Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. 1 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Markaregn hjá enskum í 1. deild, 39 mörk skoruð — Ipswich heldur enn f orustu þrátt fyrir tap í Southampton — Man. Utd. komið í fjórða sætið Það var markaregn, i 1. deildinni ensku, í laugardag og það voru góð skipti frá regninu laugardeginum iður, þegar margir vellir voru eins og svampdýnur. í allt voru skoruð 39 mörk eða rúmlega 3,5 i leik. Það þykir gott bji enskum og flest mörk- in i leik voru skoruð í Southampton. Þar sigruðu Dýrlingarnir, efsta liðið i 1. deildinni, Ipswich Town, með oddamarkinu af sjö. Staðan var þó allt annað en góð fýrir Southampton eftir fyrri hilfleikinn. Staðan 1—3 fyrir Ipswich en i þeim siðari settu Dýriingarnir i fullt, drífnir ifram af stórleik Kevin Keegan, Mike Chann- on og David Armstrong. Það var meira en vörn Ipswich réð við og i lokin stóðu Dýrlingarnir uppi sem sigurvegarar 4—3 i frábærum leik, sem hafði allt til að bera fyrir ihorf- endur. Ipswich saknaði illa Franz Thijssen og Allan Brazil og vikan var slæm hji liðinu. Fyrst tap i Aberdeen i UEFA-leiknum, þar sem Ipswich, sigurvegararnir i vor, voru slegnir út og nú tap í Southampton. Ipswich heldur þó enn forustu i 1. deiid. Leikurinn hófst á glæsilegan hátt fyrir Ipswich. Eftir 12 sekúndur — að sögn fréttamanna BBC — sendi John Wark knöttinn í mark Southampton án þess nokkur leikmaður Dýrling- anna kæmi við knöttinn. Kevin Keegan jafnaði úr vítaspyrnu en mikið var um vítaspyrnur á laugar- dag. Það stóð ekki lengi. Eftir 34 mín. var staðan orðin 1—3. Wark skoraði aftur, nú úr vítaspyrnu, og Paul Mariner þriðja markið. Fyrsta deildamark hans á leiktímabilinu. Staðan 1—3 i hálfleik og í þeim síðari voru Dýrlingarnir óstöðvandi. David Armstrong, keyptur í sumar frá Middlesbrough, minnkaði muninn í 2—3. Siðan jafnaði Steve Moran og Armstrong skoraði svo sigurmarkið. Þessi þrjú mörk voru skoruð á 16 min. kafla og allt var á suðupunkti á The Dell, leikvelli Southampton. Frægur sigur í höfn. Úrslitin á laug- ardag urðu annars þessi: 1. deild Birmingham—West Ham 2—2 Brighton—Man. City 4—1 Leeds—AstonVilla 1 — 1 Liverpool—Swansea 2—2 Man.Utd.—Wolves 5—0 Notts Co—Arsenal 2—1 Southampton—Ipswich 4—3 Stoke—Everton 3—1 Sunderland—Coventry 0—0 Tottenham—Nottm.For. 3—0 WBA—Middlesbrough 2—0 2. deild Bolton—Grimsby 1—2 Cambridge—Chelsea 1 —0 Cardiff—Newcastle 0—4 Charlton—Derby 2—1 Leicester—C.Palace 1—1 Norwich—Oldham 1—2 Orient—Luton 0—3 OPR—Blackburn 2-0 Sheff.Wed.—Wrexham 0-3 Shrewsbury—Rotherham 2—1 Watford—Barnsley 3—1 3. deild Brentford—Carlisle 1—2 Bristol City—Walsall 0-1 Burnley—-Swindon 0-2 Chesterfield—-Portsmouth 2-2 Exeter—Millwall 5—4 Lincoln—Newport 2—2 Oxford—Fulham 2—0 Rochdale—Aldershot 0—0 Preston—Bristol Rov. 0-1 Reading—Huddersfield 1—2 Southend—Plymouth 3-0 Wimbledon—Gillingham 0—2 Sammy Mcllroy — þrenna i laugar- dag gegn Úlfunum. Leik Chester og Doncaster var frestað. 4. deild Colchester—Northampton 5—0 Crewe—Port Vale 0—2 Darlington—Peterbro 0—0 Halifax—Bury 2—1 Hereford—Hartlepool 1—1 Hull—Tranmere 1—2 Mansfield—Blackpool 2—2 Scunthorpe—Bradford 1—3 Stockport—Bournemouth 1—2 Wigan—Torquay 1—0 York—Sheff. Utd. 3—4 Skozka úrvalsdeildin Aberdeen—Morton 2—0 Dundee—Celtic L 1—3 Hibernian—DundeeUtd. 1—1 Partick—St. Mirren 1—1 Rangers—Airdrie 4—1 Celtic hefur sigrað í öllum leikjum sínum, sex að tölu. George McCluskey skoraði tvívegis á laugar- dag í Dundee. Frank McGarvey þriðja mark Celtic. Jim Bett skoraði tvö af mörkum Rangers, Derek John- stone og Derek Jardine hin tvö. Tvœr vítaspyrnur Liverpool Miðherji Liverpool hér á árum áður, John Toshack, sem bókstaflega hefur veriö kraftaverkamaður sem stjóri Swansea, kom með sitt nýja 1. deildarlið á Anfield. Greinilegt að „stóri John” trekkti. Áhorfendur voru 48.645 eða um tíu þúsund meira en meðaltalið hefur verið. Mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Bill Shankley eins og var á öllum völlum Englands. Síðan hófst leikur- inn og Swansea náði forustu á 15. mín. Vítaspyrna dæmd á Liverpool og úr henni skoraði Leighton James. Liverpool var miklu meira með knöttinn en vörn Swansea var svo sterk, að Dai Davies þurfti aðeins að verja eitt skot í hálfleiknum. Bob Paisley, stjóri Liverpool, breytti taktík, liðsins eftir leikhléiö. Lét Sammy Lee leika miðherja með Dalglish. Enn þyngdist sókn Líverpool en allt kom fyrir ekki. Svo náði Swansea skyndi- sókn á 57. min. Phil Thompson, fyrir- liða Liverpool, urðu á mikil mistök og Bob Latchford skoraði annað mark Swansea. 0—2, hreint ótrúlegt. En á fimm mínútna kafla tókst Liver- pool að jafna og til þess þurfti tvær vítaspyrnur. Fyrst braut Neil Robin- son á Terry McDermott inann teigs og Terry minnkaði muninn i 1—2 úr vítinu. Síðan kom að Dai Davies að brjóta á McDermott. Aftur viti og Terry jafnaði. Lokakaflann sótti Liverpool nær látlaust. Tókst ekki að knýja fram sigur og Dai Davies, sem leikur með Wales gegn Íslandi 14. október næstkomandi, átti stórleiki í marki Swansea. Liðin voru þannig skipuð: Liver- pool: Grobbelaar, Neal, Alan Kenne- dy, Lawrenson, Thompson, Lee, Souness, McDermott, Ron Whelan, Johnson (Kevin Sheedy) og Dalglish. Swansea: Davies, Robinson, Irwin, Rajkovic, Hadziabdic (báðir Júgó- slavar), Thompson, Robbie James, Mahoney, Leighton James, Latch- Bryan Robson, dýrasti leikmaður Englands. Man. Utd. greiddi 1,7 milljón sterl- ingspunda fyrir hann á laugardag. fored og Curtis. Jerome Charles kom inn sem varamaður. Brooking með West Ham Enski landsliðsmaðurinn Trevor Brooking lék sinn fyrsta leik með West Ham á leiktímabilinu. Hefur átt við meiðsli að stríða en kom nú inn vegna þess, að Paul Allen leikur með Englandi i HM pilta í Ástralíu. Lund- únaliðiö var óheppið að hljóta ekki þrjú stíg í leiknum í Birmingham í góðum leik. David Cross náði for- ustu fyrir WH á 10. mín. en þremur mín. síðar jafnaði bakvörðurinn David Langan eftir undirbúning Archie Gemmill. Skallaði í mark. Á 60. mín. náði WH aftur forustu. Cross skoraði og þannig stóð þar til rétt fyrir leikslok, að Kevin Dillon jafnaði með miklum þrumufleyg, sem markvörður West Ham, Tom McAlister, keyptur frá Swindon í sumar, átti ekki möguleika að verja. Phil Parkes meiddur eftir leikinn við Liverpool. Langt var komið fram yfir venjulegan leiktíma, þegar Birming- ham jafnaði og leikmenn West Ham vissu þá úrslitin í Southampton. Þeir virtust vera komnir á toppinn á ný en leik er ekki lokið fyrr en dómarinn flautar leikslok. Þrjú mörk Mcllroy Man. Utd. sigraði í fjórða leik sínum í röð og er komið í fjórða sætið. Þrír af þessum sigrum eru þó gegn neðstu liðum 1. deildar svo enn er of fljótt að spá Manchester-liðinu miklu gengi. Liðið lék þó mjög vel gegn Úlfunum og enginn betur en írski landsliðsmaðurinn Sammy Mcllroy. Hann var tekinn út af gegn Swansea á dögunum og Rene Moses settur inn sem varamaður. En Mcllroy var ekki á því að sleppa sæti sínu. Átti stórleik, þegar Man. Utd. sigraöi Leeds í vikunni, og gegn Úlf- unum skoraði hann þrennu. Frank Stapleton skoraöi fyrsta markiðá 10. mín. eftir snjalla sókn, þar sem Úlfa- leikmennirnir komu ekki við knött- inn. Bailey markvörður kastaði knettinum til Albiston, sem gaf til Wilkins. Frá honum fékk Mcllroy knöttinn, splundraði vörn Úlfanna áður en hann gaf á Stapleton og eftir- leikurinn var auðveldur hjá miðherj- anum. Lék á Bradshaw markvörð og rúllaði knettinum í mark. Síðan kom þrenna Mcllroy, staðan 2—0 í hálf- leik, og Gary Birties skoraði fimmta markið. Bryan Robson, sem nú er talinn bezti leikmaður Englands, skrifaði undir samning við Man.Utd. á Old Trafford rétt áður en leikurinn við Úlfana hófst. Metupphæð fyrir leikmann á Bretlandseyjum. Man. Utd. greiddi WBA 1,5 milljónir sterl- ingspunda og þurfti auk þess að greiða 200 þúsund pund í skatta. Tottenham lék Nottingham Forest sundur og saman og þar var Marc Falco fremstur í flokki. Skoraöi fyrsta markið á 26. mín. Síðan skor- aði nýliðinn Mike Hazzard og Falco aftur á 85. mín. Það er í þriðja sinn á leiktímabilinu, sem Falco skorar tvö mörk i leik. Níu í allt. Hann er í stöðu Garth Crooks og nú er l.'tli, svarti miðherjinn að verða heill eftir meiðsli. Stóra spurningin hvort hann kemst inn í Tottenham-liðið eða hvers stöðu hann tekur ef til þess kemur. Hrun Arsenal í lokin Arsenal hafði tögl og hagldir í leiknum við Notts County lengstum. John Hawley, áður Sunderland, skoraði á 10. mín. en þegar tíu mín. voru til leiksloka meiddist hann. Brian McDermott kom í hans stað en slasaðist fljótt og varð að yfirgefa leikvöllinn. Leikmenn Arsenal því tíu og á síðustu þremur mínútunum skoraði Notts County tvívegis og sigraði. Fyrst David Hunt, á 87. mín., síöan Brian Kilcline. Brighton komst í 4—0 með mörkum Mike Robinson, Gary Williams og Andy Ritchie, tvö, áður en Kevin Reeves skoraði eina mark Man. City. Mikil meiðsli hjá City m.a. Francis og Power og nyi leikmaðurinn frá Everton, Asa Hart- ford, lék ekki í Brighton. Gary Shaw skorði fyrir Aston Villa í fyrri hálf- leik á Elland Road. Nýliði, Steve Bal- combe, jafnaði fyrir Leeds í s.h. í sinum fyrsta deildaleik. Lee Chapman skoraði fyrir Stoke á 2. mln. Joe McBride jafnaði fyrir Ever- ton en tvö mörk McGuire og Chap- man tryggöu sigur Stoke á siðustu 10 mlnútum leiksins. Ian Munro hjá Sunderland var rekinn af velli í leikn- um við Coventry og Kevin Summer- field og Cyrille Regis skoruðu mörk WBA gegn Middlesbrouth. í 2. deild kom mest á óvart, að Sheff. Wed. steinlá á heimavelli og það fyrir Wrexham. Markakóngur- inn Dixie McNeil skoraði tvö af mörkum liðsins frá Norður-Wales. Við það komst Luton í efsta sætið og Watford hefur náð Sheffield-liðinu að stigum. Þá var merkilegt að New- castle vann í fyrsta skipti í sögu þess fræga félags sigur í Cardiff. í 3. deild er Chesterfield efst með 17 stig. Don- caster og Reading eru með 16, Walsall 15 stig. í 4. deild er Bourne- mouth efst með 20 stig. Bradford 19, Torquay 18. Markhæstir ogstaðan Þeir Lee Chapman, Stoke, David Cross, West Ham og Kevin Keegan, Southampton, eru nú markhæstir í 1. deild með sjö mörk hver. Paul Godd- ard, West Ham, Bob Latchford, Swansea og John Wark, Ipswich, hafa skoraði sex mörk. Staðan er nú þannig: 1. deild Ipswich 8 5 2 1 18—11 17 West Ham 8 4 4 0 17—8 16 Swansea 8 5 1 2 17—12 16 Man.Utd. 9 4 3 2 12—5 15 Tottenham 8 5 0 3 13—10 15 Nottm. For. 8 4 2 2 11—10 14 Southampton 8 4 1 3 17—15 13 Brighton 8 3 3 2 13—9 12 Coventry 8 3 2 3 14—13 11 Man.City 8 3 2 3 12—12 11 Everton 8 3 2 3 10—11 11 Stoke 8 3 1 4 16—14 10 Liverpool 8 2 4 2 8—8 10 Notts Co. 8 3 1 4 12—16 10 Birmingham 8 2 3 3 12—12 9 Arsenal 8 2 3 3 5—6 9 Aston Villa 8 1 5 2 8—8 8 WBA 8 2 2 4 7—7 8 Sunderland 8 1 4 3 6—11 7 Middlesbro 8 2 1 5 7—15 7 Wolves 8 2 1 5 5—16 7 Leeds 9 1 3 5 7—18 6 2. deild Luton 8 6 0 2 18—10 18 Sheff.Wed. 8 5 1 2 9—5 16 Watford 8 5 1 2 11—9 16 Oldham 7 4 3 0 12—5 15 Chelsea 8 4 1 3 11—9 13 Grimsby 8 4 1 3 11 — 10 13 Norwich 8 4 1 3 12—13 13 Shrewsbury 8 4 1 3 10—11 13 QPR 8 4 0 4 12—10 12 Newcastle 8 4 0 4 9—7 12 Leicester 8 3 3 2 10—9 12 Blackburn 8 4 0 4 8—9 12 Barnsley 8 3 1 4 11—8 10 C. Palace 8 3 1 4 6—6 10 Rotherham 8 3 1 4 9—10 10 Charlton 7 3 1 3 8—9 10 Derby 8 3 1 4 12—14 10 Cambridge 8 3 0 5 8—9 9 Wrexham 7 1 1 1 4 7—8 7 Cardiff 7 2 1 4 8—14 7 Bolton 8 2 0 6 5—13 6 Orient 8 1 1 6 3—12 4 Skozka úrvalsdeildin Celtic 6 6 0 0 17—5 12 Aberdeen 6 4 0 2 11—7 8 St. Mlrren 6 3 2 1 9—8 8 Rahgers 5 2 1 8 6-6 6 Morton 6 3 0 3 5—6 6 DundeeUtd. 5 2 1 2 11—7 5 Hibernian 6 1 3 2 6—6 5 Dundee 6 2 0 4 10—14 4 Airdrie 6 1 1 4 9—19 3 Partick 6 0 1 5 3—11 1 -hsim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.