Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. Æskan ÆSKAN arS6 siöur Nýir 6skrífendur fé einn eldri órgang í kaupbœti. Það borgar sig aö gerast áskrrfandi. AfgrekJsla Laugavegi 56, sími 17336. K. Jónsson & Co. h.f. —H^l Höfum til afgreiðslu nú þegar nokkra uppgerða STILL lyftara. Rafmagnslyftara: 1.5 t, 2 t, 2,5 t m/snún- ingi. Dísillyftara: 2.5 t, 3,5 t, 4 t, 7 t og 15 tonn. Greiðslukjör. Upplýsingar á skrifstofunni, Hverfisgötu 72. Sími 12452 og 26455. Verðtrygging sparifjár skapar bönkunum stóraukna möguleika: 300þúsund króna Iántil40ára? —gegnlOOO krónamánaðar greiðslu Björn Amórsson, hagfræðingur BSRB: „Okkar fólk er að sligast undan húsbyggingarlánunum” — BSRB hefur um þrjár leiðir að velja til úrbóta „Formannaráðstefna BSRB sem fjallaði um launamál og kröfugerð samtakanna m.a. í þeim efnum keppir að þeim úrbótum í hús- næðismálum, sem m.a. feli i sér að allt launafólk fái lán til lengri tíma,” sagði Björn Arnórsson, hag- fræðingur BSRB. Hann kvað formannaráðstefnuna ekki hafa rætt nema útlínur þessa máls sem og annarra, því niöurstöður formannaráðstefnunnar verða rædd- ar í félögunum og þar fyllt í eyðurnar. Þegar því er lokið fer stjórnin i mikla fundarherferð um landið, þar sem þetta mál og aðrar kröfur verða endanlega ræddar. „En það er ljóst að formanna- ráðstefnan er með þessu orðalagi í drögum að kröfugerð BSRB að leggja áherzlu á, að okkar fólk er að sligast undan húsnæðislánunum,” sagði Björn. „Spurningin er ekki beinlinis hvort menn eru með eða á móti verðtryggingu, en staðreynd er að verðtryggingin hvolfist yfir fólk, sem hóf húsbyggingu sína með því að reikna með að fá hluta af verðbólgu- gróðanum. Svona skyndileg verðtrygging eykur á erfiðleika þessa fólks. Og ég reikna með að BSRB reyni að mæta þessum erfiðleikum fólks með lánum til lengri tíma, með kröfu um miklar launahækkanir eða með félagslegum byggingum,” sagði Björn Arnórsson. -A.St. AIU STEINARSSONI Björn Arnórsson: Verðtrygglngin hvolfist yfir fólk sem reiknaði með að fá hluta af verðbólgugróðanum. Nýbyggingar i Reykjavik: er hægt að koma ó kerfi sem auðveldar mönnum mjög að koma sér þaki yfir höfuðið — sem talið hefur verið einhverskonar nauðsyn á íslandi? DB-mynd: Bj. Bj. Fram hefur komið í skrifum DB að undanförnu að verðtrygging sparifjár hafi „fyllt” alla banka af peningum og síðar Seðlabankann eftir aukna bindingu hans á sparifé. Fram hefur komið að þessi bætta fjármálastaða gætí leitt til þess að unnt sé að skapa verulega auðveldari leiðir til íbúðabygginga en þekkst hafa hér a.m.k. síðustu ára- tugina. Lúðvík Gizurarson hrl. setti fram hugmynd um, að væru t.d. lánaðar 300 þúsund króna til íbúðarbyggingar, mætti greiða það lán, ásamt vöxtum og verðtryggingu, á 40 árum með einungis 1000 krónu greiðslu á mánuði hverjum, eða upphæð sem allir réðu við. Lána mættí á sama hátt 750 þúsund krónur til ibúðarbyggingar með 2500 kr. afborgun og vaxtagreiðslum á mánuði. Við ræddum þessa bættu lausa- fjárstöðu og nýja möguleika við nokkra valinkunna menn. Svör þeirra fara hér á eftir. -A.St. Sigurður Guðmundsson, forstjóri Húsnæðismálastof nunar: „LANGTÍMALÁN VIÐSKIPTA- BANKANNA ÆSKILEG HÉR „Ég þekki ekki nægilega vel, hvaða fjármagni einstakir bankar ráða yfir. Það er hins vegar klárt að það er æskilegt takmark, að lands- menn gætu átt kost á samskonar langtímalánum og Norðurlandabúar eiga i viðskiptabönkum sínum og sparisjóðum,” sagði Sigurður Guðmundsson, forstjóri Húsnæðis- málastofnunar ríkisins. „Þar eiga menn kost á banka- lánum með veðtryggingu í fast- eigninni auk ríkislánsins,” sagði Sigurður. Hann kvað ástandið í verðrýrnun sparifjár hér á landi hafa gert það að verkum að bankar og sparisjóðir hér gátu ekki staðið við sinn hluta lánsins, en rikið hefði nokkurn veginn haldið sínum hlut með lánum, sem nema um 30% af byggingarkostnaði. Stefnan hér fyrir styrjaldarárin var sú sama hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Bankar og sparisjóðir ytra hefðu allan timann lánað fólki i hús- byggingum langtímalán gegn fast- eignaveði. Sigurður sagði að lengstu lán Húsnæðisstofnunar ríkisins nú væru til 42 ára. Afborganir og vaxta- greiðslur af þeim ættu sér stað fjórum sinnum á ári, en stefnt væri að því að það yrði oftar og innheimtan væri eins og sima- reikningar. „Mín skoðun er sú,” sagði Sigurður Guðmundsson, „að ríkið eigi ekki að lána 80—90% byggingarkostnaðar af hverju húsi. Ríkishlutinn er kannski hæfilegur svona þriðjungur af byggingar- kostnaði, en síðan komi 50% hans — eins og þau tíðkuðustfyrir stríð og eins og þau tíðkast í öðrum löndum” frá viðskiptabönkunum. En tíl þess að svo geti orðið hér verður að ríkja jafnvægi i peningamálunum og full verðtrygging. Sigurður taldi loks að með auknu sparifé opnuðust þýðingarmiklir möguleikar í viðgerðar- og endur- bótalánaflokkum. Fyrir slik lán væri mikil þörf. Þeir sem byggðu hér á landi á árunum 1940—1960, hafa nú flestir lokið lánagreiðslum við hús sín. En nú þurfa þessi hús endurbóta við og tíl þeirra er mikil þörf að lána. -A.St. LÖGGUR ÚR ÖLLUM ÁTTUM0G STRIPLH) STÖÐVAÐ Tvö ungmenni fundu hjá sér hvöt til að fækka fötum og stíga nokkur dans- spor í leiðinni, eftir hádegiö á laugar- dag. Varð húsagarður við Eiríksgötu fyrir valinu. Ekki mun nágrönnunum allskostar hafa líkað þetta uppátæki fólksins og höfðu samband við lög- reglu. Dreif þegar að tvo lögreglubíla og eitt lögreglumótorhjól, enda hreint ekki á hverjum degi sem boðið er upp á stripl. Voru ungmennin færð til yfir- heyrslu en um það bil er hersingin var að leggja af stað bar þar að þriðja lög- reglubílinn. Greinilegt að margir hugðu gott til glóðarinnar. -SSv./DB-mynd S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.