Dagblaðið - 30.07.1981, Page 20

Dagblaðið - 30.07.1981, Page 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JÚLt 1981. Keppt ífjölmörgum greinum f rigningunni Þórdis úthlutar krökkum reiðtygjum: Margir voru um að riða Glað! DB-myndir Sig. Þorri. Hestamannamót var haldið á Kald- ármelum helgina 17. og 18. júli sl. Mótið fór í alla staði mjög vel fram þrátt fyrir hellirigningu báða dagana. Nálægt fjögur þúsund manns mættu á mótið en keppt var i fjölmörgum grein- um. Góðhestar A-flokkur, þar var fyrstur Léttir, 12 vetra. Eigandi hans og knapi er Guðmundur Teitsson, Stykkishólmi. Góðhestar B-flokkur, i fyrsta sæti varð Hrafn 8 vetra. Eigandi Andrés Krist- jánsson, knapi Guðmundur Bærings- son, Stykkishólmi. Þá var keppt í unglingaflokkum, tölti, 250 metra skeiði, 800 metra brokki, 250 metra unghrossahlaupi, 350 metra stökki og 800 metra stökki. - Bæring, Grundarfirði. Þeir voru hressir karlarnir á hestamannamótinu, enda venjulega Uf og fjör á slikum mótum. DB-mynd Bæring Cecilsson. ,,Nú er mál til komiðað þú hættir að vera hrædd við hestinn, á síðasta degi námskeiðsins. Sjáðu bara hvað hestur- inn er rólegur!” Ekki bar á öðru. Freyja gekk að klárnum og hjálpaði nemanda sínum að lagfæra reiðtygin. Svo var bara eftir að drifa sig á bak og ríða. Við erum stödd í reiðskóla á vegum Hestamannafélagsins Hrings og æsku- lýðsráðs Dalvíkur að morgni dags. Í gerði Hrings ofan við Dalvíkurkaup- stað er verið að setja hnakk og beizli á hesta svo krakkar geti riðið út i fylgd eldri og reyndari hestamanna. Aðalkennari í reiðskólanum er Freyja Hilmarsdóttir, þekktur hesta- maður sem fluttist að sunnan i Svarfaðardalinn í fyrra. Hún býr góðu hrossabúi að Syðra-Garðshorni, ásamt Albert Jónssyni, eiginmanni sínum. Freyju til aðstoðar við kennsluna er Þórdís Hjálmarsdóttif frá Dalvík. Þórdís úthlutaði reiðtygjum og hestum til krakkanna. Það var erfitt að samræma óskirnar því flestir vildu ríða á Glað! En allir gengu þeir út að lok- um; Krummi, Jarpur, Gáski og Helga- fells-Jarpur, svo einhverjir séu nefndir. Síðu-Rauður var þar líka. Hann köll- uðu krakkarnir Elephant (fíl) upp á engelsku í tilefni af því að klárinn var svo feitur og sællegur. Hópurinn, sem þarna var að leggja upp í reiðtúr á síðasta degi vikulangs námskeiðs, var sá fyrsti yfir daginn. Alls voru 4 hópar, Freyja Hilmarsdóttir stjórnar reiðskólanum og notar reiðtúrana til að temja og þjálfa. Viðir Kristjánssoa, 9 ára, með fullt fang af reiðtygjum og Good-Year húfu. Hann er sonur Margrétar Ingólfsdóttur, um- boðsmanns Dagblaðsins á Dalvik, og Kristjáns Jónssonar (Stjána Jóns). á fimmta tug krakka, sem stunduðu námskeiðið á hverjum degi. Að þessum námskeiðum loknum var ætlunin að hefja annað strax á eftir. Að sögn Þórdísar voru yfir 30 krakkar búnir að skrá sig til þátttöku. Áhuginn er því sýnilega mikill. Áður hafði Freyja verið með námskeið fyrir yfir 20 krakka í Svarfaðardal. „Við kennum helztu þættina í um- gengni við hestana, að beizla og leggja á, ásetu og taumhald. Á kvöldin eru eldri krakkar, á aldrinum 13—15 ára. Með þá er hægt að fara í gang hestsins,” sagði Freyja. Hún sagði að í dalnum og á Dalvík væri „hár standard á hestamennskunni og margir góðir hestamenn finnanlegir.” - ARH Verðandi knapar komnir i skipulagða röð, vígalegir með hjálma á höfðum. Svo var lagt af stað með Þórdisi i broddi fylkingar. Freyja rak lestina. Margir voru um að ríða á Glað —í reiðskóla Hestamannaf élagsins Hrings og æskulýðsráðs Dalvíkur

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.