysa ef nahagsvandann ef staða f jölskyldunnar er ekki trygg,” sagði erkibiskupinn af Kantaraborg við hjónavígsluna Karl prins og Iafði Diana Spencer hófu hjúskaparlif sitt á sveitasetri undir strangri gæzlu öryggisvarða eftir hið íburðarmikla brúðkaup i gær, sem talið er að 700 milljónir manna hafi fylgzt með í sjónvarpi. Þremur fyrstu hveitibrauðsdögun- um munu þau eyða á Broadlands- herragerðinum, sem Mountbatten heitinn lávarður átti. Þar dvöldu einnig Elisabet drottning og maður hennar, Philip prins, brúðkaups- nóttina á sfnum tíma. Á laugardag halda Karl og Diana, sem nú ber titilinn prinsessa af Wales, til Gfbraltar þar sem þau munu stiga um borð í hina konung- legu snekkju, Britanniu. Síðan tekur við hálfs mánaðar sigling um Mið- jarðarhaf. Brúðkaupið 1 gær gekk snurðu- laust fyrir sig. Meðal hinna 3.500 gesta í Sankti Páls dómkirkjunni í London, þar sem athöfnin fór fram, voru konunglegir gestir og aðrir leið- togarerlendraríkja. Hátíðahöldin voru mikil og vel þegin tilbreyting fyrir brezku þjóðina sem að undanförnu hefur verið þjök- uð af stöðugum óeirðum í mörgum af stærstu borgum landsins. Áætlað er að 600 þúsund manns hafi verið á leið brúðhjónanna frá Buckingham-höll að Sankti Páls dómkirkiunni. Brúðarkjóll lafði Diönu Spencer þótti mjög glæsilegur en fram að gift- ingarathöfninni hafði útlit hans verið varðveitt sem ríkisleyndarmál. Hann var með átta m löngum sIóða úr beinhvítu silki með gamaldags knipplingum. Diana kom til kirkj- unnar i glervagni, í fylgd með föður sfnum, Spencer jarli. Karl prins, sem klæddur var við- hafnarbúningi sjóhersins, kom til kirkjunnar i opnum vagni sem fjórir gráir gæöingar drógu. Það var dr. Robert Runcie, erki- biskup af Kantaraborg, sem gaf brúðhjónin saman. Hann sagði meðal annars i ræðu sinni að lítið gagnaði að leysa efnahagsvandamál þjóðarinnar ef staða fjölskyldunnar væri ekki tryggð. í fjölskyldunni fælist framtíðin. Gifurleg fagnaðarlæti lcváðu við þegar brúðhjónin komu út úr kirkj- unni. Þau héldu síðan til Bucking- ham-hallar í opnum vagni. Brúð- hjónin komu fjórum sinnum fram á svalir Buckingham-hallar og veifuðu til mannfjöldans. Þau Karl og Diana munu eiga tvö heimili. í London hafa þau stóra ibúð i Kensington-höll. En sveita- heimili þeirra verður Highgrove, niu svefnherbergja hús, byggt á síðustu öld. Húsið, sem Karl festi kaup á siðastliðið ár, stendur i Gotswolds Brúóhjónin ganga út úr Sankti Páls dómkirkjunni að iokinni hjónavfgslunni f gær. Lafói Diana Spencer ber nú titilinn prins- essaafWales. EUsabet drottning og maður hennar Philip prins voru að vonum i hátíðarskapi. Karl og Diana ganga frá altarinu eftir að dr. Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg, hafði gefið þau saman. Eins og sést á myndinni var brúðarkjóllinn með löngum slóða, átta metra. fyrir vestan London. Þegar Karl tekur við konungdómi er reiknað með aö titill hans verði Karl konungur þriðji. Elfsabet drottning, sem nú er 55 ára, mun vera við mjög góða heilsu og Karl hefur ‘WZj tjáð vinum sinum að hún hafi ekki f hyggju að láta af embætti á næst- unni.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.