Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 10
 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent Þingkosningar í Grikklandi 18. þessa mánaðar: Ná sósíalistar stjómar- taumunum í fyrsta skipti frá stríöslokum? '............. —tvísýnt talid umúrslit kosninganna ogkommún- istargætu jafnvel komiztí oddastöðu í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjaldar eiga sósíalistar með róttæka stefnuskrá nú möguleika á að velta íhaldsmönnum úr stjórn Grikklands. Þann 18. þessa mánaðar verða þingkosningar í landinu og eru hinar stríðandi fylkingar Nýja lýðræðisflokksins, sem nú fer með völd í Grikklandi, og hellenska sósíalistallokksins (PASOK) taldar standa nokkuð jafnt að vígi fyrir kosningarnar. í síðustu þingkosning- um árið 1977 hlaut Nýi lýðræðis- flokkurinn 42% atkvæða og 177 af hinum 300 þingmönnum en PASOK fékk 94 þingmenn kjörna. Sigur sósialista gæti haft í för með sér verulegar breytingar á sam- skiptum Grikklands við önnur ríki Vestur-Evrópu, bæði á sviði efna- Hann heldur því einnig fram að úr- sögn úr NATO mundi veikja hernaðarlega stöðu Grikkja gagnvart Tyrkjum. Grikkir hafa eldað grátt silfur við Tyrki út af yfirráðum yfir ttJ37 samleið með löndum þriðja heimsins og að þeim bæri að standa utan við öll efnahagsbandalög. Skoðanakannanir nú sýna að sósía- listar eiga álika góða sigurmöguleika i þingkosningunum og íhaldsmenn og því hefur Papandreou breytt litillega um stefnu. Nú vitnar hann til sögu- legra raka og segir Grikki verða að vera í varnarbandalagi með öðrum þjóðum. Fréttaskýrendur telja líklegt að Papandreou vilji að Grikklandi nái sömu stöðu innan NATO og Frakkland. Frakkar eru í NATO en taka ekki þátt í sameiginlegum her- æfingum aðildarríkja bandalagsins. Snilldarleikur Papandreou í þeirri tvísýnu stöðu sem ríkir Frá réttarhöldunum yfir 36 herforingjum árið 1975. Þeir voru ásakaðir um að hafa pyntað pólitfska fanga f tfð herforingja- stjórnarinnar. Sósfalistar hafa ekki viljað þekkjast boð kommúnista um stuðning á þingi af ótta viö afstöðu hersins. hags- og varnarmála. Einkanlega eru Tyrkir uggandi yfir þeirri stefnu- breytingu sem sigur sósíalista mundi þýða en samskipti Tyrkja og Grikkja hafa verið frekar stirð í seinni tið. Prófessor Andreaas Papandreou, leiðtogi PASOK, hefur krafizt þess að Grikkir segi sig úr NATO og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um áframhaldandi veru Grikkja í Efnahagsbandalagi Evrópu, EBE. Talið er þó að Papandreou hafi eitt- hvað mildaö hina hörðu afstöðu sósíalista gagnvart NATO, með það í huga að næla í atkvæði miðjumanna í komandi kosningum. Nýi lýðræðis- flokkurinn Nýi lýðræðisflokkurinn var stofn- aður árið 1974. Þá var lýðræði endurreist i Grikklandi ikjölfar falls herforingjastjórnarinnar sem öllu hafði ráðið í Grikklandi frá árinu 1967. Flokkurinn beitti sér fyrir þvi að Grikkir gengju í EBE í janúar sl. og hann er mjög hlynntur hvers kyns einkarekstri. George Rallis, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, hefur sagt aö efna- hag landsins verði stefnt í voða segi Grikkir sig úr efnahattsbandalaeinu. hafsbotni Eyjahafsins. Þá hefur framtíð Kýpur verið bitbein þessara landa en Tyrkir, sem eins og Grikkir eru í NATO, réðust á Kýpur árið 1974 og lögðu undir sig nyrðri hluta eyjarinnar. Eftir þá innrás Tyrkja hættu Grikkir um tíma allri hernaðarsamvinnu við önnur aðildar- ríki NATO, án þess þó að segja sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þeir tóku síðan upp fulla samvinnu aftur í fyrra. Breytt afstaða sósíalista Kommúnistaflokkur Grikklands (KKE), sem fékk 10% atkvæða í kosningunum 1977, og PASOK unnu sigur sinn það árið með því að krefj- ast þess að Grikkir segðu sig úr NATO og létu loka öllum banda- riskum herstöðvum í landinu. Þremur árum áður hafði Papan- dreou viðrað þá skoðun sósíalista að Grikkir ættu að segja sig úr NATO. Þá krafðist hann þess einnig að Grikkir segðu upp öllum tvíhliða varnarsamningum við erlend ríki. Papandreou taldi að þeir samningar hefðu gert Grikkland að stökkpalli fyrir útþenslustefnu Bandaríkjanna. Þá taldi Papandreou Grikki eiga þessa síðustu daga fyrir kosningarnar lék Papandreou nýlega snilldarleik. Honum tókst að fá George Mavros, leiðtoga miðjumana, til að leggja sér lið í baráttunni gegn Nýja lýðræðis- flokknum. Með þessu sveigði Papandreou örlítið til hægri og þá stefnubreytingu kunnu hinir róttækustu innan raða sósíalista ekki við. Þeir telja að kröfum sósíalista um úrsögn Grikkja úr EBE og NATO og brottför banda- riskra hermanna frá Grikklandi hafi í raun verið hafnað með stefnu- breytingunni. Hægrimenn í Grikklandi óttast mjög að ef sósíalistar komast til valda muni staða Tyrkja viö austan- vert Miðjarðarhaf batna mjög á kostnaðGrikkja. En Tyrkir hafa aðra skoðun á málinu. Að mati þeirra gæti stjórn sósialista spillt mjög fyrir allri samn- ingaviðleitni milli þessara grannríkja. Þá hafa tyrknesk dag- blöð gert mikið úr andstöðu sósíalista við NATO ög telja þau að sú afstaða Grikkja gæti einangrað Tyrki frá öðrum NATO-ríkjum og minnkað varnarmátt Tyrklands. Andreas Papandreou, leiðtogi sósialista. Flokkur hans i nú góða möguleika á að ná hreinum meirihluta f griska þinginu. Akrópólis f Aþenu: Papandreou hefur nokkuð mildað afstöðu sina til NATO og telur nú söguleg rök sýna að Grikkir verði að vera f varnarbandalagi. DB-mynd: JR. Áhyggjur í aðalstöðvum NATO Ráðamenn í aðalstöðvum NATO" í Brtlssel hafa sömuleiðis áhyggjur af versnandi sambúð Grikkja og Tyrkja ef sósíalistar ná meirihluta á þingi. Þeir telja þó að sósíalistar myndu verða raunsærri en stefnuskrá þeirra gefur til kynna og telja ólíklegt að þeir hefðu hug á að raska valdajafn- væginu við austurhluta Miðjarðar- hafs. Stjórnmálamenn í Grikklandi segja að hvorki hægrimenn né sósíalistar munu fá hreinan meirihluta í kosningunum, en óháðar skoðana- kannanir benda til þess að PASOK eigi meiri möguleika. Samkvæmt grískum lögum verður flokkur að fá a.m.k. 17% atkvæða til að fá mann kjörinn á þing og stjórnmálaskýrendur telja litla mögu- leika á að aðrir flokkar en PASOK og Nýi lýðræðisflokkurinn nái því atkvæðamagni. Þó gæti kommúnistaflokkurinn, KKE, náð því marki' og þá mundi flokkurinn komast í oddaaöstöðu á gríska þing- inu. Margt þykir benda til þess að kommúnistar væru fúsir til að styðja sósialista, án þess þó að mynda með þeim stjórn. En Papandreou hefur hingað til hafnað stuðningi komm- únista vegna afstöðu hersins. Vitað er að herinn er mjög hlynntur áfram- haldandi veru og þátttöku Grikkja í hernaðarsamstarfi NATO og Papan- dreou óttast að kosningabandalag kommúnista og sósíalista gæti reitt herinn til reiði. -SA. REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.