Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. Veðrið Qert er ráð fyrir áframhaldandi norðanátt og kuida. Frostlaust um mifljan dag sunnanlands, annars frost um aHt land. Éljavaflur á aust- anverðum Vestfjörðum, ainnlg á Norflur- og Austuriandi. BJart á Suflur- og Vesturinadl. Kl. 6 voru í Reykjavflc norflan 4, bjart, -1, Qufuskálar norflaustan 6,, bjart og 0, Galtarviti norflaustan 4, ál, -3, Akureyri norflan 4, snjókoma, -3, Raufarhflfn norflaustan 6, snjókoma, -3, Dalatangi norflan 7, skýjafl, - 2,Hflfn norflan 5, skýjafl, -1, Stórhflfði norflan 7, láttskýjafl, 1. í Þórshöfn var skýjafl og 1, Kaup- mannahflfn skýjafl og 12, Osló alskýjafl og 6, Stokkhólmur skýjafl og 10, London skýjafl og 11, Hamborg þokumófla og 7, Parfs skýjafl og 13, Madrld skýjafl og 10, Lissabon þrumuveflur í grennd 12, New York abkýjafl og 14. Jóhanna Magnúsdóttlr lyfsali lézt 23. september. Hún fæddist í Árbæ í Holtum 22. júní 1896, dóttir hjónanna Magnúsar Torfasonar og Petrinu Thoru Camillu Stefánsdóttur Bjarnason. Jóhanna lauk stúdentsprófi árið 1914, síðan lyfjafræðiprófi fyrst íslenzkra kvenna árið 1919. Hún stofnaði lyfjabúðina Iðunni og rak hana til ársins 1961. Jóhanna var gift Óskari Einarssyni en hann er látinn. Þau eignuðust eina dóttur. Jóhanna verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 5. októberkl. 13.30. Guflfinna Þórarinsdóttir, verður jarðsungin í dag, mánudaginn 5. október, kl. 3 e.h. frá Dómkirkjunni. Jóhanna Jóhannsdóttir, Dalbraut 27, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. okt. kl. 15.00. Sigrún Einarsdóttir, Hofsstöðum, lézt 1. okt. Bjarnheiður Bernharflsdóttir, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. október kl. 13.30. Aðalbjörg Þorvarðardóttir frá Stykkishólmi andaðist á Elliheimilinu Grund að kvöldi 28. sept. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. þ.m. kl. 13.30. Guðmundur Bjarnason, frá Skafta- felli, Ljósvallagötu 32, lézt að Landa- kotsspítala 2. október sl. Kári H. Sigurjónsson, Drápuhlíð 38, lézt á Landakotsspítala 2. október. Þorieifur Benedikt Þorgrimsson, fyrr- verandi verzlunarmaður, andaðist á Elliheimilinu Grund hinn 23. septem- ber. Útför hans hefur farið fram. Björn Kr. Jónsson, Sólheimum 23, Reykjavík, lézt 1. október í Land- spítalanum. Axel Björnsson, Hverfisgötu 59 Reykjavik, lézt 24. september. Hann fæddist 1 Víkurgerði við Fáskrúðsfjörð 10. marz 1911, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Björns Þor- steinssonar. Axel lauk meistaraprófi í matreiðslu í Kaupmannahöfn. Hann starfaði sem matsveinn á togurum og síðar bryti á Fossunum. Hann var kvæntur Katrínu Júlíusdóttur, þau eignuðust7börn. Jón Arason, verkstjóri, Meðalholti 5, lézt 28. september. Hann fæddist 8. febrúar 1916 á Suðureyri við Súganda- fjörð og voru foreldrar hans Ari Jóns- son, og Þórdís Magnúsdóttir. Jón ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð og stundaði sjósókn þaðan. Hann kvæntist Jórunni Eyjólfsdóttur, og eignuðust þau 3 börn. Jón verður jarðsunginn í dag, 5. október, frá Foss- vogskapellu ki. 13.30. Kvenfólag Laugarnessóknar Fundur veröur haldinn mánudaginn 5. okt. í fundar- sal kirkjunnar kl. 20. Vetrarstarfið verður rætt, myndasýning. Stjórnin. ATLI STEINARSSON Tveir af skemmtilegustu þáttunum í „síðasta sinn” Það leggst illa í mig nú undir vetr- arbyrjun að hafa heyrt í síðasta sinn í útvarpinu á sunnudagsmorgfii ágæt- an ferðaþátt, hinn síðasta af mörgum mjög góðum undir samheitinu Út og suður. Vona ég að það sé ekki merki þess að sunnudagsmorgnar í útvarpi megi ekkert skemmtilegt í skauti sínu bera. Óttast þó verulega að svo sé. Þessa Út og suður þætti ber að þakka, bæði vegna forms þeirra og ágætis. Á sama hátt þykir mér leitt að hafa séð síðasta þáttinn af Löðri. Mörgu laugardagskvöidinu hefur sá þáttur gefið nokkra upplyftingu. Ég hygg að þó ýmsum hafi þótt þátturinn vitlaus á stundum finni fólk nú að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur”. Þessara ágætisþátta kem ég til með að sakna. En ef jafn vel tekst upp með laugardagsdagskrár sjónvarps í framtíðinni og á laugardaginn var er engu að kvíða. Elvis Presley átti sinn stóra þátt í því. Undirritaður er, á síðari árum, í hópi aðdáenda hans og þátturinn á laugardagskvöldið — Síðasti konsert konungsins — sýndi, staðfesti og sannaði af hverju milljónir manna dá hann sem konung rokksins þó illmögulegt sé að setja sig í spor þeirra sem telja Elvis æðstu veru sem gengið hafi og muni arka hér á jörðu. Það lifir eitthvað ennþá í huga manns eftir þennan síðasta Elvis- konsert — og ég held að þessi minn- ing muni lengi lifa. Á eftir fylgdi svo ágæt gaman- mynd, en um „ágætar” gamanmynd- ir er aldrei hægt að tala nema leikar- arnir séu þess umkomnir að bera hana uppi með góðum leik. Á það skorti ekkert á laugardaginn. Sem sagt góður laugardagur. Skonrokkið á föstudaginn var sama útþynnta glundrið nú og fyllir þennan þátt flesta föstudaga. Skil ekki að hann Þorgeir skuli láta hafa sig í svona kynningar. En sumum kann að þykja í varið. Frá sjónarmiði unglinga tel ég þó fullvíst að þessi þáttur sé „tímafylling” í dagskránni á röngum degi. Vafalaust höfðar þetta mest til unglinga en sjaldan munu ileiri þeirra utan dyra en ein- mitt á föstudagskvöldum. Auðvitað vita sjónvarpsmenn jDetta. Þeir eru engir aular. En þeir hlusta bara aldrei á gagnrýni og segja bara glott- andi: Þetta skal í lýðinn. Hamar og sigð, brezka myndin á föstudaginn um valdabaráttuna í Kreml og ágrip af mannvígum, kúgun, ofbeldi, miskunnarleysi, svikum og prettum, sem sú barátta byggist á, stóð vel undir nafni. En því að gefa manni þennan skammt þegar lokið er fimm daga vinnuviku og maður heldur að afslöppun bíði manns á skerminum? Ein tímaskekkjan enn. Fyrir utan það sem í upphafi er getið um útvarp get ég ekki stillt mig um að minnast á enn eitt ágætisviðtal Jónasar Jónassonar. Hann var ennþá á Klaustri og þar virtist fólk una sér vel og vera í fullu jafnvægi, hvort sem er við gestamóttöku eða nætur- vörzlu. Jónas er einkar góður við- talsstjórnandi í útvarpi, enda búinn fá skólann. En hví ekki að vera svolítið hressari í inngangi þessara viðtala. Það er eins og Jónas hafi aðeins átt næsta númer við miðann sem DAS-hús kom á eða hann hafi misst bezta vin sinn í bílslysi, svo dapur er hann meðan hann er að stinga hlustandanum i samband við viðtalsstaðinn og viðmælandann hverju sinni. En nú er nóg komið. Aðeins í lokin þakkir til Bjarna Fel (og Sjónvarps- ins) fyrir að sýna okkur sem ekki nenntum í Höllina frábær lokatilþrif Þróttara í Evrópuleik í handknatt- leik. Þeir unnu upp á síðustu mínút- unum þriggja marka forskot norsku meistaranna, og meira en það — unnu með þriggja marka mun. Frábært (og gott á Norðmenn). Maður fór „með sigurbros á vör” í rúmið. -A.St. Kvenfólag Árbœjarsóknar Fundur verður haldinn ’. kvöld, mánudaginn 5. októ- ber kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Vetrarstarfið verður rætt, gestur fundarins er Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt. — Kaffiveitingar. Stjórnin. Stálu tveimur bílum — og gengu endanlega frá öðrum Tveir 17 og 18 ára piltar úr Breið- holti hafa viðurkennt þjófnað tveggja bíla í Árbæjarhverfi um helgina. Er annar bíllinn mjög illa farinn eða ónýtur eftir. Piltunum gekk illa við fyrri bílinn er þeir stálu og náðu sér því í annan farar- skjóta. Var það Cortina-bifreið. Óku þeir á henni upp í Rauðhóla og iðkuðu þar ýmsar akstursþrautir sem ekki munu allar við hæfi bílsins. Á leiðinni þaðan lauk ökuferðinni í grýttum skurði við Neðri-Dal við Suðurlands- veg. Þar telja sumir að Cortinan hafi hlotið náðarhöggið. Lögreglan mætti piltunum er þeir löbbuðu frá flakinu, þótti þeir grun- samlegir og er á þá var gengið kom sag- an öll. -A.St. Tónleikar sendir út fgegnum Iffríki Öskjuhlíðar sérstæð samkoma íÞjóðleikhúskjallar- anum íkvökl Þegar mönnum bárust fréttir af niðurskurði Reagan-stjórnarinnar á þeim hluta geimrannsókna sem lýtur að hlustun eftir radíósendingum frá skyni gæddum verum á öðrum hnött- um, var ákveðið að snúa vörn í sókn: þ.e. hlustun í sendingu. Hópur ungra tónlistarmanna ætlar að efna til framsækinnar samkomu í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem þeir ætla með ýmsu móti að reyna að hafa áhrif á framgöngu og framkvæmd þessa merkilega málefnis: Samband milli tveggja eða fleiri skyni gæddra lífvera í alheiminum! — Auk hefð- bundinnar notkunar á Stillilögmáli Dr. Helga Pjeturs verður hér færð í not (í fyrsta skipti hérlendis svo vitað er) ný sambandsaðferð, sem í ís- lenzkri þýðingu nefnist „Blómefld- fjarskypti”, — en hún felst í því að notuð eru blóm og ýmiss konar jurtir éA iú* *, 7~ Jl 'j y/ í stað loftneta. Fáist leyfi yfirvalda munu tónleikarnir verða sendir út i gegnum lífríkið í öskjuhlíðinni og verður þeim aðallega beint til Alfa og Proxima Centauri. Hljómsveitirnar sem fylkja sér bak við þétta mjög svo verðuga málefni eru ÞEYR, Jonee-Jonee og Fan Houtens Kókó. Aðstaðendur hljómleikanna skora á sem flesta að mæta þvi þegar stilli- lögmálið á í hlut þýðir fleira fólk betri árangur! Tónleikarnir í Þjóðleikhúskjallar- anum eru í kvöld, 5. okt. og hefjast kl. 21. Big Band ’81 — stjórnandinn Björn R. Einarsson situr i miðri fremstu röfl. -Ljósm.: GE. JASSLEIKAR MEÐ BIG BAND ’81 —áSöguíkvöld Stórhljómsveitin Big Band ’81 hefur vetrarstarfsemi sína með jassleikum í Átthagasal Hótel Sögu kl. 21 í kvöld. Hljómsveitina skipa 20 hljóðfæra- leikarar undir stjórn Björns R. Einars- sonar. í upphafi jassleikanna leikur kvartett Kristjáns Magnússonar og síðan tekur við Jónas Þórir ásamt fé- lögum sínum, þeim Sigurði Long á tenórsax, Bjarna Sveinbjörnssyni á bassa og Stefáni Jökulssyni á trommur. Þá leikur stórhljómsveitin og lýkur síðan jassleikunum með músikalskri uppákomu eða jam-session þar sem helztu einleikarar hljómsveitanna leiða saman hesta sína. GENGIÐ GENGISSKRÁNiNG NR. 188 Ferflamanna- 5. OKTÓBER 1981. gjaideyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 1 Stariingspund 1 Kanadadollar 1 Dflnskkróna 1 Norskkróna 1 Sœnskkróna 1 Rnnsktmark 1 Franskur franki 1 Belg. franki 1 Svissn. franki 1 Hoilanzk florína 1 V.-þýzkt mark 1 Itölsk líra 1 Austurr. Sch. 1 Portug. Escudo 1 Spánskur posoti 1 Japanskt yen 1 irsktDund 8DR (sérstflk dráttarréttindl) 01/09 7.687 14.067 6.399 1.0669 1.3118 1.3926 1.7399 1.3678 0.2004 4.0543 3.0828 3.4210 0.00654 0.4873 0.1217 0.0816 0.03362 12.146 8.9213 7.709 14.107 8.417 1.0700 1.3155 1.3966 1.7449 1.3717 0.2010 4.0659 3.0916 3.4308 0.00656 0.4887 0.1221 0.0819 0.03372 12.180 8.9466 8.479 15.517 7.058 1.1770 1.4471 1.5363 1.9194 1.5089 0.2211 4.4725 3.4008 3.7739 0.00721 0.5376 0.1343 0.0901 0.03709 13.398 Sfmsvari vagna gangisskránlngar 22190. ráai,i:.2. U

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.