Dagblaðið - 13.08.1981, Side 5

Dagblaðið - 13.08.1981, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. 5 ieppa stolið í Reykjavík 22. júlí og ekkert vitað um af drif hans: EINS OG JÖRDIN HAFI GLEYPT WAGONEERINN -tryggingafélög bætaaðeins stolna bfla semeru kaskótryggðir „Engar upplýsingar liggja fyrir hvað varð af bílnum og tjónið lendir að fullu á mér,” sagði Bjarni Marteinsson arki- tekt í samtali við DB. Bjarni er eigandi Wagoneerjeppa, R- 5003, árgerð 1974, sem stolið var frá Öldugötu i Reykjavik aðfaranótt 22. júlí. Til bílsins hefur ekkert spurzt síðan þrátt fyrir auglýsingar og eftir- grennslan lögreglu. Bíllinn er dökkbrúnn að lit, ljós- klæddur að innan, á breiðum dekkjum en ekki upphækkaður. Nýr Wagoneer- jeppi kostar 200 þús. krónur. Af því má sjá að tjón Bjarna er mikið og til- finnanlegt, finnist ekki bíllinn. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessum bíl,” sagði Héðinn Skúlason lögreglufulltrúi í gær. „Þess eru ekki dæmi fyrr að stolið sé Wm Nýi Hafnarfjarðar vegurinn opnaður innan skamms Framkvæmdum við hina nýju ak- braut Hafnarfjarðarvegar í Garða- bæ hefur miðað mjög vel að undan- förnu og er búizt við því að akbrautin verði opnuð fyrir umferð um eða eftir næstu helgi. — Malbikunarframkvæmdum lýkur annað kvöld og þá er stutt í að ak- brautin verði opnuð fyrir umferð, sagði Rögnvaldur Jónsson verkfræð- ingur hjá Vegagerðinni er DB hafði samband við hann. Sagði Rögnvaldur að um leið og hin nýja akbraut kæmi í gagnið, þá yrði eystri akbrautinni sem nú er ekið um lokað og framkvæmdir hafnar við undirgöng í framhaldi af undirgöngunum undir nýju akbraut- inni. Væri áformað að þessu verki yrði lokið fyrir 1. október, en þá væri hægt að aka á fjórum akreinum um Hafnar- fjarðarveg allt að Hraunsholti í Garðabæ. Búið er að bjóða út vegarlagninguna um Hraunsholt og verða tilboð opnuð 21. ágúst næstkomandi. Félagsmála- ráðherra frestaði vegalagningunni á þesssum stað í sumar vegna mótmæla- aðgerða íbúanna en ef ekkert óvænt kemur upp þá ættu framkvæmdir að geta hafizt 1. september. -ESE. Smurbrauðstofan BJORNINN NjáUgötu 49 — Sími 15105 Ibúð í Kaupmannahöfn er til leigu frá 1. september til 1. júli nk. á góðum kjörum. Heppileg fyrir fjölskyldu, sem færi utan til framhalds- eða eftirmenntunar. Upplýsingar hjá auglýsingaþjónustu DB i síma 27022 eftir kl. 12.00. H—567 Bjarni Marteinsson arkitekt. Myndin er tekin á samkomu Félags harmóniku- unnenda á Hótel Borg. Bjarni er nikkari mikill og formaöur félagsins. DB-mynd: Einar Ólason. „alvöru bíl” þannig að ekki fínnist tangur né tetur af honum. Komið hefur fyrir að bílar hverfi sem eru númers- íausir og algjör „hræ”. Það eru alltaf nokkur brögð að bilaþjófnuðum. Þjófar stela jafnt læstum bílum sem ólæstum. Jafnvel kemur fyrir að bílum sé stolið sem eru með læstu stýri. Læsingin er þá brotin. Yfirleitt finnast stolnir bílar eftir 1—2 daga. Þó eru dæmi um að við höfum leitað bíla í 2— 3 vikur. Enginn annar bíll er ófundinn í augnablikinu en Wagoneer Bjarna.” Héðinn sagði lögregluna engar stað- festar upplýsingar hafa fengið um ferðir stolna jeppans. Fregnir hafi þó birst af honum á ferð í Hvalfirði og á Þingvöllum. Það væru óstaðfestar upplýsingar. Kristján Guðmundsson sölumaður bifreiðatrygginga hjá Samvinnutrygg- ingum sagði eigendur bíla aðeins fá bætur vegna stolinna bila væru þeir kaskótryggðir. Bíll í fullri kaskótrygg- ingu yrði þannig bættur að fullu, hyrfi hann gersamlega af völdum þjófnaðar. Hafi eigandinn tryggt bíl sinn í kaskó með eigin áhættu að hluta, yrði bíllinn bættur í samræmi við eigináhættuna. -ARH. LADA1600 CUUOI Með sérstökum samning- um við LADA-verksmiöj- urnar hefur tekist að fá af- greidda til islands Lada 1600 sem sérstaklega hefur verið framleiddur fyrir Canada markað. Lada 1600 Canada er að auki búinn nýja /^OZON" blöndungn- um sem sparar bensín- notkun um 15% án nokkurs orkutaps. Verð til öryrkja ca. 48.800 Munið! Varahlutaþjónusta okkar er i sérflokki. Það var staðfest i könnun Verð/agsstofnunnar. Verð kr. 70.600 Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. fpóíuTaíN Sudurlandsliraul 14 - llrykjaiik - Sími :tU4»4NI \»

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.