Dagblaðið - 05.10.1981, Page 17

Dagblaðið - 05.10.1981, Page 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. d 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Viggó Sigurðsson: Vestur-þýzka knattspyrnan: Frá Viggó Sigurðssyni, Leverkusen: Auldn spenna er nú komin i Bundes- liguna þvi Bayern Miinchen gaf i laug- ardag stig til neðsta liðsins, Nurnberg, og það á heimavelli. Köln sigraði örugglega i sinum leik og náði þvi Bay- ern að stigum, og það sem meira er, Köln og Bayern mætast f næstu umferð Bundesligunnar. Leikið verður i Köln eftir hálfan mánuð og þegar hafa 55.000 miðar selst. Hamburger vann sinn þriðja leik i vikunni, slgraði hina slöku leikmenn Stuttgart 1—2. Á einni viku hefur Hamburger skorað hvorld meira né minna en 15 mörk i þremur leikjum! Atli Eövaldsson átti hörku- góðan leik i Dússeldorf og innsiglaði sigur liðs sins, 2—0. Það er dálitið kaldhæðnislegt að á meðan Atli sýnir stórleiki með Dússeldorf gengur ekkert hjá framlfnu Dortmund sem tapaði 2— 1 i Leverkusen og að sögn þýzkra blaða voru framlfnumenn liðsins eins og frostpinnarl Aðeins 19 mörk voru skoruð i 9. umferð og áhorfendur voru alls 215.000. Dtlsseldorf-Karlsruhe 2—0 (0—0) Atli Eðvaldsson er orðinn stjarna í Dússeldorf. Hann átti aftur stórleik með liði sínu á föstudagskvöldið gegn Karlsruhe. „Nú er loks hægt að gefa háa bolta inn i vítateiginn því Atli vinnur öll skallaeinvigi,” sagði Gerd Zewe, einn ieikmanna DUsseldorf, eftir leikinn. Atli átti meðal annars skalla i slá i fyrri hálfleik. DUsseldorf lék mun betur í fyrri hálfleiknum og hefði átt að leiða í hléi með 1—2 mörkum. Gerd Zewe skoraði fyrra markið á 67. min. eftir undirbúning Rudi Bommer. Þremur mínútum siðar skoraði Atíi glæsimark. Hann kiippti knöttinn við- stöðulaust i markið eftir góða sendingu frá Wolfgang Seel. Atla var hæit mjög i sjónvarpi, útvarpi og blöðum og hann fellur mjög vel inn í liðið. Áhorfendur á Rheinstadion voru 10.000. Stuttgart-Hamburgar 1 —2 (0—1) Hið annars sterka lið Stuttgart er í mikilli lægð um þessar mundir. Fyrir keppnistímabilið var liðinu jafnvel spáð meistaratign. Nú er öðru nær, allt gengur á afturfótunum og það nýttu leikmenn Hamburger sér mjög vel. Tvö stig í Stuttgart er nokkuð sem þeir geta verið ánægðir með. Daninn skemmti- iegi, Lars Bastrup, skoraði á 36. min. fyrir Hamburger eftir fallega samvinnu við Júrgen Milewski. Á 68. mín. jafn- aði Karl-Heinz Förster fyrir Stuttgart en Bastrup þakkaði Miiewski fyrir fyrra markið með því að gefa á hann i dauðafæri mínútu fyrir leikslok. Sá litli lét færið ekki ganga sér úr greipum og innsigiaði þýðingarmikinn sigur Hamburger. Áhorfendur á Neckarstad- ion voru 38.000. Bayern MUnchen-NUrnberg ! 1-1 (1—0) Eitthvað eru meistararnir að gefa eftir. NUrnberg, sem hafði aðeins hlot- ið 3 stig fyrir þessa umferö hirti stig af meisturunum og það á Olympiastadion í Múnchen. Hvorki meira né minna en 70.000 áhorfendur voru á leiknum og greinilegt að þeir voru ekki ánægöir þar sem ólæti brutust út. Hnifum var beitt og margir slösuðust. Leikurinn sjálfur byrjaði einnig með hörku því strax á fyrstu mínútu fékk Werner Heck, Núrnberg, gult spjald fyrir að brjóta illa á Hans Weiner, varnarmanni Bay- ern. En leikmenn róuðust og leikurinn varð ekki svo mjög harður. Rudi Karg- us, hinn snjalli markvörður Núrnberg, átti í fullu tré við slaka framlinumenn Bayern. Á 31. mín. var brotið á Karl- Heinz Rummenigge, greinilega utan vítateigs. Lélegur dómari frá Berlín dæmdi samt vítaspymu sem Paul Breitner skoraði úr. Ásgeir Sigurvins- son kom inn á fyrir Wolfgang Kraus á 68. mín. en allt kom fyrir ekki. Núrn- berg jafnaði með góðu marki Reinhold Hintermaier á 73. mín. og nú þarf Bayern að sækja Köln heim í næstu umferð. Leverkuaen-Dortmund 2—1(1—1) Lélegur leikur tveggja varnarliða. Peter Klimke, Leverkusen, skoraði sjálfsmark á 31. mín. Júrgen Glowacz, fyrirliði Leverkusen, jafnaði á 40. min. Hinn síhættulegi , Norðmaður, Arne-Larsen ökland, skoraði sigur- markið á 67. mín., hans fimmta mark i haust. Áhorfendur á Ulrich-Hamber- land-Stadtion voru 10.000. Bielefeld-Köln 0-2 (0-1) Hinn litli Pierre Littbarski var hetja Köln. Hann skoraði bæði mörkin í afar Atli átti stórleik og skoraði mark í öðrum sigri Diisseldorf góðum leik. Eftir misheppnaða leiki í fyrstu umferðunum rúllar nú allt eðli- lega hjá Kölnarliðinu. En Rinus Michels þjálfari liðsins sýndi hver ræður á laugardag. Hann var ekki ánægður með stórstirnin Klaus Allofs og Kiaus Fischer og skipti báðum út af. Littbarski skoraði fyrra markið eftir einleik á 20. min. og það siðara úr þvögu á 78. mín. Áhorfendur á Alm- leikvanginum voru 24.000. Darmstadt-Kaiserslautern 0—0 Núll-leikur á alla kanta en þó gott fyrir Darmstadt að ná stigi. 12.000 áhorfendur á Böllenfalltor púuðu á leikmenn liðanna fyrir slakan leik. Bochum-Duisburg 2—2 (2—0) Bochum vann Hamburger í Bochum 2—1. Hamburger vann Duisburg í Hamborg 7—0. Samkvæmt því hefði Bochum átt að fara létt með Duisburg. Sem betur fer er slík tölfræði vafasöm í knattspyrnu. Leikmenn Duisburg seldu sig dýrt. Þeir börðust eins og ljón allan leikinn og þó Bochum væri komið í 2—0 með mörkum Wolfgang Patzke á 7. mín. og Lothar Woelk á 42. min. gáfust þeir ekki upp. Frank Saboro- wski skoraði strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og Thomas Kempe jafn- aði 2—2 á 71. mín. Áhorfendur á Ruhrstadion voru 18.000. Breman-Braunschweig 2—0 (0—0) Innbyrðis leik nýliðanna lauk með sanngjörnum sigri Bremen, 2—0, þó mörkin kæmu í seinna lagi. Rigobert Gruber skoraði á 56. min. og Uwe Reinders bætti öðru við á 84. mín. Áhorfendurá Weserstadion 18.000. Bor. Mönchangladbach-Frankfurt 1-0 (1-0) Hann Otto frá Frankfurt gladdi mjög 18.000 áhorfendur á Am Bökel- berg í Mönchengladbach þegar hann skallaði af öryggi í netið. En Otto fagn- aði ekki. Þetta var hans eigið marknet! Það sem meira var, þetta var sigur- markið í þokkalegum leik. Töluverð þreyta sat í leikmönnum beggja liða eftir Evrópuleikina í vikunni. Staðan i Bundesligunni er nú þessi: Bayern 9 6 1 2 23—14 13 Köln 9 6 12 17—8 13 Hamburger 9 5 2 2 25—12 12 Bremen 9 5 2 2 16—11 12 Gladbach 9 5 2 2 17—15 12 Bochum 9 5 1 3 17—13 11 Kaiserslautern 9 3 4 2 20—16 10 Leverkusen 9 4 2 3 13—19 10 Frankfurt 9 4 1 4 18—16 9 Karlsruhe 9 3 2 4 16—16 8 Dortmund 9 3 2 4 12—12 8 Stuttgart 9 3 2 4 12—14 8 Duisburg 9 3 2 4 15—22 8 Dússeldorf 9 2 3 4 12—16 7 Braunschweig 9 3 0 6 11 — 14 6 Darmstadt 9 1 4 4 11 — 18 6 Bielefeld 9 1 3 5 6—14 5 Núrnberg 9 1 2 6 8—19 4 1 2. deild sigraði lið Janusar Guðlaugssonar, Fortuna Köln, Kickers Offenbach á heimavelli 4—3. Janus átti mjög góðan leik og skoraði á 33. min. með hörkuskalla eftir horn- spyrnu. Fortuna komst þar með í 3—2, síðan 4—2. Að dómi margra var þetta langbezti leikur Fortuna Köln í mörg ár. önnur úrslit í 2. deild urðu þessi: Schalke-Mannheim 1—0, Fúrth-Osna- brúck 3—1, Worms-Solingen 4—3, Hannover-Freiburger FC 3—3, Bay- eruth-Aachen 0—2, SC Freiburg-Watt- enscheid 2—0, Hertha-1860 Múnchen 0—1, Essen-Kickers Stuttgart 1—0, Kassel-Uerdingen frestað. Staða efstu liða 2. deildar: Fortuna Köln 11 6 3 2 22- -17 15 Schalke 04 11 6 3 2 18- -13 15 1860Múnchen 11 6 2 3 18—16 14 Hessen Kassel 10 4 5 1 16- -9 13 Hannover 96 11 6 1 4 20—15 13 K.Offenbach 11 5 3 3 22- 19 13 Osnabrúck 11 5 3 3 14- -12 13 Hraustur eigandi Fortuna Köln! Hans Löring, eigandi Fortuna Köln, er aldeilis karl í krapinu. Hann er marg- faldur milljónamæringur og á félagið einn. Á dögunum var gerð tilraun til að ræna karli en hann á sportbifreið eina afar hraðskreiða og stakk ræningjana af. Eftir leik Fortuna og Offenbach um helgina réðust tveir áhangendur Offen- bach á hann. Löring er fyrrverandi hnefaleikakappi og rotaði þá báða! Þá réðust aðrir tuttugu að honum og var það atgangur harður. Löring slapp inn i búningsklefa með glóðarauga á báðum og marinn um allan skrokk. Góð frammistaða forstjórans og fé- lagsins! -Vlggó/VS. X. Dansk/n • Ballettbolir | • Fimleikabolir • Sokkabuxur án leista • Fimleikabuxur • Ballettsokkabuxur • Ullarbuxur fyrir dömur og herra • Legghlífar — Fallegir litir fimleika- og ballettvörur í miklu úrvali HÓLASP0RT LOUHOLUM 2-6 SÍMI 75020 PÓSTSENDUM

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.