Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. 4 Sigurður Sverrisson Þessi fúlskoggjaðl predlkarl var einn margra sem alftaf safnast saman viö Speaker's corner i Hyde Park á sunnudögum. Ekkl vantar innitfunina iandlitkaris, en hvernig hugur iiggur að baki skal ósagt látið. Böm og gamalmenni og allt þar á milli Hún er ekki gömui, þessi Utia bréðfaUega stúéka sem IJósm yndarinn rakstá þarsemhún var að leika sár í Hyde Park. Asíu-yflrbragðið leynir sárekki, en hver segir svo að ousturlenzk böm sáu ekklJafnfalleg og önnur? Hún sat og beið eftirþvi sem verða viidi, þessigamia kona i Oxford strmti. AndUtið segir okkur margt og úr því má lesa að Ufið hefur ekki alttaf verið dans á rósum. —svipast um í Hyde Park og nágrenni blaðsins, var þá á ferð í heimsborginni og smellti af í gríð og erg. Árangurinn má sjá á meðfylgjandi myndum. -SSv. Mannlífið í Reykjavík þykir oft á tíðum fjölskrúð- ugt — einkum og sér í lagi þegar vel viðrar og allir sem vettlingi geta valdið taka á rás niður í miðbæ. Minnir Aust- urstrætið þá oft á tíðum á stórar göngugötur í þeim er- lendu borgum sem okkur eru hvaðhugstæðastar. Myndirnar hér á síðunni eru hins vegar teknar í Lund- únaborg einn fagran sunnu- dag fyrir nokkru — nánar til- tekið í og við Hyde Park. Einar Ólason, ljósmyndari Þessi vesaiingur átti hvergi höfði sínu að að halla og tók þvi tii bragðs að ieggja sig utan við fífs tykkja vöru verriun. Sennilega hefur sá gamli gieymtað kasta afsár vatniáður en hann iagðist tilsvefns þvíekkiberá - öðru en bleytan tUheyri honum. DB-myndir Einar Ólason. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. 33 Herb A Ibert—Magic Man Ágæt tónlist en einhæf Herb Albert er gamalreyndur tónlist- armaður og hefur reynt sig við ýmislegt á sínum langa ferli. Hann vakti fyrst at- hygli þegar hann kom fram rétt eftir 1960 með hljómsveit sinni Tijuana Brass. Vinsældir hans urðu strax miklar og var það að þakka snjöllum trompetleik hans og svo hinni sérkennilegu tónlist, en hún var nokkurskonar sambland af mexíkanskri þjóðlagamúsik og popp- tónlist. í nokkur ár hélt hann sinu striki og gaf út reglulega plötur ásamt hljóms- veit sinni, sem seldust eins og heitar lummur. En öll ævintýri enda einhvern tíma. í tilfelli Herb Alberts var það að músíkin breytdst lítið sem ekkert og stöðnun átti sér stað. En í millitíðinni hafði Herb Albert komið sér vel fyrir fjárhagslega, einkum með stofnun útgáfufyrirtækis- ins A&M Records. Það fyrirtæki byrjaði smátt, en í dag er A&M Records risaveldi í plötuiðnaðinum, þannig að Herb Albert getur i rauninni leyft sér að slappa af og spila eingöngu ánægjunnar vegna. Þess má geta að Aið i A&M stendur fyrir Albert. En einhvemtíma á árinu 1979 hefur Herb Albert fundizt vera kominn aftur tími til hreyfings og smalar saman nokkrum félögum sinum í stúdíó og þeir leika sér við upptöku á nokkrum lögum, gömlum og nýjum og útkoman var Rise, einhver mest selda plata ársins 1979. Og titillag plötunnar varð eitt allra vinsælasta lag það árið. Hvað hafði skeð. Hafði Herb Albert breytt um tónlistarstefnu? Nei, ekki alveg. Þama var sami trompetleikur- inn, aðeins dálitið þyngri taktur og stúdíótækni dagsins í dag nýtt til fulln- ustu. Herb Albert fylgdi fljótt eftir með annarri breiðskífu í sama stil, Beyond nefndist hún, og nú er komin ein enn, Magic Man, sú þriðja á réttum tveimur árum. Ef einhver munur er á Magic Man og Rise, þá er það helzt að meiri heildar- svipur er á Magic Man, og er það sjálf- agt vegna þess að Herb Albert semur flest lögin sjálfur á Magic Man en á Rise voru lögin úr sitt hvorri áttinni, en þrátt fyrir það finnst mér Rise mun lif- Iegri plata og skemmtilegri. Magic Mtui byrjar á titillaginu og manhattan Mdody kemur næst og eru þar á ferðinni lög í ekta Herb Albert ■ stíl, létt leikandi og líkleg til vinsælda. |En í I Get It From You sleppir Herb 'Albert trompetinum og tekur til við að syngja, og verður nú að segjast eins og jer að kappinn hefur frekar litla rödd. jEn þetta er ekki í fyrsta sinn sem Herb Albert reynir fyrir sér í söng. Fyrir um jþað bil 10 árum söng hann inn á plötu jThis Girl Is In Love við miklar vin- isældir. I Á hlið tvö er meðal annars að finna ;útsetningu á gömlum ítölskum slagara Besame Mucho. Mér hefur nú aldrei jþótt þetta lag skemmtilegt og lítið bætir )Herb Albert það. En þar er einnig að finna tvö beztu lög plötunnar This jOne’s For Me sem er rólegt og heillandi jag i gamla Herb Aibert stílnum og jFantasy Island sem er skemmtilegt lag, þar sem trommur njóta sín mjög vel. ‘ Magic Man boðar engar breytingar í jtónlist Herb Alberts. Aðdáendur hans vita alveg upp á hár að hverju þeir jganga og eru ánægðir með það. En jhinir sem hafa búizt við einhverjum inýjungum frá honum verða eflaust fyrir vonbrigðum. Að minum dómi er þarna um ágæta plötu að ræða, músík- 'in vönduð en svolítið einhæf. Herb ^Albert er ágætur trompetleikari og að- |stoðarhljóðfæraleikarar standa allir ifyrir sínu, en þó vantar þennan neista sem einkenndi Rise og gerði hana að frábærri plötu. -HK. Rickie Lee Jones—Pirates SÁLIN ÚR STEELY Plötur ÁSGEIR TÓMASSON unnar um slys eitt er gerðist í Los Angeles. Þar skaut lögreglan á mann sem hún taldi vera glæpamann. Maður- inn beið bana og síðar kom í ljós að hann hafði einungis verið að fylgja konu sinni á sjúkrahús þar sem hún átti að verða léttari. Lag þetta nefnist Skeletons. Söngur Rickie Lee Jones er um marga hluti sérstakur. Stundum muldr- ar hún textann, jafnvel hvíslar hann og talar. Eða þá að hún hefur upp raust sína og þenur raddböndin af miklum móði. Með Rickie Lee Jones á plötunni er einvalalið hljóðfæraleikara og yrði of langt mál að telja þá alla upp hér. Athygli vekur þó að Donald Fagen úr Steely Dan leikur á syntesizer í titillagi plötunnar, en hann er ekki vanur að ljá öðrum krafta sína. Hitt er annað mál að útsetningar laganna minna oft á lög Steely Dan. Sérstaklega er þetta áber- andi í lögum á borð við A Lucky Guy, sem virðist eins og stolið úr lagasafni Fagen og Walter Becker í Steely Dan. En útsetningarnar eru anzi góðar og hornaleikurinn í sumum þeirra ljær þeim skemmtilegan svip. Meira er kannski um vert að það er sveifla í lögum Jones, sveifla sem kemur hlust- endunum í gott skap og fær þá til að smella saman fingrunum. Living it up, We Belong Together og A Lucky Guy eru beztu lög þessarar plötu, en ekkert hinna er slæmt. í einu orði sagt, úrvalspiata. -SA. DAN FENGIN AÐ LÁNI TheMagnetics—A HistoricalGlimpseoftheFuture: Öld Synthesizersins runninn upp Jakobi Magnússyni tókst um daginn að sjokkera margan lítinn menningar- vitann. Hann sótti okkur íslendinga heim með „minnstu hljómsveit í heimi”. Þeir Alan Howarth fluttu hingað með sér ein fimmtán hundr- uð kílógrömm af syntherizerum og öðrum útbúnaði og fóru síðan hring- ferð um landið með öll tólin. Mæting var víðast hvar góð en menn misstu andlitin unnvörpum. Allt síðan ég kynntist Jakobi hefur hann verið stuðmaður af lífi og sál. Og ekkert annað. Um tíma presenteraði hann sig sem alvarlegan jazzmúsíkant og tókst að plata marga. Þeir sömu hneyksluðust mest á nýaflokinni hljómleikaferð, hristu hausana og lögin á plötunni og þótt ekkert laganna jafnist á við Chuck E.’s in Love af fyrstu plötu hennar, eru lögin flest ágæt. Textar þeirra eru persónulegir og margir fjalla um viðskilnað Rickie Lee Jones og fyrrum sambýlismanns hennar. Yrkisefni hennar er ástin, og lífið á strætum og búllum stórborgar- innar. Þar minnir hún nokkuð á texta- smíðar Bruce Springsteen, en Rickie Lee Jones hefur það fram yfir Spring- steen að textar hennar eru fjölbreyttari. Þannig fjallar einhver bezti texti plöt- Nýja plata Rickie Lee Jones, sem kom út fyrir skömmu, heitir Pirates, og án efa á sú skifa eftir að efla enn vin- sældir söngkonunnar. Fyrsta platan var góð en Pirates er mun betri, þrosk- aðri og vandaðri. Sem fyrr á Rickie Lee Jones nær öll Fyrir tveimur árum var Rickie Lee Jones ójjekkt nafn meö öllu. Þá gaf hún út sína fyrstu hljómplötu og í einu vetfangi var stúlkan, sem áður hafði unnið við afgreiðslu á bensínstöð, orðin heimsfræg söngkona og plata hennar seldist eins og heitar lummur. spurðu hver annan hvort engin tak- mörk væru fyrir því hve lágt „þessi maður” gæti lagzt. Orð eins og Garðar Hólm endurborinn voru einnig viðhöfð. Það kom mér til að velta því fyrir mér hvort Garðar kallinn hafi ekki fyrst og fremst verið húmoristi sem sauðsvartur mörlandinn gleypti við hugsunariaust. Æ já, það var platan. Jakob gerði meira en að hneyksla litlu menn- ingarvitana upp úr skónum þegar hann kom hingað. Hann skildi eftir plötu. A Historical Glimpse of the Future nefnist hún og fyrir henni er skrifuð The Magnetics, minnsta hljómsveit í heimi. Fyrir nokkrum árum kom hér út plata sem nefndist Sveitin milli sanda. Þar Iék Jónas Þórir fimmtán íslenzk lög á Baldwin orgel. Þess var vel og vandlega getið á hvaða tegund orgels væri leikið og innan í umslaginu var auglýsing frá umboðsmanni Baldwin. Þarna var verið að gefa út plötu sem sýndi hvað var hægt að gera með þess- ari ákveðnu orgeltegund. Jakob Magnússon er að gera svipað- an hlut með Historical Glimpse Of The Future. Sýna afkomendum aðdáenda Garðars Hólm hvað hægt er að gera með Propet 5, Propet 10 og hvað þeir nú heita allir þessir synthesizerar. Reyndar held ég að þessi kynning hafi farið meira og minna fyrir ofan garð hjá hinum almenna hlustanda en þeir fáu tónlistarmenn sem mættu á hljóm- leikana hjá Jakobi voru með á nótun- um. Og þeim virtist vera nokkuð sama hvort hann var að spila Súkkulaðisjúk- ur, Hörku flykki og Shanghai Stripper eða eitthvert jazzstef af Jack Magnet eða Special Treatment. A Historical Glimpse Of The Future er ekkert tímamótaverk á íslenzkum tónlistarmarkaði. Síður en svo. Þarna kveður hins vegar við annan tón en áður hefur þekkzt á íslenzkum plötum. Hljóðfærið í öllum aðalhlutverkunum er synthesizer. Á hljómleikum í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna benti Jakob viðstöddum tónlistarmönnum á að nú væri þeim jafn gott að snúa sér að hljómborðsleik eða hætta ella. Synthesizerarnir væru búnir að leysa öll önnur hljóðfæri af hólmi. Sé þessi nýjasta plata Jakobs skoðuð í samhengi við aðrar sem hann hefur sent frá sér kemur í ljós að hún fellur ágætlega inn í mynstrið. Það er frekar að Special Treatment og Jack Magnet séu hliðarspor af leiðinni, — Stuð- mannsleið Jakobs Magnússonar. -ÁT. Plastos djúpfrystipokar eru framleiddlr f eftlrfarjandi stærðum: No. 4:20x30 cm. No. 5:25x40 cm. No. 6:30x55 cm. Plastos lokunarbönd og . djúpfrystiml&ar fylgja. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ, VK) ÁBYRGJUMST GÆÐINI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.