Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 2
Jóhann Jónsson húsgagnnsmiður: Ég spekúlera ekkert í því. Eigum við ekki að segja Kortsnoj, ég held með honum. Spurning dagsins Hvor heldur þú að vinni heimsmeistara- einvígið f skák, Karpov eða Korts- noj? Margrét Ólafsdóltir, aðstoðarstúlka á lækningastofu: Ég vildi bara óska að það yrði Kortsnoj. Ég held að hann eigi það skiiið, karlinn. Tryggvi Hjörvar bankastarfsmaður: Það verður að segja sig. Ég vil ekki spá. Ég hef ekki stúderað þá neitt. Svanhildur Ágústsdóttir tækniteiknari: Ég hugsa að Karpov sé sterkari. Það lítur út fyrir það. Erlingur Hansson, deildarstjóri i stjórnarráði: Ég ætla aö veðja á Korts- noj af því að hann tapaði síðast. Ég held að það hlaupi svo mikil vonzka í hann að hann vinni einvígið. Það er bölvuð vonzka að hann skuli ekki fá eiginkonuna til sin. Erla Jónsdóttir, gæzlukona á leikvelli: Kortsnoj. Hann er sterkur. Karpov er sterkur líka en Kortsnoj vinnur ein- vígið. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. Hrikalegt ábyrgöarieysi aö berjast gegn beltunum 5889—2661 skrifar: Ég fagna því að bílbeltin hafa nú loksins verið lögleidd. Þó hefði ég viljað að ákvæði um viðurlög hefðu fylgt með því slíkt hefði tryggt al- menna notkun. Vonast ég til að lög- gjafinn bæti úr þessu hið bráðasta. Ég segi hið bráðasta vegna þess að ég óttast að beltin verði ekki notuð sem skyldi nema sektarákvæði komi til. Menn virðast ekki veigra sér við að brjóta lögin um bílbeltin. Ég furða mig á þeirri óskammfeilni sem einstaka menn, m.a. atvinnubíl- stjórar, hafa sýnt með þvi að vera á móti beltunum. Hvað halda þessir menn eiginlega að þeir séu? Hvernig í ósköpunum geta þeir dæmt um og fullyrt að beltin séu eins slæm og þeir vilja vera láta? Hafa þeir rannsakað beltin? Eða slys? Það má vera að þessir menn hafi kannski komið að tuttugu eða þrjátíu bílslysum um ævina, kannski heyrt um hundrað slys. En þeirra litla reynsla er eins og dropi í hafið miðað við þær rannsóknir sem stórþjóðir í Evrópu hafa gert og skyldunotkun bilbelta er grundvölluð á. Við skulum gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd að flestöll riki Evrópu hafa lögleitt beltin. Og slíkt gera riki ekki nema á grundvelli vís- indalegra vinnubragða. Og þær vísindalegu rannsóknir eru samanburðarrannsóknir fyrst og fremst. Þjóð sem telur 60 milljónir manna hefur væntanlega 300 sinnum fleiri banaslys og alvarleg slys heldur en þjóð sem telur 300 sinnum færri íbúa eins og sú islenzka. Ég gæti imyndað mér að ekki væri fjarri Iagi að um 200 þúsund manns slösuðust árlega í umferðinni hjá 60 milljón manna þjóð og að um sjö þúsund manns færust. Á tíu árum gerðu þetta tvær milljónir slasaðra og sjötiu þúsund látna. Vísindamaður, með þessar tölur í hendinni, myndi'líklega byrja á þvi að flokka slysin. 1 einn flokkinn setti hann t.d. alla árekstra við steinvegg, síðan kannski undirflokka eftir hraða bílsins, í 2. flokk allar bilveltur, í þriðja flokk akstur fram af bryggj- um, í fjóra flokk árekstra þar sem keyrt er inn í hlið bilsins o.s.frv. Þannig myndi vísindamaðurinn, flokka slysin í tugi flokka og síðan kannski ennþá meira I mismunandi undirflokka. öllum þessum flokkum myndi hann síðan skipta í tvennt, eftir því hvort bílbelti voru notuð eða ekki. Sigríður hringdi: Ég var að lesa í DB 30. september um lögleiðingu bílbelta. Þar kemur fram að Ólafur Ólafsson landlæknir er einn helzti hvatamaður fyrir lög- leiðingu bílbelta. Þá kemur fram að hann telur að lögleiðingin sé eitt brýnasta úrlausnarefnið varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigðis- Með slíkri samanburðarrannsókn væri ótvírætt hægt að sjá gagnsemi beltanna. Án þess að ég viti það get ég ímyndað mér að einmitt með rannsóknum af þessu tagi hafi stjórn- völd ríkja eins og Svíþjóðar, Vestur- Þýzkalands, Frakklands, Spánar, Sovétríkjanna, Japans og fl. komizt að þeirri niðurstöðu að bílbeltin björguðu fjölda mannslífa og fækkuðu stórlega alvarlegum slysum, höfuðkúpubrotum, heilaskemmdum, augnslysum og fleiri miður geðs- legumáverkum. Ég spyr því aftur. Hvers vegna í ósköpunum geta svo menn, kannski mengaðir einhverri þvermóðsku, barizt opinberlega gegn lögleiðingu málum hér á landi. Nú finnst mér þetta skjóta nokkuð skökku við það sem Ólafur segir annars staðar á síðunni og þá vegna sjúklings sem neitar blóðgjöf af trú- arástæðum. Þar segir Ólafur: Hver og einn er ábyrgur fyrir sínu lífi og ekki er hægt að neyða menn í með- ferð. Þá segir hann ennfremur að mál þessi hafi verið mikið rædd en alltaf verið komizt að sömu niðurstöðu. bílbelta? Hvaða rök hafa þessir menn fyrir máli sínu? Eigin reynslu af akstri í Reykjavíkurumferðinni? Krafa Umferðarráðs, landlæknis og fleiri aðila um Iögleiðingu bílbelta var byggð á rökum, vísindalegum rökum. Sterkum rökum. Án þess að hafa í höndunum rök, sem gera verður kröfu til að byggð séu á vísindalegum vinnubrögðum, er hrikalegt ábyrgðarleysi að berjast gegn bílbeltum. Raddir sem heyrzt hafa gegn beltunum hafa tafið fyrir framgangi þeirra og munu enn tefja að löggjafinn setji viðurlög. Viðurlög eru að mínu mati forsenda þess að verulegur árangur náist. Ekki væri hægt að þvinga neinn til meðferðar. Nú finnst mér að það sama ætti að gilda um bílbelti eða hvað. Hafa menn ekki rétt á að velja og hafna í þessu sem.öðru. Hvers vegna er fólk ekki skyldað til að hætta að reykja ef á að skylda það til að gera þetta og hitt? Reyking- ar eru, eins og vitað er, líka heilsu- spillandi og hættulegar. Vegna ummæla landlækis í DB: Bflbelti fyrirbyggjandi í heilbrigðismálum — hver og einn ábyrgur fyrir sínu líf i — ekki hægt að skylda sjúkling til að fá blóð en öryggisbelti er hægt að skylda fólk til að nota Buick Skylark Sedan árg. 1980, silfur- grir, ekinn aðeins 3 þús. km, 6 cyl., beinsk. (4ra gfra). Verð kr. 185 þús. KAUPENDUR ATHUGIÐ: Útfoorgun og greiðslu- kjör við allra hœfi. BHamarkaðurmn Grettisgötu 12-18 - Sími25252 'Mazda 323 1979, rauður, ekinn 50 þús. km, sjálfskiptur, útvarp. Verð 78 þús. kr. þús. km, aflbremsur, útvarp Verð 120 þús. kr. Skipti möguleg. Pontiac Grand Prix Coupé 1979, Ijðs- blár, sans., v.8 (301), ekinn 26 þús. míl., aflstýri og -bremsur, sjálfskiptur, útvarp. Verð 180 þús. kr., 60 þús. kr. útborgun, eftirstöðvar á 12 mán. Skipti möguleg á ödýrarí. Datsun disil 1977, grænsanseraður, vél nýupptekin frá grunni. Verð kr. 78 þús. Saab 99 GL 1978, brúnn, ekinn 70 þús. km, útvarp, segulband, snjódekk og sumardekk. Verð 80 þús. kr. Citroen Visa ’81, blár, ekinn 6 þús. km. Verð 80 þús. kr. Áspen 1979, Special Edidon, grænn m/vinyltoppi, 6 cyl., ekinn 16 þús. km, sjálfskiptur, aflstýrí og - bremsur, útvarpm segulb., rafmagns- rúður. Verð 130 þús. kr. Range Rover 1976, drapplitur, aflstýrí og -bremsur, útvarp, ný dekk. Allur nýyfirfarínn (nýtt lakk o. fl.). Verð kr. 145 þús. Galant 1600 GL Station 1980, blásanseraður, ekinn 9 þ. km. Verð kr. 98 þús. „Drif á öUum”. Subaru 1800 Station 1981, rauður, eldnn 15 þ. km. (háa og lága drífið), mikið af sérpöntuðum aukaútbúnaði. Verðkr. 128þús. Chevrolet Malibu Sedan 1979, 6 cyl., sjálfsk. m/öllu, ekinn aðeins 24 þ. km. Verð kr. 125 þús. Skipti möguleg á ódýrarí bil. M. Benz 240 dísil, árg. ’78, Utur brúnn, ekinn 250 þ. km., aflstýri, út- varp, segulband, bill i toppstandi. Verð 130 þús. kr. Dodge Ramcharger, árg. ’75, blá- sanseraður, 8 cyl. (360), ekinn 60 þús. m., beinskiptur, 4ra gíra, aflstýrí, út- varp, upphækkaður, breið dekk, 4 dekk fylgja, allur nýyfirfarínn, stór- glæsilegur jeppi. Verð kr. 115 þús. —"wiuuin Plymouth Volaire station, árg. ’79 drappUtur, 8 cyl. (318), ekinn 42 þús. km., sjálfsk., aflstýri, útvarp, segulband, snjódekk. Verð kr. 130 rauður, 4ra dyra, ekinn 16 þús. km, útvarp, segulband. snjódekk. Verð kr. 84 þús. Volvo 244 GL árg. ’79, grænn, ekinn 27 þús. km., sjálfskiptur. Verð 125 þús. kr. Skipti möguleg á ódýrari bll. Toyota Mk II Coupé 1974, blá- sanseraður. Verð kr. 52 þús. Skipti möguleg á ódýrari bU, greiðslukjör. B.M.W 320 1980, brúnn, ekinn 12 þús. km, útvarp, segulband. Verð 133 þós. kr. brúnsanseraður, ekinn 10 þús. sjálfskiptur, aflstýri, og -brei Verð 125 þús. kr. Skipti mögul Saab (ódýrari).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.