Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 26
26 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. I Menning Menning Menning Menning I Tilgangur ritsins Bræðrabönd, sem fjallar um frimúrarahreyfinguna, er að sögn höfundar, Úlfars Þormóðs- sonar, að sýna íslenska nútímasögu í nýju ljósi og gera mönnum kleift að mynda sér nýja söguskoðun. Hann tekur þó fram, að hér sé ekki um að ræða sögulegt vísindaverk heldur sé ritið....blaðamennskuleg úttekt á tilteknu fyrirbæri . . . fyrir þá, sem ekki sætta sig við að þeir einir skrái veraldarsöguna sem skapa hana.” (I, bls. 11). Munu nú margir sagnfræð- ingar setja upp undrunarsvip. Auk yfirlýsts Ulgangs, verður ekki um villst, að höfundur vill varpa tor- tryggni á Frímúrararegluna og um leið ýmsa atkvæðamestu menn þjóð- arinnar á þessari öld. Eiga þeir að hafa sett regluna ofar öllu og starfað í þágu hennar í raun, þegar þeir virt- ust á yfirborðinu starfa í þágu lands og þjóðar. Höfundur setur sjálfan sig í athyglisverðan félagsskap, þegar hann skipar sér í hóp tortryggjenda og andstæðinga Frímúrarareglunnar, en þar er samkvæmt frásögn hans bæði að finna nasista og páfa, sem hann segir að hafi margir bannfært regluna. Þótt ætlun höfundar sé að gera blaðamennskulega úttekt á tilteknu fyrirbæri, gerir hann sér vonir um að atburðir líðandi stundar birtist mönnum ,,. . . i annarri og fölskva- lausri birtu;” (1, bls. 7) við lestur rits- ins. Þetta mætti til sanns vegar færa, tækist höfundi að færa fullnægjandi rök fyrir því, að allir valdaþræðir þjóðlífsins tvinnist saman innan Frí- múrarareglunnar og að frímúrarar ■hafi sem slikir tekið ,,. . . stjórn- málalegar ákvarðanir sem djúpt markar enn fyrir í íslensku þjóðlífi og reyndar mannkynssögunni allri.” (I, bls. 7). En í Bræðraböndum er lítið um sannanir og sannfærandi rök þessu til stuðnings, en þeim mun meira um tilgátur um að eitthvað gæti hafa eða geti gerst. Má vera að höfundur geri þann greinarmun á starfi sagnfræð- ingsins annars vegar og blaðamanns- ins hins vegar, að hins fyrrnefnda sé að leggja fram sannanir, en hins síð- arnefnda að benda á hvað geti hafa eða geti gerst. Höfundi verður tíðrætt um svo- kallaða Zionsöldunga, sem segist ,,. . . vera yfir öllum frímúrurum án þeirra vitundar; á að giska 300 manna úrvalslið helstu stjórnvitringa og stóreignamanna veraldar,” (I, bls. 10) og stefni öldungar þessir að heimsyfirráðum. Líkir höfundur öld- ungunum við Bildenbergklúbbinn, sem virðist honum hugleikinn mjög. Höfundur vitnar óspart í rit, sem nefnist á islensku Siðareglur Zions- öldunga. Um uppruna ritsins og til- gang virðist allt á huldu eins og reyndar um Zionsöldungana sjálfa. Viðurkennir höfundur, að tilvist fé- lagsskapar þeirra sé alls óviss, hann geti verið til og geti hafa verið til. Það sem kemur fram i Bræðraböndum um öldungana styrkir lesandann ekki í trúnni á tilvist þeirra. Höfundur bendir að vísu á, og virðast það sterk- ustu rök hans, að siðareglurnar séu þó áþreifanleg staðreynd. Dettur engum í hug að rengja það. Allar bækur eru áþreifanleg staðreynd, þótt það segi ekkert um innihaldið. Tilvitnanirnar í siðareglur Zions- öldunga hafa þann tilgang, að sögn höfundar,,,. . . að gefa lesurum kost á að meta, að hve miklu leyti tilvitn- unum ber saman við það sem gerst hefur í hinum ýmsu þáttum þjóðlífs- ins, með hvaða hætti og fyrir tilstilli hverra.” (II, bls. 273). Sem dæmi um tilvitnanirnar má nefna þá, sem fer á undan þættinum Fræðslumál í síðara bindi, en þar eru taldir upp kennarar og skólamenn úr röðum frímúrara. Virðist tilvitnunin eiga að gefa til kynna, að hverju þeir vinni. „Þetta kerfi, til útrýmingar sjálfstæðri hugs- un, er nú þegar að verki þar sem er fræðsluaðferð sú, sem nefnd er sýni- kennsla, og er tilgangur hennar sá að gera þjóðirnar að hugsunarlausum, auðsveipum skepnum, sem bíða eftir því, að þeim séu sýndir hlutirnir til þess að geta gert sér einhverja hug- mynd um þá.” (II, bls. 215). Meginefni fyrra bindis Bræðra- banda er ágrip af sögu Frímúrara- reglunnar á íslandi fyrstu 25 árin, byggt á afmælisriti, sem frímúrarar gáfu út 1945. Ekkert í þessum kafla kemur á óvart og er hann fremur daufleg lesning þeim, sem ekki hefur brennandi áhuga á sögu Frímúrara- reglunnar. í fyrra bindinu er einnig nafnaskrá unnin úr félagatölum Frí- ÞAÐ SEM GÆTIHAFA 0G GETUR GERST múrarareglunnar frá 1946—1960. Er helst að skilja, að þar séu skráðir allir, sem í regluna gengu fram til 1960. Helmingur síðara bindisins er önnur nafnaskrá og nær hún fram til 1981. Er þar birt félagatal hverrar frí- múrarastúku fyrir sig og skýrt frá því hverjir gegni embættum innan regl- unnar. Gildi þessara skráa er augljóst fyrir áhugamenn um persónusögu. Þarna geta þeir séð svart á hvitu hverjir hafa gengið i Frimúrararegl- una. f síðara hluta síðara bindis vinnur höfundur úr efnivið sínum, þ.e.a.s. nafnaskránum. Hann veit nú hverjir frímúrarar eru og raðar þeim upp eftir þjóðfélagsstöðu. Hann heldur því fram, að innan reglunnar sé að finna blómann af áhrifamönnum ís- lensks þjóðfélags, en óvíst er að allir séu honum sammála. Að vísu bendir höfundur á, að félagatalið sé ekki eins glæsilegt nú og var fyrir 36 árum, reglan hafi ekki innan sinna vébanda jafnmargt stórmenni og þá, t.d. vantar nú forseta íslands. Þrátt fyrir þetta telur hann regluna enn ,,. . . eitt sterkasta félagslega aflið í íslensku þjóðfélagi.” (II, bls. 161) og bendir réttilega á, að innan stúku- veggjanna sé hægt ræða öll hugsan- leg mál og ráða þeim undir yfirskini ópólitískrar umræðu. Höfundur segir þó, að stjórnmálaumræður séu bannaðar á fundum frímúrara, en er þess fullviss að bannið sé ekki virt. Þau dæmi, sem hann hefur nærtæk- ust þessu til stuðnigns eru, að undir- búningur frönsku stjórnarbyltingar- innar og teuppreisnarinnar í Boston, kveikju frelsisstríðs Bandaríkjanna, hafi farið fram á frímúrarafundum. Höfundur nefnir oftar en einu sinni að uppbygging Frímúrararegl- unnar sé ekki lýðræðisleg. Henni sé stjórnað af fámennum hópi, sem lúti einræðisherra. f formála segir, að stærsti hópur í flestum frímúrararegl- um sé embættismenn, stjórnmála- menn, athafnamenn og vel ættuð stórmenni. Sá, sem ekki leit dagsins Ijós fyrr en á fimmta tug þessarar ald- ar, hnýtur um síðustu skilgreining- una. Vel ættuð stórmenni? Hverjir eru það á fslandi nútímans? Höf. bendir á, að innan reglunnar séu menn úr öllum stéttum, en aðrir en þeir ofantöldu komist ekki „. . . í hóp hinna raunverulega ráðandi manna innan reglunnar” og bætir við: ,,Þar sitja aðrir og göfugri bræður í öndvegi.” (I, bls. 9). Vakn- ar nú önnur spurning. Er embættis- maður og athafnamaður sjálfkrafa göfugri en t.d. kennari og ljósmynd- ari? Samkvæmt Orðabók Menning- arsjóðs merkir göfugur: 1. göfug- lyndur. 2. tiginn, ættgóður. Snúum okkur aftur að uppbygg- ingu reglunnar og auðsveipni bræöra við yfirmann hennar. Við lestur Bræðrabanda má víða skilja, að þeir séu ekki aðeins bundnir vilja hans um mál reglunnar, heldur einnig utan hennar. Á þennan hátt fái maður, sem almenningur hafi ekki kjörið fulltrúa sinn, óhæfileg völd um opin- ber málefni fyrir atbeina lægra settra reglubræðra. Bendir höfundur á, að á fyrstu áratugum aldarinnar hafi margir embættis- og stjórnmálamenn landsins verið frímúrarar og þeim borið að hlýða stórmeistara sínum, sem var enginn annar en Kristján X Danakonungur. Siöan segir: „Það lá því í hlutarins eðli að mörgum þeim sömu fslendingum, sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og aðskilnaði frá Danmörku, bar að beygja sig í duftið fyrirkóngi þessa sama danska ríkis til viðgangs Frímúrarareglunni hér á landi, og bar í þeim efnum (leturbr. S.B.J.) að hlýða honum og úrskurðum hans í einu og öllu.” (I, bls. 51). Menn geta varpað öndinni léttar. Hér er ekki verið að sýna fram á, eins og virst gæti í fljótu bragði, að sem yfirmaður frímúrara hafi kon- ungur haft óæskileg áhrif á sjálf- stæöisbaráttu fslendinga. í síðara bindi, þar sem frimúrurum er raðað saman eftir embættum og störfum, virðist höfundur nota til- vitnanir í Siðareglur Zionsöldunga til þess að benda á, að frímúrarar séu þátttakendur í samsæri öldunga þess- ara um heimsyfirráð án þess að visu, að þeir geri sér það ljóst. Ekki virðist skipta neinu höfuðmáli hvort öldung- arnir eru Ul eða ekki. Fyrsti þáttur þessa bókarhluta fjallar um ríkis- stjóra og forseta. Má lesa út úr frá- sögn höfundar af þvi, er ríkisstjórn íslands og Alþingi (einróma) ákváðu að fiytja konungsvaidiö inn í landið 10. apríl 1940 eftir hernám Danmerk- hafðir voru útundan, voru þingmenn sósialistaflokksins, stjórnarandstöð- unnar, þrír talsins. Má vissulega deila um, hvort ekki hefði átt að kynna þeim málið, en varla sannar sú stað- reynd, að það var ekki gert fyrr en á Alþingi, að hér hafi verið um sam- særi frímúrara að ræða. Svo vikið sé aftur að Sveini Björns- syni, segir höfundur hann hafa lagt til að kallaður yröi saman þjóðfund- ur til undirbúnings lýðveldisstofnun- Úlfar Þormóðsson. Bók menntir Sólrún B. Jensdóttir ur, að hér hafi fyrst og fremst verið undirbúin skipun frímúrarans Sveins Björnssonar í embætti ríkisstjóra til þess að hann gæti síðan tafið fyrir því, að konungsvaldið gengi endan- lega úr höndum reglubróðurins Kristjáns X. Frásögnin af atburðun- um 9. og 10. apríl er krydduð með setningum eins og: „Þessi gangur mála er dæmigerður fyrir vinnubrögð pukrara og leynifélagsmanna.” (II, bls. 165). Getur höfundur þess Ul stuðnings, að af þeim fimm fiokkum, sem sæti áttu á þingi, hafi aðeins þrír komið saman til „leynifundar” 9. apríl. Láist að taka fram, að hér var um að ræða stjórnarfiokkana þrjá, Alþýðuflokkinn, Framsóknarfiokk- inn og Sjálfstæðisfiokkinn. Þykir fáum undarlegt, að ríkisstjórn og stuðningsmenn hennar ræði mikil- væg mál, áður en þau eru lögð fyrir Alþingi. Bændaflokkurinn studdi stjórnina, og var málið einnig rætt við þingmenn hans, en þeir einu, sem ar, og bendir á að: „Slíkt uppátæki hefðigelað (leturbr. S.B.J.) tafið lýð- veldisstofnun fram yfir stríðslok. Að stíðinu loknu hefði konungur getað (leturbr. S.B.J.) tafið hana enn lengur.” (II, bls. 165, 166). Þannig eru rökin fyrir „samsæri” Sveins Björnssonar og konungs. Þess má geta til gamans, að íslend- ingar samþykktu lýðveldisstofnun í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 95,04% greiddra atkvæða. Frímúrar- ar virðast ekki hafa haft mikil áhrif í þá átt að halda völdunum í höndum bróður Kristjáns X, hafi einhverjir þeirra haft áhuga á því. Höfundur virðist telja, að Alþýðu- fiokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu tengdir „samsæri” frímúrara, sem beinist þá væntanlega gegn. sósíalistum. Hann bendir á, að öðrum en flokkunum þremur hafi ekki verið falin stjórnar- myndun fyrr en 34 árum eftir stofnun lýðveldisins, þegar maður utan Frí- múrarareglunnar var sestur á forseta- stól. Er ekki mögulegt að stjórnmála- skoðanir fyrri forseta hafi ráðið nokkru hér um? í þætti um ráðherra og ríkisstjórnir kemur fram, að fyrsti frímúrarinn settist í ráðherrastól hér á landi fyrir 50 árum, en það var Ásgeir Ásgeirs- son 1931. Hafi síðan 10 frímúrarar gegnt 23 ráðherraembættum. Ekki er þess getið, að alls hefur verið skipað í um 130 ráðherraembætti á þessum tíma, svo ekki hafa frímúrarar orðið saddir við þá kjötkatla. í þætti um dómsmál fer höfundur ekki dult með þá skoðun sina, að þar sé víða pottur brotinn og frímúrarar í dómarastétt taki vægar á reglubræðr- um sínum en öðrum mönnum. Nefnir hann dæmi þar sem þetta gæti átt við, en ítarlegri rannsókna er þörf eigi menn að sannfærast. Hernám—Hermang nefnist einn þáttur síðara bindis, og þar eru gerð að umræðuefni m.a. viðskipti Islands við Bandaríkin í fyrri heimsstyrjöld- inni, þótt óljóst sé, hvernig þau tengj- ast frímúrurum og „samsæri” þeirra. Helst er að skilja, að frímúr- arar hafi haft forgöngu um þessi við- skipti til þess að gera ísland háð Bandaríkjunum. Það var ríkisstjórn íslands, sem hafði forgöngu um við- skiptin, og enginn frímúrari var ráð- herra á þessum árum. Tilgangur við- skiptanna, að forða landinu frá vöru- skorti og hungursneyð, eftir að mark- aðir í Evrópu lokuðust að mestu, dylst fáum. Hætt er við, að saga ís- lands i fyrri heimsstyrjöldinni væri önnur og ömurlegri hefði ekki tekist að fá vörur frá Bandaríkjunum og vinna þarmarkaði. Að mati höfundar var herverndar- samningurinn við Bandaríkin 1941 runninn undan rifjum frímúrara með Svein Björnsson og Vilhjálm Þór í broddi fylkingar, þótt hvorugur þeirra ætti sæti í ríkisstjórn. Tilgang- urinn var að gera ísland háð Banda- ríkjunum. Ekki er frá því skýrt, að vorið 1941, meðan Bretar stóðu einir gegn Þjóðverjum, tilkynntu þeir ís- lendingum að þeir myndu flytja her sinn frá landinu og skilja það eftir varnarlaust í Evrópu undir járnhæl Hitlers, ef íslenskir ráðamenn féllust ekki á að biðja um hervernd Banda- ríkjanna. Var Bretum mikið í mun að tryggja sér þátttöku Bandarikja- manna i styrjöldinni, og er auðvelt að sjá að þrýstingur frá þeim hefur verið töluvert mikið þyngri á metunum en óskir frímúrara. í þætti um sambönd reynir höf- undur að sýna fram á að samtrygging ríki í röðum frímúrara og þeir hygli hver öðrum utan hreyfingarinnar á ýmsum sviðum þjóðlifsins. Ekki eru dæmin tiltakanlega sannfærandi og benda til þess, sem gæti hafa gerst, en sanna ekki, hvað hefur gerst. Ljóst er, að frímúrarar í áhrifastöðum geta hyglað reglubræðrum sínum, en það geta líka ættingjar, vinir, flokks- bræður, spilafélagar og sauma- klúbbssystur. í heimssögulegu yfirliti um frímúr- arahreyfingar kemur fram, að þær eru mjög mismunandi eftir löndum. Segir t.d., að í Frakklandi og á Ítalíu hafi reglan verið og sé jafnvel enn mjög róttæk og hafi átt í útistöðum við kaþólsku kirkjuna, samanber bannfæringar páfa, sem áður eru nefndar. í Englandi hafi hins vegar stóreignamenn 18. og 19. aldar safn- ast í Frímúrararegluna til þess að berjast gegn frjálslyndi í stjórn- málum. í nánari frásögn af reglunni í Englandi kemur fram aðdróttun, sem rétt er að benda á, enda ekkert eins- dæmi í Bræðraböndum. Segir, að meðal frímúrara í Englandi sé Jeremy Thorpe, fyrrum formaður Frjáls- lynda flokksins, sem hafi orðið ,,. . . að láta af því embætti vegna kynvillu og ákæru um þátt í morði. Dómur féll honum í hag. Margir dómarar á Bretlandi eru í Frímúrarareglunni.” (I, bls. 19). Ósagt er látið hvort frí- múrarar sátu raunverulega í dómn- um, sem dæmdi Thorpe. í kafia um helgisiði og heimspeki frímúrarahreyfingarinnar segir, að frímúrarar hafi ekki sjálfir svipt hul- unni af fræðum sínum enn sem komið sé, en: „Undantekning frá þessu er þó W.A. Mozart, sem í Tðfraflautunni lýsti helgisiðum regl- unnar á táknrænan hátt og hlaut að launum eiturdauða.” (I, bls. 22). Fullyrðingar sem þessa ber að varast. Það er algerlega ósannað að Mozart hafi verið drepinn á eitri, hvað þá að frímúrarar hafi valdið dauða hans. Eftir lestur rits Úlfars Þormóðs- sonar er ljóst, hverjir eru frímúrarar á fslandi. Hins vegar er óljóst, hvort bræðralag þeirra sé meiri ógnun viö lýðræðið en önnur persónuleg tengsl i okkar litla þjóðfélagi. Sjálfsagt er að viðurkenna, að ýmislegt miður æski- legt gæti hafa gerst og getur gerst á fundum frímúrara eins og annars staðar í þjóðfélaginu t.d. innan stjórnmálafiokkanna, og er nauðsyn- legt að hafa augun opin. Þessi bók segir okkur ekki, hvað hafi gerst inn- an Frímúrarareglunnar, enda óvinn- andi verk, þar sem um leynifélags- skap er að ræða, og skal hér enginn dómur lagður á það, hvort slík félög séu æskileg. Óljóst er, hvað frímúrarar geta haft á móti útgáfu verks þessa. Þær staðreyndir, sem fram koma um reglubræður, eru saklausar, þ.e. hverjir þeir eru og hvað þeir starfa. Ekki ættu dylgjur höfundar að vera áhyggjuefni, ef fyrir þeim finnast ekki haldbetri rök en koma fram í Bræflraböndum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.